Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 1
56 SIÐUR
74. tbl. 64. árg.
FÖSTUDAGUR 1. APRlL 1977
Prentsmiója IVIorgunblaösins.
Nordmenn og
EBE þinga á ný
Andrei Gromyko, utanrfkisráðherra Sovétrtkjanna, á blaðamanna
fundi ( Moskvu f gær. Hann var óvenju stórorður f garð Bandarfkja-
manna og gagnrýndi þá örstuttu eftir að Cyrus Vance utanrfkisráð-
herra fór frá Moskvu. Þetta var fyrsti blaðamannafundur háttsetts
sovézks ráðamanns f rúm tfu ár.
London, 31. marz. Reuter.
BRETAR frámlengdu f dag
um tvo mánuði heimildir
nokkurra Evrópuþjóða til
veiða á svæðum innan hinnar
nýju 200 mflna lögsögu sinnar.
Heimildirnar voru veittar til
þriggja mánaða og féllu úr
gildi f dag.
Brezka sjávarútvegsráðu-
neytið sagði að með nýju regl-
unum fengju fiskibátar frá
Noregi, Færeyjum, Sviþjóð,
Spáni, Austur-Þýzkalandi, Pól-
iandi og Sovétrikjunum að
veiða I brezkri fiskveiðilög-
sögu.
Skip frá Spáni, Austur-
Þýzkalandi, Póllandi og Sovét-
ríkjunum fá aðeins að veiða á
tilteknum svæðum innan
brezku markanna og aðeins
vissar tegundir.
Austur-þýzkir, pólskir og
sovézkir bátar verða að fá leyfi
til að veiða á brezkum miðum.
Reglurnar i dag hafa engin
áhrif á réttindi fiskiskipa frá
öðrum aðildarlöndum Efna-
Framhald á bls. 14
Briissel, 31. marz. NTB.
NORÐMENN og Efnahagsbanda-
lagið hófu f dag nýjar viðræður
um veiðar á Norðursjó eftir út-
færslu fiskveiðilögsögu Noregs og
Efnahagsbandalagslandanna i
200 mflur.
Nokkurrar bjartsýni gætir um
að takast megi að þessu sinni að
bjarga viðræðunum úr þeim
ógöngum sem þær hafa komizt f
og samkomulag takist um ramma-
samning. Þó benti Arne Treholt,
ráðuneytisstjóri, á að vandamálin
væru enn erfið úrlausnar.
Framhald á bls. 14
Frá setningu þings Norðurlandaráðs f finnska þinghúsinu f gær.
Finnskir kommúnistar
gagnrýna Norðmenn
— á fyrsta fundi þings Norðurlandaráðs
Helsingfors 31. marz
frá Pétri Eirfkssyni, blm. Mbl.
UMRÆÐUR um utanrfkis- og
varnarmál settu nokkurn svip á
þing Norðurlandaráðs, sem sett
var hér í Helsingfors f dag. For-
maður finnska Kommúnista-
flokksins, Aarne Saarinen, réðst á
norsk blöð fyrir skrif þeirra um
heimsókn Urho Kekkonens, for-
seta Finnlands, til Noregs f
september og gagnrýndi stefnu
Norðmanna f varnarmálum f al-
mennum umræðum. Með reynslu
Finna f huga sagðist Saarinen
vona, að jafnvel norska stjórnin
tæki til endurskoðunar stefnu
sfna f öryggismálum og kannaði,
hvort hún hefði lengur þann til-
gang, sem hún hafði eftir seinni
heimsstyrjöldina. Meðal þeirra,
sem svöruðu Saarinen, var
Trygve Bratteli, fyrrverandi for-
sætisráðherra Noregs, og sagði
hann, að Norðmenn væntu á vett-
vangi Norðurlandaráðs skilnings
á því, að ákvarðanir um norsk
utanrfkismál væru teknar af
norsku ríkisstjórninni og f norska
þinginu og hvergi annars staðar.
