Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977
RÍKISÚTGÁFA NÁMSBÓKA 40 ÁRA:
Bragi Guðjðnsson er framkvæmdasijóri skólavörubúðarinnar, sem starfað hefur f 20 ár. Hlutverk
hennar er að afla hjálpartækja, en notkun þeirra er sffellt meiri þáttur f öllu kennslustarfi.
Sýnishorn af nokkrum útgáfubókum, en mikil áherzla er lögð á
að vanda til útgáfunnar og að gera kennslubækurnar sem
aðgengílegastar.
Um 45 þúsund nem-
endur nota bækur
útgáfunnar í vetur
Rœtt við Jón Emil Guðjónsson framkvœmdastjóra
% Rfkisútgáfa námsbóka á f
dag 40 ára afmæli, en hún er nú
stærsta bókaútgáfufyrirtæki
landsins. Hefur hún gefið út
rúmlega 1700 titla þar af á sjö-
unda hundrað í frumgerð, all
nærri 12 millj. eintök. Höfund-
ar og teiknarar sem starfað
hafa að bókagerð fvrir útgáf-
una eru milli 150 og 200 þessi
40 ár. Á þessu ári munu verða
veittar liðlega 132 m. kr. til
starfseminnar. Hér fer á eftir
viðtal við framkvæmdastjóra
Ríkisútgáfu námsbóka, Jón
Emil Guðjónsson.
Hvenær tók Rfkisútgáfa
námsbóka til starfa og hver var
aðdragandinn að stofnun
hennar?
(Jtgáfan tók til starfa 1. apríl
1937. Kennarasamtökin höfðu
um alllangt skeið barist fyrir
stofnun hennar. Frumvarpið
um Rikisútgáfu námsbóka, sem
varð að lögum 1936, var flutt af
þáverandi menntamálaráð-
herra, Haraldi Guðmundssyni.
Viltu segja okkur f örstuttu
máli frá hlutverki útgáfunnar,
stjórn o.þ.h.?
Fyrstu 20 árin sá útgáfan
einungis nemendum i barna-
skólum fyrir ókeypis bókum.
En árið 1956 voru sett ný lög
um hana og starfsemi hennar
einnig látin ná til unglinga-
skóla. Samkvæmt grunnskóla-
lögunum verður það bráðlega
hlutverk útgáfunnar að sjá níu
aldursflokkum (7—16 ára)
fyrir námsbókum.
Stjórn útgáfunnar, sem nefn-
ist námsbókanefnd, er skipuð 5
mönnum. Hún er skipuð af
menntamálaráðherra, en að
meirihluta samkvæmt tilnefn-
ingu kennarasamtakanna. Það
má því með vissum hætti segja
að stjórn útgáfunnar hafi alla
tíð verið í höndum kennarasam-
takanna sjálfra. Núverandi for-
maður námsbókanefndar er
Kristján J. Gunnarsson,
fræðslustjóri.
Fyrstu 20 árin var Rikisút-
gáfan í umsjón Ríkisprent-
smiðjunnar Gutenberg. For-
stjóri prentsmiðjunnar alla
þessa tið var Steingrímur
Gúðmundsson, einn samvisku-
samasti starfsmaður sem ég hef
haft kynni af.
Með lagabreytingunni 1956
var útgáfunni ráðinn sérstakur
framkvæmdastjóri, skipaður af
menntamálaráðherra. Síðan
1968 hafa framkvæmdastjórar
útgáfunnar verið tveir. Annar
þeirra sér um alla útgáfustarf-
semi en hinn um Skólavörubúð-
ina og alla afgreiðslu og sölu á
vegum útgáfunnar.
Hver tekur ákvörðun um út-
gáfu einstakra bóka?
Námsbókanefnd. — Árið
1969 varð þó á þessu nokkur
breyting. Það ár hófst samstarf
Skólarannsóknadeildar
Menntamálaráðuneytisins og
Ríkisútgáfunnar. 1 stuttu máli
er þetta samstarf þannig að
Skólarannsóknadeild sér um
samantekt og prófun ýmissa
nýrra bóka og hjálpargagna en
Ríkisútgáfan annast útgáfu
þeirra og dreifingu.
Ilversu mikil eru umsvif út-
gáfunnar, t.d. fjöldi titla og
eintaka?
