Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR í. APRÍL 1977 — Hefur náð fótfestu Framhald af bls. 16 þessum málum ynnu. Á þeim 6 mánuðum, sem Salkin starfaði að sölu íslenzks lagmetis í fyrra, seldi hann samtals fyrir 70 milljónir króna, og eins og áður sagði hafa þegar verið gerðir sölusamningar um verð- mæti að upphæð 200 milljónir króna. Helztu erfiðleikana kvað hann vera í dag, að ís- lenzk skipafélög sigldu á allt of fáar hafnir i Bandaríkjunum og til þess að leysa þann vanda hefðu þeir m.a. þurft að flytja lagmetið fyrst til Evrópuhafna og síðan þaðan til Banda- ríkjanna. Einu hafnirnar, sem Iceland Waters Industries get- ur nýtt í Bandaríkjunum sé varan send beint frá íslandi, eru Norfolk og Portsmouth. — Aðalfundur VSÍ Framhald af bls. 15 tilkostnaður sjávarútvegsms mun halda áfram að aukast 2 Markaðshorfur I heild eru óvissar og þó sérstaklega hvað snertir loðnumjöl og saltfisk 3. Verðjöfnunarsjóður er illa í stakk búinn til að mæta hugsanlegum skakkaföllum 4 Fiskifræðingar hafa spáð minnk- andi þorskafla við ísland fram til 1980 og telja nauðsynlegt að draga úr veiðum. Verðhækkunum á útflutningsafurð- um ber að fagna. Aflaaukingu sömu- leiðis svo lengi sem ekki er um ofveiði að ræða Aftur á móti ber að harma einhliða fréttaflutning, sem aðems nefnir krónutöluhækkanir útfluttra sjávarafurða, án samhengis við aðra þætti Til að fá heildarmynd af stöðu sjávarútvegsins er nauðsynlegt í fyrsta lagi að taka tillit til þeirrar stöðu sem hann var í áður en verðhækkanirnar hófust í öðru lagi að gera sér grein fyrir þeim gífurlegu hækkunum sem orðið hafa á hráefni, launum og öðrum rekstrarliðum á sama tíma í þriðja og síðasta lagi þeirri stöðu sem sjávarút vegurmn nú er í og framtíðarhorfum og má í því sambandi nefna að með tilliti til þeirra upplýsinga. er fyrr l'99Jð. frá opinberum aðilum um af- komuna á yfirstandandi vetrarvertíð þá munu gjöld fara fram úr tekjum sem nemur tæpum 1200 milljónum miðað við veiðar og vinnslu — Victor Grubbs Framhald af bls. 17 lendingarnir sem taka þátt í rann- sókninni viðurkenna að á hljóðritun- um flugntsins sé ekki að finna beiðm KLM um flugtaksheimild, en KLM telur að verið geti að það gæti stafar af fjarskiptabilun því að starfs- menn félagsins hafa tröllatrúa á hin- um látna flugstjóra sinum Veldhuizen van Zanten, og telja óhugsandi að hann hafi fanð í loftið án leyfis — Yfirmaður Framhald af bls. 1. Zaire-hermenn hafi séð hvíta her- menn i innrásarliðinu. Hann sagði að barizt væri við sam- göngumiðstöðina Mutshatsha, 80 km vestur af koparbænum Kolwezi. Fréttastofan sagði að Mobuto hefði borið til baka frétt í franska blaðinu Le Monde um að hann hygðist segja af séi; fara í útlegð og fá völdin Nguzpa Karl-I-Bond utanríkisráðherra. — Frímerki Framhald af bls. 2. um umslögum og hversdags- bréfum, sem sýna rétta notkun frímerkja. Gerð litmyndanna var mikið vandaverk og oft á tíðum reyndist erfitt að ná rétt- um litum frummerkjanna en að sögn höfundar, Jóns Aðalsteins Jónssonar, hefur prentun myndanna tekizt ótrúlega vel. í formála bókarinnar kemur fram að til að ná sem beztum árangri hefur jafnvel orðið að renna sumum örkum myndasíð- anna allt að tólf sinnum gegn- um prentvélina og oft átta til tiu sinnum. Haukur Halldórsson, teikn- ari, var ráðinn til að annast hönnun bókarinnar i samráði við höfund hennar. Litgreining mynda var gerð af Prentmynd sf. og filmuvinna af Korpus hf. Bókin var offsetprentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og bundinn inn af Sveinabókband- inu hf. Fulltrúar Póst- og síma- málastjórnarinnar lögðu á það áherzlu að þeir vildu þakka öll- um þeim aðilum, sem stuðlað hefðu að því að takast mætti að búa bókina sem bezt úr garði en hér er um að ræða fyrsta rit sinnar tegundar um íslenzk fri- merki. Síðar á þessu ári kemur ritið íslenzk frímerki i hundrað ár út í enskri þýðingu en þýðing- una hefur gert Pétur (Kidson) Karlsson. Höfundur ritsins fékk svo Sir Athelstan Caröe, ræðismann Íslandsí Liverpool, til þess að lesa það allt yfir í þessari ensku þýðingu. Sir Athelstan Caröe er geysifróður um íslenzka frímerkjasögu og raunar islenzka póstsögu og hefur samið vandað rit um hana, Icelandic Posts 1776—1919, er út kom árið 1947. Auk þess hefur hann rit- að fjölmargar greinar um ís- lenzk frimerki í tímarit. Að sögn Jóns Aðalsteins hefur bæði enska þýðingin og frumrit hans notið hér mjög frábærrar þekkingar Sir Athelstans á is- lenzkri frímerkjafræði og er bókin fyllilega sambærileg við erlendar bækur um svipað efni. Ritið íslenzk frimerki i hundrað ár er 473 blaðsiður og eins og áður sagði eru í bókinni 84 litmyndasíður og fylgja skýr- ingartextar hverri siðu. Verð bókarinnar verður kr. 30.000 með söluskatti og hún verður fáanleg á öllum póst- og sima- stöðvum en alls verða gefin út 8000 eintök af bókinni saman- lagt af islenzku og ensku útgáf- unni. — Ríkisútgáfa námsbóka ... Framhald af bls. 12. fyrir þroskahefta og aðra hópa með sérþarfir. Ertu ánægður með aðhúnaðinn að útgáfunni? Nei. Ég vil þó í þessu sam- bandi taka fram að samskiptin vió Menntamálaráðuneytið, þau tæp 21 ár sem ég hef verið starfsmaður útgáfunnar, hafa alla tíð verið sérstaklega góð. Ég man ekki eftir einu einasta vandamáli, sem Ríkisútgáfan hefur leitað með til ráðuneytis- ins, að það hafi ekki verið reiðubúið að hjálpa útgáfunni við lausn þess. Aðeins þrír menn hafa verið menntamála- ráðherrar á þessu tímabili, þeir Gylfi Þ. Gíslason, Magnús Torfi Ölafsson og Vilhjálmur Hjálmarsson. Ráðuneytisstjóri aila þessa tíð hefur verið Birgir Thorlacius. Ég vona ég brjótí engar reglur þótt ég láti það koma fram hér, að öllum þess- um mönnum á Ríkisútgáfan og þar með skólarnir og heimilin í landinu mikla þakkarskuld að gjalda fyrir að hafa stutt hana með ráðum og dáð. Ilvað telur þú að standi út- gáfunni lielst fyrir þrifum? Ófullnægjandi starfsað- stæður. llverju mundir þú vilja breyta varðandi Ríkisútgáfuna . ef þú fengið þar um að ráða? Ég læt nægja að nefna þrjú atriði af mörgum: 1. Ég mundi láta hana hafa gott húsnæðí þar sem hægt væri að koma við fyllstu vinnu- hagræðingu. I þessu sambandi má geta þess að útgáfan af- greiðir nú tæplega 7 hundruð þúsund eintök árlega og bóka- birgðir hennar munu vera á 3. millj. eintaka. Þegar litið er á þetta mikla starf, einungis i bókaafgreiðslunni, er augljóst að það mundi borga sig fyrir fjárveitingavaldið að veita út- gáfunni betri starfsaðstöðu en hún hefur nú. 2. — Að tryggja henni fastan tekjustofn, t.d. með því að taka upp aftur námsbókagjaldið, þannig að út- gáfan yrði ekki í jafnrikum mæli og nú háð fjárveitinga- valdinu um alla fjárhagslega fyrirgreiðslu. 