Morgunblaðið - 15.06.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JUNl 1977
23
Minning:
Katrín S. Valdemars
dóttir Hansen
F. 24. ágúst 1917.
D. 6. júní 1977.
t dag verður Katrín Sigríður
jarðsungin frá Laugarneskirkju.
Hún var fædd og uppalin hér í
Reykjavík. Móðir hennar, Hlíf,
var dóttir Þorvaldar Skúlasonar
Sivertssen, bónda og bókbindara f
Hrappsey og konu hans, Helenar
Ebenesersdóttur frá Skarði á
Skarðsströnd.
Faðir Katrínar, Valdemar Han-
sen var fæddur og uppalin i
Kaupmannahöfn. Hann kom
hingað ungur að árum, sem skrif-
stofumaður — og varð siðar for-
stjóri Hins íslenzka steinoliu-
hlutafélags, allt til þess er Olíu-
félagið h/f. tók við verkefnum
hins félagsins. Hann var i miklum
metum hjá starfsfólki sínu, enda
stjórnsamur og staðfastur, en
ljúfmenni hið mesta, sem fljótt
aðlagaðist íslenzkum aðstæðum.
Heimili Hlífar og Valdemars varð
brátt vel þekt hér í bænum fyrir
gestrisni og menningarbrag. Á
þessu ágæta heimili ólst Katrín
upp, ásamt bróður sínum Georg,
sem var 5 árum eldri og sfðar varð
bankaútibústjóri Landsbankans á
ísafirði. Hann dó miðaldra og var
öllum harmdauði.
Árið 1939 giftist Kartín eftirlif-
andi manni sinum, Leifi Guð-
mundssyni, ættuðum frá ísafirði
— og verið hefur forstjóri
Mjólkurfélags Reykjavíkur um
mörg undanfarin ár en einnig
starfað mikið að æskulýðsmálum,
einkum skáta. Árið 1946 byggðu
þau hús sitt að Sörlaskjöli 28, en
fluttust 10 árum sfðar i húsið við
Laugarnesveg 50, þar sem Katrín
starfrækti vefnaðarverzlun um
árabil ásamt, húsmóðurstörfum
og voru börn þeirra þá orðin þrjú,
ein dóttir og tveir synir, eins og
siðar getur. Mörg voru áhugamál
hinna samrýmdu hjóna, m.a.
ræktun blóma og trjágróðurs.
Ekki eingöngu við hús þeirra hér
i bænum, heldur og við þeirra
annað heimili, sumarbústaðar og
landspildu i Svínahlíð við Þing-
vallavatn.
Þar breyttu þau grýttu landi i
gróðurreit. Þar iðkuðu þau einnig
útivist og veiðar í vat'ninu. Þar
nutum við, vinir þeirra,
ógleymanlegrar gestrisni og glað-
værðar samhuga hjóna og barna.
En Katrin átti einnig félagsleg
áhugamál, eins og maki hennar.
Stuttu eftir að fjölskyldan fluttist
í Laugarnessókn var hún kosin i
stjórn kvenfélags kirkjusafn-
aðarins þar — og átti trýnaðar-
traust allra, sem með henrii störf-
uðu. Börn þeirra hjóna eru: Hlíf,
gift Theodór Þorvaldssyni vél-
stjóra frá Keflavik. Þeirra börn
eru: Katrín Sigriður, Björg og
Karen; Guðmundur, vélvirkja-
meistari, giftur Helgu Gunnþórs-
dóttur frá Dæli i Víðidal, þeirra
börn eru Inga Katrin og Leifur;
Valdimar, giftur Bryndísi
Kristjánsdóttur, sonur þeirra er
Arnar Steinn. Valdimar er að
ljúka námi í kvikmyndagerð i
Hollywood og eru hjónin búsett
þar.
