Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 23 Sólveig Þorkels- dóttir—Minningarorð Fædd 26. október 1891 Dáin 2. febrúar 1977 Sólveig Þorkelsdóttir lézt á Landakotsspitala 2. febrúar síð- astliðinn eftir tveggja og hálfs árs legu þar, 85 ára að aldri. Hún er fædd að Húnsstöðum í Fljótum 26. október 1891. For- eldrar hennar voru Þorkell Sig- urðsson og Anna Jónsdóttir. Þau fluttust að Engidal í Úlfsdölum og bjuggu þar i tvö ár, en fluttust síðan að Efri-Skútum handan Siglufjarðar. Snemma fór Sólveig að fara i vistir til vandalausra, því systkin- in voru mörg og urðu snemma að sjá fyrir sér sjálf. Hún giftist Benóný Benedikts- syni frá Ytri-Skjaldarvik við Eyjafjörð, 26. september 1917 og bjuggu þau á Siglufirði til ársins 1946, en þá fluttust þau til Skaga- strandar, þar sem Benóný gerðist verksmiðjustjóri. Hann starfaði sem vélstjóri hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins frá árinu 1930 til dauðadags. Hann lézt á Skaga- strönd 10/12 1950. Þeim hjónum varð sex barna auðið. Þrjú dóu ung, en þrjú eru á lífi, Þorkell, búsettur á Siglufirði, kvæntur Margréti Viktorsdóttur, Gunnar, búsettur á Skagaströnd, kvæntur Bergljótu Óskarsdóttur, og Anna, búsett i Kópavogi, gift Ægi Einarssyni lögregluþjóni. Sólveig starfaði mikið að félags- málum, þó sérstaklega kvenfé- lagsmálum. Ég þakka allar þær stundir, sem við áttum saman, og alla þá ástúð, sem hún sýndi okk- ur. Einnig vil ég þakka Önnu fyr- ir alla þá alúð, sem hún sýndi móður okkar alla hennar löngu sjúkdómslegu. Einnig vil ég flytja beztu þakkir öllum sem sýndu henni vinsemd og léttu henni siðustu stundirnar. Blessuð sé minning þín. Gunnar Benónýsson. Kveðja: Úrsúla Gísladóttir Fædd 30. júnf 1895 Dáin 14. marz 1977 Ég get ekki látið hjá líða að festa á pappir tilfinningar minar og þakklæti til Úrsúlu Gísla- dóttur, sem i daglegu tali var ailtaf kölluð Salla amma af dótturbörnum minum á Álfa- skeiði 74. Hún átti ömmuheitið svo sannarlega skilið af þeim. Hún hafði mikinn og sérstakan persónuleika, og var bæði mér og öðrum ávinningur af þvi að hafa kynnzt henni. Hún var ein af þessum óeigingjörnu sálum, sem fórnaði sér fyrir aðra, en ætlaðist aldrei til endurgjalds. Hún var ákaflega hreinskiptin í öllu sinu dagfari. Að lokum varð hún þeirr- ar náðar aðnjótandi að vera köll- uð fyrirvaralaust yfir landamær- in á sólbjörtum degi til að hverfa inn i sólskinið. Hafi Salla amma mína beztu þökk fyrir lærdómsfull kynni. I guðs friði. Anna Kristjánsdóttir. Afmœlis- og minningargreinar Að marggefnu tilefni skal athygli vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blað- inu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í siðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfs- formi eða bundnu máli. Sé vitnað tii ljóða eða sálma skal höfundar getið. Greinarnar þurfa að vera vélritaðar og með góðu línubili. t Elskuleg eiginkona, fösturmóðir og tengdamóðir okkar HERMÍNA GÍSLADÓTTIR, Ijósmóðir frá BMdudal Barmahlið 37. andaðist I Landakotsspltala 31 mar/ Einar Sigmundsson Alfreð Eymundsson Þorsteinn Einarsson Unnur Ólafsdóttir Halldóra Hálfdánardóttir. Nýjung á íslandi: n\ G4LL4BIIXLR Betri buxur bjóðast ekki. Kentucky gallabuxurnar eru níðþröngar og þétt aðskornar úr þykku, þvegnu DENIM efni KYNNINGARVERÐ: kr. 3.695 - KAUPIÐ NÚ OG NJÓTIÐ KYNNINGARVERÐSSINS. STÆRÐIR: 26—38 Sendum I póstkröfu. Hringið í slma 30975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.