Morgunblaðið - 01.04.1977, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 01.04.1977, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRlL 1977 Auðveldir sigrar HIN ÁRLEGA sendiherrabikarkeppni f kórfuknattleik, sem er á milli starfs- manna NATO á Keflavfkurflugvelli og Reykjavfkur eða landsliðsúrvals, er nú að komast á lokastig. j karla- flokki hafa nú verið leiknir 4 leikir og hefur fslenzka landsliðið unnið þá alla með miklum yfirburðum. í kvennaflokki eru aðeins leiknir 3 leikir og er tveimur þeirra nú lokið og þar er staðan jöfn. 1. leikinn unnu vallarstúlkurnar með 48 stigum gegn 39 en þann seinni, sem leikinn var á miðvikudagskvóldið, sigraði Reykjavfkurúrvalið með 48—44 f spennandi leik. Karlaliðin léku einnig á miðviku dagskvöldið og lauk þeim leik með yfirburðasigri landsliðsins. 100—61. eftir að staðan I leikhléi hafði verið 45—29 landsliðinu I vil. Landsliðið náði þarna góðum leik og munaði miklu um frammistöðu PéturS Guð- mundssonar, sem átti mjög góðan leik bæði I vörn og sókn og reyndist Vallar mönnum afar erfitt að komast fram hjá honum og blokkeraði hann skot þeirra mjög fallega hvað eftir annað Þá er rétt að geta þess að Pétur hefur nú leikið 3 leiki með landsliðinu hér á landi og hefur hann að sjálfsögðu tekið mikið af vítaskotum. og hitt úr þeim öllum og er það frammistaða sem við höfum ekki kynnst hér áður. Flest stig landsliðsins skoruðu þeir Pétur Guðmundsson 2 5i Rlkharður Hrafnkelsson 17. Kári Martsson 1 4 og Jón Sigurðsson 1 2 Á laugardaginn verða slðustu leikirn- ir í þessari keppni leiknir og verður þá leikið á Keflavíkurflugvelli bæði I karla- og kvennaflokki í karlaflokknum hefur landsliðið þegar tryggt sér sigur, en i kvennaflokknum mun verða um hrein- an úrslitaleik að ræða HG ÞROTTUR NAÐI OVÆNT JAFNTEFLI GEGN FH ÍR vann Gróttu 29:22 IR sigraði Gróttu 29:22 og FH og Þróttur gerðu jafntefli 18:18 I 1. deild íslandsmótsins f handknatt- leik I gærkvöldi, en báðir leikirn- ir fóru fram I íþróttahúsinu I Hafnarfirði. Jafnteflið dregur mjög úr möguleikum FH til að halda I íslandsmeistaratitilinn. Leikur ÍR og Gróttu var ákaf- lega slakur af beggja hálfu, sér- staklega þó varnarleikurinn, sem var nánast enginn hjá báðum lið- um. Náðu ÍR-ingar strax góðri for- ystu í leiknum og var staðan í hálfleik 14:10 þeim í vil, og náði Grótta aldrei að minnka þann mun að ráði í seinni hálfleik. Mörk ÍR: Brynjólfur Markús- son 8, Ágúst Svavarsson 7, Vil- hjálmur Sigurgeirsson 4, Sigurð- ur Sverrisson 3, Hörður Hákonar- son 3, Sigurður Gíslason 2, Bjarni Bessason 1, Björn Gíslason 1. Mörk Gróttu: Árni Indriðason 5, Björn Pétursson 4, Grétar Vilmundarson 3, Axel Friðriks- son 2, Gunnar Lúðvíksson 2, Magnús Sigurðsson 2, Georg Magnússon 2 og Magnús Mar- geirsson 2. Leikur FH og Þróttar var hins vegar einn af betri leikjunum nú f síðari hluta íslandsmótsins eink- um og sérílagi fyrir þá baráttu, sem í honum var. Eftir jafna byrj- un náðu Þróttarar fjögurra marka forystu, er staðan var 7:3, en stað- an i hálfleik var 10:8 fyrir Þrótt. Tókst FH-ingum í fyrsta sinn að jafna þegar 12 minútur voru liðn- ar af seinni hálfleik. Hélzt leikur- inn i jafnvægi eftir það út í gegn en þegar rösk ein mínúta var til leiksloka, var staðan 18:17 fyrir Þrótt. Lét þá einn FH-inganna sig falla inn i vörn Þróttarliðsins og dæmdi annar dómarinn vitakast en hinn gaf merki um