Katrínu var ljóst að hverju
stefndi með líf og heilsu. Skömmu
fyrir andlátið bað hún þess að sér
yrði ekið austur að Þingvalla-
vatni. Þá kvaddi hún landið sitt í
sumarskrúða. Hún bað þess einn-
ig að við útför sína yrði allt haft
eins fábrotið og unnt væri. Ekki
ræðuhöld — og engar raunir rakt-
ar. Lífið héldi áfram, bæði hér á
jörðu — og handan grafar. Við
gætum mikið lært af skapfestu og
skilningi þessarar konu. Hún var
þakklát lífinu, iæknum sinum,
eiginmanni og ættingjum. Ég
helga henni þetta vísubrot:
Sakna ég sumars,
sólar og hlv ju,
veit þó að vorið
vaknar að nýju.
Jón Oddgeir Jónsson.
Trausti Ingvarsson
Akranesi — Minning
F. 15. júlí 1926.
D. 9. júnl 1977.
Skjótt hefur brugðið sól á
sumri. Þessi orð komu upp í huga
minn er ég heyrði lát mágs mins,
þótt ég hefði inni í innstu vitund
gert mér ljóst, að á þennan veg
færi i þessum miklu veikindum
sem hann hafði átt við að striða á
siðastliðnum vetri.
Trausti Ingvarsson var fæddur
hinn 15. júlí 1926 að Stíflu í Vest-
ur Landeyjum, sonur hjónanna
Hólmfríðar Einarsdóttur frá
Berjanesi í Vestur Landeyjum og
Ingvars Sigurðssonar sem einnig
er --ættaður úr Landeyjum. Þau
búa nú háöldruð í Hafnarfirði.
Trausti ólst upp i hópi níu al-
systkina og tveggja hálfsystkina
fyrst i Landeyjum þar sem hann
gekk í barnaskóla og að Krossi í
Austur Landeyjum og fluttist síð-
ar ásamt foreldrum og systkinum
að Selskarði á Álftanesi, þar sem
hann lauk skólanámi sinu i Garða-
skóla.
Ungur að árum fór hann að
vinna fyrir sér, enda var hann
maður vel verki farinn, stór og
stæðilegur og harðduglegur til
vinnu, hann stundaði sjó frá
Hafnarfirði og vann samhliða því
ýmis störf i landi.
Hann fluttist til Akraness árið
1947 og hóf þá störf við bifreiða-
akstur hjá Hval h.f. í nokkur ár,
unz hann varð sjálfstæður at-
vinnurekandi og eignaðist sfna
eigin vörubifreið um árið 1950 og
gerðist þá félagi í Vörubílastöð
Akraness, og vann við þau störf
til ársins 1972 að hann hóf störf
hjá Sementsverksmiðju rikisins,
og starfaði þar fram á siðastliðið
haust.
í daglegu lífi sinu var Trausti
hinn dagfarsprúði maður sem
aldrei tranaði sér fram, hann
mátti ekki vamm sitt vita i neinu,
öllum vildi hann hjálpa og eink-
um þó þeim sem minnimáttar
voru og var hann þá stórtækur,
enda sló viðkvæmt hjarta inni fyr-
ir. Hann átti erfitt með að sætta
sig við hrjúfán hugsanagang og
óréttlæti, hann var maður greind-
ur vel og traustur, en höfuðein-
kenni hans var þó lipurð og hóg-
værð, helst kom þetta fram hjá
honum i góðum samskiptum hans
við aldraða tengdamóður sína,
sem nú verður að sjá á eftir enn
einum syni sinum á besta aldri,
en sú kona er Ólöf Guðmunds-
dóttir, vestfirsk að ætt og upp-
runa og ein af þessu vestfirska
kjarnafólki sem engin áföll fá
sjáanlega bitið á.
Á þessum degi eru mér ofarlega
i huga okkar samverustundir þeg-
ar hann var vörubílstjóri, og ég
lítill snáði i minni heimabyggð, er
hann stöðvaði vörubíl sinn til að
leyfa mér að sitja i, en það var sú
sæla sem ungir menn gátu helst
óskað sér í þá daga, en þetta var
áður en hin mikla bílaöld gekk i
garð.