Það var fráfarandi forseti
Norðurlandaráðs, Poul Hartling,
fyrrverandi forsætisráðherra
Danmerkur, sem setti þingið, sem
haldið er I finnska þinghúsinu.
Síðan var kosin forsætisnefnd
ráðsins og var finnski þingmaður-
inn V. J. Sukselainen kosinn for-
seti, en aðrir í ráðinu eru Poul
Hartling frá Danmörku, Jón
Skaftason, sem tekur við af Ragn-
hildi Helgadóttur, Trygve Bratt-
eli og Olof Palme, fyrrum for-
sætisráðherra Svíþjóðar. Meðal
varamanna í forsætisnefndinni er
Ragnhildur Helgadóttir.
Sukselainen ávarpaði siðan
þingið og minntist 25 ára afmælis
Norðurlandaráðs og þess, sem
gerzt hefur siðustu fimm árin frá
því ráðið hélt siðast fund i Hels-
ingfors. Taldi hann eitt mesta
framfarasporið stofnun ráðherra-
nefndarinnar, sem hefur orðið til
að auka styrk ráðsins og norr-
ænnar samvinnu.
Eftir kjör i nefndir hófust al-
mennar umræður og tóku þrir
íslendingar þátt i þeim, Geir
Hallgrímsson, forsætisráðherra,
og þingmennirnir Ragnhildur
Helgadóttir og Jón Skaftason. Al-
mennum umræðum verður haldið
áfram á morgun og tala af íslend-
inga hálfu þeir Einar Ágústsson,
utanrikisráðherra, og Halldór
Ásgrimsson, alþingismaður.
Framhald á bls. 14
Óvænt
úrslit
tHALDSMENN sigruðu f
aukakosningu f kjördæmi Roy
Jenkins fyrrverandi ráðherra f
Birmingham, sem hefur verið
talið öruggt vfgi Verkamanna-
flokksins.
Jenkins hafði 11.923 at-
kvæða meirihluta f Stechford-
kjördæmi f sfðustu kosning-
um, en frambjóðandi thalds-
flokksins sigraði með 1949 at-
kvæða mun nú.
Gromyko ber í
borðið og ásakar
Bandaríkj amenn
Moskvu, 31. marz. Reuter.
ANDREI Gromyko utanríkisráð-
herra barði f borðið á blaða-
Yfirmaður
kallaður
burt í Zaire
Kinshasa. 31. marz. Reuter.
MOBUTO Sese Seko, forseti
Zaire, hefur kallað heim yfir-
mann hersins sem hefur barizt
gegn innrásarliði f Shaba-héraði
að sögn fréttastofunnar Azap.
Haft er eftir yfirmanninum,
Eluki Monga Aundu ofursta, að
Framhald á bls. 18
mannafundi f Moskvu í dag til að
leggja áherzlu á ásökun f garð
Bandarfkjamanna þess efnis, að
þeir hefðu beitt „vafasömum og
jafnvel ómerkilegum" aðferðum í
viðræðunum i Moskvu f vikunn
um takmarkanir kjarnorkuvopna
Þetta var fyrsti blaðamanna
fundurinn sem háttsettur sovézk
ur ráðamaður hefur haldið i
Moskvu í rúm tíu ár og fór fram
nokkrum klukkustundum eftir að
Cyrus Vance utanrfkisráðherra
fór þaðan til Bonn og siðan
London.
Gromyko sagði að tillögur
Bandaríkjamanna í viðræðunum
hefðu verið tilraun til að skaða
öryggi Sovétrikjanna. Hann
neitaði því að Rússar vildu ekki
styðja mikilvæga afvopnunarráð-
stöfun þar sem þeir hefðu hafnað
bandarisku tillögunum.
Sovézki utanríkisráðherrann
hélt þvi þvert á móti fram að allar
meiriháttar afvopnunartillögur á
Framhald á bls. 14
Bretar
leyfa
áfram
veidar