Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1, APRlL 1977 Ingibjörg María Þórð- ardóttir — Minning I dag fer fram frá Háteigs- kirkju útför vinkonu minnar, Ingibjargar Mariu Þórðardóttur, er andaðist á Landspítalanum þann 25. mars eftir skamma legu. Ingibjörg eða Dídi eins og hún var jafnan kölluð, fæddist að Þorkelshóli í Víðidal, V-Hún., 25. ágúst 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Þórður Guðmunds- son og Guðrún Benediktsdóttir. Á Þorkelshóli ólst Didí upp i ást og áhyggjuleysi, ásamt tvíbura- bróður sínum Guðmundi, sem lést fyrir fáum árum og eftirlifandi eldri systur, Önnu að nafni, auk fóstursystur þeirra, Maríu Bene- diktsdóttur. Lífið lék við Dídí sem sitt óskabarn bæði heima í föður- húsum og einnig eftir að hún fluttist suður til Reykjavikur og settist að hjá önnu, systur sinni, og manni hennar, Jóni heitnum Thordarsen, forstjóra Sjóklæða- gerðarinnar. Unglingsárum sínum eyddi hún hjá þeim góðu hjónum við söfnu ást og um- hyggju er hún naut heima i föður- húsum, en jafnframt hóf hún störf i Sjóklæðagerðinni. Á þess- um árum missir hún foreldra sína sem báðir voru henni mjög kærir, þó einkum faðir hennar, er hún minntist ætíð með sérlegri ást og hlýju. Árið 1941 gekk Dldi i Hjóna- band með Höskuldi Austmar, bryta, og eignuðust þau tvö efni- leg börn. Þórunni, sem fæddist 1941, en hún fórst í bifreiðaslysi 1968, og Jón Ragnar, er fæddist 1944. Ég kynntist Didí fyrst er ég fluttist i Garð i Skerjafirði haust- ið 1947, en þar bjó hún þá með manni sínum og börnum i Ibúðinni beint fyrir neðan íbúð foreldra minna, en systir hennar og mágur á sömu hæð og við. Mín fyrstu spor inn á vinalegt heimili Didiar voru sem barnapía þegar frúin skrapp í bíó eða til kunningja að kvöldi til. En fljót- lega urðu okkar kynni nánari þótt ég væri aðeins unglingur og brátt t Eiginmaður minn ÓLAFUR JÓN GUÐBJÖRNSSON, Nýbýlavegi 96. lést þann 31 mars. Jarðarförin auglýst siðar Fyrir hönd vandamanna, Ragna Björnsdóttir. t Eiginmaður minn, BRAGI SVANLAUGSSON, verkstjóri, Skarðshlfð 11 B, Akureyri, andaðist að heimili sínu 29 mars. Sigurlaug Stefánsdóttir Faðir okkar ÞORGEIR KR. JÓNSSON. sem andaðíst á Hrafnistu, þann 23 þ.m verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju I dag, föstudag kl 1 30 Þeim, sem vildu minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Bjargar Kristófersdóttur, sem er I umsjá sóknarprests Ásprestakalls, sr Grlms Grlmssonar Fyrir hönd vandamanna, Júllus Gunnar Þorgeirsson Ebba Þorgeirsdóttir Kristófer Þorgeirsson. t Faðir okkar og tengdalaðir, KRISTINN GÍSLASON, frá Geirmundarbæ, Akranesi, sem lést 24 mars s I . verður jarðsunginn frá Akraneskirkju laugardag- inn 2 apríl kl. 1 30 Þeim, sem vildu minnast hans er bent á sjúkrahús Akraness. Kristin Kristinsdóttir, Ólafur Guðbrandsson, GIsli Teitur Kristinsson, Kristin Karlsdóttir. t Hjartanlegar þakkir til allra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útf ör ÚRSÚLU GÍSLADÓTTUR Smyrlahrauni 9, Hafnarfirði Ingibjörg Glsladóttir Guðmunda Glsladóttir Glsli Magnússon systrabörn og fjölskyldur. t Hugheilar þakkir fyrir samúð og vinarhug í veikindum og við andlát GUOMUNDAR JÓNSSONAR, Stangarholti 18. Ingibjörg Ólafsdóttir, Ólafur Guðmundsson. leið ekki sá dagur að ég liti ekki inn hjá Dídi. Þar var lika alltaf jafn gaman að koma. Lífsgleðin einkenndi þessa fíniegu konu, sem hreinlega iðaði af lífsfjöri. Dídí var sikát og siung á hverju sem gekk og sú lífsgleði hélst óbreytt til hinstu stundar. Þótt Dídí nyti lifsins I áhyggjuleysi framan af ævi þá slapp hún ekki fremur en aðrir við áföll af ýmsu tagi. Þau hjónin báru ekki gæfu til að