Morgunblaðið - 01.04.1977, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 01.04.1977, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRlL 1977 25 Einars Sigurðssonar, útgerðarmanns, minnzt á Alþingi Ásgeir Bjarnason, forseti sam- einaðs þings, flutti eftirfarandi minningarorð á Alþingi sl. laugardag um Einar Sigurðs- son, útgerðarmann frá Vest- mannaeyjum, en hann sat um sinn sem varaþingmaður á Alþingi Islendinga: Á þessum fyrsta fundi sameinaðs Alþingis eftir andlát Einars Sigurðssonar út- gerðarmanns vil ég minnast hans hér með nokkrum orðum. Hann átti að vjsu aldrei fast sæti hér á Alþingi, en var vara- þingmaður eitt kjörtímabil, tók nokkrum sinnum sæti á þingi á árinum 1960—1963. Þingsetu- timi hans nam samanlagt um það bil sex mánuðum. Hann andaðist f Landakotsspítala síðastliðinn þriðjudag, 22. mars 71 árs að aldri. Einar Sigurðsson var fæddur að Heiði í Vestmannaeyjum 7. febrúar 1906. Foreldrar hans voru Sigurður bóndi þar og formaður Sigurfinnsson bonda í Ystabæli undir Austur- Eyjafjöllum Runólfssonar og kona hans, Guðríður Jónsdóttir bónda í Káragerði i Landeyjum Einarssonar. Hann hóf ungur kaupsýslustörf í Vestmanna- eyjum. Nám stundaði hann 1 Verslunarskóla íslands og brautskráðist þaðan vorið 1924. Að námi loknu sneri hann sér aðallega að útgerð og rekstri fiskvinnslustöðva. Hann átti heima í Vestmannaeyjum fram til ársins 1950, en fluttist þá til Reykjavíkur og átti hér heimili síðan og rak útgerð og fiskiðnað I Vestmannaeyjum, Reykjavfk og víðar um landið. Einar Sigurðsson gegndi mörgum trúnaðarstörfum og forustustörfum í samtökum á sviði útgerðar og fiskiðnaðar. Hann var varaformaður stjórn- ar Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna, stjórnarformaður skipafélagsins Jökla, átti sæti i stjórn Tryggingamiðstöðvar- innar, var formaður stjórnar UmbúðamiðstöðvaHnnar, átti sæti í stjórn Síldar- og fisk- mjölsverksmiðjunnar f Reykja- vfk og var stjórnarformaður Coldwater Seafood Corporation í Bandaríkjunum. Hann var bæjarfulltrúi í Vestmanna- eyjum á árunum 1942—1950. Einar Sigurðsson var áhuga- maður um íþróttir og var um árabil formaður Knattspyrnu- félags Vestmannaeyja. Hann var sundmaður góður og iðkaði sund i sjónum við Vestmanna- eyjar. Fræg er þrekraun hans, er hann var staddur undir Eyja- fjöllum sumarið 1940 og þurfti að komast til Vestmannaeyja, báturinn, sem skyldi sækja hann, gat ekki lent sökum brims og hann synti gegnum brimgarðinn til móts við bátinn. Áræði hans, dugur og kappgirni, sem þetta afrek ber glöggt vitni um, kom vfða fram í athöfnum hans við atvinnu- rekstur. Hann var stórhuga og mikilvirkur í framkvæmdum,1 og vfða fór orð af stórkostlegum umsvifum hans í sjávarútvegs- málum. Hann var hugulsamur vinnuveitandi og kom meðal annars upp bókasafni fyrir starfsfólk sitt í Vestmanna- eyjum. Hann var ritstjóri blaðs- ins Viðis árin 1942 og 1946—1953 og skrifaði auk þess Framhald á bls. 19 Tillaga til þingsályktunar: Hætt verði við stjóm- arráðsbyggingu á Bernhöftstorfu .— og stuðlað að endurbyggingu og lag- færingu gömlu húsanna á torfunni „ÁLÞINGI skorar á rfkisstjórn- ina að hverfa frá þeirri ákvörðun að reist skuli ný stjórnarráðs- bygging á spildunni við Banka- stræti, Skólastræti og Ámtmanns- stíg f Reykjavík og stuðla þannig að þvf að endurbygging og lagfær- ing á svonefndri Bernhöftstorfu geti hafist þegar í stað.