3. Nauðsynlegt er að setja sem fyrst ný lög um útgáfuna. Aðstæður og verk- efni hafa breyst svo mikið frá því er síðustu lög um hana voru sett. Mér skilst að þú sért búinn að vinna að bókaútgáfu á vegum rfkisins I tæp 38 ár. Finnst þér bókaútgáfa skemmtileg? Bókaútgáfa er mjög erfitt starf, ekki sist vegna hins iitla málsamfélags sem við lifum hér I. En hún er Ifka eða getur verið mjög lifandi starf, bæði skemmtilegt og skapandi. Ég svara því spurningu þinni ját- andi. — Kjarabætur Framhald af bls. 2. lega. Hins vegar hefði minna ver- ið rætt um þá útgjaldaaukningu atvinnuveganna, sem leitt hefði af 30% kauphækkun á árinu vegna taxtahækkana hjá fjöl- mennustu launastéttunum, verka- mönnum, iðnaðarmönnum og verzlunarmönnum. Hann kvað heildartekjur sjómanna hafa hækkað að meðaltali um 45% og um 32% hjá fiskvinnslufyrir- tækjum. Kvað hann þá útgjalda- aukningu i atvinnurekstri sem af þessu hefur leitt ekki mega gleymast við . kjarasamningana sem framundan eru. Þá sagði Jón H. Bergs: „Lífeyr- isþegar, sem eru eða hafa verið félagar í lifeyrissjóðum á samningssviði ASÍ og VSÍ búa við óþolandi misrétti, þegar saman- burður er gerður við lífeyrisrétt- indi sjóðfélaga í lífeyrissjóðum rikisins og stofnana þess.“ Jón kvað málefni lífeyrissjóðanna enn vera til umræðu og þar sem endurskoðun lífeyrissjóðakerfis- ins væri það umfangsmikil að tími hefði ekki reynzt nægur milli kjarasamninga, kvað hann nú unnið að þvi að framlengja bráða- birgðasamkomulagið, sem gert var i sfðustu samningsgerð. Um svokailaða verðbólgunefnd, sem í eiga sæti fulltrúar vinnumarkað- arins sagði hann, að bráðlega væri von á bráðabirgðaálitsgerð frá nefndinni. Formaður Vinnuveitendasam- bandsins kvað verðlagningu ýmissa nauðsynja nú miðast við launataxta, sem i gildi væru og í sumum tilfellum jafnvel við enn eldri launataxta. Þetta kvað hann nauðsynlegt að hafa í huga, því að miklar launahækkanir hlytu óhjá- kvæmilega að hafa f för með sér miklar verðlagshækkanir. Því yrði við komandi samningagerð að fara að öllu með gát. Aðalfundur Vinnuveitendasam- bands Islands samþykkti eina ályktun um efnahagsmál, sem birt er í heild á bls. 15 í Morgun- blaðinu í dag. Þar leggur sam- bandið áherzlu á að komið sé á jafnvægi í þjóðarbúskap íslend- inga og að heilbrigt efnahagslíf sé skapað i landinu. Segir í ályktun- inni að reynslan af verðbólgunni sé ólygnust, þar sem frá ársbyrj- un 1970 hafi tímakaup launþega innan ASÍ hækkað um 387%, en á sama tima hafi framfærslukostn- aður aukizt um 346%. Hins vegar hafi raunverulegar vergar þjóðar- tekjur á föstu verðlagi á þessu sama timabili aðeins aukizt um 33%. Kauphækkunarsamningar, sem ekki taki mið af staðreyndum sem þessum geti ekki orðið annað en verðbólgusamningar og tilefni til skuldasöfnunar erlendis. Þessa skuli menn minnast i kjara- samningunum, sem í hönd fara. — Ekkert að vanbúnaði Framhald af bls. 2. innar á mikilvægi þessarar gömlu húsasamstæðu I bæjarmynd Reykjavíkur og ítreka marg- endurtekna beiðni um að slíkri menningarsögulegri arfleifð verði þyrmt og fenginn sá bún- ingur er henni ber. Samtökin vænta þess að nú verði ekki lengur á frest slegið að taka ákvörðun um friðun og endurreisn elstu og samstæðustu götumyndar sem Reykvíkingar eiga. Samtökin telja að éiganda húsanna, ríkisstjórn íslands, beri svo sem öðrum aðilum í þjóðfélag- inu að hirða þannig um eignir si'nar að ekki sé til vansæmdar og bjóði hreinlega hættunni heim eins og raunin sýnir. Samtökin minna á að nú eru liðnir rúmir tveir áratugir síðan fyrst var bent á mikilvægi húsa- raðarinnar austanvert við Lækjargötu, frá Hverfisgötu og suður að Laufásvegi. Það mun h^a verið danski arkitektinn Helge Finsen sem það gerði árið 1956. Hann segir: „Hin gömlu hús austanmegin (Lækjargötu) er eina bæjarmyndin i Reykjavík frá fyrri tið sem heil er, þvi er sjálf- sagt að hugleiða varðveislu þeirra.