una saman og slitu þau samvistum er börn þeirra voru ung að aldri. Hóf Dídí þá aftur störf hjá Sjóklæðagerðinni og vann þar fram til hins siðasta. Það hljóta að vera mikil um- skipti að verða allt I einu fyrir- vinna tveggja barna og eiga ekki einu sinni öruggt þak yfir höfuðið. En slikt virtist Dídi ekkert áhyggjuefni, hún var jafn glöð og gestrisin sem fyrr og orðið þreyta hljómaði eins og öfugmæli I návist hennar. Fjölmenni og erill áttu vel við hana, allt sem hét kyrrstaða var henni óeðlilegt. Dídí bar gæfu til að sjá börn sín bæði vaxa úr grasi og nema það er hugur þeirra stóð til. Dóttirin varð hárgreiðslukona en sonurinn bifvélavirki. Þau systkinin veittú henni líka mikinn styrk er hún fyrst kenndi þess sjúkdóms er nú hefur að lokum leitt hana á fund ættingja og vina sem á undan voru farnir. Er hún kenndi fyrst þessa meins voru börn hennar bæði heima, en skömmu síðar giftis Þórunn Gunnari Inga Jónssyni og eignuðust þau eina dóttur, sem skírð var Ingibjörg. Þótt Þórunn heitin stofnaði sitt eigið heimili var hún þó ætíð hin traustasta stoð og stytta í lifi móður sinnar. Það varð Dídí líka nær óbærileg sorg að missa sína elskulegu dóttur i blóma lisins. En enginn má sköpum renna og Dídí min fann sinn lífsfarvég að nýju þótt aldrei jafnaði hún sig fyllilega. Hún hafði líka ærinn starfa þar sem hún eyddi flestum fristundum sínum með nöfnu sinni litlu og föður hennar, sem var Dídí jafnkær og hennar eigin sonur. Skömmu eftir fráfall Þórunnar gekk Ragnar í hjónaband með Mary Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn, tvo drengi og eina stúlku, sem einnig ber nafn ömmu sinnar. Banamein vinkonu minnar lagði aftur til atlögu við lifsgleði hennar og lifsþrótt og varð hún að gangast undir mjög stóran upp- skurð um jólaleytið fyrir þremur árum. Heilsan varð aldrei sterk eftir það, en ótrauð gekk hún þó til vinnu sinnar, enda var vinnan hennar hálfa líf. Síðastliðið haust varð henni svo ljóst að hún ætti ekki eftir nema stuttan tima og tók hún þvi með jafnaðargeði. Hún vonaðist þó til að geta verið við fermingu dótturdóttur sinnar, en hún á að fermast á pálma- sunnudag. Svo sterk var þessi von hennar að hun fór ekki inn á spítala fyrr en þjáningarnar vou orðnar óbærilegar. En hún átti jafnframt aðra ósk, sem hún fékk uppfyllta, þá ósk að þjást ekki lengi. Ég sendi mínar innilegustu samúðarkveðjur til systur hennar og sonar barnabarna og annarra aðstandenda og ættingja. Kæra vinkona, ég þakka þér innilega fyrir ógleymanlegar sam- verustundir. Hittumst heilar handan lífs og dauða. Kristbjörg Halldórsdóttir Minning: Th orÁrmannsson —Minningarorð Mig langar að minnast nokkrum orðum vinar míns, Thors Ár- mannssonar, sem andaðist 21. mars s.l. langt fyrir aldur fram, aðeins rúmlega 43 ára að aldri. Thor var fæddur I Reykjavík 27. janúar 1934, sonur hjónanna Hildu Madsen Eyjólfsson, danskr- ar ættar, og Ármanns Kristins Eyjólfssonar, kaupmanns, sem síðast rak tóbaksverslunina Havana við Skólavörðustig. And- aðist hún árið 1957 en hann árið 1972. Thor kvæntist ekki og bjó á bernskuheimili sinu að Fjölnis- vegi 4 í Reykjavik til æviloka. Eftir lát móður hans bjuggu þeir feðgar saman og höfðu ráðskonur, sem héldu heimili fyrir þá, enda báðir miklir heimilismenn. Að föður sínum látnum bjó Thor einn á bernskuheimili snu í nábýli við systur sina og mág, sem búa á neðri hæð hússins, og hjá þeim hafði hann athvarf og fæði. Árum saman starfaði Thor við verslun föður síns og allt þar til hann hætti verslunarrekstri, en eftir það stundaði hann ýmis störf, nú siðast hjá Hitaveitu Reykjavíkur við viðgerðir á lögn- um. Kynni mín af Thor hófust fyrir