Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 17 skák - skák - skák - skák - skák - skák - skák Polugaevsky ennþá með pálmann í höndunum ELLEFTU cinvfgisskák Polugaevskys og Meckings lauk i gær með jafntefli eftir 54 leiki. Staðan f einvfginu er þvf þannig, að Polugaevsky er með 6 vinninga, en Mecking 5. Ef Mecking ætlar að gera sér vonir um að sigra f einvíginu verður hann að sigra Polugaevsky f 12. skákinni, sem tefld verður f Lucerne á morgun, ef það tekst, hefst tveggja skáka einvfgi. Hér á eftir fer biðskák þeirra Polugaevskys og Meckings: Svart: Mecking IIvftt: Polugaevsky 41. — Rxd3, 42. Kxd3 — Kc5, 43. a5 — Kb4, 44. Kxd4 — Kxb.3, 45. Kd5 — Kb4, 46. a6 — Kb5, 47. Ke6 — Kxa6, 48. Kxf6 — h6, 49. Ke5 — Kb5, 50. f4 — gxf4, 51. Kxf4 — a5, 52. Ke3 — Kc5, 53. h4 — Kd5, 54. Kd3 — Ke5. Jafntefli. Staðan: Polugaevsky 6v. Mecking 5v. Síðasta skákin verður tefid á laugardag. Helgi varð í 29.-36. sæti HELGI Ólafsson hafnaði í 29.—36. sæti á skákmótinu f Lone Pine f Kalifornfu, sem lauk f gær. 1 fyrradag tefldi hann við bandarfska stórmeist- arann Tarjan og tapaði. Að sögn Helga var hann með svart og tefldi stfft til vinings. Ég tók of mikla áhættu og þvf fór sem fór, sagði Helgi. Þá sagðist hann hafa teflt á móti 5 stórmeisturum á mótinu og hefði svo illa til tekizt að hann hafði svörtu mennina í f jögur skipti á móti þeim. Sigurvegarar á mótinu í Lone Pine urðu Balasjov, Panno, Nina Gabrindasvili, heims- meistari kvenna, og Sahovic með 6V4 vinning hvert. Þá komu Lombardy og Christiansen með 6 vinninga. Að sögn Helga kom árangur Gabrindasvili lang mest á óvart á mótinu og vann hún m.a. 4 stórmeistara. Forföll í landsliðs- flokki Skák- þingsins NOKKUR forföll urðu meðal þeirra skákmanna sem rétt áttu á þátttöku f landsliðsflokki Skákþingsins, sem hófst f gær. Þeir Haukur Angantýsson, Kristján Guðmundsson og Björgvin Vfglundsson verða ekki með og Helgi Ólafsson kemur ekki til landsins fyrr en á morgun, þannig að fresta varð tveimur fyrstu skákum hans. Þeir sem keppa í landsliðs- flokki verða Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason, Ásgeir Þ. Árnason, Þórir Ólafsson, Gunn- ar Gunnarsson, Júlíus Friðjóns- son, Þröstur Bergmann, Björn Þorsteinsson, Margeir Péturs- son, Ómar Jónsson og Hilmar Karlsson. Keppnin í landsliðsflokki hófst í gærkvöldi og setti Einar S. Einarsson forseti Skáksam- bandsins, þá skákþing íslands 1977. Þá hófst einnig keppni í áskorendaflokki. í kvöld hefst keppnin i meistara- og opnum flokki. Teflt verður á hverju kvöldi fram yfir páska í Skák- heimilinu við Grensásveg. Á virkum dögum hefst skákin klukkan 19.30, en 13.30 um helgar. Smyslov á ísafirði SMYSLOV fyrrum heimsmeist- ari teflir á niorgun fjöltefli á tsafirði. Fyrst teflir hann við eldri skákmenn á vegum Tafl- félags ísafjarðar og hefst sú keppni klukkan 14 ( Gagn- færðaskólanum. Um kvöldið teflir hann sfðan gegn ungling- um á tsafirði og hefst sú keppni klukkan 20. VICTOR GRUBBS FLUGSTJÓRI: Fort Dix, New Jersey, Santa Cruz, Kanaríeyjum, 31 marz Reuter NTP AP VICTOR Grubbs, flugstjóri á Pan- Am þotunni, sem lenti í hinum hrikalega árekstri á Kanaríeyjum um helgina, sagði í dag að það væri kraftverk að nokkur hefði komizt Iffs af úr slysinu. Grubbs ræddi við fréttamann AP á sjúkra- húsi í New Jersey og sagði að fyrsta hugsun hans þegar hann sá KLM vélina koma æðandi hefði verið um farþegana, sem hann bar ábyrgð á. ,,Þegar ég hugsa aftur til