“ Á árunum 1967 — 70 fór fram á vegum Reykjavikurborgar ítarleg könnun á varðveislugildi gamla borgarhlutans í Reykjavík. í loka- niðurstöðum segja þeir Hörður Ágústsson og Þorsteinn Gunnars- son, sem könnunina gerðu m.a. „Það er okkar skoðun að menn- ingarsögulegt og listrænt gildi húsanna að gauksunganum Gimli undanskildum sé slikt að niðurrif þeirra sé óafsakanlegt, en hlut- verk þeirra i heildarmyndinni er þó sá þáttur, sem mælir sterkast með varðveislu þeirra.““ Sama árið og þessar, linur voru ritaðar lét nýstofnuð Húsafrið- unarnefnd vera sitt fyrsta verk að biðja menntamálaráðuneytið um friðun Bernhöftstorfunnar. Rétt um sama mund samþykkti Arkitektafélag íslands áskorun rikisstjórnarinnar sama efnis og ári seinna bauð félagið til sam- keppni um framiiðarafnot torfunnar. Að samkeppni lokinni komu fram margar athyglisverðar tillögur, sem enn eru í fullu gildi. Árið 1972 stofnuðu svo áhuga- menn um varðveislu Bernhöfts- torfunnar Torfusamtökin, sem siðan hafa jafnt og þétt unnið að verndun hennar. Árið 1973 máluðu þau húsin. Síðan var gerð nákvæm athugun á ástandi þeirra, gerð áætlun um kostnað við endurbyggingu og drög að framkvæmdaráætlun. Benda má á að lokum að í tillögum um aðal- skipulag Reykjavíkur, sem nýlega voru kynntar opinberlega, er ráð fyrir þvi gert, að varðveitt verði byggðin á Bernhöftstorfunni. Stöðugt hefur verið ítrekað við viðkomandi stjórnvöld nauðsyn þess að hefjast handa, en engin svör hafa enn borist. Af þessu stutta yfirliti sést að bæði stjórnskipaðir ráðunautar ríkis og borgar, sem og fjölda sérfræðinga á sviði húsagerðar og borgarskipulags ásamt stórum hópi Reykvikinga eru á einu máli um að Bernhöftstorfuna beri skil- yrðislaust að vernda. Til eru skil- góðar uppmælingateikningar af húsunum, sem gerðar voru árið 1970 og því er ekkert að van- búnaði að hefja endurbyggingu nú þegar. Reykjavík, 31. mars 1977, F.h. Torfusamtakanna, Guðrún Jónsdóttir, Hörður Ágústsson Glsli B. Björnsson. — Herjólfui Framhald af bls. 2. vitað hefði verið að vegna titrings á skrúfu eða. skrúfuöxli hefðu myndast sprungur i tveimur plöt- um á skipinu aftan til. Að sjálf- sögðu hefði stjórn félagsins kraf- izt þess að þetta yrði lagfært, eftir því sem umboðsmaður Norsk Veritas á islandi segði til um. „Eftir að viðgerð var lokið, kom í ljós þegar farið var að yfirfara vél skipsins, að nokkur skekkja var á skrúfuöxlinum og stjórn Herjólfs krafðizt þess að þetta yrði lagfært og einnig i þessu tilfelli i samræmi við fyrirmæli Norsk Veritas," sagði Ölafur. Þá sagði hann, að jafnvel hefði verið hægt í báðum tilfellum að vinna verkið á skemmri tíma og einfaldari hátt. En þar sem nú færi fram endanieg afhending á skipinu af skipasmíðastöðinni, hefði stjórn Herjólfs samþykkt að ekki kæmi til mála, að því yrði veitt móttaka, nema þeir ágallar, sem í ljós hefðu komið, yrðu lag- færðir á eins fullkominn hátt og tök væru á, enda þótt slík viðgerð tæki lengri tíma, og enginn harm- aði frekar en stjórn Herjólfs h.f. þá töf sem orðið hefði og yðri á þar til skipið kæmist í fastar áætlunarferðir, sem vart verður fyrr en í kringum 15. apríl. „Stjórn Herjólfs taldi það skyldu sina að láta ganga eins vel frá skipinu og kostur er á og félagið gat gert kröfu til af hendi skipasmíðastöðvarinnar, þannig að til frambúðar