Hinn 5. júni 1953 gekk Trausti
að eiga Agnesi Sigurðardóttur,
dóttur hjónanna Ólafar Guð-
mundsdóttur og Sigurðar Hall-
bjarnarsonar útgerðamanns á
Akranesi, sem er dáinn fyrir
mörgum árum. Þau hófu búskap
fyist á Vesturgötu 17, Akranesi,
hjá Ólöfu móður Agnesar, en síð-
ar reistu þau sér fallegt ibúðar-
hús að Hjarðarholti 18, Akranesi,
með sinum eindæma dugnaði og
samhug.
Þeim varð þriggja barna auðið,
en einn son átti Trausti áður en
hann giftist, Jakob Adolf, ser
búsettur er í Keflavík. Bör:
þeirra eru Ólöf Guðrún, sem bt
sett er í Bandaríkjunum og gii
bandarískum manni Ron Hester
yngri börnin tvö, þau Ingva
Hólm og Ástríður Hólm, eru
heimahúsum.
Við biðjum algóðan Guð ai
styrkja aldraða foreldra hans oj
tengdamóður, ekkju hans oj
börn. Ég votta þeim innilega sam
úð mína og fjölskyldu minnar, oj
um leið þökkum við hinum látn:
vini fyrir allt og allt. Blessuð si
minning hans.
Rafn Sigurðsson
t
Eiginkona mln
GUÐRÍÐUR ERNA HARALDSDÓTTIR,
Ljósheimum 14a,
andaðist á Landspítalanum þann 1 3. júní s.l.
Fyrir hönd allra aðstandenda.
Reynir Kristinsson.
t
Útför eiginmanns mlns og föður okkar
GUNNARS H. HERMANNSSONAR.
Brúarflöt 2.
Garðabœ.
verður gerð frá Þjóðkirkjunni I Hafnarfirði fimmtudaginn 16. júnl kl
1 ^ Kristfn Önundardóttir
Bjarni Gunnarsson
Kristján Gunnarsson
Salome Gunnarsdóttir
Haraldur Gunnarsson
Kristjana Una Gunnarsdóttir
Hafsteinn Gunnarsson
GerSur Gunnarsdóttir
Hrafnhildur Hafnfjörð
t
Litla dóttir okkar
JÓFRÍÐUR RÓSA
Dalalandi 1
verður jarðsungin frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 1 6. júnf kl 1 5.
Sigurlaug Guðmundsdóttir Jón Valgeir GuSmundsson
t
Móðir okkar
JÓNEA SIGURVEIG JÓNSDÓTTIR.
andaðist að Hrafnistu 1 3 júnl.
Úlfar Magnússon og Systkini.
t
VILBORG GUÐMUNDSDÓTTIR
frá Sandaseli, Meðallandi,
andaðist 1 3. júnl
Jóhann Þorsteinsson
og böm
t
Útför föður mlns og bróður,
VETURLIÐA GUÐMUNDSSONAR
fer fram frá Frlkirkjunni I Reykjavlk fimmtudaginn 16 júntkl 10.30
Fyrir hönd vandamanna
Guðrún Veturfiðadóttir, Jónas Guðmundsson
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
föður okkar
VALDIMARS SIGURÐSSONAR,
Jóhann Valdimarsson,
Esther Valdimarsdóttir,
Erla Valdimarsdóttir.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, eiginmanns
mlns og föður
GESTSREYNIS GUÐJÓNSSONAR
BogahHð 7,
Jóna M. Sigurðardóttir,
Sólveig Reynisdóttir.
t
Alúðar þakkir fyrir sýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns mlns, föður, tengdaföður og afa
SIGURÐAR Þ. GUÐMUNDSSONAR
frá Háhóli
Aðalbjörg Bjarnadóttir
Völvufelli 48
börn tengdabörn og barnabörn.
LOKAÐ
Vegna jarðarfarar verður vöruafgreiðslum, mat-
vöruverzlun og skrifstofu félagsins, lokað frá
kl. 1. e.h. miðvikudaginn 1 5. júni.
Mjólkurfélag Reykjavíkur.
Lokað
eftir hádegi á morgun, fimmtudag vegna jarðar-
farar.
GUNNARSHERMANNSSONAR
skipstjóra
P O Box 5030 Reykjavik