Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.04.1977, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRIL 1977 15 Ályktun Vinnuveitendasambandsins: Öskhyggjan má ekki verða raunveruleik- anum yfirsterkari AÐALFUNDUR Vinnuveit- leitast við að minnka erlendar skuld- endasambands íslands sam- þykkti i gær ályktun um efna- hagsmál. Ályktunin fer hér á eftir i heild: „Aðalfundur Vinnuveitendasam- bands íslands. haldinn I Reykjavfk 31. marz 1977, leggur áherzlu á nauðsyn þess að koma á jafnvægi ! þjóðarbuskap íslendinga og skapa heilbrigt efnahagsllf I landinu. Óða- verðbólga undanfarinna ára og endurteknar kollsteypur ! efnahags- málum hafa raskað eðlilegum arð- semisviðmiðunum og verðmæta- mati, valdið stórfelldri eignatilf ærslu I þjóðfélaginu, dregið úr sparnaði og stuðlað að óhagkvæmri fjárfestingu einstaklinga, fyrirtækja og hins opin- bera. Verðbólgan getur að vlsu aukið stundarhag einstakra aðila en þegar til lengdar lætur og á heildina er litið, kippir hún fótum undan skyn- samlegum rekstri heimila og at- vinnufyrirtækja, og skaðar þvl þjóð- arhag íslendingar hafa nú um nokkurra ára skeið gllmt við mikla efnahags- örðugleika. Þar hafa lagzt á eitt óhagstæð ytri skilyrði og óskynsam- leg stjórnun efnahagsmála hér inn- anlands. Slðustu ár hefur þjóðin lifað um efni fram og nema erlendar skuldir nú um það bil hálfri milljón króna á hvert mannsbarn I landinu. Greiðslubyrði þessara skulda er á þessu ári áætluð rúmlega 18% af verðmæti útfluttrar vöru og þjón- ustu. Ekki verður lengra haldið áfram á þessari braut. Brýnt er, að á þessu ári og þeim næstu verði enn dregið úr verðbólgu og viðskiptahalla og Framtíðarhorfur sjávarút- vegs í heild fremur óljósar Á AÐALFUNDI Vinnuveitendasambands ístands var I gær lögð fram stutt greinargerð um hag sjávarútvegs. Greinargerð þessi er ekki ályktun, heldur var hún aðeins lögð fyrir fundinn til upplýsingar fundarmönnum. j greinargerðinni er þvl haldið fram að hagur sjávarútvegs sé ekki eins góður og fréttaflutn- ingur gefi til kynna og er þar sagt að hann hafi verið villandi. Greinargerðin fer hér á eftir: „AÐ undanförnu hafa iðulega sézt f fjölmiðlum frásagnir um verðmæta- aukningu afurða sjávarútvegsins. Þar sem hér er um mjög einhliða fréttaflutning að ræða er gefur villandi upplýsingar um stöðu greinarinnar í heild þykir rétt að benda á eftirfarandi: Þegar meta á þá verðmætaaukningu er orðið hefur að undanförnu er ekki úr vegi að varpa örlitlu Ijósi á undan- gengna þróun jafnt tekna sem gjalda, stöðuna í dag og framtíðarhorfur. Um þróun mála 1975 — 1976 hefur Þjóðhagsstofnun m a komist svo að orði, „að hagur fiskvinnslunar hafi orðið betri á árinu 1976 en 1975, en á þvi ári var hagurinn aII þröngur og ennfremur „hagur fiskveiðanna var afleitur á árinu 1975' en stofnunin áætlar að hagurinn hafi skánað að mun á árinu 1976 Ef litið er á rekstraryfirlit sjávarút- vegsins fyrir árin 1974 — 75 má sjá að hreinn hagnaður í hlutfalli við tekjur er neikvæður fyrir alla þætti sjávarút- vegsins nema söltun og herzlu og fyrir mjölvinnslu seinna árið Þá var og staða verðjöfnunarsjóðs mjög neikvæð í byrjun árs 1976 Ef hins vegar er litið á þróun gjalda- liða sjávarútvegsfyrirtækja á síðast liðnu ári þá kemur eftirfarandi fram Hráefnishækkun til frystingar. sölt- unar og herzlu nam um 36% Í krónu- tölum hækkaði hráefnisverð til fisk vinnslunar í heild um 9.9 milljarða. Launakostnaður hefur hækkað stór- lega eða um 35% eða meðaltali á móti 26—27% meðaltalshækkun hjá iðn- og verkamönnum Rétt er að benda á að laun og hráefni eru í kring um 80% heildarútgjalda sjávarútvegsins Samkvæmt skýrslum Hagstofu hefur innflutningsverðlag m v meðalgengi jan. — feb 1976 til 1 977 hækkað um 46% Þetta þýðir að erlendar rekstrarvörur sjávarútvegsms hafa hækkað um nær 50% á einu ári Vegna þeirrar miklu gengistryggðu skuldasöfnunar sem i hefur verið ráðist í sjávarútvegi á undanfömum árum þá hefur gengissigið á s I. ári (10%) valdið enn frekark útgjaldaaukningu Síðustu fréttir um vaxtabreytmgar eru svo ekki til að létta þann róður sem framundan er En hverjar eru svo framtíðarhorfur sjávarútvegsins? Þær eru fremur óljós ar. þegar á heildina er litið en þvi miður eru ýmsar blikur á lofti Ástæður þessa eru eftirfarandi 1 Þær verðhækkanir sem spáð var eru. að mati Þjóðhagsstofunar. að langmestu leyti komnar fram. en Framhald á bls. 18 — Ljósm : RAX Frá aðalfundi Vinnuveitendasambandsins: ir. Saman verður að fara aðhald I rlkisfjármálum og peningamálum og kjaraákvarðanir, sem taka mið af efnahagshorfum og spám um þjóðar- framleiðslu og þjóðartekjur. Verði Framhald á bls. 18 Frá aðalfundi Vinnuveitendasambands íslands I húsi þess að Garðastræti 41 f gær. Hwn a>r í>rt þú fæddur 22. marz—20. apríl HRÚTURINN Litir: Allir rauðir litir Steinn: Demant Lykilorð: Hugmyndarauðgi og hraði. Karlmönnum þessa merkis hefur verið likt við logandi kyndla eða jafnvel Super- mann sjálfan. Bismark, Mc.Carthy, Chaplin og Houdini eru fæddir undir þessu merki. Það verður sjaldan dauður punktur I iífi þeirra. Þeir hafa mikið sjálfstraust, en leitir þú eftir rólegheitum og öryggi þá skalt þú snúa þér annað. Hrútsmaður getur á svipstundu breyst úr elskulegu gæludýri í grimmasta villidýr. Það gefur auga leið, að þessi maður þarf að eiga gott úrval af fatnaði, þvi hann notar mikið og slitur miklu. Hugmyndarauðgi hans svíkur hann ekki, þegar um val á fatnaði er að ræða. Fötin þurfa að fara vel umfram allt, þvi að allir gallar á sniðum fara i hans finustu taugar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.