Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 10
Heimsókn í skíðaland ísfirðinga á Seljalandsdal: MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 -■■■' '''**«'■** var á sínum tíma aflað með framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum og svo var einn- ig er snjótroðarinn var keyptur. Sumarið sem fyrri lyftan var sett upp, árið 1967, unnu hér kannski um 20 til 30 menn á laugardögum og sunnudögum margar helgar og það var lögð fram gífurlega mikil sjálfboða- vinna í sambandi við það og líka þegar seinni lyftan var sett upp árið 1971. Þessi sjálfboða- vinna hefur farið minnkandi, en hér eru alltaf næg verkefni. Okkar starf er að sjá meðal annars um viðhald, eftir því sem við getum og fremur lítið viðhald hefur ennþá verið, en er að aukast núna. Stundum •þarf að senda hluti til viðgerða niður í bæ, t.d. til að rafsjóða eða þvílíkt. Elías, sem er rafvirki að mennt, er fær um að annast alla þá hlið málanna, en þetta er þriðji veturinn sem hann starfar við lyftuna, fyrri tvö árin var hann lausráðinn, en Jón er hér á öðrum vetri sínum sem fast- ráðinn maður. Þeir eru því öllu vanir piltarnir við að fást við þessa hluti og það fyrsta sem þeir gera þegar þeir opna lyft- urnar á daginn er að fara eina ferð sjálfir og athuga hvort ekki sé allt í lagi við endastöðv- ar þeirra, hvort neyðarsíminn sé f lagi og þeir segja að það sé líka eina tækifærið sem þeir fá til að renna sér sjálfir á skíðum, allur dagurinn fari mikið til í starfið svo skíðaferðirnar eru ekki mjög margar. — Það er helzt að við bregð- um okkur á skíðin ef við þurf- um að gera við eitthvað. En við kunnum mjög vel við þetta starf, það er gott að vera hér í fjallaloftinu og við viljum fara sem minnst Ibæinn. Þeir sögðu að snjórinn hefði verið mun seinni á ferðinni í ár en á síðasta ári, lyfturnar fóru fyrst í gang í desember og þeir félagar bjuggust við að þær gætu verið í gangi fram í april- lok eða jafnvel lengur, en í fyrra var hægt að hafa þær i notkun til 16. maí. Hægt er að vera á skíðum lengur, en lyft- urnar þurfa mikinn snjó undir sig og því verður að taka þær úr umferð fyrr. 1 vetur er starf- rækt skíðakennsla fyrir full- orðna og hafa 30 manns verið á námskeiði undanfarið, en þetta er þriggja vikna námskeið. Á siðasta vetri voru þau tvö og svo mun einnig verða í ár að sögn þeirra Jóns og Eliasar, en þetta hefur notið mikilla vin- sælda og þeir sögðu að áhugi á skíðaíþróttinni hefði ekki sizt aukizt hjá eldra fólki, nú á sið- ari árum. Það er alkunna að útbúnaður skiðamanna getur verið rándýr og sögðu þeir að keppnisskiði gætu kostaðum 60 þúsund krónur, stafir, binding- ar og skór annað eins, svo bún- aður af fullkomnustu gerð fer <vel yfir 100 þúsund krónur og þeir sögðu að keppnisskíða- menn færu með kannski 2—3 pör af skíðum á vetri. En hægt er að fá ódýrari útbúnað ef menn vilja og ekki þarf hann að vera verri fyrir þá sem ekki þurfa að gera kröfur keppnis- mannsins. Það var komið að kvöldi og mál að halda heimleiðis en þá bar að mann, sem lengi befur stundað göngur á skíðum, Pét- ur Pétursson. Pétur sagðist hafa stundað skíðaíþróttina allt sitt lif þó með hléum, þar sem hann var sjómaður og hafði ekki alltaf tima til að bregða sér á sklðin. Núna segist hann fara eins oft og hann gæti, seg- ist vera í betra „formi" en 1937 þegar hann steig á skiðin eftir langt hlé vegna sjómennskunn- ar. Þá var skiðakennari staddur á ísafirði og kenndi þar um tima og sagði Pétur, að honum hefði tekizt að liðka þá svolítið til, um