rúmum 30 árum, þegar við vorum báðir ungir drengir að alast upp i sama hverfi. Hefi ég ætkíð síðan haldið kunningsskap við Thor og fylgst með högum hans. Thor var fæddur með mjög skerta sjón, sem háði honum alla tið. Með mörgum skurðaðgeðum á barnsaldri tókst að lagfæra sjón hans svo, að hann gat farið allra sinna ferða einn og stundað vinnu. Þrátt fyrir það sá hann svo illa, að hann þekkti ekki fólk, þótt hann gengi fram hjá þvl á götu, nema það léti frá sér heyra. Held ég að þessi örorka hans hafi mót- að hann og hlédrægni hans og óáleitni um hag annarra, sem svo mjög einkenndi hann og stundum nálgaðist feimni. Hann var gjaf- mildur og rausnarlegur við þá, sem minna máttu sin, og veit ég ekki annað en að hann hafi komið sér vel við alla, sem hann átti skipti við og eigi allir hlýjar minningar um hann nú að leiðar- lokum. Thor fór á sjúkrahús til rann- sóknar réttum mánuði fyrir and- lát sitt og þaðan átti hann ekki afturkvæmt. Hvorki hann né ætt- ingjar hans áttu von á svo skjót- um umskiptum, en eftir hálfs mánaðarlegu á sjúkrahúsinu, kvaddi yfirlæknir á Iungnadeild þess hann á sinn fund og sagði honum umbúðalaust, að hann gengi með ólæknandi sjúkdóm og væri ekkert hægt að gera fyrir hann. Sagði Thor mér þetta á sjúkrahúsinu sama daginn. Dáðist ég að því, hve aðdáanlega rólegur hann var yfir þessi, enda þótt hann væri sjáanlega sleginn, og þrátt fyrir alvarleika orða læknis- ins, sagði hann I þetta I þetta skipti: „Hver veit nema Eyjólfur hressist". Þessi orð endurspegla þá bjartsýni, sem Thor hafði oft- ast til að bera, þrátt fyrir ýmiss konar andstreymi í lífinu. Thor var sérstaklega tryggur hinum fámenna hópi vina sinna og barn- góður, svo að af bar, og veit ég, að ungir synir minir sakna hans mjög, enda vildi hann þeim alltaf gott gera, ef þeir komu á hans fund. Að lokum viljum við hjónin senda Guðbjörgu systur Thors, Þóri Sigurði mági hans og Guðrúnu, aldraðri föðursystur hans, okkar innilegustu samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa þau i sorg þeirra. Útför Thors var gerð í kyrrþey 29. mars s.l. Sverrir Einarsson. Sigríður Jósteins- dóttir — Minning Hinn 24. marz siðastliðinn lést að heimili sinu Sigriður Jósteins- dóttir. Sigriður var dóttir hjón- anna Emilíu Húnfjörð og Jósteins Magnússonar, sem lést fyrir nokkrum árum. • Sigríður fæddist í Reykjavik hinn 29. október 1942. Hún var elst þriggja barma þeirra hjóna. Hún var fallegt og elskulegt barn, systkinum sínum var hún góð og sterk stóra systir, sem þau gátu ávallt treyst á, og þvi hlutverki gegndi hún ávallt vel, enda hafði henni hlotnast í vöggugjöf hlýja, samvizkusemi og dugnaður. Þess- ir kostir fylgdu henni alla tíð og komu æ betur í ljós eftir þvi sem á ævina leið. Auk fegurðar var hún gædd óbrigðulli listrænni smekkvísi og snyrtimennsku, sem setti svip á hana og umhverfi hennar, hvar sem hún bjó og hvar sem hún var. I júlí 1974 giftist hún seinni manni sínum Magnúsi Blöndal Jóhannssyni tónskáldi, sem hún unni af heilum hug þvi i honum fann hún ekki aðeins maka heldur lika barnið, sem hún hafði alltaf þráð. Sambúð þeirra var eins og íslenskt sumar. Fyrir þremur árum varð fjöl- skylda Sigríðar fyrir mikilli sorg þegar Vilhjálmur bróðir Sigríðar lést af slysförum frá konu og fimm ungum börnum. Nú þegar hún stendur aftur frammi fyrir sorginni vonum við að henni auðnist styrkur til að standa sam- an. Dýpstu samúðrkveðjur flytjum við eftirlifandi eiginmanni, Emiliu móður Sigriðar, tengda- foreldrum hennar, Jónu systur hennar, Sigriði Húnfjörð ömmu hennar og öllum öðrum aðstand- endum. Vinkonur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.