Morgunblaðið - 15.06.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.06.1977, Qupperneq 22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNI 1977 22 raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar UTBOÐ Tilboð óskast i efni í stálþil fyrir lengingu Sundabakka i Sundahöfn fyrir Reykjavíkurhöfn. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3. Reykjavik. Tilboðin verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 26. júli 1977, kl. 1 I.OOf.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 húsnæöi i boöi Hæð til leigu 5—6 herb. íbúð á góðum stað í Vestur- bænum. Leigist frá 1. júlí n.k. Upplýsingar í síma 22912. Hópferðabíll fyrir 20—30 manns til flutninga á fólki innanbæjar að og frá vinnustað óskast til kaups, fremur ódýr bifreið. Upplýsingar í síma 24980 og 32948. Nokkur veiðileyfi laus í Grímsá 18—24. júní Stangaveiðifélag Reykjavíkur Háaleitisbraut 68. Sími: 86050. húsnæöi óskast Vil taka á leigu iðnaðarhúsnæði 100—200 ferm. Þarf að vera á jarðhæð og tilbúið til notkunar strax. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Strax — 2156". EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU JófríöurRós Jóns- dóttir—Minning F. 28. júll 1970. D. 7. júnl 1977. „Á bak við heilaga harma er himininn alltaf blár.“ Maður finnur það bezt, ef maður missir ástvini sina með snöggum hætti, hve gott það er, að eiga um þá minningar, sem einungis vekja í huga manns kær- leika og gleði. Söknuðurinn er að vísu alltaf sár, en það mildar sorg- ina að minnast þess fagra og hreina. Allar minningar um Friðu Rós eru góðar og gleðiríkar. Aðdáan- leg var umhyggja hennar fyrir bróður sínum. Unaðslegt að heyra hana syngja, svo margt sem hún kunni, og sjá litlu fingurna henn- ar leika um gítarstrengina hennar ömmu, rétt eins og hún væri lærð- ur gitarleikari. Hrífandi að fylgj- ast með glöggskyggni hennar á ýmsu í tilverunni. Já, margar eru minningarnar um hana. Guði sé lof fyrir þær allar. Við afi og föðurbræóur hennar þökkun henni fyrir allt. Við biðj- um Guð að blessa hana og leiða á leiðum síns nýja lífs, og styrkja og varðveita foreldra hennar og bróður. Guð blessi yndislegu vinu mína. Nú gengur þú á Guðs þfns fund og gæfu nýtur hverja stund. Og englar fagrir annast þig hin ótalmörgu þroskastig. (J.G.S.J.) Þfn amma. Stutt er leiðin milli lifs og dauða. Það eru orð að sönnu. Sú harmfrétt barst mér og fjölskyldu minni, að hin lífsglaða og káta Frfða Rós, hefði látizt af völdum meiðsla i bílslysi 7. júní, aðeins 6 ára gömul, en hefði orðið 7 ára þann 28. júlí nk. Við slíkar sorgar- fréttir setur mann hljóðan, og sú spurning kemur upp í hugann hver tilgangur lífsins sé? Var þetta vilji Guðs, eða var litlu fallegu stúlkunni ætlað annað hlutverk. Þessu verður ekki svar- að, en eitt vitum við, að hún Fríða Sigurður Sigur- jónsson -Minning Fæddur 23. febrúar 1922 Dáinn 3. júnf 1977 Kveðja frá Málfundafélag- inu Óðni Sigurður Sigurjónsson verk- stjóri, Drápuhlíð 17, Reykjavik, varð bráðkvaddur 3. júni sl. er hann var i kynnisferð með starfs- mönnum Vita- og hafnarmáia- skrifstofunnar úti í Noregi, en hann hafði hlakkað mjög til þeirr- ar ferðar. Það er þungbært ástvinum að fá slíka harmafregn og það er vissu- lega skarð