Frá byrjun hafa komið út hjá
Rikisútgáfunni liðlega 1700 titl-
ar, þar af á sjöunda hundrað í
frumgerð, í samtals 11,7 millj.
eintaka. Mikill vöxtur hefur
orðið 1 bókaútgáfunni á sfðustu
árum. Árið 1968 eru gefnir út
39 titlar, árið 1971 77 titlar og á
sfðast liðnu ári 112. Ástæðan
fyrir þessari miklu aukningu
eru hinar sfvaxandi kröfur sem
gerðar eru til Ríkisútgáfunnar
vegna endurskoðunar á náms-
efni og kennsluháttum sem
siglt hafa í kjölfar laga um
grunnskóla.
Hvernig verða handritin til?
Með þrenns konar hætti: 1.
Handritin eru samin að frum-
kvæði útgáfunnar sjálfrar. 2.
Handritin koma frá Skóla-
rannsóknadeild Menntamála-
ráðuneytisins. 3. Handrit sem
útgáfunni berast, aðallega frá
kennurum.
Hver hefur f stórum dráttum
orðið þróun útgáfunnar þessa
fjóra áratugi, varðandi fjöl-
breytni f bókaútgáfu?
Fyrstu tvo áratugina voru
eingöngu gefnar út allra nauð-
synlegustu kennslubækur. Sið-
ustu tvo áratugina, sérstaklega
þann síðari, hefur fjölbreytnin
aukist mjög mikið með útgáfu
ýmiss konar hjálparbóka og
hjálpargagna, t.d. kennsluleið-
beininga, vinnubóka, vegg-
mynda og ýtarbóka.
Skiptast bækur útgáfunnar f
flokka, t.d. grunnskólabækur
o.s.frv.?
Bókunum má skipta f tvo
meginflokka: 1 fyrsta lagi út-
gáfu hinna eiginlegu kennslu-
bóka sem nemendur eða
skólarnir fá ókeypis frá út-
gáfunni. Þetta er að sjálfsögðu
höfuðverkefni útgáfunnar. 1
öðru lagi er útgáfa hjálparbóka
og hjálpargagna til þess að auð-
velda skólastarfið og gera það
fjölbreyttara. Lengst af hafa
islenskir kennarar og nemend-
ur átt á fáu völ af þessu tagi í
starfi sínu. Ríkisútgáfan hefur
síðustu árin reynt allmikið að
bæta úr þessu. Sem dæmi má
nefna bækur eins og Söguna
okkar, myndir og frásagnir úr
Islandssögu, stóra samstæðu af
veggmyndum í náttúrufræði,
ýmislegt til vinnubókagerðar
og Bókmenntaúrval skólanna,
en i þvi safni hafa verió gefnar
út bækur eftir Gunnar
Gunnarsson, Guðmund G.
Hagalfn og Halldór Laxness.
Nefna má einnig ritröðina
Land og sögu. Tvö bindi eru
komin út: Aldahvörf eftir Þór-
leif Bjarnason og Hin fornu tún
eftir Pál Líndal. Rétt er að taka
fram að útgáfa þessara bóka
verður að standa undir sér fjár-
hagslega eða því sem næst.
Hvernig er háttað sambandi
Ríkisútgáfunnar og skólanna?
Geta þeir að einhverju leyti
valið um bækur frá útgáfunni,
þurfa þeir að panta þær eða
ræður útgáfan alveg hvaða
bækur þeir fá til kennslunnar?
Samband útgáfunnar og skól-
anna er að sjálfsögðu mjög
mikið. Skólarnir þurfa að panta
bækurnar. Reynt er að gefa
þeim kost á nokkru valfrelsi og
í sumum tilvikum er þeim
gefinn kostur á að velja milli
tveggja eða fleiri bóka í sömu
námsgrein. Alls geta nú grunn-
skólarnir valið á milli um 260
svonefndra úthlutunarbóka og
kjörbóka. Ég held því að segja
megi að bókavalið sé talsvert
fjölbreytt.
Þú nefndir kjörbækur. Hvað
áttu við með því?
