Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 Þorvaldur Garðar Kristjánsson: Karvelslægð í vega- málum Vestfjarða Pálmi Jónsson <S) fagnaði yfir- lýsingu ríkisstjórnar, þess efnis, að vegaáætlun yrði tekin til endurskoðunar þegar á næsta hausti, og lét i ljós vonir um, að þá væri hægt að sinna betur en nú mikilsverðum verkefnum, sem biðu í öllum kjördæmum. Hann fór nokkrum orðum um efnahags- horfur og þau framkvæmdamörk er fjárhagsleg geta þjóðarinnar hefði sett um framkvæmdir, í vegamálum sem öðrum verkþátt- um. Hann ræddi og um tekju- stofna Vegasjóðs. Takmörkuðu fjármagni til vegamála hefði ver- ið skipti í fjárveitinganefnd milli einstakra kjördæma, og fjár- magni í hvert kjördæmi síðan í samráði við þingmenn þess, og þann veg tekið tillit til þeirra verkefna, sem fulltrúar heima- aðila hefðu lagt mesta áherzlu á. Allir hefðu að sjálfsögðu kosið að fá meira framkvæmdafjármagn, í GÆR og fyrradag voru raktar efnislega hér á þing- síðu umræður um Vega- áætlun 1977—1980. Hér verður fram haldið sem frá var horfið. en ekki væri hægt að deila meiru en til væri. Pálmi gagnrýndi óábyrgan til- löguflutning einstakra þing- manna, sem væri til þess eins gjörður að sýnast. Nefndi hann sérstaklega „formann stjórnmála- flokks", sem hefði tekið fullan þátt í því i „okkar þingmanna- hópi“ að skipta þvi fé, sem um hafi verið að ræða, en hafi siðan flutt sýndartillögur á þingskj. 438. Hér mun Pálmi hafa átt við Ragnar Arnalds, formann Al- þýðubandalagsins. Þá var hlutur Vestf jarða verstur Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) sagði þingmenn flesta óánægða með það, hve þröngan ramma fjárhagsgetan setti fram- kvæmdum í vegamálum. For- maður fjárveitinganefndar hefói Eaill Jacobsen Austurstræti 9 Munum selja næstu daga sænsk straufrí 100% bómullar sængurver og koddaver með mynsturgöllum fyrir aðeins kr. 3200,— settið Ný sending — Góð vara — Lítið verð lýst óánægju sinni í þessu efni. Samgönguráðherra sömuleiðis. Yfirlýsing rikisstjórnarinnar þess efnis, að endurskoða vegaáætlun (til hækkunar) þegar á næsta hausti, sýndi, að einnig ríkis- stjórnin væri óánægð með fjár- veitingar í þennan málaflokk. Þorvaldur Garðar lýsti ánægju með þessa yfirlýsingu og taldi hana gefa vonir um bragarbót í fjárframlagi til vegamála. Þorvaldur Garðar sagði Vest- firðinga sem aðra óánægða með sinn hlut í framkvæmdafé, eins og fram hefði komið i máli allra þingmanna kjördæmisins. Þó hefði nokkuð áunnizt fyrir fram- tak stjórnarþingmanna I kjör- dæminu. Máiflutningur Karvels Pálmasonar hefði þó skorið sig úr um vandlætingu. Því væri leiðin- legt að þurfa að minna þennan þingmann á, að þegar hann (Karvel) hefði haft „meira en málfrelsi I fjárveitinganefnd" hefði hlutur Vestfjarða verið Reykvíkingar eiga að greiða í ríkissjóð en þegja þegar skipt er úr honum, sagði Albert Guðmundsson á Alþingi Úthlutun peninga á Alþingi viðkomandi Reykja- vfkurþingmönnum? Albert Guðmundsson (S) sagði m.a. að Stefán Jónsson (Abl) hefði undrast mjög að Eggert Þor- steinsson (A), sem væri Reykja- víkurþingmaður, skyldi leyfa sér að stíga í stól og taka nokkrar mínútur frá landsbyggðarþing- mönnum, þegar rædd væri úthlut- mun lakari I þessum efnum en nokkru sinni fyrr eða síðar. Nokkrar sveiflur væru að vísu í hlutfalli einstakra kjördæma í heildarfjárveitingu til vegamála. Árið 1968 hefði hlutur Vestfjarða verið 30% af öllu vegafé. 