“ Þannig hljóðar tillaga til þings- ályktunar, sem Ellert B. Schram (S) flytur ásamt þeim Ingvari Gíslasyni (F), Magnúsi T. Ölafs- syni (SFV), Eðvarði Sigurðssyni ( Abl) og Gylfa Þ. Glslasyni (A). t greinargerð með tillögunni segir m.a.: Um nokkurra árá skeið hefur ríkt nokkur óvissa um framtíð þeirra húsa, sem standa á spild- unni við Bankastræti, Skólastræti og Amtmannsstig i Reykjavík, svonefndri Bernhöftstorfu. Fyrir liggur tuttugu ára gömul ákvörðun um að þar skuli reist ný stjórnarráðsbygging, en vegna mikils áhuga einstaklinga og félagasamtaka um varðveislu staðarins f þeirri mynd, sem verið hefur, hefur lítið verið aðhafst og ríkt nokkurs konar þrátefli i þess- um efnum. Það hefur m.a. leitt til þess að húsin í torfunni hafa ver- ið í allmikilli niðurníðslu og ekki verið unnt að ráðast f nauðsynleg- ar endurbætur og lagfæringar á þeim. Nú gerðist það í síðustu viku að upp kom eldur í Bernhöftstorf- unni, með slíkum afleiðingum, að tvö hús eyðilögðust í brunanum. Nauðsynlegt er að bregðast skjótt við og taka af allan frekari vafa um framtfð þessarar skemmtilegu spildu í hjarta Reykjavfkurborgar. Er lagt til að ríkisstjórnin ákveði, að ekki skuli reist stjórnarráðsbygging á nefndum stað, og stuðli þannig að því að endurbygging þeirra húsa, sem eyðilögðust í eldinum, og lag- færing hinna geti hafist sem fyrst. Það mun hafa verið í tilefni 50 ára afmælis islensks stjórnarráðs, árið 1954, sem tekin var ákvörðun um byggingu nýs stjórnarráðs- húss á lóð rfkissjóðs milli Banka- strætis og Amtmannsstígs. Til framkvæmda hefur ekki komið, en geróar hafa verið teikningar af fyrirhugaðri byggingu á umrædd- umstað og þær kynntar. Á síðustu árum hefur mjög vax- ið andstaðan gegn þvf,'að stjórn- arráðshús verði reist á þessum stað. Kemur þar hvort tveggja til: í fyrsta lagi, að til þess þyrfti að rffa eða fjarlægja þau hús, sem hafa staðið í umræddri lóð og nefnd eru Bernhöftstorfa; í öðru lagi, að skipulag og aðstæður leyfa ekki svo stóra byggingu sem gert er ráð fyrir að nýtt stjórnar- ráðshús þurfi að vera. Fyrir báðum þessum meginat- hugasemdum hafa verið færð rök, sem taka verður fullt tillit til. Mun nú gerð nánari grein fyrir þeim. Jafnframt auknum skilningi á umhverfisvandamálum mann- kynsins og umræðum um meng- un, náttúruvernd og vistfræði hefur þeirri stefnu vaxið fiskur um hrygg, sem leggur áherslu á varðveislu sögulegra bygginga og sérstæðra borgarhverfa. íslendingar hafa löngum borið virðingu fyrir minjagripum og heimildum frá frumbýlisárum þjóðarinnar, en minna hirt um varðveislu muna og verndum um- hverfis, sem skoðast geta heimild- ir um sögu og menningu siðari tfma. Smám saman hefur vaknað skilningur á þvl, að þróunarsaga lifnaðarhátta, menningarstrauma og umhverfismála er ekki síður merkileg, þótt slíkar heimildir séu ekki frá landnámstíð. Enn má víða finna slíkar heimildir og söguminjar, enda þótt tillitssemi og varðveislusjónarmið hafi á stundum mátt sin lítils i sam- keppni við kappsfulla uppbygg- ingu nútimaþjóðfélagsins. Húsin og umhverfið austast I kvos gamla miðbæjarins í Reykja- vík bera sína sögu og þar er að finna afar merkilega heimild um byggingarstíl á síðustu öld. aiÞinci heimilistæki sf HAFNARSTRÆTI 3 — 20455 — SÆTÚN 8 — 15655 erváíin i dag, en þær áttu ekki kost á ööru Helztu kostir Philco þvottavéla: # Heitt og kalt vatn inn — sparar tíma og rafmagnskostnað. # Vinduhraði allt að 850 snún/mín — flýtir þurrkun ótrúlega. # 4 hitastig (32/45/60/90°C) — hentar öllum þvotti. # 2 stillingar fyrir vatnsmagn — orkusparnaður. # Viðurkennt ullarkerfi. Stór þvottabelgur fulla vél. þvær betur 3 mismunandi hraðar i þvotti og tveir í vindu — tryggir rétta meðferð alls þvottar. Stór hurð — auðveldar hleðslu. 3 hólf fyrir sápu og mýkingarefni. Fjöldi kerfa — hentar þörfum og þoli alls þvottar. Nýtt stjórnborð skýrir með tákn- um hvert þvottakerfi. Þvottakerfum hægt að flýta og breyta á auðveldan hátt. Fullkomin viðgerðarþjónusta — yðar hagur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.