Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 5 Klukkan 20.30: PRtJÐULEIKARARNIR eru á dagskrá sjónvarpsins f kvöld að loknum fréttum og auglýsingum. Gestur leik- brúðanna f þessum þætti er brezki gamanleikarinn Bruce Forsyth. Leikstjórinn Jonn f ora. barn Sean O’Feeney, sem var írskur innflytjandi. í uppvextinum heyrði hann sögur af braut- ryðjendastarfi inn- flytjendanna og uppvexti Bandaríkjanna. Átján ára gamall ákvað hann að fara til Holly- wood, þar sem eldri bróð- ir hans, Francis, vann sem leikstjóri og leikari hjá Universal. Þar hóf John Ford feril sinn og var það allt á bak við sviðið, þar sem hann vann við uppsetningu og aðstoðaði tæknimenn og fleira. Með tímanum fékk hann að koma sjálfur smávegis fram á hvíta tjaldinu og þá í myndum, sem Francis Ford leik- stýrði. John Ford leik- stýrði sjálfur og skrifaði handrit við sína fyrstu kvikmynd „The Tornado" árið 1917. En saga kvikmyndaiðnaðar- ins frá þessum tíma var ekki skrásett á sama hátt og í dag og því ekki til tölur um þær myndir, sem hann leikstýrði eða kom nálægt fyrr en hannivarð verulega frægur árið 1924, en þá hafði hann þegar leik- stýrt nokkrum tugum mynda. Myndin „The Iron House“, sem hann leikstýrði það ár vakti verulega athygli og skap- aði honum sess meðal beztu leikstjóra þeirra tíma. Hann græddi stór- lega á myndinni „Four Sons“, sem gerð var 1928, en þar var Jon Wayne aðstoðarleikstjóri. Wayne hefur síðan leikið í ótal myndum, sem Ford hefur leikstýrt eins og aðrir frægir bandarískir leikarar, til dæmis Henry Fonda, sem við sjáum í myndinni í kvöld. Dudley Nichols skrifaði mörg handrit fyrir myndir John Fords, en hann var mjög kunnur bæði sem handritahöfundur, leik- stjóri og kvikmynda- framleiðandi, en hann lést árið 1960. Fyrsta myndin, með tali, sem John Ford leik- stýrði, var gerð árið 1928 og hét sú Rakari Napóleons. Kvikmynda- verðlaun hlaut John Ford árið 1935 fyrir myndina „The Inform- er“. Síðar hlaut hann kvikmyndaverðlaun fyr- ir myndirnar: „Þrúgur reiðinnar“, „How green was my valley“ og „The quiet man“. Lyfja- tæknar FYRIR nokkru útskrifuðust hjá Lyfjatækniskóla Islands 23 lyfja- tæknar, en skólanum er ætlað það hlutverk að tæknimennta að- stoðarfólk við lyfajgerð og lyfja- afgreiðslu. Skólastjóri er Axel Sigurðsson, lyfjafræðingur. Á myndinni eru, aftari röð f.v.: Ingigerður Marfa Jóhannsdóttir, Else Zimsen, Margrét Jónsdóttir, Birna Jóhannsdóttir, Sigurbjörg Jónsdóttir, Hallfrfður Guðmunds- dóttir, Kristjana Aðalsteinsdóttir, Lára Erlingsdóttir, Guðlaug Elfasdóttir, Kolbrún Magnúsdótt- ir, Edda Lóa Skúladóttir, Stein- unn Stephensen, Bjarndfs Markúsdóttir, Ásdfs Magnúsdótt- ir, Elín Þrúður Theódórs. Fremri röð frá vinstri: Fanný Guðjónsdóttir, Halldóra Teits- dóttir, Marfa Jörgensen, Hafrún Kristjónsdóttir, Axel Sigurðsson skólastjóri, Ingibjörg Guðjóns- dóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Guðrfður Friðriksdóttir, Dagbjört Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.