Morgunblaðið - 15.06.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.06.1977, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNl 1977 Helga Lfs Þórðardöttlr afhendir Hlédfsi Guðmundsdóttur aðstoðarlækni visindastyrkinn. Milli þeirra er (Jlfar Þórðarson, formaður spftaiastjórnar Borgarspftalans. Ljósm. Mbi. rax Vísindasjóður Borgarspítalans: NÍU LÆKNAR HLUTU STYRKI í GÆR fór fram I Borgar- spftalanum úthlutun úr Vfsindasjóði Borgarspítalans. Er þetta I annað skipti sem úthlutað er visindastyrkjum úr sjóði þessum. Hlutu nfu læknar styrki að upphæð alls tvær milljónir 750 þús. kr. Borgarspftalinn er eini spítal- inn á landinu sem hefur innan sinna vébanda slíkan sjóð. Markmið hans er að efla og styðja visindalegar rannsóknir lækna við Borgarspítalann. Var sjóðurinn stofnaður árið 1964. Er heiti sjóðsins Vísindasjóður Borgarspítalans og var hann stofnaður til minningar um Þórð Sveinsson yfirlækni og Þórð Ulfarsson flugmann. Við úthlutun vísindastyrkj- anna í gær flutti Ulfar Þórðar- son læknir, formaður spítala- stjórnar Borgarspítalans, ávarp. Rakti hann stuttlega sögu Vísindasjóðsins og tilgang hans. Voru þar viðstaddir vel- flestir þeirra lækna, er sótt höfðu um framlag til sjóðsins, ásamt nokkrum gestum. Gerði formaðurinn grein fyrir vísindalegum verkefnum, sem læknarnir ýmist vinna einir að eða fleiri saman og nú hlutu styrk úr sjóðnum. Læknarnir eru: Ásgeir Ellerts- son, yfirlæknir, Bjarni Hannes- son, sérfræðingur í heilaskurð- lækningum, Guðmundur Odds- son, sérfræðingur í lyf- lækningadeild, Hlédís Guðmundsdóttir, aðstoðar- læknir, Kristján Jónsson, sér- fræðingur á röntgendeild, Óskar Þórðarson, fyrrv. yfir- læknir, Sigurður Guðmunds- son, aðstoðarlæknir, Stefán Jónsson, sérfræðingur á rönt- gendeild og Örn Smári Arnalds- son, yfirlæknir. Helga Lís Þórðardóttir, flug- freyja, afhenti læknunum styrkina. Að lokum flutti formaður læknaráðs Borgarspítalan.s, Kristinn Guðmundsson, heila- skurðlæknir, stutt ávarp og ræddi mikilvægi vísindastarfa innan sjúkrahúsa almennt og hve mikilvægu hlutverki Vísindasjóður Borgarspítalans hefði að gegna fyrir lækna spítalans og sjúklinga og álit spítalans útá við. Færði hann þakkir fyrir hönd læknanna. Isafoldarprentsmiðja: 100 ára á ísafoldarprentsmiSja verSur 100 ára á morgun, en 16. júnl 1877 var fyrsta blaS ísafoldar prentaS I eigin prentsmiðju, sem er talin stofnuð þann dag. Stofnandi ísafoldarprent- smiðju var Björn Jónsson, ritstjóri, og I tilefni af aldarafmnlinu kemur út bók um hann; Björn ritstjóri, sem Lýður Bjömsson hefur samið. Fljótlega hófst bókaútgáfa á vegum Björn Jónsson, ritstjóri, þingmaður og ráðherra, stofnandi isafoldar- prentsmiðju. i tilefni aldarafmælis fyrirtækisins kemur út bók um hann; Björn ritstjóri eftir Lýð Björnsson. morgun isafoldarprentsmiðju og kom Dýra- fræði Benedikts Gröndals út strax fyrsta árið. Björn Jónsson hafði yfirumsjón með öllu sem að prentsmiðjunni laut þar til