þess- ara augnablika," sagði Grubbs, „man ég að mfn fyrsta hugsun var: hvað hef ég nú gert öllu þessu fólki. En í hjarta mfnu vissi ég að sökin var ekki mín." Grubbs var I hópi 24 sem flogið var með til Bandaríkjanna og lagður á sjúkrahús vegna brunasára „Ég sagði við sjálfan mig Þetta eru endalokin Við sleppum ekki lifandi úr þessu Allt þetta þaut um huge minn á fáeinum sekúndum. þvi ac siðan skall vélin á okkur Victor Grubbs er 56 ára gamal og hefur aldrei lent í óhappi i flug áður Hann staðfesti i viðtalinu ac hann hefði látið i Ijós vantrú á því at KLM-vélin væri að hefja flugtak Hann sagði að skyggni hefði veriS mjög slæmt á vellinum og Pan Am vélin hefði átt að bíða enn um hríð. Hann endurtók að ekki hefði liðið nema sekúndubrot frá því hann sá KLM vélina koma brunandi unz hann gerði sér grein fyrir hvað ger- ast mundi ,.A þvi andartaki varð sú Victor Grubbs flugstjóri. Myndin var tekin á sjúkrahúsi f New Jersey f gaer. „Eg trúði aldrei að mér tækist að koma í veg fyr- ir að allir biðu bana — þetta var kraftaverk . . hugsun allsráðandi að lifa af Ég sá ekki Iff mitt fyrir hugskotssjónum minum á þessum sekúndubrotum eins og sumir hafa reynt sem hafa lent i lifshættu. en ég trúði aldrei að mér tækist að forða þvi að allir biðu bana Þegar slysið varð kváðu við sprengingar og siðan varð allt eitt eldhaf Hann sagðist hafa komizt út um neyðardyr á stjórnklefanum og siðan litið um öxl og séð sprengingarnar Grubbs sagði að sér hefði verið sagt að sjö af fjórtán manna áhöfn hans hefðu látið lifið „Héðan í frá ætla ég að fara oftar i kirkju á sunnudögum og sleppa golfinu,' sagði hann við blaðamann AP Robert Bragg, annar flugmaður á Pan Am-þotunni, sagði i sjónvarps- viðtali i dag að hann og flugstjórinn hefðu séð KLM-þotuna. en andartak hefðu þeir haldið að hún væri kyrr þar sem þeir hefðu ekki trúað sinum eigin augum „Við sáum Ijósin á KLM-vélinni, en héldum að vélin væri úti á brautarenda Á næstu sekúndu sáum við Ijósin koma á móti okkur og flugstjórinn sagði Ég held þeir séu að hefja flugtak Ég hrópaði Beygjum út af brautmni. en næstu andrá skall KLM-vélin á okkur " Bragg staðfesti samtalið við flug- turninn og að Pan Am-vélin hefði fengið réttar upplýsingar Heimildir sem standa nærri rann- sóknarnefndmni i Santa Cruz segja að ekki leiki neinn vafi á því að spænsku flugumferðarstjórarnir hafi gegnt störfum sinum fullkomlega réttilega Mun þetta koma fram af segulbandsspólum og virðist þvi allt benda til að KLM-flugstjóranum hafi orðið á þessi óskiljanlegu mistök sem kostuðu hátt á sjötta hundrað manns lifið í dag munu herjast flutningar á jarðneskum leifum fórnarlambanna i flugslysinu og var aðems beðið eftir að endanlega væri lokið við að hreinsa flugvöllinn Seinna sagði Grubbs að hann hefði hrópað „Hei, við erum ennþá á flugbrautinm Hann segist hafa endurtekið þetta á formlegn hátt, en samkvæmt mjög áreiðanlegum heimildum eru þessar. yfirlýsingar ekki að fmna á hljóðritunum flug- turnsins Örstuttu siðan sá áhöfn Pan Am Ijós KLM-þotunnar sem kom æðandi og snarbeygði til vmstri Á þessari stundu er talið að hollenzki flugstjór- mn hafi stigið benzinið i botn og gert orvæntingarfulla tilraun til að lyfta þotunm og fljúga yfir Pan Am þotuna KLM-þotan lyftist að framan en bókstaflega risti þotu Pan Am i sundur ems og rakblað Þetta gerð ist 400 fetum frá þeim stað sem Pan Am segir að þota félagsins hafi átt að beygja út af aðalflugbrautinm en KLM segir