1969 um 22%. En á þeim tíma, sem Karvel Pálmason hefði verið stjórnar- þingmaður og sérstakur fulltrúi Vestfirðinga í fjárveitinganefnd, hefði hlutur kjördæmisins hrapað niður í 6 til 7%. Siðan hefði þó heldur birt til, þó él væru enn í lofti. Hlutur kjördæmisins væru nú milli 10—11%. Það sé að vísu vafasamt að treysta um of á prósentusamanburð. Vandfarið sé með þá hluti og draga réttar nið- urstöður af þeim. En nauðsynlegt hefði verið að minna á þetta vegna sérstaks yfirlætis oo stór- yrða Karvels í garð núverandi stjórnarþingmanna. Sannleikur- inn væri sá, að málflutningur af því tagi, sem Karvel Pálmason hefði tamið sér, veikti fremur en styrkti málstað Vestfjarða, og gilti þá einu hvort vegamál væru á dagskrá eða aðrir málaflokkar. un peninga til einstakra fram- kvæmdaþátta á Alþingi. Ég get á sinn hátt tekið undir með Stefáni Jónssyni. Það gegnir raunar furðu að Eggert Þorsteinsson skuli ekki fyrir löngu siðan hafa áttað sig á þvi, að það er alls ekki til þess ætlast, hvorki við af- greiðslu fjárlaga né skiptingu vegafjár, að þingmenn Reyk- víkinga láti til sín heyra. Ég veit ekki nema rétt sé, I fjarveru Eggerts, að biðja afsökunar fyrir hans hönd, og okkar annarra þingmanna Reykvlkinga, að við skulum blanda okkur inn I um- ræður um úthlutun á peningum hér á Alþingi, peningum sem sótt- ir eru I vasa skattborgara, að vlsu Reykvíkinga ekki síður en ann- arra. Ég leyfi mér að segja við þing- menn Reykvikinga. Verið ánægð- ir — og látið sem allra minnst á ykkur bera. Ella gæti farið svo að þessar litlu 98 milljónir króna af nokkuð á sjötta milljarði króna, sem af einhverjum ástæðum hafa slysast inn I vegaáætlun, verði strikaðar út með öliu! Alþingi komið í páskafrí: T venn lög sam- þykkt í gær t FYRRADAG var fundur I sam- einuðu þingi og báðum þingdeild- um. Að þeim loknum hðfst þing- hlé (páskafrl), sem stendur til 13. april nk. Áður en þingstörfum lauk I gær voru samþykkt tvenn lög: 1. Breyting á lögum um Almannatryggingar. Hér er um að ræða staðfestingu á bráða- birgðalögum frá 6. ágúst 1976. Lagagreinin er svohljóðandi. „Við 1. gr. Greinin orðist svo: 3. gr. laga nr. 95/ 1975 orðist svo: Á árinu 1976 skal álagningar- aðili útsvars leggja á og inn- heimta 1% álag á gjaldstofn út- svara og skulu sveitarfélög standa sjúkrasamlögum skil á fyrirfram- greiðslu eða hlutfallslegri inn- heimtu þess mánaðarlega. Eigi skal leggja gjald þetta á þá, sem ekki er gert að greiða útsvar, né heldur þá, sem vistaðir eru á elli- eða hjúkrunarheimilum, né langlegusjúklinga á öðrum sjúkrastofnunum eða i heimahús- um. Hjá þeim öðrum, sem náð hafa 67 ára aldri á skattárinu eða áttu rétt á örorkulífeyri á skattárinu skv. lögum nr. 67/ 1971, um al- mannatryggingar, með áorðnum breytingum, skal lækka álag skv. 1. mgr. sem hér segir: a. Hjá einstaklingum með tekjur til útsvars á bilinu kr. 320.100 til 640.000 skal álag þetta lækka um 1 % af þeirri fjárhæð, sem á vant- ar 640.000 króna tekjumark. b. Hjá hjónum með tekjur til út- svars á bilinu kr. 570.000 til kr. 1.140.000 skal álag þetta lækkað um 1% af þeirri fjárhæð, sem 4 vantar 1.140.000 króna tekju- mark. c. Eftirstöðvar álags þessa, sem lækkað hefur verið skv. ákvæðum a- og b-liða, skulu að lokinni lækk- un standa á heilum hundruðum króna, þannig að lægri fjárhæð en kr. 100 skal sleppt. Gjald þetta er háð sömu reglum og útsvar varðandi innheimtu og viðurlög. Við ákvörðun Tryggingastofn- unar ríkisins um framlag rlkis- sjóðs til sjúkrasamlaga sam- kvæmt 49. gr. skal taka tillit til þessa framlags til hlutfallslegrar lækkunar á framlagi rlkissjóðs." 2. Þroskaþjálfaskóli Islands. Hér er um að ræða breytingu á lögum um fávitastofnanir, en hin nýju lög fjalla um starfrækslu Þroskaþjálfaskóla íslands, og eru breyting á 15. gr. gildandi laga. Eftirleiðis skal lagagreinin hljóða svo: „Ríkið skal starfrækja skóla, Þroskaþjálfaskóla Islands. Hlut- verk skólans er að mennta fólk til Framhald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.