Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
R'itstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10100.
Aðalstræti 6, sími 22480
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði mnanlands.
í lausasölu 60.00 kr. eintakið.
Þörungavinnslan
Þörungaverksmiðjan ( Reykhólasveit kostaði um 530 mill-
jónir króna. Raunveruleg starfræksla hefur staðið yfir ( u.þ.b. eitt
ár og hefur verksmiðjan á þessu tfmabili safnað 70 milljón kr.
skuldum. Þannig eru um 600 millj. kr. komnar f verksmiðjuna og eru
þá vextir og afskriftir ekki taldar með. Áður en ákvörðun var tekin um
byggingu þessarar verksmiðju, höfðu ftarlegar rannsóknir farið fram
á möguleikum þessa iðnaðar á vegum opinberra aðila og höfðu
sérmenntaðir menn verið kallaðir til f þeim efnum og sérhæfðir menn
einnig stjórnað öllum undirbúningi. Nú, tæpu ári eftir að raunveruleg
starfræksla hennar hófst, hefur sérstök nefnd, sem iðnaðarráðherra
skipaði á sl. hausti til þess að kanna rekstrargrundvöll Þörungaverk-
smiðjunnar, lagt til, að henni verði lokað og rekstri hennar hætt um
skeið, eða þar til fundnar hafa verið upp nýjar aðferðir til þang-
skurðar.
1 niðurlagsorðum skýrslu nefndarinnar, sem kannaði rekstrargrund-
völl Þörungaverksmiðjunnar segir svo: „Nefndin kemst að þeirri
niðurstöðu, að ef rekstri Þörungavinnslunnar h.f. yrði haldið áfram, sé
fyrirsjáanlegur hallarekstur, sem nema mundi tugum milljóna króna
á ári hverju. Meginútgáfa rekstraráætlunar sem nefndin hefur tekið
saman sýnir tap að fjárhæð 76 milljónir króna árið 1977 og 49 millj. kr.
1978. Miðað við söluverðmæti þangmjölsframleiðslu gerir þetta tap
56% 1977 og 21% 1978. t þessum taptölum hefur ekki verið tekið tillit
til afskrifta af framleiðslutækjum og vaxta af fjármagni bundnu f
þeim. Vaxtagjöld af þegar teknum lánum til langs tfma fara langt upp
fyrir þá reiknuðu vexti, sem hæfir að nota f útreikningum um
væntanlega arðsemi, enda eru áhvflandi skuldir til langs tfma langt
umfram virði framleiðslutækja við önnur not en áframhaldandi þang-
vinnslu. Rekstraráætlun þessi er haldin sérlega mikilli óvissu fyrir
það, að ekki þykir hafa fengizt ótvfræð niðurstaða um, hvers öflunar-
tækin eru megnug við þá beitingu þeirra, sem nú þykir gefa vonir um
skástan árangur."
Síðan segir nefndin f nið"r|agsorðum sfnum: „Ákvörðunin um
stofnun fyrirtækisins byggðisi álftt prófuðum forsendum um afköst og
rekstrarhagkvæmni sérstakra þangskurðarpramma. Þessar forsendur
hafa brugðizt gersamlega og er sú staðreynd meginskýringin á þeirri
niðurstöðu nefndarinnar, að ekki yrði komizt hjá verulegum rekstrar-
halla, ef áfram yrði haldið. Nefndin álftur, að vonina um að hægt sé að
endurreisa fyrirtækið sé helzt hægt að binda við þann möguleika, að
takast megi að uppgötva nýja tækni við þangskurð, hugsanlega f
samvinnu við norska aðila, sem að undanförnu hafa unnið að þróun
nýrrar tækni á þessu sviði.“
Flest bendir til þess, að hér sé komið glöggt dæmi um eitt af þvf
sem er að f okkar þjóðfélagi. Fjárfestingin er gffurleg, en hún er ekki
arðbær. Áðrar þjóðir fjárfesta langtum minna en við, en minni
fjárfesting þeirra gefur af sér miklu meiri arð en hin mikla fjárfest-
ing okkar! Það er rannsóknarefni út af fyrir sig, og lærdómsrfkt að
kanna hvernig opinberir aðilar hafa með rannsóknum og margvfsleg-
um undirbúningi smátt og smátt komizt að þeirri niðurstöðu að byggja
bæri þörungaverksmiðju f Reykhólasveit. Enginn þarf að efast um
góðan vilja þeirra, sem þar áttu hlut að máli. En þyngsti áfellisdómur-
inn yfir þeim, sem hér hafa komið við sögu, er að sjálfsögðu sú
niðurstaða nefndarinnar, að ákvörðun hafi verið tekin um að byggja
þetta fyrirtæki „á lftt prófuðum forsendum um afköst og rekstrarhag-
kvæmni sérstakra þangskurðarpramma. Þessar forsendur hafa brugð-
izt gersamlega...“
Hitt er svo staðreynd að verksmiðjan er risin. Byggð hefur risið upp
f kringum hana og á nú allt sitt undir þvf, að starfræksla hennar takist.