hann varð ráðherra 1909, en vegna umsvifa hans á stjórnmálasviðinu lenti rekstur pentsmiðjunnar að verulegu leyti á herðum Sigmundar Guðmunds- sonar, yfirprentara. Þegar Björn varð ráðherra, tók Ólafur sonur hans við prentsmiðjunni og stjórnaði henni til dauðadags 1919 Þá var prentsmiðjan gerð að hlutafélagi og var Sveinn Framhald á bls. 18 MAGNÚS Finnsson, Morgunblaðinu, var var kjörinn formaður Blaða- mannafálags islands á aðalfundi félagsins á Hótel Sögu á manudags- kvöld. Aðrir í aðalstjórn voru kjörnir Frlða Björnsdóttir, TTmanum. Bragi Magnús Finnsson Guðmundsson, VIsi, Einar Karl Haraldsson, Þjóðviljanum, og Helgi H. Jónsson, útvarpinu, en I vara- stjórn voru kjörnir Atli Steinarsson, Dagblaðinu, Guðjón Einarsson, sjón- Framhald á bls. 18 Blaðamannafélag Islands: Magnús Finnsson kjörinn formaður Hvegi heyrt þennan góða og dýrð- lega tón nema hjá Pólýfónkómum Jón Þorsteinsson heitir ungur tenórsöngvari, sem verður ein- söngvari I Magnificat J.S. Bach á tónleikum Pólýfónkórsins I Há- skólabiói þjóðhátlðardaginn 17. júnl en fer slðan með kórnum sem venjulegur kórfálagi I ítalluferðina þar sem kórinn syngur auk fram- angreinds verks Gloriu Vivaldis og Messlas Hándels, en brezkur tenórsöngvari hefur þá tekið við einsöngvarahlutverki Jóns. „Jú. það má að mörgu leyti segja að ég sé hálfgerður uppeldissonur Pólýfónkórsins, en annars er það allt miklum tilviljunum háð hvernig ég leiddist út i það að fara að leggja sönginn fyrir mig." sagði Jón í sam- tali við Morgunblaðið. ,.Ég byrjaði að syngja I Pólýfónkórnum I Matteusarpasslunni 1971, sem flutt var um páskana 1972. Þetta voru að visu ekki alveg fyrstu kynni min af kórsöng, því að ég hafði nokkru áður farið sem skiptinemi til Banda- ríkjanna og sungið þar með skólakór í Messlasi. Þar söng ég að vlsu bassa, enda var kórinn dálitið ein- kennilega skipaður — enginn tenór, þvi að við strákarnir vorum svo fáir að það varð að nota okkur alla I bassann. Svo að ég hafði ekki hug- mynd um það hvar raddsvið mitt lá fyrr en ég fór að syngja með Pólý- fónkórnum. Jón var á þessum tlma ekkert á þeim buxunum að verða söngvari Framhald á bls. 18 Rabbað við Jón Þorsteinsson tenórsöngvara sem syngur einsöng með Pólýfónkórmmi 17. júní Stærsti ullarvörasamningur við Bandaríkin hingað til „Fer frjálslega með landslagið” Sigurður Thoroddsen sýnir á Kjanxdsstöðum Iónaðardeild Sambandsins boðaði til blaðamannafundar I gær til að tilkvnna stærsta sölusamning á sviði útflutnings, sem Sambandið hefur gert við Bandarfkin hingað til. Er hér um að ræða samning á sérhönnuðum flíkum unnum úr Gefjunargarni og dúk, sem Sam- bandið mun selja til Bandarfkj- anna á þessu ári fyrir um það bil 200 milljónir íslenzkra króna. En alls hljóðar ullarvörusamningur þessi upp á 280 milljónir króna eða 1 og 'A milljóna Bandarfkja- dala og nær fram til ársins 1978. Hér er um að ræða samning á fullunnum tizkufatnaði úr prjón- lesi, úr íslenzkri ull og