Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 7 Sérstæð vinnubrögð á Alþingi Það þótti tiðindum sæti sl. þriðjudag, þegarforseti sameinaðs þings kunn- gerði úr forsetastóii, að breytingartillaga við Vegaáætlun (þ.e. tillögu til þingsályktunar um Vegaáætlun) væri þann veg úr garði gerð, að ekki væri einu sinni hægt að bera hana upp til at- kvæða. Hér var um að ræða tillögu Karvels Pálmasonar, Ragnars Arnalds. Helga F. Seljan, Steingrlms Hermanns- sonar, Stefáns Jónssonar og Sighvats Björgvins- sonar um sérstakt hrað- brautargjald á bensln og dieselollu, 2 krónur á hvern lltra sem bætast átti við eldneytisverð á þeim stöðum. er tengdust vegum með varanlegu slitlagi, þ.e. I Reykjavlk, á Reykjanesi og á Suður- landi. I fyrsta lagi brýtur þessi tillaga I bága við gildandi lög um sölu á olfu og benslni, þarsem kveðiðer á um, að útsöluverð á þessari vörutegund skuli vera hið sama á öllum út- sölustöðum I landinu. Hér er ekki um frumvarp að ræða til breytinga á þess- um lögum, heldur breytingartillögu við þingsályktun, en þingsályktun getur ekki breytt lögum. í breytingartillögu þeirra félaga segir m.a.: „Greiða skal skv. heimild I 95 gr. vegalaga um um- ferðargjald af bifreiðum sérstakt hraðbrautargjald á bensln og dieselollu á þeim stöðum. . . o.s.frv." Eggert Þorsteinsson al- þingismaður spurðist fyrir um. hvort þessi 95. grein, sem vitnað væri til I greinargerð þeirra félaga, væri enn I gildi. Forseti svaraði að svo væri ekki. Sem betur fer skeður það ekki á hverjum degi að málatilbúnaður af þessu tagi sjáist á Alþingi ís- lendinga. „Einstakir menn hafa látið veiðast” Magnús Torfi Ólafsson svarar \ rammagrein á for- síðu síðustu „Þjóðmála" (yfirskrift „Átján rang- færslna faðir úr álf- heimum") forustugrein Benedikts Gröndals, for- manns Alþýðuflokksins sem birtist nýverið í Al- þýðublaðinu, um Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Hér verða hvorki raktar árásir Benedikts á SFV né svör Magnúsar. Hins vegar vekur ein stað- hæfing Magnúsar Torfa verulega athygli: „Láta- læti hans (Benedikts) eru sprottin af þvf, að foringj- ar Alþýðuflokksins og Al- þýðubandalagsins hafa undanfarin misseri unnið að þvf f sameiningu að liða Samtökin f sundur, af þvf að foringjunum er ekki gefið um þrýstinginn sem frá þeim stafar. Flokks- stjórnarfundurinn bar vott um að þessi viðleitni hef- ur engin áhrif haft á þorra samtakafólks, þótt ein- stakir menn hafi látið veiðast." Hér er sum sé staðhæft að Alþýðuflokkur og Al- þýðubandalag hafi „f sameiningu" sett sér það mark að ganga af Sam- tökunum dauðum. Þetta er eftirtektarverð stað- hæfing úr penna fyrrver- andi ritstjóra Þjóðviljans. Ekki síður sneiðin um að „einstakir menn hafi látið veiðast" (Farvel — Karvel). Alþýðuflokk- urinn og tómarúmið Þessi fullyrðing Magnúsar Torfa minnir á fræga grein, sem Ragnar Arnalds, formaður Al- þýðubandalagsins, skrif- aði á sinni tfð í Þjóð- viljann. Þar var þvf fagnað að Alþýðuflokkurinn væri að syngja sitt sfðasta og þvf jafnframt lýst yfir, að Alþýðubandalagið hygðist „fylla það tómarúm, sem Alþýðuflokkurinn skildi eftir sig." Þannig eru heil- indin á svokölluðum vinstri væng fslenzkra stjórnmála. Viljinn til samstarfs og sameiningar virðist einvörðungu f þvf fólginn, að koma hvor öðrum, eða flokkssamtök- um hvors annars, fyrir kattarnef. „En bróðernið er flátt mjög, og gamanið er grátt. í góðsemi vegur þar hver annan." Menn geta sfðan velt þvf fyrir sér hvers trausts vinstri fylkingin sé verð- ug; hverja gæfu þjóðin myndi sækja f stjórnar- samstarf, sem byggðist á þvflfkum heilindum. Vafa- mál er, þó að leitað væri vítt um veröld, að finna megi annað eins tætings- lið, jafn sundurþykkt og fullt af fláræði og það, sem stendur að stjórnar- andstöðu á Alþingi islend inga f dag, eftir ummæl- um foringja stjórnarand- stöðuflokkanna um hvorn annan að dæma. Athvarf í alfaraleið þar sem hægt er að spjalla fá sér matarbita og hressingu og njóta útsýnisins. Jónas Þórir leikur á rafmagnsorgel Skálafell, 9. hæð Hótel Esju. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Þl’ AIGLÝSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR Þl ALG- I.YS1R 1 MORGLNBLAÐINL PÓLÝFÓNKÓRINN 20 ára I Iátídahljómleikar Efnisskrá: A. Vivaldi: Gloria J. Bach: Magnificat F. Poulenc: Gloria Flytjendur: Pólýfónkórinn — Sinfónluhljómsveit Einsöngvarar: Ann-Marie Connors, sópran. Elísabet Erlingsdóttir, sópran, Sigriður E. Magnúsdóttir, alto, Keith Lewis, tenór, Hjálmar Kjartansson bassi. Alls 200 flytjendur. Stiórnandi: Ingólfur GuSbrandsson Háskólablóá skirdag. föstud langa og laugard 7., 8 og 9 apríl Aðgöngumiðasalan hafin hjá FERÐASKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN, BÓKA VERZLUN SIGFÚSAR EYMUNDSSONAR og HLJÓÐFÆRAHÚSI REYKJAVÍKUR. Lauqav 96 MISSIÐ EKKI AF ÞESSUM TÓNLISTARVIÐBURÐI. Sumaráætlun Akraborgar frá 1. aprfi Frá Akranesi kl. 8.30, 11.30, 14.30 og 1 7.30. Frá Reykjavík kl. 10, 13, 1 6 og 19 Afgreiðslusími í Reykjavík er 1 6420 og 1 6050 Afgreiðslusími á Akranesi 2275. Talstöðvarsamband við skipið og afgreiðslur á Akranesi og i Reykjavík FR-bylgja rás 2. Kallnúmer: Akranes 1192, Akraborg 1193 og Reykjavík 1194. þjónusta Tökum að okkur viðhald og Vcr hirðingu lóða, fyrir fjölbýlishús og stofnanir. Garðsláttur, útplöntun, hirðing blóma- og trjábeða, trjáklippingar, áburðargjöf o.fl Látið fagmenn vinna verkið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.