Morgunblaðið - 24.04.1977, Page 16
48
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24 APRlL 1977
— Rubinstein
Framhald af bls. 39
fer ekki vel á því. Þegar við kom-
um að staðnum, hætti ég að leika
og sagði: „Ég heyri ekki litlu nót-
una. Tökum þetta aftur.“ En
hann náði þessu ekki. Sem sagt
við lékum Kreuzer-sónötuna hæg-
Rubinstein: Já, ég átti í erfið-
leikum með Toscanini. Ég hef
reyndar aðeins einu sinni leikið
með honum, en þaö var mjög
broslegt. Hann var ógurlega stolt-
ur maður, sem þoldi engan viö
hlið sér. Það sýnir, að hann gat
ekki hafa veriö mjög vel gefinn.
Nú, en ég lék þriðja konsert
Beethovens með honum. Það kom
i ljós, að hann kunni hann ekki,
því að hann var á móti öllum
sólista-konsertum, þvi að einleik-
arar fá oftast meira lófaklapp en
stjórnandinn. Fyrir æfinguna
spurði hann mig: „Hvaða hraða
hafið þér?“ „Tempo giusto, réttan
hraða.“ Við byrjuðum að leika —
og það var skelfilegt. Við vorum
aidrei almennilega samferða, en
hann hætti ekki. Ég var orðinn
anzi leiður. En svo sagði hann
brosandi: „Ættum við að leika
fyrsta þáttinn einu sinni enn?“
Þegar við endurtókum kaflann,
varð mér ljóst, að hann hafði
hlustað nákvæmlega eftir því,
hvernig ég fór að, og nú var allt i
bezta lagi. Ég leyfi mér því að
segja: Toscanini lærði þriöja
píanókonsert Beethovens af mér.
Felix: En hefur yður líkað sér-
staklega vel viö einhverja stjórn-
endur?
Rubinstein: Já, já, Georg Szell.
Hann var dásamlegur stjórnandi.
Mér féll ávallt mjög vel við hann.
Einnig við Barbirolli. Og Zubin
Mehta, Indverjinn, er hinn bezti,
sem ég hef leikið með. Við lékum
saman D-moll konsert Brahms. Ég
hef aldrei leikið hann eins vel og
með honum. Ég harma það mjög,
að ég skyldi aldrei leika með
Arthur Nikisch. Ég var of ungu.
Ég tel, að hann hafi verið mesti
hljómsveitarstjóri allratíma.
Felix: Herra Rubinstein, það
má segja, að þér hafið orðið fyrir
þýzkum hryllingi, sem situr í yð-
ur. Árið 1914, þegar þér fréttuð af
misþyrmingum á Gyðingum í
Belgíu af hálfu þýzkra hersveita,
þá sóruð þér, að þér mynduð
aldrei framar leika i Þýzkalandi.
Rubinstein: Afsakið, það er
óskemmtilegur hlutur, sem þér
eruð að höggva í. Gætum við ekki
sleppt þessu?
Felix: En Þýzkaland er það
land, þar sem þér hlutuð viður-
kenningu og frægð og þér standið
í þakkarskuld við menningu þess.
Væri það ekki stórkostlegt bragð,
ef þér við ævilok hélduð hljóm-
leika á þýzkri grund?
Rubinstein: Sjáið þér til, ég hef
sýnt það, að ég hef ekkert á móti
hinni ungu þýzku kynslóð. Ég ann
þýzkum bókmenntum og þá
þýzkri hljómlist öllu ofar. En það
sem þér ætlizt til af mér get ég
ekki gert af siðferðilegum ástæð-
um. Um helmingur fjölskyldu
minnar var drepinn í gasofnum
Hitlers. Ég hvorki get né vil halda
hljómleika i landi, þar sem enn er
mikið af fólki, sem ber ábyrgð á
þessu. Það eru menn, sem gegna
mikilvægum stöðum enn á ný i
dag. Ég væri einfaldlega hrædd-
ur, einhver gæti komið á hljóm-
leikana til mín og öskrað: „Út
með Gyðinginn.“ Ég veit, að ég á
marga aðdáendur í Þýzkalandi og
þá sérstaklega meðal ungs fólks.
Ég fæ mörg bréf þaðan. Til dæmis
frá konu i Augsburg, sem sótti
alla hljómleika mína í Sviss. Hún
sendi mér oft blóm. Og hingað til
Ameriku var hún núna að senda
mér sild.
Felix: Þér hafið svo oft um æv-
ina talað um það, að þér væruð
hamingjusamur maður. En hvað
er hamingja? Og hvernig kemst
maður í það ástand?
