Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRIL 1977 Litið inn í Bogasalinn til Svavars Guðnasonar SVAVAR Guðnason var í óða önn að hengja upp myndir sínar í Bogasalnum, þar sem hann ætlar að opna sýningu á morgun. Hann skorðaði myndirnar skipulega upp við vegg- inn; en stundum tók hann eina út úr röðinni, sótti aðra I bunka frammi við dyr og tyllti henni upp við veginn í staðinn, — gekk nokkur skref aftur á bak og aðgætti hvernig hún færi. „Þetta verður allt að vera eftir kúnstar- innar reglum," sagði hann íbygginn og sýndi síðan blaða- manninum fram á hvernig hann bjó til litlar einingar með nokkrum myndum, sem skyldar voru að formi eða jafnvel áferð. þess á milli braut hann upp þessar einingar með stakri mynd, sem virtist eins og sér á báti. Myndirnar í hverri einingu voru yfirleitt frá tilteknu tímabili en þó var það ekki alveg einhlftt, og Svavar sjálfur var miklu upptekn- ari af innbyrðis skyldleika þeirra heldur en hvernig ^þær örtuðu sig að krónólógfskum hætti. „Sjáðu hvað þessareru „spontant", sagði Svavar og benti á þrjár myndir f jaðri veggbogans vinstra megin f salnum, „eða hvað þessar hérna eru eins og Ijóðræn blfða" og var þá kominn að myndum inni f sjálf- um boganum. „Og hérna eru nán- ast ffgúratfvar myndir, eins og Mengloð — ég fann nafnið á myndina f nótt þegar ég var heima og fór að fletta þjóðsögunum," sagði hann og var þá kominn að konulfkama — höfuðlausum. „Hérna eru svo sfðustu myndirn- ar, allar f krft og gerðar núna eftir áramót," bætti hann við, og leiddi blaðamanninn að fáeinum mynd- um sem hann hafði valið sess frammi við ingöngudyrnar. J:, Svavar var kominn f sýningarham. Það er orðið langt sfðan Svavar hefur heiðrað landa sfna með sýningu eða ekki frá þvf að hann sýndi f Casa Nova fyrir 8—9 árum. Að þessu sinni sýnir hann þó einvörðungu vatnslita- og krftarmyndir og það er enn fágæt- ara — slfkar myndir hefur hann ekki borið á torg frá þvf að hann sýndi f skemmuglugga Haraldar Árnasonar einhvern tfma fyrripart fjórða áratugarins. Olfumálverk Svavars hafa verið eftirsóttari á sýningar og vatnslita- og krítar- myndirnar þvf safnazt fyrir heima hjá honum eftir þvf sem árin hafa liðið, svo að þess vegna segist hann geta haldið aðra sýningu jafnstóra ef ekki stærri og hann er nú að ráðast f. Annars má Ifta á þessa nýju sýningu Svavars sem eins konar yfirlitssýningu á þessari hlið listar hans, þvf að þarna er að finna myndir allt frá 1936—37 og síð- an frá ýmsum tfmabilum allt fram á þennan dag og segja má. Fyrir Svavar Guðnason með eina af myndum sfnum á sýningunni f Bogasal. Ljósm. ÓI.K.M. Skyr med rjóma aðdáendur Svavars og sælkera á fslenzka nútfmamyndlist hlýtur þessi sýning þvf að vera meirihátt- ar viðburður. Þó er þetta kannski óvenjuleg yfirlitssýning að þvf leyti, að engin þeirra 30—40 mynda, sem þama verða, hafa verið sýndar opinberlega áður. Svavar segist alltaf hafa haft gaman af þvf að vinna með vatns- litum, krft og pastellitum ekki sfð- ur en með olfulitum. „Ég Ift t.d. ekki á vantslitamyndir sem ein- hverja frumdrætti að stærri olfu- málverkum," segir hann, „og mér finnt það alveg eins hátfðlegt og að vinna með olíu, alveg sama þótt materialið kunni að vera eitt- hvað forgengilegra. Mér er Ifka meinilla við að vera kippt úr vinnu með einhverjum áf þessum litum, t.d. eins og um daginn þegar það kom til mfn maður og vildi fá olfumynd einmitt þegar ég var kominn vel á skrið f þessum krftar- myndum, sem ég sýni hérna. Ég var ósköp leiður yfir þvf að þurfa að skipta — en það er nú einu sinni svona að maður hefur þörf fyrir peningana — brauðstritið tekur aldrei enda." Þegar þessari sýningu lýkur ætl- ar Svavar að fara að búa sig undir að taka þátt í sýningu með félög- um sfnum f Gröningen-hópnum á Charlottenborg en Svavar hefur ekki sýnt með þeim sfðan f janúar 1975 og þykir nú kominn tfmi til að endurnýja borgararéttindi sfn f þessum æruverðuga félagsskap f Danaveldi, þar sem Svavar á enn sterkar rætur og er í miklum met- um, enda einn af framámönnum cobra-hreyfingarinnar sem átti ekki svo Iftinn þátt f þvf að ryðja nýjum straumum farveg í danskri myndlist. Gröningen-hópurinn