Morgunblaðið - 01.04.1977, Side 19

Morgunblaðið - 01.04.1977, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 1977 19 — Tvenn lög Framhald af bls. 26 aö gegna uppeldi, umönnun og þjálfun þroskaheftra. Skólastjóri Þroskaþjálfaskóla íslands skal hafa lokið háskóla- prófi í uppeldis- og sálarfræði eða hafa lokið sérkennaraprófi frá viðurkenndum háskóla. Skóla- stjóri skal einnig hafa staðgóða þekkingu á uppeldi og umönnun fólks með sérþarfir. Um stjón skólans, starfslið, námstíma, námsefni, inntökuskil- yrði og annað, er varðar starfsemi hans, skal ákveðið i reglugerð." — Alþingi Framhald af bls. 25 fjölda greina í önnur blöð, einkum um sjávarútvegsmál. Þórbergur Þórðarson skráði eftir frásögn Einai;s hluta af mikilli athafnasögu hans. í störfum á Alþingi stefndi hug- ur Einars Sigurðssonar einkum að hag og eflingu íslensks sjávarútvegs. Við fráfall hans er á bak að sjá einum stórbrotn- asta athafnamanni úr stétt islenskra atvinnurekenda. Ég vil bija háttvirta alþingis- menn að minnast Einars Sigurðssonar með þvi að risa úr sætum. — í reykjavík Framhald af bls. 13. um tíma — og það er sams konar meðalmennskufólk sem gerir það um mínar. Að hugsa í skrefum er jafngildi þess að ganga í hring með hæð sína sem þvermál. Ný löggjöf Nú verður mörgum tíðrætt um það að setja lög um reykingar og meðferð tóbaks. Slikt gertur orðið til bóta en viss hætta liggur að þvi að menn haldi að þá sé nóg aðgert og síðan verði sofið á verðinum. Þó ræður úrslitum hvað muni fel- ast í væntanlegum lögum. Eitt vinnst þó áreiðanlega en það er sú viðurkenning sem með þessu fæst að ríkisvaldið sé nú orðið aðili að reykingavandamálinu. Það getur þá ekki lengur skotið sér undan að gera eitthvað — og þá raun- hæft til varnar reykingum. Það er nokkuð gaman að sjá nú hvað það var hlægilegt þegar sett voru lög um viðvörunarorð um skaðsemi tóbaksreykinga á sigarettupakka 1969. Allir nema yngstu börn og fávitar vissu gjörla það sem sagt var um reykingar og þess vegna var þessi aðvörun þýðingarlaus — nema kannski að því leyti að nú getum við ekki vænst þess að fræðsla um skaðsemi tóbaksreykinga hafi úr- slitaáhrif. Hvað kennir reynsian? Reynslan sýnir — og þá er að líta raunsæjum augum á málið — þetta: í því þjóðfélagi, sem við lifum i nú, getur aðeins tvennt haml- að gegn reykingum og útrýmt þeim, en það er fræðsla og fé. Flest ungt fólk og líklega engu síður hið eldra spyr um peninga, berst fyrir hærri launum, vill komast hjá greiðslu ýmissa gjalda o.s.frv. Allt er þetta mjög skiljan- legt en fram hjá þessu vilja sumir horfa við lausn þessa vandamáls. Ef lög verða sett um tóbaks- neyzlu veróur i þeim að vera eitt- hvað, sem kemur við sjálfan manninn — ekki aðeins fögur orð. Hagsýnn f jármálaráðherra Nú hefur rikið 6% af innheimt- um tekjum sínum af tóbakssölu en 2 pro mille er varið til varnar reykingum. Það má liklega lita á það sem skyldu rikisins að leggja verulegt fé til varnar tóbaks- reykingum. Það væri þó sennilega endileysa að leggja þessi ö% — þær tugmilljónir — til fræðslu og áróðurs — heldur ber að leggja þetta fé til kjarabóta og ívilnunar þeim sem ekki reykja. Þeir sem reykja kosta þannig reykinga- varnirnar sjálfir — vélin malar á heilbrigðan hátt. Þannig kostar það ríkið ekki neitt að efla reykingavarnir og þegar varna er ekki lengur þörf er tekjustofninn lika þurrausinn. Nokkuð minnir þetta á aðferð Erlings Skjálgssonar er hann bauð þrælum að vinna svo, að þeir gátu leyst sig sjálfa en ágóða vinnu þeirra notaði hann síðan til að kaupa nýja þræla, sem