yrði, enda á skipasmíðastöðin endanlega að bera allan kostnað af þessum lag- fæingum og gerðar verða að kröfu umboðsmanns Norsk Veritas hér á landi," sagði hann. Þá sagði Ólafur að mikill missir væri að Herjólfi i Vestmannaeyj- um um þessar mundir og t.d. hefði orðið gífurlega mikið að gera nú fyrir páskana. Tilraunir hefðu verið gerðar til að leigja skip þann tíma, sem Herjólfur yrði i viðgerð, en það hefði ekki tekizt enn, hins vegar ætti hann jafnvel von á því að hægt yrði að leigja skip. — Svavar Guðnason Framhald af bls. 3 þetta var hins vegar síðasta sýn- ing Jóns." Svavar var auðvitað á þessum árum hreinn byltingarmaður í myndlistinni frá sjónarhóli Jóns Stefánssonar en Jón setti það ekki fyrir sig og studdi þennan landa sinn. „Jón var svo menntaður og við- kunnanlegur maður," sagði Svav- ar. „Hann kunni til dæmis heilmik- ið fyrir sér f læknisfræði. Einu sinni bauð hann mér I mat heim til sln, þar sem hann bjó þá út I Holte. Þar var auðvitað allt á danska vlsu. enda átti hann danska konu — reyndar tvær i röð en ég man alltaf eftir eftirrétt- inum. Það var skyr. Ég bað hann blessaðan að afsaka en það gæti ég ekki borðað — ég þyldi ekki neinn mjólkurmat út af sýrunum i mér. — Jú, jú, sagði þá Jón — þú getur vel borðað skyr bara ef þú gætir þfn á þvi að borða alltaf skyrið með rjóma en ekki mjólk. Og þetta stóðst. Siðan hef ég alltaf borðað skyr með rjóma ." Svavar er ekki lengur sami bylt- ingarmaðurinn i Gröningen og hann var f upphafi. ,,Nú eru þarna komnir inn ungir menn, snarvilltir stráklingar, sem láta stelpur kasta fötunum og leggjast síðan jafnvel ofan á þær — þótt þeir geri ekki neitt „Ijótt" held ég. En þetta er víst þeirra forretning I listinni." Sýning Svavars Guðnasonar I Bogasal verður opnuð kl. 3 á morgun, laugardag, en hún verður siðan opin daglega frá kl. 2—10 fram til 1 7. april nk. — bvs. — Alyktun Framhald af bls. 15 knúnar fram kauphækkanir, sem eru i engu samræmi við raunverulega aukningu þjóðartekna og greiðslu- getu atvinnuveganna, má geta nærri hverjar afleiðingarnar yrðu. í þessu efni er reynslan ólygnust. Frá byrjun árs 1970 hefur timakaup launþega innan Alþýðusambands ís- lands hækkað að meðaltali um sam- tals 387%. Á sama tima hefur fram- færslukostnaður aukist um 346%. En raunverulegar vergar þjóðar tekjur á föstu verðlagi jukust á þessu timabili einungis um 33%. Það er aukning hinna raunveru- legu þjóðartekna, sem ræður þvi hvort, og þá hversu mikið svigrúm er fyrir hendi á þjóðarbúinu til kaup- máttaraukningar og kjarabóta. Kauphækkunarsamningar, sem ekki taka mið af þessum bláköldu stað- reyndum geta ekki orðið annað en verðbólgusamningar og tilefni til skuldajöfnunar erlendis. Þessa er öll um hollt að minnast I þeim kjara- samningum, sem I hönd fara. Aðalfundur Vinnuveitendasam- bands íslands leggur enn og aftur áherzlu á nauðsyn þess að draga úr verðbólgunni og varar við afleiðing- um nýrrar kollsteypu i efnahagsmál- um. Eigi að takast að varðveita og treysta þann efnahagsbata, sem haf- inn er, stuðla að frekara jafnvægi i þjóðarbúskapnum og vinna að raun- verulegri kaupmáttaraukningu, verð- ur að gæta hófs í ákvörðunum á sviði kjaramála, rikisfjármála og peninga mála á næstu mánuðum. Þar verða einstaklingar og samtök þeirra og þjóðin F heild að sætta sig við, að óskhyggjan getur aldrei orðið raun- veruleikanum yfirsterkari, þegar meta skal hvað sé til skiptanna."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.