ieið og hann renndi sér áfram léttilega þrátt fyrir að hann er kominn nokkuð yfir sjöunda tuginn. Tveir umsjónarmanna skiðalyftunnar standa hér við snjótroðarann sem ný- lega var keyptur. T.v. Jón Guðbjartsson og Elias Oddsson t.h. Pétur Pétursson sagðist reyna að stíga á skíðin eitt- hvaðá hverjum degi. 99Viljum sem minnst fara í bœinn éé KÍÐHEIMAR nefnist skíðaskáli íþróttabandalags ísafjarðar, sem stendur á Seljalandsdal innarlega í Skutulsfirðinum ofan við ísafjarðarkaupstað. Þangað er ekki nema um 10 mínútna akstur í mesta lagi og er það að sögn paradís skíðamanna þar vestra. Blaðamaður Mbl. kom þar einn virkan dag fyrir skömmu og tók tali umsjónar- menn skíðalyftunnar, þá Jón Guðbjartsson og Elías Oddsson, en sá þriðji Hreiðar Sigtryggsson var uppi í fjalli við störf. Þessir þrír eru í fullu starfi við að sjá um að skíðalyfturnar, sem eru tvær, flytji Isfirðinga nokk- ur hundruð metra upp á dalinn til að þeir geti síðan rennt sér niður aftur, og hver maður velur sér brekku eftir því hvað hann treystir sér til fyrir skíðakunnáttu sína. — Þetta er alveg fullt starf fyrir okkur þrjá og meira til, sögðu þeir félagar Jón og Elías, vinnutiminn er að jafnaði frá kl 8 á morgnana til 10 á kvöldin tvo daga i viku, en til sjö aðra daga, eða svona 8—10 tímar á dag að jafnaði. Lyturnar eru opnar frá kl. 13 til 19 tvo daga í viku en til kl. 22 tvo daga og um helgar eru þær opnar frá 10 til 17. Síðan er reynt að hafa þær í gangi lengur ef margt fólk er i dalnum og gott er veður. — Hér er fjöldi manns um hverja helgi og líka i miðri viku ef veðrið er gott og það var mjög gott allan febrúarmánuð, en við höfum aldrei talið. önn- ur lyftan er um 1250 metra löng og liggur hún upp á svokallað- an Gullhól, en hin er um 650 metrar og báðar geta flutt álíka margt fólk, u.þ.b. 500 manns á klukkutíma. Nú stendur til að auka flutningsgetu neðri lyft- unnar, með sjálfvirku starti en við vitum ekki hvenær það verður, en núna þarf alltaf maður að hjálpa fólkinu af stað. Þeir voru báðir mjög hrifnir af skíðalandinu og sögðu að það gæfi öllum tækifæri, brekkurn- ar væru allt frá því að vera snarbrattar og niður í litinn halla, og allir gætu því valið brekku við sitt hæfi. Einnig sögðu þeir að væri gott land fyrir göngumenn. Það er Iþróttabandalag ísafjarðar sem hefur séð um að koma lyftun- um upp og þarna er líka skiða- skálinn Skíðheimar og þar halda þeir til, lyftuumsjónar- mennirnir. — Það hafa mjög aukizt kom- ur manna hingað uppeftir og margir koma hingað á eftirmið- dögum og renna sér nokkrar ferðir, sérstaklega ef veðrið er gott. Keppnismenn og ungling- ar eru lika hér alltaf eitthvað á eftirmiðdögum, og líka göngu- menn, þeim hefur fjölgað mjög mikið síðustu tvö til þrjú árin. — Síðan lyftan kom hefur áhugi manna á skíðaiþróttinni farið mjög vaxandi og nú eru skíðamenn lika orðnir mjög háðir lyftunni, hér er varla nokkur maður ef lyfturnar eru ekki í gangi af einhverjum ástæðum, svo segja má að kröf- ur manna hafi jafnframt aukizt mjög. Hið sama má segja um snjótroðarann, hann kom hing- að I janúar s.l. og ef ekki er troðið þá eru mun færri hér á skíðum. Þetta er notaður troð- ari en með nýrri vél og kostaði um 4.5 milljónir króna. — Það er sérstök nefnd sem sér um reksturinn hér á vegum Í.B.Í en fjár til lyftukaupanna Elías aðstoðar hér ungan mann við að komast af stað, en þeim ber að vera við þegar einhver fer af stað í lyftunni, jafnvel þó skíða- mennirnir séu orðnir vanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.