Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 31 Tropicana- keppnin á sunnudag NÆSTKOMANDI sunnudag, 3. apríl, verður Tropicana- keppnin í júdó háð í íþrótta- húsi Kennaraháskólans og hefst keppnin kl. 14.00. Þetta er keppni í opnum flokki fyrir júdómenn sem eru undir 71 kg að þyngd, þ.e. þrír léttustu þyngdarflokkarnir í júdó. Þessi keppni var fyrst háð í fyrra og mæltist vel fyrir, þar sem hinir léttari keppend- ur njóta sín ekki* í keppni í opnum flokki, þar sem þyngd- in er ötakmörkuð. Keppni í léttari þyngdarflokkunum er oftast fjörug og kraftmikil, og hér gefst hinum léttari júdó- mönnum tækifæri til að etja kappi I sínum hópi. Keppt er um veglegan far- andbikar, gefin af Sól h.f. Þetta er Tropicana-bikarinn, sem mótið er kennt við. í fyrra hlaut hinn nýbakaði Norður- landameistari, Halldór Guð- björnsson, bikar þennan. Júnforamót N.K. laugardag, 2. aprll, verð- ur júdókeppni I aldursflokkn- um 18—20 ára á vegum Júdó- sambands íslands. Keppt verð- ur I íþróttahúsi Kennarahá- skólans og hefst keppnin kl. 14.00. KNATTSPYRNUSAM- BAND íslands minntist 30 ára afmælis síns með kaffi- samsæti í Þðrskaffi s.l. laugardag. Sátu á annað hundrað manns samsætið, og bárust Knattspyrnu- sambandinu fjölmargar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni tfmamótanna. Mun KSÍ minnast afmælis síns á margan annan hátt á ár- inu, en hápunktur hátíðar- haldanna verður landsleik- ur við Svía á Laugardals- vellinum næsta sumar. Veizlustjóri I kaffisamsætinu var Sveinn Zöega, en ræður fluttu Björgvin Schram, sem rifjaði upp sögu sambandsins, og Ellert B. Schram, núverandi formaður KSÍ. í tilefni afmælisins voru all- margir heiðraðir fyrir störf I þágu KSÍ, hlutu eftirtaldir gullmerki sambandsins: Ólafur P. Erlendsson, Reykja- vlk, Sæmundur Gislason, Reykja- vik, Sigurður Ölafsson, Reykja- vík, Þorsteinn Einarsson, Reykja- vík. Birgir isl. Gunnarsson boragarstjóri, Árni Ágústsson, Hafnarfirði, Sveinn Björnsson, varaforseti ÍSÍ, Sigurgeir Guðmannsson, Reykjavík, Gunn- ar Eggertsson, Reykjavík og Vil- hjálmur Hjálmarsson mennta- málaráðherra. Silfurmerki KSÍ hlutu eftir- taldir: Jónatan Helgason, Eski- firði, Ægir Ferdinandsson, Reykjavík, Sveinn Jónsson, Reykjavlk, Steinn Guðmundsson, Reykjavík, Páll Bjarnason, Kópa- vogi, Vilhjálmur Skúlason, Hafnarfirði, Hermann Kr. Jóns- son, Vestmannaeyjum, Guðmund- ur Jónsson, Reykjavík, Halldór V. Sigurðsson, Reykjavlk, Sigurdór Sigurdórsson, Reykjavik, Steinar J. Lúðvlksson, Garðarbæ, Jens Kristmannsson, ísafirði, Páll Magnússon, Akureyri og Halldór Bjarnason, Húsavík. Þeim sem leikið hafa með ís- lenzka landsliðinu var sérstaklega boðið til samsætisins og mættu fjölmargir þeirra. Var meðfylgj- andi mynd tekin af landsliðsköpp- unum, er þeir röðuðu sér upp úti fyrir Þórskaffé, og má I hópnum sjá mörg þekkt andlit frá knatt- spyrnuvöllunum og úr íslenzku þjóðlifi. Afreksmannasjóður ÍSÍ stofnaður ÍÞRÓTTASAMBAND íslands og sérsambönd einstakra Iþróttagreina hafa ákveðið að stofna Afreksmannasjóð ISt. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að undirbúningi og þátt- töku Islenskra afreksfþrótta- manna I alþjóðamótum. Stofnframlagið er þriggja millj. króna aukafjárveiting ríkisstjórnarinnar hinn 15. febr. s.I. Komið hefir greinilega I ljós að undanförnu, að almenningur tekur virkan þátt í og er hlynnt- ur þátttöku íþróttamanna I keppni á erlendum vettvangi þegar geta þeirra er það mikil, að þátttakan er til sóma fyrir land og þjóð. Sýndi þetta sig m.a. þegar Hreinn Halldórsson vann bað frábæra afrek að verða Evrópumeistari I kúlu- varpi og handknattleiksmenn tryggðu sér þátttöku I aðalhluta heimsmeistarakeppninnar I Danmörku á næsta ári. Og um s.l. helgi unnu íslenskir júdó- menn það ágæta afrek að hljóta tvenn gullverðlaun, tvenn silfurverðlaun og tvenn brons- verðlaun I N.M. i júdó. Fjárskortur er hins vegar erfiðasti hjallinn að yfirstíga þegar um er að ræða þátttöku I alþjóðamótum og er stofnun sjóðsins ætlað að ráða þar nokkra bót á, enda hafa ýmsir látið I ljós áhuga sinn og vilja á því að leggja fram fé til stuðn- ings þessu máli. Fjárframlög I sjóðinn er hægt að leggja inn á hvaða banka sem er, sparisjóð eða pósthús á gíróreikning 55550-9 eða senda til skrifstofu ÍSÍ I Laugardal, Box 864, Reykjavík. Framlög I sjóðinn eru frádráttarbær til skatts. Ef stuðningsaðilar sjóðsins vilja að framlag þeirra gangi til sérstakrar íþróttagreinar, skal þess getið á giróseðlinum með þvl að skrifa nafn viðkomandi greinar. Með þessu móti gefst hinum fjölmörgu og áhugasömu aðil- um tækifæri til að verða virkir þátttakendur i því, að ísland eignist afreksmenn I íþróttum á heimsmælikvarða. íþróttasamtökin vænta þess að mál þetta fái góðar undir- tektir um land allt. (Fréttatilkynning frá Í.S.Í.) VALSMENN SIGRUÐU VALSMENN tryggðu sér I fyrra- kvöld sigur I meistarakeppni Knattspyrnusambands Islands er þeir sigruðu Fram með tveimur mörkum gegn einu á Melavellin- um. Þar með hafa Valsmenn hlot- ið 6 stig I keppninni, en hvorugur andstæðinga þeirra, Fram eða í A, eiga möguleika á svo mörgum stigum. Leikurinn I fyrrakvöld var heldur lélegur, enda rok og kuldi meðan á honum stóð. Léku Vals- menn undan vindi I fyrri hálfleik og skoraði þá Hermann Gunnars- son mark á 19. minútu. Ingi Björn Albertsson bætti öðru marki við á 3. mínútu seinni hálfleiksins, en siðar í hálfleiknum náði Sumar- liði Guðbjartsson, fyrrum leik- maður með Selfossliðinu, að minnka muninn fyrir Fram, er hann náði knettinum eftir langt útspark Árna Stefánssonar i Frammarkinu, sneri á varnar- menn Vals og sendi siðan knött- inn í netið. Markakóngar Valsmanna, Ingi Björn Albertsson og Hermann Gunnarsson skoruðu báðir t fyrra- kvöld. YIÐ VEKJUM ATHYGLI A sérdeild Karnabæjar með ódýran fatnað & * S«Y aö Laugavegi 66 v 2. hæð. Ullardomujakkar Terylenepilsdragtir Gallasky rtur Domupils alls konar f rá Stakar terylenebuxur Jakkafot m / vesti Stakir herrajakkar Herraskyrtur kof lóttar domublússur Gallavesti 2500 7 500 1 590 2500 3500 1 5 900 6500 1 790 afsláttur TIZKUVERZLUIM UNGA FOLKSINS to KARNABÆR ■mJ* Útsölumarkaöurinn, Utsölumarkaöurinn, Laugavegi 66, sími 28155

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.