Það verður því afar þungbært fyrir fólkið, sem hefur byggt afkomu
sfna á þessari verksmiðju, ef henni verður endanlega lokað. Þess
vegna verður úr þvf sem komið er að leggja mikla áherzlu á að finna
þær leiðir sem duga til hráefnisöflunar og bjarga þannig afkomu
fólksins og þeim miklu fjármunum, sem f vcrksmiðjuna hafa verið
lagðir.
Heilbrigð
skynsemi launþega
Iathyglisverðu viðtali, sem birtist f Þjóðviljanum fyrir
skömmu við iðnverkakonu, var hún spurð um það, hvort hún teldi,
að til verkfalla mundi koma f vor og svar hennar var á þessa leið:
,4Irædd er ég um það, ef kröfur okkar um 100.000.- kr. lágmarkslaun
eiga að hafast í gegn. Ef við treystum okkur ekki f verkfall, verður
sennilega að slá af kröfunum. Við þurfum Ifka að fá annað og meira en
bara hækkun f krónutölu. Það verðurað stöðva verðbólguna. Við erum
f mörg ár að ná upp þvf, sem tapast f verkföllum, gott ef það vinnst upp
milli verkfalla."
Þessi orð verkakonunnar mættu verða forystumönnum verkalýðsfél-
aganna f kjarasamningunum bæði umhugsunarefni og veganesti. Hún
leggur áherzlu á, að það skipti ekki sfður máli að stöðva verðhólguna
en „bara hækkun f krónutölu“. Þetta sýnir það sem raunar allir vita,
að hinn almenni launþegi gerir sér fulla grein fyrir þvf, hvaða
blekkingar eru fólgnar f miklum kauphækkunum, ef ekki tekst að
stöðva verðbólguna. Hún bendir Ifka á, að verkföll eru engin kjarabót
fyrir launþega, þeir séu f mörg ár að ná upp því, sem tapist f
verkföllum og jafnvel svo, að það vinnist ekki upp á milli verkfalla.
Þessi orð iðnverkakonunnar eru eitt það skynsamlegasta, sem sagt
hefur verið um viðhorfin f kjaramálum og ekki ólfklegt, að betur
mundi okkur farnast, ef hinir kjörnu leiðtogar á ýmsum svíðum sýndu
þann kjark að treysta heilbrigðri skynsemi almennings, eins og hún
kemur fram f þessum ummælum.
Dótturfyrirtæki Sölustofnunar lagmetis:
FYRSTI aðalfundur Ice-
land Waters Industries
Ltd., sem er dótturfélag
Sölustofnunar lagmetis
í Bandarfkjunum, var
haldinn hér í Reykjavík
síðastliðinn þriðjudag.