leystu sig einnig á sama hátt. Vélin mal- aði án þess að hann legði nokkuð af mörkum, en hann sjálfur naut þó góðs af verki sínu — „og öllum kom hann til nokkurs þroska“. Svipað myndi gerast ef farið verður inn á þá braut sem ég hef nefnt. Ágóðinn af tóbakssölu yrði notaður hinum, sem ekki reykja, til hagnaðar og þeir sem hætta reykingum hafa þennig leyst sjálfa sig. Þegar siðasti maðurinn sleppir sígarettunni er það fé, sem ríkið veitti til varnar tóbaks- neyzlu, ekki lengur til staðar — því að tóbaksnotkunin étur sjálfa sig — því meiri sala tóbaks því meira fé til ráðstöfunar og gagn- stætt. Þannig gengur dæmið upp. Kristin trú og tóbaksleysi I mannskynssögu hafa víst margir lesið það að kristin trú átti í fyrstu erfitt uppdráttar í róma- veldi. Það var ekki fyrr en trúin var gerð að ríkistrú að verulega fór að rofa til og skritni óx fiskur um rygg. Þó að þessi atriði séu ekki sambærileg — tóbaksleysió verðu víst að vilja hafa eitthvað fyrir snúð sinn — og peningar eru til; tóbakið hefur séð fyrir þvi, svo sem löggjöf er háttað nú. — Hef jumst handa Tillögur þær sem þér hafið les- ið hér að framan eru af ýmsum toga spunnar — og hægt er að snúa þeim á margan veg. Þá koma fram ýmis afbrigði. Við skulum t.d. hugsa okkur það atrói að þegar í stað yrði sá munur gerður á launum allra kennara í landinu, að reykinga- lausir kennarar fengju 10% hærri laun en aðrir kennarar. Þetta væri raunhæf leið af hálfu ríkisvaldsins og sýndi að það vill gera eitthvað. Þetta hefði þúsund sinnum meiri áhrif á nemendur en allar auglýsingar og allur áróð- ur. Með þessu myndi ríkið ganga á undan — gefa öðrum fordæmi. Þessi orð eru sett á blað til þess að vekja umræður um raunhæfar tillögur I baráttunni gegn tóbaks- reykingum. Þær grundvallast ein- mitt á þeirri skoðun minni að við verðum að hverfa frá gömlum við- horfum og Ieita nýrra bragða. Við höfum um stund legið í vík þar sem reyk sér til beggja handa svo að villugjarnt er að sigla út, en út úr þessari reykjavik verðum við að komast ef við viljum lifa heilbrigðu lifi. 14.3. 1977, — Móðursýki Framhald af bls. 13. almenningi á það vantraust, sem þjóðviljamenn bera til ein- staklinganna, sem mynda ís- lenzkt þjóðfélag. Ofstopi þeirra og ótti við aukið athafnafrelsi eins og hann birtist ( móður- sýkisgrein ritstjórans er okkur hvatning til að herða baráttuna fyrir að draga úr rfkisumsvif- unum. Mér er að vlsu ljóst, að með þvi að kalla atvinnurekendur snikjudýr og þess háttar nöfn- um, er „býrókratíið" á Þjóð- viljanum að reyna að vinna á sitt band Alþýðusambandsfor- ystuna, sem hefur f yfirlýsing- um sfnum slegið á sömu strengi og ungir sjálfstæðismenn. Hirði ég ekki um að fjalla um þær erjur hér. Um leið og ég votta rit- stjóranum samúð mfna vegna þeirrar pólitfsku einangrunar, sem hann verður að þola um þessar mundir, tel ég rétt og skylt að þakka honum skrifið. Framlag hans fyllir mig bjart- sýni um, að loks séu að renna upp þeir timar, að rfkisstjórnin ætli sér að standa við fyrirheit. tryggmg vmningsvon og betrí vegir Verðtryggð happdrættisskuldabréf í J flokki eru til sölu nú. Dregið í fyrsta skipti 15. júní n.k. Vinningaskrá: 5 vinningar á kr. 1.000.000 kr. 5.000.000 5 vinningar á kr. 500.000 kr. 2 500.000 100 vinningar á kr. 100.000 kr. 10.000.000 750 vinningar á kr. 10.000 kr. 7.500.000 860 vinningar Samtals kr. 25.000.000 Þú hefur allt aö vinna. Bréfin fást í bönkum og sparisjóðum um land allt og kosta 2500 krónur. ■ S" ff) SEÐLABANKI ISLANDS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.