ruóning. Var vítakastdómurinn látinn standa og jafnaði Viðar Simonar- son fyrir FH úr vítinu. I leik þessum sýndu Þróttarar mjög mikla baráttu og voru þar fremst- ir í flokki markvörður liðsins, Sig- urður Ragnarsson, Konráð Jóns- son og Jóhann Frimannsson. Mörk FH: Viðar Simonarson 5, Þórarinn Ragnarsson 3, Janus Guðlaugsson 2, Geir Hallsteinsson 2, Guðmundur Árni Stefánsson 2, Sæmundur Stefánsson 2, Jón Gestur Viggósson 1 og Guð- mundur Magnússon 1. Mörk Þróttar: Konráð Jónsson 6, Sveinn Sveinsson 4, Sveinlaug- ur Kristjánsson 3, Halldór Braga- son 2, Jóhann Frimannsson 2, og Bjarni Jónsson 1. Nánar á morgun. s*l'- Kínverjar meistarar KÍNVERJAR urðu heims- meistarar í liðakeppni í borðtennis, en þeirri keppni lauk í Birmingham i Englandi í fyrradag. Töp- uðu Kínverjarnir ekki leik í keppninni, og sýndu gífurlega hæfni og öryggi í leikjum sínum. Japanir hlutu silfurverðlaun móts- ins og Svíar bronsverð- laun, en þessar þrjár þjóð- ir, ásamt Ungverjalandi, sem varð í fjórða sæti, skáru sig nokkuð úr í keppninni. íslendingar sóttu ekki gull í greipar andstæðinga sinna í þess- ari keppni, frekar en vænta mátti, en hins vegar má segja að frammistaða íslenzka liðsins hafi ekki verið eins góð, og vonir stóðu til. Unnu islendingar engan leik i keppninni og urðu því síðastir, — i 54. sæti. En vafalaust hafa okkar menn sótt reynslu og þekkingu til þessa móts, og því betur farið en heima setið. Röð keppnisþjóðanna varð sem hér segir: 1) Kína, 2) Japan, 3) Svíþjóð, 4) Ungverjaland, 5) Ahorfandi rotaði leikmann er til handalögmála kom í Evrópubikarleik UÐUVÍKING 31:24 LEIKMENN danska liðsins Fredericia KFUM fengu varm- ar viðtökur I Rúmeníu, er þeir fóru þangað til fyrri leiks síns við rúmenska liðið Steaua i undanúrslitakeppni Evrópu- bikarkeppni meistaraliða á dög- unum. Meðan á ieiknum stóð ruddust áhorfendur inn á völl- inn, og einn Ieikmanna danska liðsins, Jesper Petersen, var sleginn í rot. Var það einn af unglingalandsliðsmönnum rúmena sem greiddi Petersen höggið, og hefur hann nú verið kærður til alþjóðasambandsins og fær sennilega keppnisbann. Mun það koma sér illa fyrir Rúmena, þar sem leikmaður þessi var einn bezti leikmaður liðs þess sem Rúmenar munu tefla fram í keppni 21 árs og yngri í Svíþjóð á næstunni. Júgóslavneskir dómarar dæmdu leikinn í Brasov, og réðu þeir ekki neitt við neitt. Börðust leikmennirnir á vellin- um með krepptum hnefum og áhorfendur blönduðu sér svo í slaginn með fyrrnefndum afleiðingum. Rúmenar unnu yfirburðasig- ur í leiknum 29—22, þannig að harla ólíklegt má teljast að Fredericia eigi möguleika á að vinna þann mun upp I seínni leiknum, sem fram fer f Dan- mörku eftir páska. Leikurinn var annars í sæmi- legu jafnvægi framan af og staðan f hálfleik 14—12 fyrir Steaua. Þegar á leið, leystist hann hins vegar upp i slagsmál, sem fyrr greinir, og þá skoruðu Rúmenar hvert markið af öðru, án þess að Danir svöruðu fyrir sig. Markhæstir hjá Steaua voru Biralan 8, Volna og Draganita 5 hvor og Todeseie 4, en markhæstir Fredericia- manna voru Flemming Hansen með 7 mörk, Heine Sörensei) með 5 og Anders Dahl Nielsen með 4. Sem kunnugt er benda allar líkur til þess að lið Fredericia komi hingað í heimsókn um páskana og leiki hér þrjá leiki, sennilega þá við FH, Val og Víking. Sovétmenn unnu f V- Þýzkalandi Á sama tíma og leikur Fredericia og Steaua fór fram