Af því tilefni kom for-
stjóri fyrirtækisins í
New York, Norman
Salkin, til íslands og f
viðtali við Morgunblaðið
upplýsti hann að á þessu
ári, sem stofnunin í
Bandarfkjunum hefur
starfað, hefur hún náð
fótfestu með afurðir
sfnar f 25 ríkjum Banda-
Norman Salkin
starfi fyrir ári síðan,“ sagði
Norman Salkin, „gat ég nýtt 40
umboðsmenn víðs vegar í
Bandaríkjunum, sem ég þekkti
mjög vel frá því er ég var hjá
Bjelland. Frá því fyrirtæki fór
ég með fullu samþykki þeirra
og hefur því ekki verið um
neina árekstra við Bjelland að
ræða. Þessir 40 umboðsmenn
voru allir fyrsta flokks starfs-
menn og þekkja niðursuðu-
vörumarkaðinn mjög vel. Þeir
byrjuðu að starfa í marzmán-
uði og þegar í júli kom fyrsta
vörusendingin frá íslandi. Við
höfum nú þrjú stór vöru-
geymsluhús í Bandaríkjunum,
í New Jersey, Texas og í Cali-
forníu. Aðalskrifstofa okkar er
í New York og er starfsfólk
fremur fátt.“
Hefur náð fótfestu
í 25 ríkjum Banda-
ríkjanna á einu ári
— segir framkyæmdastjóri þess, Norman Salkin
rfkjanna og á árinu 1977
hafa nú þegar verið
gerðir sölusamningar að
verðmæti 200 milljónir
fslenzkra króna og
kvaðst Salkin bjartsýnn
á að unnt væri að hækka
þá tölu verulega.
Norman Salkin sagðist líta
björtum augum til framtíðar-
innar um sölu á íslenzku iag-
meti. Hann kvað menn nú hafa
unnið bug á margvislegum
byrjunarvanda og hann kvað
íslendinga vera að verða mikil-
vægan aðila i innflutningi lag-
metis á Bandaríkjamarkaði.
Salkin vann áður en hann tók
við forstöðu dótturfyrirtækis
Sölustofnunar lagmetis fyrir
norska fyrirtækið Christian
Bjelland, sem er lagmetisfyrir-
tæki og því var hann hnútum
kunnugur. Hann sagðist hafa
verið þess fullviss, þegar til
tals kom að hann tæki að sér
Iceland Waters Industries, að
fyrirtækið ætti ekki síður
möguleika á að ná góðri sölu á
Bandaríkjamarkaði en dóttur-
fyrirtæki Bjelland. „Það er nú
ár síðan við byrjuðum og þá
hafði lítið sem ekkert veríð
selt af íslenzku lagmeti vestra.
Fyrirmyndina höfðum við frá
frysta fiskinum, sem skapað
hafði sér orð fyrir gæði, og því
áttum við eins að geta haslað
okkur völl með lagmeti. Það
var og gífurlegur styrkur fyrir
mig og starfsmennina í New
York að hér heima var Sölu-
stofnunin til þess að þjóna
okkur og þeir kepptu að sama
marki. Ef við óskuðum ein-
hvers, reyndu þeir að uppfylla
það. Á einu ári höfum við
siðan náð fótfestu f 25 ríkjum
Bandáríkjanna og þeim sem
eftir eru munum við ná á
næsta ári.“
Vörutegundir okkar nú eru
6. Það eru léttreykt síldarflök,
rækjur, kavfar af mismunandi
stærð, þroskhrogn og þorsklif-
ur svo og þingvallamurta, sem
er talsvert dýr vara, eins konar
sælgæti, sem við i upphafi
vorum dálítið hræddir við, en
gengur mun betur en við
þorðum f raun að vona. Hörpu-
diskur er nú fluttur út til
Bandaríkjanna frosinn og
likar þar mjög vel. Enginn
aðili flytur hann þó niður-
soðinn á markaðinn og ætlum
við nú að gera það. Þá fáum
við ekki nægilega mikið magn
af rækju og við viljum, og enn-
fremur er nauðsynlegt fyrir
okkur að fjölga tegundum.
Eftir tvö ár held ég að við
munum hafa náð verulegum
hluta af lagmetismarkaðinum
og verðum þá væntanlega
búnir að skapa okkur ekki
síðra nafn en íslenzki freð-
fiskurinn."
„Þegar ég tók við þessu
Morgunblaðið spurði Norm-
an Salkin hvers vegna Sölu-
stofnun lagmetis hefði átt svo
erfitt uppdráttar á Bandaríkja-
markaði áður en farið var út í
það að stofna Iceland Waters
Industries. Salkin sagði: „Það
var vegna þeirrar reginskyssu
að afhenda Japönum alla
dreifingarmöguleika vörunn-
ar. Sölustofnun lagmetis seldi
Japönum alla framleiðsluvöru
sfna, en húnaðeins safnaðist
upp i vörugeymslum, en seld-
ist ekki. Þegar við svo tókum
við, gátum við raunar selt allt
það, sem var i þessum geymsl-
um, nema kavíarinn, sem var
orðinn of gamall. Vitleysan var
að afhenda Japönum alla
dreifingu vörunnar. Þeir vissu
ámóta litið um markaðinn og
ég veit um lagmetismarkað f
Japan," sagði Salkin.