Rubinstein: Ég er hamingju-
samasti maður, sem ég veit um,
þvi að ég — en nú kem ég ekki
orðinu fyrir mig. í dag er ég alveg
ómögulegur í þýzkunni. Ég tala
ekki vel í dag. Fjandinn hafi það.
Felix: Segið það á frönsku.
Rubinstein: Ég tala átta tungu-
mál, og þýzka var mér sérstaklega
töm. Ég er líka dauðreyttur i dag.
Að hverju voruð þér að spyrja?
Felix: Þér voruð að segja, að
þér væruð hamingjusamasti mað-
ur, sem þér vissuð um.
Kuhinstein: Gæfa mín er, að ég
ann lífinu meira en nokkur, sem
ég þekki. Allir hafa alltaf eitt-
hvað út á lífið að segja. Það sem
gerir mig gæfusaman og ánægðan
er, að ég tek lífinu, eins og það er.
Alltaf breytilegt, alltaf nýtt. Og
ég tek andstæðum lifsins. Við get-
um ekki séð svart, ef við þekkjum
ekki hvitt. Við myndum ekki vita,
hvað það er að vera kátur, ef við
gætum ekki verið hryggir. Við
myndum ekki vita, hvað væri að
vera ríkur, ef engir væru fátækir.
Ég ann sárum sviða eins og þlíðu-
hótum.
Felix: Herra Rubinstein, enn
ein spurning...
Rubinstein: Ég vona, hin síð-
asta.
Felix: Voru hljómleikar yðar
26. júlí 1976 í London óafturkall-
anlega yðar siðustu?
Rubinstein: Já. Ég hélt, að ég
gæti ef til vill haldið nokkra
hljómleika í góðgerðarskyni, en
það verður ekki hægt.
Felix: Af því að þér getið ekki
lengur séð nóturnar á hljóðfær-
inu?
Rubinstein: Sjáið þér til, ég
veit nokkurn véginn, hvar þær
eru. En ég get ekki séð almenni-
lega ákveðinn fjölda. Ég vil ekki,
að það komi fyrir aftur, sem henti
mig fyrir nokkru í Toulouse. Ég
lék Schumann-konsert. Allt gekk
prýðilega. En skyndilega fór allt
að dansa fyrir augunum á mér í
lok annars kafla. Þá sá ég ekki
lengur hljómsveitina. Mér sortn-
aði fyrir augum.
Felix: Hvernig gátuð þér yfir-
leitt leikið hin síðari ár, þar sem
sjón yðar hafði hrakað svo mjög?
Rubinstein: Ég var svo vanur
þvi að halda hljómleika, spila á
píanó. Og það tókst og gekk ágæt-
lega. Þess vegna hélt ég sem sagt
áfram að spila.
Felix: Og hvað gerir svo Rubin-
stein, þegar hann er hættur að
leika á hljóðfæri?
Rubinstein: Ég hef varið svo
miklum tíma ævinnar við pfanóið,
að ég hef varla haft tíma til að
hlusta á hljómlist. Nú hlusta ég á
tónlist af hljómplötum. Ég er svo
sæll yfir þvi, að ég gæti lifað í 100
ár í viðbót bárá af því. Bara af
þvi.
Felix: Eruð þér þannig, ef svo
má segja, önnum kafinn við að
hlusta á hljómlist?
Rubinstein: Ég sef ljómandi
vel, þvi að ég veit, að þegar ég
vakna, verður mér færður dásam-
legur morgunverður, og þá get ég
strax hlustað á það, sem ég vil. Ég
kom hingað með þrjár plötur, en
nú er hér stór stafli.
Felix: Og á hvað hlustið þér
svo?
Rubinstein: Nú, nema hvað?
Mozart, Mozart. Ég hef aldrei ver-
ið eins sæll og glaður og núna.
Aldrei. Aldrei á ævi minni.
— svá — þýddi.
Þeim,sem trjjMja bílinn
sinnhjáo
fellur ymislegt í skaut.
/ ár endurgreiðum við þeim í tehjuafgang: hr. 21,0 milljón
Fyrir tjónlausan ahstur í 10 ár fá þeir 1 ár iðgjaldsfrítt. Verðmæti að þessu sinni: kr. 13,1 milljón
Alls fá þeir í ár: kr. 34, 1 milljón
Allt er þetta fyrir utan hinn hefðbundna bónus, sem allir veita.
SAMVIMITRYGGINGAR GT
ÁRMÚLA3 SÍMI 38500