mættust einnig sovézka liðið ZSKA frá Moskvu og þýzka lið- ið Gummersbaeh í undanúr- slitaleik. Fóru leikar svo að sovézka liðið sigraði með 20 mörkum gegn 18, eftir að hafa haft 3 mörk yfir í hálfleik 9—6. Fór leikurinn fram í Vestur- Þýzkalandi, þannig að Sovét- menn virðast nokkuð öruggir um að komast f úrslit keppninn- ar. Benda allar lfkur til þess að Átökin f Rúmenfu. Á efri myndinni er Jesper Petersen að reyna að ýta áhorfandanum frá sér, en sá svaraði með þvf að berja hann f andiitið með þeim afleiðingum að Petersen rotaðist. Eru læknar að stumra yfir honum á neðri myndinni. það verði Steaua og ZSKA sem leiki úrslitaleikinn að þessu sinni. í liði Vals átti Gunnsteinn Skúlason stjörnuleik, skoraði hvert markið öðru glæsilegra og virtist í miklum ham. Einnig áttu þeir Þorbjörn Guðmundsson, Jón Pétur Jónsson og Garðar Kjartansson ágætan leik. Um Vik- ingsliðið þarf ekki að hafa mörg orð, þar virtist helzt vera háð inn- byrðis skotkeppni og höfðu Ólaf- ur Einarsson og Viggó Sigurðsson þar greinilega vinninginn. Mörk Vals: Þorbjörn Guðmundsson 7 (1 v), Gunn- steinn Skúlason 7, Jón Pétur Jónsson 5, Jón Karlsson 4, Björn Björnsson 3, Stefán Gunnarsson 2, Gisli Blöndal, Bjarni Guðmundsson og Steindór Gunnarsson eitt mark hver. Mörk Víkings: Ólafur Einars- son 9 (2 v), Páll Björgvinsson 4, Viggó Sigurðsson 3, Erlendur Hermannsson 2, Magnús Guðmundsson 2, Þorbergur Aðal- steinsson 2, Björgvin Björgvins- son 1 og Ólafur Jónsson 1 mark. Á undan léku Valur og Ármann i 1. deild kvenna og sigraði Valur 15:10, eftir að staðan hafði verið 7:5 í hálfleik. — SS. VALSMENN Ljosm. Mbl. RAX. I gærkvöldi. Hér skorar hann eitt af sjö mörkum RÓTBURST- VALSMENN hefndu heldur betur ófaranna gegn Vfkingum f vetur þegar liðin mættust í bikar- keppni HSÍ I gærkvöldi. Vals- menn rótburstuðu Vfkingana 31:24 eftir að staðan hafði verið 15:12 I hálfleik. Þetta var hreint furðulegur leikur. Vfkingarnir byrjuðu miklu betur og höfðu for- ystuna framan af. Þannig var staðan t.d. 11:8 Víkingi f vil, þegar liðnar voru 20 mínútur af leiknum. En á næstu 25 mfnútum snerist dæmið heldur betur við, Valsmenn tóku öil völd á vellin- um og skoruðu 19 mörk gegn 4 hjá Vfkingum og náðu 12 marka forystu, furðulegt en satt, 12 marka forystu, 27:15. Önnur eins umskipti hafa sjálfsagt ekki sézt áður f leik tveggja toppliða á ts- landi. Á þessu tfmabili var iið Vfkings eins og stjórnlaust rek- ald, allt var f pati og vitleysu I sókninni, enginn nennti f vörnina og á bekknum sátu „stjórnend- urnir“ og horfðu sljóum augum á það sem var að gerast. Þetta var sannarlega verðskuldaður Vals- sigur þvf Valsmenn voru einfald- lega miklu betri og ákveðnari en hann var miklu stærri en menn áttu von á. Sem fyrr segir tóku Víkingarnir fljótt forystuna og virtust miklu ákveðnari. Mikið var skorað til að byrja með, varnarleikur var slak- ur og markvarzla lítil sem engin. Þegar staðan var 11:8 Víkingi í vil snarbreyttist leikurinn. Vals- menn fóru að berjast og mark- varzlan hjá þeim lagaðist en á sama tfma hrundi allt hjá Víkingi, menn hreyfðu sig ekki f vörninni og mörkin hlóðust upp. Undir lok- in hægðu Valsmenn á sér, en Vík- ingarnir gengu þá á lagið og lög- uðu stöðuna óg komu þar með í veg fyrir alvarlegan skell. Gunnsteinn Skúlason átti stjörnuleik gegn Vfkingi slnum f leiknum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.