Norman Salkin hefur þessa
daga, sem hann hefur dvalizt á
íslandi, ferðazt talsvert um
landið og skoðað verksmiðjur
víðs vegar. Hann kvað mikil-
vægasta atriðið i þessum við-
skiptum vera að íslendingar
hefðu sitt eigið dreifingar-
kerfi, sem þeir réðu eingöngu
sjálfir. Þá kvaðst hann og
gleðjast mjög yfir þvf að fs-
lenzkir ráðamenn sýndu þess-
um viðskiptum mikinn áhuga
og væru tilbúnir til að standa
við bak sér og öðrum, sem að
Framhald á bls. 18
Átta kíló af sælgæti á
hvern í slending sl. ár
NEYZLA íslendinga á sælgæti fer
vaxandi með hverju árinu og á síð-
asta ári er trúlegt að neyzlan hafi
numið að meðaltali 8 kllóum á hvert
mannsbarn í landinu. Innlendir sæl-
gætisframleiðendur framleiddu árið
1975 um 1300 tonn af sælgæti, en
árið 1965 var framleiðslanum helm-
ingi minni, eða 670 tonn. Fram-
leiðsla á sælgæti jókst talsvert hér-
lendis á síðasta ári og ef innflutt
sælgæti, flutt inn af heildsölum og
ferðamönnum, er tekið með f dæmið
verður niðurstaðan trúlega sú að
meðalneyzla sælgætis hafi verið 8
kg á hvern íslending.
Innan vébanda Félags íslenzkra iðn-
rekenda eru nú 10 sælgætisframleið-
endur og sýna 8 þeirra í Iðnaðar-
mannahúsinu þessa dagana þar sem
„íslenzk matvælakynning" stendur yfir
Sælgætisframleiðendur eru reyndar
fleiri, en þeir 10 sem eru í Félagi
íslenzkra iðnrekenda og framleiða
stærstan hlut innlends sælgætis.
Nú er talið að tæplega 300 manns
starfi við islenzka sælgætisframleiðslu
og á siðasta ári var velta þessarar
iðngreinar um 1200 milljónir króna,
miðað við verksmiðjuverð Sé hins
vegar miðað við útsöluverð var veltan
nokkuð á þriðja milljarð Á fundi með
fréttamönnum í gær, fimmtudag, fjöll-
uðu þeir fulltrúar fyrirtækjanna, sem
eru í Félagi íslenzkra iðnrekenda, nokk-
uð um vandamál þessarar iðngreinar
Segir m a svo i fréttatilkynningu frá
þeim:
„Vandamál greinarinnar eru að
miklu leyti þau sömu og framleiðslu-
iðnaður almennt á við að stríða
Sífelldur rekstrarfjárskortur vegna
langvinnrar verðbólguþróunar og mikl-
ar hækkanir á helztu tegundum hrá-
efna, sérstaklega síðustu þrjú ár. Sem
dæmi má nefna, að verðlag kakóhrá-
efna, sem eru uppistaða súkkulaði-
framleiðslunnar, fjórfaldaðist frá árs-
byrjun 1976 til marzmánaðar á þessu
ári, auk þess sem hin gifurlega hækk-
un sykurs á heimsmarkaði á árinu
1974 kom verulega illa við islenzka
sælgætisframleiðendur.
Má almennt segja um sælgætisiðn-
að, sem og matvælaiðnaðinn i heild,
að miklar verðsveiflur geta átt sér stað
á heimsmarkaðsverði vegna óstöðugr
ar veðráttu og uppskerubrests af þeim
’sökum og öðrum. Þanmg þurfti
íslenzkur sælgætisiðnaður að taka á
sig mikla verðhækkun á sykri óbætt.
meðan helztu keppinautar þeirra i sam-
keppnislöndunum fengu verðhækkun-
ina niðurgreidda að meira eða minna
leyti
Sælgætisiðnaðaðurinn var ein þeirra
iðngreina, sem vitað var að myndi
lenda i erfiðleikum við inngöngu