ofnum efnum frá Gefjun á Akureyri. Þó mun Sambandið ekki geta sinnt þeim skilyrðum að fullu og til að byrja með, munu efnin verða full- unnin úti, þar sem enn er ekki aðstaða til að sauma allar flíkurn- ar hér, Brendan á hægri ferð MYNDATÖKUMENN frá tímarit- inu National Geographic flugu í fyrradag yfir skinnbátinn Brend- an og virtist þá allt vera i lagi um borð. Brendan var þá um 200 sjó- mílur frá strönd Labrador og hafði bátnum miðað lítið siðustu sólarhringa. Verða þetta alls um fimmtíú þúsund flikur, tíu tegundir af prjónafatnaði, svokallaðar peysu- kápur, ýmist í sauðalitum eða öðr- um litum. Umboðsfyrirtæki Sambandsins í Bandaríkjunum, Iceland Fashions Corporation i New York, hafði milligöngu um þessar sölur til fyrirtækisins Kinetic, sem hefur höfuðstöðvar i Montreal í Kanada en rekur við- tæk viðskipti í Bandaríkjunum og fleiri löndum. Aðaláherzla mun lögð á sölu í stórverzlunum af dýrari gerðinni í Bandarikjunum, svo sem Sata, sem hefur sérstaka íslandsdeild í New York. Á þessu ári verða seldar prjóna- vörur fyrir um 140 milljónir Isl. króna, svo og kápuefni ofin af Gefjun fyrir sömu aðila að and- virði 100 milljónir ísl. króna og hefur þriðjungur þess magns þeg- ar verið framleiddur. Að sögn Hjartar Eiríkssonar, framkvædastjóra Iðnaðardeildar Sambandsins munu fjölmörg einkafyrirtæki víðs vegar um Framhald á bls. 18 SIGURÐUR Thoroddssen verk- fræðingur heldur nú sýningu á vatnslitamyndum I vestursal Kjar- valsstaSa, en þessar myndir hefur SigurSur unnið I tómstundum sin- um á löngu árabili. Sýningin verð- ur opin daglega út þessa viku frá kl. 16—22 virka daga og 14—22 um helgina. Vatnslitamyndir sinar hefur Sigurður málað ýmist á venjulegan vatnslitamyndapappir eða ýmsar gerðir af japönskum pappir, og einn- ig eru á sýningunni þrykkmyndir og teikningar. „Ég mála figúratift," sagði Sigurður í samtali við Morgun blaðið, " og mest eru þetta lands- lagsmyndir en ekki þori ég að ábyrgjast að menn þekki aftur lands- lagið, þvi að ég fer nokkuð frjálslega með það " Elsta mynd Sigurðar á sýningunni er frá 1912, máluð þegar hann var tíu ára og er þarna aðallega sem „kúriósum" eins og Sigurður segir sjálfur Aðrar myndir eru málaðar á tveimur timabilum — á árunum frá 1940—1953 og siðan aftur frá 1967 og fram til þessa árs, en á árunum þarna á milli lá þessi tóm- stundaiðja hans niðri —" þá sá maður ekki framúr verkefnum út af öllum þessum virkjunum." Sigurður hætti hins vegar á verk- fræðiskrifstofunni að miklu leyti fyrir tveimur árum og hefur þá I auknum mæli gefið sig að myndlistinni á nýjan leik, en hann segir þó að eftir sem áður sé myndlistin fyrst og fremst tómstundastarf. Ljósm : Friðþjófur. Sýningarstúlkur fklæddar nokkrum yfirhafnanna sem fara á Banda- rfkjamarkað nú f haust og eru hannaðar af Þórsteini Gunnarssyni f samráði við fyrirtækið Kinetic, sem hefur höfuðstöðvar sfnar f Montreal f Kanada.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.