að Pan Pan Am-þotan hafi verið lengra mni á flugbraut- inni KLM-þotan hóf flugtakið þegar Pan Am-þotan stefndi i átt til hennar á um 37 km hraða á klst Hol- Framhald á bls. 18 íslands i EFTA og gildistöku viðskipta- samnings við EBE. Á aðlögungartiman- um hafa aðstæður sælgætisiðnaðarins reynst aðrar en annarra samkeppnis- greina Fyrir inngönguna i EFTA var innflutningur sælgætis ekki leyfður og við gerð samings islands og EBE var ákveðið að ekki þyrfti að leyfa inn- flutning á sælgæti (og nokkrum öðrum vörutegundum) fyrr en 1 janúar 1972, en fullu innflutningsfrelsi yrði komið á i árslok 1974 Var þetta gert til þess að framleiðendur gætu búið sig betur undir samkeppni vegna inn- flutnings Af ýmsum ástæðum, m a. vegna mikilla verðhækkana á mikil- vægum hráefnum, er innflutningur sælgætis ennþá háður leyfum . Þessi ytri skilyrði hafa að sjálfsögðu mótað samkeppnisstöðu innlends sælgætis- iðnaðar verulega og skýrir að hluta þá staðreynd, að markaðshlutdeild inn- lendra framleiðenda er talin u.þ.b. 70—80% Við upphaf aðlögunartímans að EFTA voru tollar á innflutning sælgæt- is mjög háir (100%), en hafa siðan lækkað skv ákvæðum samningsins og eru nú 30%. en hverfa að fullu 1. janúar 1 980 Sælgstisframleiðendur á fundi með fréttamönnum f gær, frá vinstri: Magnús Magnússon, skrifstofustjóri hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda, Jón Guðlaugs- son, Opal, Kjartan Sigurjónsson, Freyju, Sigurður Marinósson, Mónu, Hall- grímur Björnsson, framkvæmdastjóri Nóa og Síríus, og Jórunn Jónsdóttir, Völu. (Ljósm Mbl. RAX) Flugstjórinn fékk æði Zamboanga, Filipseyjum, * 31 marz — AP. Reuter FLUGSTJÓRI tveggja hreyfla flug- vélar, sem var I leiguflugi fyrir her- stjórn Filipseyja, fékk æðiskast rétt fyrir lendingu á Sanga Sanga flug- velli, greip hrfðskotariffil og skaut sjö farþega til bana Meðal látinna voru tvær flugfreyjur, önnur þeirra dóttir aðaleiganda flugfélagsins. Flugvélin, sem var af gerðinni ÓC-3 (Dakota), var að flytja 34 hermenn úr leyfi til Sanga Sanga Þegar komið var langleiðina að flugvellinum, vék flug- stjórinn Ernesto Agbulo úr sæti sinu, greip hriðskotariffil. sem einn farþeg- anna hafði i gevmsiu rétt við flug stjórnarklefann, og hóf skothrið inn i farþegarýmið Einum farþeganna tókst loks að komast aftur fyrir flugstjórann. ná taki á honum og stöðva skothríðina. og var flugstjórinn þá settur i járn Ljótt var um að litast i farþegarým- inu, því auk þeirra föllnu særðust 16 Ekki er nein skýring gefin á ástæðunni fyrir æði flugstjórans Kýpurfundur í Vín Vin, 3 1 marz — Reuter I DAG hófst á ný f Vinarborg fundur grísk og tyrkneskættaðra Kýpurbúa um leiðir til að binda enda á 13 ára sundurlyndi og óeirðir, sem hafa að- skilið þessi tvö þjóðarbrot á Kýpur. Kurt Waldheim, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, ávarpaði fulltrúa þjóðarbrotanna I upphafi fundarins, og skoraði á þá að finna grundvöll fyrir góðri sambúð I framtiðinni Sagði hann viðræðurnar nú vera á úrslita- stigi, og hvatti báða aðila til að vinna ötullega að þvi að mjókka skoðanabil- ið, sem rikir þeirra á milli. ,,Mér er Ijóst, að ekki er um annað að ræða en finna þá lausn. sem báðir aðilar sætta sig við Þá lausn þarf að semja um nú, sagði Valdheim, sem haft hefur for- gang um samningaviðræðurnar und- anfarin tvö ár á vegum Sþ Fyrirhugað er að viðræðurnar í Vín standi að þessu sinni i átta daga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.