fyrir skildi er svo ágæt- ur og mætur maður fellur frá á bezta aldri. Sigurður var mikili félags- hyggjumaður og tók þátt í marg- háttuðum félagsstörfum. Hann var um langt árabil bíistjóri á Vörubílastöóinni Þrótti og í stjórn þess félagsskapar og for- maður í nokkur ár. Þá var hann í forustusveit Sjálfstæðisfiokksins og i ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Málfundafélagið Óðin. Sigurðar er gott að minnast, þar fór prúður og traustur maður, sem alls staðar fékk gott orð og ávann sér vinfengi. Ég sem þessar línur rita kynnt- ist Sigurði er við vorum báðir í stjórn Vbsf. Þróttar og störfuðum síðan saman að félagsmálum Mál- rundafélagsins Óðins. Alltaf reyndist Sigurður hinn trúi og trausti félagi og vinur, sem hægt var að byggja á. Sigurði fórust félagsmál vel úr hendi, enda vel gefinn og ágæt- lega máli farinn. Fyrir nokkrum árum hætti Sig- urður vörubílaakstri og gerðist verkstjóri hjá Vita- og hafnamála- skrifstofunni, honum líkaði það starf mjög vel og fórst það vel úr hendi. Ég þakka Sigurði samstarfið á liðnum árum og margar góðar stundir. Eftirlifandi eiginkonu hans, Unni Bjarnadóttur, börnum og öórum vandamönnum flyt ég hug- heilar samúðarkveðjur. Pétur llannesson Rós litla er í góðum höndum handan móðunnar miklu. Þegar ég sá hina litlu fallegu stúlku fyrst nýfædda, bar hún það með sér að vera ákveðin og einbeitt, enda var hún fljót til að taka sín fyrstu spor. Friða Rós var dóttir Sigurlaugar Guðmundsdóttur og Jóns Valgeirs Guðmundssonar húsasmiðs. Bjuggu þau Fríðu Rós litlu og Gumma bróður hennar fallegt og hlýlegt heimili að Daia- landi 1, sem aetíð er ánægjulegt að heimsækja. Ákveðin í fasi og stjórnsöm var Fríða Rós, það sýndi hún í þvi sem hún tók sér fyrir hendur í leik og í þeim verkefnum sem henni voru falin á heimilinu. Litli bróðir hennar Gummi leitaði mik- ið til systur sinnar, því þar fann hann styrk og huggun. Hann hef- ur því misst mikið, en skilur ekki enn, sorgina miklu, því hann er aðeins 5 ára gamall. Frfða Rós litla sýndi I skóla að hún var bráðefnilegur nemandi, hún var orðin vel læs og mjög minnug á tölur og kunni t.d. á klukku. En eitt af hennar aðal- áhugamálum í skólanum sem ut- an var skólaumferðarkennsla, sem hún lærði mjög vel. Oft og einatt setti hún ofanf við mig að ég hefði ekki gert rétt í umferð- inni, og að þessi og þessi hefði farið yfir á rauðu ljósi, eða ekki notað gangbrautina. Og þvf vakn- aði sú spurning: Hvers vegna hún hefði ekki notað gangbrautina þennan afdrifaríka vordag eins og alitaf áður? En vegir drottins eru órannsakanlegir. Fjölskyldu- tengsl Fríðu Rósar lítlu og minn- ar eru mikil og eiga þær margar ógleymanlegar ánægjustundir saman. Fríða Rós og dóttir mín Hrafn- hildur voru sem litlar systur jafn gamlar og áttu þær margar ham- ingjustundir saman í leik. Hrafn- hildur hefur því misst hugljúfan og góðan leikfélaga með Frfðu Rós. Fríða Rós sýndi f hinum mörgu skemmti- og skíðaferðum sem við áttum saman, að hún hafði mikið og vaxandi vald á sínum litlu skíðum, enda hennar helsta áhugamál. Aðeins 5 ára gömul var hún komin á fleygiferð niður allar helstu skíðabrekkur Bláfjalla, sVo að margur eldri maðurinn leit upp til hennar og öfundaði þessa litlu síbrosandi