Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRIL 1977 27 Ný þingmál: Frumvörp til byggiitg- ar- og skipulagslaga Byggingasjóður og nýting eldra húsnæðis Tónmenntafræðsla í grunnskólum strjálbýlis Tónmenta- fræðsla í grunnskóla Sigurlaug Bjarnadóttir (S), Friðjón Þórðarson (S), Tómas Árnason (F) og Sighvatur Björgvinsson (A) flytja tillögu til þingsályktunar, svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina, að hún hlutist til um að hafinn verði nú þeg- ar af hálfu mentitamálaráðu- neytisins skipulegur undir- búningur að tónmennta- fræðslu í formi námskeiða eða farkennslu í þeim grunnskól- um landsins, þar sem engin slík fræðsla er veitt og verður ekki komið við með venjuleg- um hætti. Hugað verði sérstak- lega að því, hvernig tengja megi starf tónlistarskóla, þar sem þeir eru fyrir hendi, við tónmenntafræðslu í grunn- skólum. Stefnt skal að því, að fræðsla sú, er tillagan gerir ráð fyrir, geti hafizt þegar á næsta skólaári." Innlend endur- trygging, stríðsslysa- trygging skipshafnao.fi. Matthlas Bjarnason, trygg- ingamálaráðherra, hefur mælt fyrir stjórnarfrumvarpi um breytingu á lögum nr. 43/1947 um innlenda endurtryggingu, striðsslysatryggingu skips- hafna o.fl. Lög þessi eru nú 30 ára gömul og litlar sem engar breytingar hafa verið gerðar á þeim. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir verulegri hækkun áhættufjár félagsins, bæði við því að verðmæti fasteigna fé- lagsins verði fært upp í 90% af brunabótamati og gefin út jöfnunaráhættufjárbréf — og einnig með hækkun á eigin fé eigenda. Ríkið er langstærsti eigandinn í tryggingafélaginu. — Aórar breytingar í frum- varpinu eru minni og eru til komnar vegna breyttra að- stæðna frá því er lögin vóru sett. Frumvarp til byggingarlaga Lagt hefur verið fram viða- mikið stjórnarfrumvarp að byggingarlögum í 9 köflum og 37 frumvarpsgreinum. Kafla- fyrirsagnir, sem segja til um efnisinnihald, hljóða svo: 1) Gildissvið laganna, 2) Yfir- stjórn byggingarmála, almenn byggingarreglugerð og bygg- ingarsamþykktir, 3) Bygging- arnefndir, 4) Byggingarleyfis- umsóknir og byggingarleyfi, 5) Byggingarstjórar, 6) Bygg- ingarfulltrúar o.fl., 7) Leyfis- gjöld, 8) Viðurlög, 9) Gildis- tökuákvæði. Auk þess er ákvæði til bráðabirgða: „Al- menn byggingarreglugerð skv. 4 gr. skal sett innan 3ja mán- aða frá gildistöku lag- anna.“ Frumvarp þetta var fyrst lagt fram í október 1975. Þá var það sent ýmsum um- sagnaraóilum en hefur nú ver- ið breytt til samræmis við nokkrar af þeim ábendingum, sem fram komu. Frumvarp að skipulagslögum Þá hefur einnig verið lagt fram stjórnarfrumvarp að skipulagslögum til samræmis við frumvarp að byggingarlög- um. Meðal mannvirkja, sem nú munu lúta skipulagslögum, ef frumvarpið verður samþykkt, er undanþegin verða ákvæðum byggingarlaga, eru götur, veg- ir, dreifikerfi ýmiskonar, hafn- armannvirki og virkjanir. Lög- býli i sveitum verða ekki háð almennum ákvæðum skipu- lagslaga varðandi heildar- skipulagsuppdrætti; hins veg- ar er áskilið, að umsókn um leyfi til byggingar á lögbýlum skuli fylgja auk byggingarupp- dráttar og afstöðuuppdráttar, þar sem sýndar eru bæði bygg- ingar, sem fyrir eru, og bygg- ing sú, sem sótt er um leyfi til að byggja. Ennfremur skal sýna veg að býlinu og tengingu hans við þjóðveg, svo og vatns- lagnir og holræsalagnir. Framhald ð bls. 29 ■JdGST: Hp. frábær hljómburóur frábær'gítar frábær fermingargjöf. jódfœrahús Reyhjauíhur Laugauegi 96 simi: I 36 56 Það er auðvelt að taka góðar myndir með Instamatic Margar gerðir fyrirliggjandi í gjafakössum — einhver þeirra hlýtur að henta yður. Kodak Instamatic 1 Vasamyndavél Verð frá kr. 7.185.— HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI GLÆSIBÆR S: 20313 S:82590 Laxamýri ekki Löngumýri 1 grein Björns G. Jónssonar bónda á Laxamýri varð meinleg setningarvilla I fyrirsögninni, þar sem hann var sagður frá Löngu- mýri, en átti að sjálfsögðu að vera Laxamýri eins og skýrt kemur fram I niðurlagi greinarinnar. Er Viðkomandi beðinn velvirðingar á þessu. Kaupið ekki það næst besta, þegar þið getið fengið það besta Primetta sólgleraugu eru alveg í sérflokki Stórkostlegt úrval sólgler- augna '77, margskonarlögun, litir og gæði. 70% af öllum útflutningi þjóðverja á sólgleraugum er PRIMETTA Þetta er staðreynd. Gerið bað yðar að ánægjustund notið badedas Reynið BADEDAS í næsta bað eða hárþvott. H. A. TULINIUS, heildverzlun, slmi 11451 og 14523.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.