er þó ekki neinn arftaki cobra- hreyfingarinnar heldur eldra fyrir- bæri og háakademfskur f raun og „Ég slft aldrei þetta samband sem ég hef við þennan hóp," segir Svavar," enda búinn að vera lengi f þessum félagsskap, og fæ reglu lega sendar allar fundargerðir hans. Þetta er gamall og gróinn félagsskapur og á undan mér var t.d. Jón Stefánsson í honum og hann greiddi mér, blessaður, at- kvæði sitt þegar ég fékk þarna inngöngu. Við Jón sýndum þó aldrei saman þvf að ég var ekki með á fyrstu sýningunni eftir að ég fékk inngöngu vegna þess að mér hafði þá verið boðið að sýna á vegum danska listvinafélagsins en Framhald á bls. 18 Hátí ðarhlj ómleikar Pólýfónkórsins 200 flytjendur undir stjórn Ingólfs Gudbrandssonar PÓLÝFÓNKÓRINN mun í tilefni 20 ára starfsafmæl- is síns hefja á skfrdag veglegt hljómleikahald í Háskólabíói. Þar verður flutt á skfrdag, föstudaginn langa og laugardag fyrir páska veglegasta og ein glæsilegasta efnisskrá kórsins til þess, að sögn for- ráðamanna kórsins, verk eftir Antonio Vivaldi, J. S. Bach og franska tónskáldið Francis Poulenc. AIls er þetta um 200 manna hópur sem flytja mun þessi verk undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, stofnanda Pólý- fónkórsins, sem lætur nú af kórstjórn eftir 20 ára starf. Söngvarar eru 150, og hljóð- færarleikarar eru kammersveit og synfóníuhljómsveit alls um 50 manns og er Rut Ingólfs- dóttir konsertmeistari. Ein- söngvarar eru Ann-Marie Connors, ein fremsta sópran- söngkona Bretlands í dag, Sig- ríður Ella Magnúsdóttir, alto, Elísabet Erlingsdóttir, sópran, en þær eru báðar meðal stofn- enda kórsins, tenórinn Keith Lewis frá Nýja-Sjálandi, og bassinn Hjálmar Kjartansson. kórsins í flutningi á verkum Bachs og fleiri. Forráðamenn kórsins sögðu að vandað væri eftir föngum til þessa hljóm- leikahalds svo að það geti talizt verðugur áfangi i 20 ára starfi og um leið eftirminnilegur við- burður i tónlistarlifinu. Kórinn á siðan fyrir höndum mikið hljómleikaferðalag til Ítalíu í sumar, en að þvi loknu er búizt við að starf kórsins leggist niður vegna fjárskorts og að- stöðuleysis. Eins og fyrr segir eru tveir einsöngvaranna meðal stofn- enda Pólýfónkórsins, Sigriður Ella Magnúsdóttir og Elisabet Erlingsdóttir, en margir sem hafa sungið í Pólýfónkórnum hafa siðan farið í frekara tónlistarnám, t.d. Ólafur Þ. Jónsson, ásamt þeim fyrr- nefndu. I fyrstunni voru kór- félagar um 40, en með viða- meiri verkefnum hefur fjöldi þeirra farið smátt og smátt vax- andi og eru þeir nú um 150. Erlendu einsöngvararnir, sem Nokkrir úr stjórn Pólyfónkórsins ásamt stjórnanda, frá vinstri: Guðmundur Guðbrandsson, gjaldkeri, Hákon Sigurgrtmsson varaform. Ingólfur Guðbrandsson, söngstjóri og Friðrik Eiriksson formaður. nú syngja með kórnum, eru báðir vel þekktir og hafa hlotið viðurkenningar fyrir söng sinn. Ann-Marie Connors, sem er 25 ára, hlaut 1975 fyrstu verðlaun i fyrstu Mozartsöngkeppninni í Salzburg, sem þykir ein mesta viðurkenning, sem söngvara getur hlotnazt og hefpr hún síðan verið mjög eftirsóttur ein- söngvari bæði í Bretlandi og meginlandi Evrópu. Keith Lewis, er frá Nýja-Sjálandi og er hann næstu tvö árin ráðinn til óperuflutnings í Frakklandi og hjá Glyndenbourne- óperunni. Þótt ungur sé hefur hann unnið til verðlauna í mörgum söngkeppnum og í fyrra hlaut hann hin eftirsóttu verðlaun úr minningarsjóði söngkonunnar Kathleen Ferrier. Hljómleikar Pólyfónkórsins verða á skírdag, föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska í Háskólabíói og hefjast þeir alla dagana kl. 14.00. Á fundi með fréttamönnum, sem forráðamenn kórsins efndu til í gær, kom það fram að alls eru það 14 manns, sem koma hingað erlendis frá til að taka þátt I flutningi þessara verka, bæði einsöngvarar og hljóðfæraleikarar, m.a. Unnur María Ingólfsdóttir, fiðlu- leikari sem kemur frá Boston, og Ingvar Jónasson, iágfiðlu- leikari, sem nú starfar í Svíþjóð, en hann var konsert- meistari fyrstu hljómsveitar Pólýfónkórinn ásamt stjórnanda sfnum, Ingólfi Guðbrandssyni, og hljómsveit er flutt var H-molI messa Bachs f Háskólabfói f fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.