og kátu stelpu, sem þeyttist fram hjá þeim niður brekkurnar. Hún hafði áhrif á margt barnið f Bláfjöllum, sem var að fara sína fyrstu ferð niður brekkurnar. Hún var mikið eftirlæti foreldra sinna, sem hvöttu hana með því að gefa henni nýjan og vandaðan skíðaútbúnað, svo árangurinn yrði sem bestur. Áhugi hennar var mikill á skíðaferðum i Blá- fjöll, og féll varla nokkur helgi úr. í Bláfjöllum með mömmu sinni og pabba og Gumma bróður sem reyndi eftir fremsta megni að fylgja stóru systur eftir. Uppi í Bláfjöllum á ég og min fjölskylda margar ógleymanlegar ánægju- stundir með Frfðu Rós litlu og fjölskyldu hennar, sem nú syrgja kátu litlu stúlkuna sfna, sem ætíð kom öllum í gott skap, sem voru f návist hennar. Fyrir tæpu ári fór Frfða Rós og fjölskylda ásamt minni til Lign- ano á Ítalíu og áttum saman þar gott sumarfrí, fórum til Feneyja, Júgóslavíu, Austurrfkis og fl. og i þessu ferðalagi sýndi það sig hve Fríða Rós var gætin og passasöm stúlka og hafði mikil áhrif á bróð- ur sinn og dóttur mína, og nutu þau styrks hennar á mörgum svið- um svo unun var að fylgjast með. Konu minni og mér þótti mjög vænt um Friðu Rós litlu, og á meðal okkar var hún sem okkar eigin dóttir, þvi er sorg okkar einnig mikil. Megi Guð styrkja ömmu hennar og afa á Snorra- braut og Réttarholtsvegi í þeirra miklu sorg, þvf á þeim stöðum sem öðrum var hún mikið uppá- hald, og kom með sól og hlýju inn á heimilin. Votta ég þeim mína samúð svo og öðrum ættingjum. Elsku Silla, Jón og Gummi litli. Á morgum þegar sólargeislinn ykkar verður til moldar borinn, veit ég að sorg ykkar er þyngri en tárum taki. En það er huggun harmi gegn að eiga góðar og fal- legar minningar um fallegu, litlu stúlkuna ykkar, og vita að leiðinni er ekki lokið, þvf handan móðunn- ar miklu bíður hennar verðugra verkefni en hér á jörðu, því að við trúum að þeir sem Guð elskar deyji ungir. Að lokum þessarar stuttu og fátæklegu kveðju vil ég fara með bænina hennar Frfðu Rósar. Nú legg ég augun aftur, ó Guð, þinn náðar kraftur mín veri vörn f nótt. Æ virst mig að þér taka. Mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. Sv.Eg. Blessuð sé minning hennar. Alexander H. Bridde. Rctgnci Sigurgísla- dóttir—Kveðja Fædd 3. júnf 1919. Dáin 6. júní 1977. Aðeins örfáar lfnur til þess að þakka Rögnu Sigurgísladóttur fyrir alla þá tryggð og vináttu, sem hún ætíð sýndi mér og mfnu heimili, í meir en tvo áratugi. Ég flyt einnig þakkir dóttur minnar, sem nú.er búsett í Lundi í Svf- þjóð, fyrir mikla umhyggju sem Ragna sýndi henni í svo mörg ár. Ekki hvarflaði það að mér er við gengum hlið við hlið að það yrði okkar sfðasta samverustund. Svo snögglega sem kallið kom, er við vorum í innkaupum til heim- ila okkar. En einmitt þetta lýsir þó betur en mörg orð að skyldu- störfin innti hún af hendi, allt til hinztu stundar og umhyggjan fyrir öðrum sat i fyrirrúmi. Bless- Afmælis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á þvl, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á I miðvikudagsblaði, að berast 1 sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera I sendibréfsformi eða bundnu máli. Þær þurfa að vera vélritaðar og með góðu Knubili.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.