A sfðast liðnu ári var tekið
upp nýtt úthlutunarkerfi náms-
bóka. Samkvæmt því fá skól-
arnir miklu meira svigrúrn í
bókavali en áður var hægt að
veita þeim. M.a. geta þeir
fengið ókeypis svokallaðar
kjörbækur ef þeim tekst að
spara f notkun grunnbóka.
Verður þú var við óánægju
með forlagsbækurnar?
Mjög lítið. Ég held þó auð-
vitað ekki að allir séu ánægðir
með allt sem frá útgáfunni
kemur. Hins vegar hefur út-
gáfan á stundum fengið hlýjar
kveðjur frá kennurum eða sam-
tökum þeirra og fyrir það er
hún auðvitað þakklát. Ég má
kannski bæta því hér við að
útgáfan vildi gjarnan að
kennarar gerðu meira af þvf að
skrifa útgáfunni um álit sitt á
kennslubókunum, bæði það
sem þeim líkar vel og ekki síður
um það sem þeim kann að finn-
ast ábótavant.
Ég sé að sumar bókanna eru
mjög vandaðar að frágangi, t.d.
Skólaljóðin með teikningum
eftir Halldór heitinn Péturs-
son. Er nauðsynlegt að hafa
kennslubækur 1 svona vönduð-
um búningi?
Jón Emil Guðjónsson,
framkvæmdastjóri
útgáfudeildar.
Við reynum að vanda hinn
ytri búning bókanna, m.a. með
litprentun og myndskreyt-
ingum. í stuttu máli: Reynt er
að hafa þær í þeim búningi að
þær laði fremur nemandann að
sér en hrindi frá sér. Þessar
bækur koma á flest fslensk
heimili.'T.d. munu nú á þessum
vetri um 45 þús. nemendur
nota bækur útgáfunnar að
meira eða minna leyti. Hver
bók, sem Ríkisútgáfan gefur út,
er með vissum hætti uppeldis-
tæki fyrir verðandi borgara
þessa lands. Það er þvf að mfnu
áliti sjálfsagt að Rikisútgáfan
reyni að vanda sem best bóka-
gerð sína, jafnt hvað snertir
efni og hinp ytri búning.
Rfkisútgáfan starfrækir
Skólavörubúð. Hvenær var hún
stofnuð og hver er tilgangur
hennar?
Búðin tók til starfa árið 1957
og á hún því 20 ára afmæli á
þessu ári. Hlutverk hennar er
einkum að greiða fyrir
skólunum við útvegun á ýmiss
konar skólavörum og kennslu-
tækjum. Hún hefur átt mikinn
þátt í að kynna ýmiss konar
hjálpargögn sem vafalaust hafa
eflt skólastarfið á ýmsan hátt.
Framkvæmdastjóri Skólavöru-
búðafinnar er Bragi Guðjóns-
son.
Hversu margt er starfsfólk
útgáfunnar?
Fastir starfsmenn gru rúm-
lega 20, þar af starfa 6 hjá
útgáfudeild. Ég veit ekki hvort
ég má nefna það að 1968 voru
starfsmenn útgáfudeildar einn-
ig 6. Þeim hefur því ekkert
fjölgað slðan, þrátt fyrir 280%
aukningu útgáfunnar á þessu
tímabili, miðað við frumútgáf-
ur.
Hvernig er starfsemi og þjón-
usta Rlkisútgáfunnar fjár-
mögnuð?
Fyrstu tvo áratugina var
starfsemi útgáfunnar kostuð
með svokölluðu námsbóka-
gjaldi en það gjald var lengst af
haft svo lágt :ð ekki nægði
fyrir nauðsynlegustu útgjöld-
um. Varð þá ríkissjóður að
hlaupa undir bagga. Með laga-
breytingu 1956 var ákveðið að
H hluti kostnaðar við útgáfu
námsbóka skyldi greiddur úr
ríkissjóði en % hlutar yrðu
greiddir með námsbókagjaldi.
Ég tel að þetta fyrirkomulag
hafi reynst nokkuð vel. En árið
1971 var námsbókagjaldið fellt
niður og allur kostnaður
greiddur af ríkissjóði.
Hvað um framtfðarverkefni
útgáfunnar?
Þessu er erfitt að svara í
stuttu máli. Ég nefni aðeins:
Bækur fyrir 9. námsár grunn-
skólans og útgáfu á bókum
Framhald á bls. 18