Morgunblaðið - 16.07.1977, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 16.07.1977, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULÍ 1977 7 Ummæli Ólafs Jóhannes- sonar Ólafur Jóhannesson viðskiparáðherra fjail- ar 1 stuttu viðtali við Tfmann f gær um horf- ur f efnahagsmálum að loknum kjarasamning- um og segir: „Það eru margir, sem segja, að þetta séu verðbóigu- samningar og að verð- bólgan muni vaxa við þá. Það liggur 1 augum uppi, að einhverjar verðhækkanir munu eiga sér stað t.d. á út- seldri vinnu, en á þessu stigi held ég, að það sé mjög óheppilegt að vera með nokkra spádóma um, að þetta muni verða verðbólgusamningar eða að verðbólgan muni þeirra vegna vaxa svo mikið. Ég held, að við ættum að bfða og sjá hvað setur og láta reynsluna skera úr þvf. Það er að mfnu viti eitt það versta, að fjölmiðl- ar séu með spádóma, sem geta magnað verð- bólguna og ýtt undir hana“. Eftirlit með verð- hækkunum Þá fjallar Olafur Jóhannesson f þessu viðtali um eftirlit með verðhækkunum og seg- ir: „Það verður haft mjög strangt eftirlit með verðhækkunum, f fyrsta lagi hefur rfkis- stjórnin lagt það fyrir verðlagsnefnd, að f sam- ræmi við gefnar yfirlýs- ingar, þá leggi rfkis- stjórnin áherzlu á, að ýtrustu varfærni sé gætt á afgreiðslu verð- lagshækkana. Telur hún eðlilegt, að at- vinnufyrirtæki verði a.m.k. fyrst um sinn að bera sjálf hluta þess kostnaðar, sem leiðir af nýgerðum kjarasamn- ingum. Óskar rfkis- stjórnin eftir því, að verðlagsstjóri geri til- lögu um, hvernig fram- kvæmd verðlagningar á næstunni verði hagað. Þetta hefur rfkisstjórn- in sent frá sér til verð- lagsstjóra og hann að sjálfsögðu kynnt það fyrir verðlagsnefnd. Verðlagsnefnd mun óefað hafa þetta I huga við afgreiðslu mála frá sér. Hvað viðvíkur verð- laginu á vörum og þjón- ustu hins opinbera þá hefur rikisstjórnin skipað þriggja manna nefnd til að fjalla um þau efni. I nefndinni eru Georg Ólafsson, verðlagsstjóri, sem er formaður nefndarinn- ar, og alþingismennirn- ir Halldór Ásgrfmsson og Olafur G. Einarsson. Það er auðvitað ætlazt til þess, að þessi nefnd starfi eftir sömu megin- reglum og verðlags- nefndin, þ.e. að gæta ýtrustu varfærni I sam- bandi við verðhækkan- ir.“ Verðbólgu- hugsunar- hátturinn Viðskiptaráðherra segir ennfremur f við- tali við Tfmann: „Það er mikil eftirspurn eftir lánum og verðbólgu- hugsunarhátturinn og hræðslan við verðbólgu, sem hefur verið mögn- uð upp, hefur ýtt undir það. Það getur þvf reynzt nauðsynlegt að draga úr þeirri þenslu, sem þannig á sér stað. Annars getur sá bati sem náðst hefur I gjald- eyrismálunum orðið að engu. Það má segja að fyrri hluti ársins hafi verið gjaldeyrislega töluvert hagstæður, en hvort það sfgur á ógæfu- hlið sfðari hluta ársins er ekki gott að segja til um. Það sem af er þess- um mánuði, þá hefur verið öllu erfiðara að halda f horfinu varð- andi gjaldeyrinn og innflutningur hefur verið meiri en áður. Menn hafa fengið meiri peninga og lagt trúnað á, að allt muni hækka. Að vfsu mun eitthvað hækka, það er engin ástæða til að draga fjöð- ur yfir það. En þó býst fólk við of miklum verð- hækkunum.“ Stjórnar- samstarfið Loks segir Ólafur Jóhannesson eftirfar- andi um stjórnarsam- starfið: „Samvinna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins hefur gengið snurðu- laust til þessa og það er engin ástæða til að ætla annað en það standi út kjörtfmabilið — ef ekki kemur neitt alveg óvænt upp á“. iltösíur ú morgun DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. BUSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Séra Ólafur Skúlason. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Guómundur Óskar Ólafsson. HALLGRlMSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Séra Bernharður Guðmundsson prédikar. Séra Karl Sigurbjörnsson. LANDSPfTALINN: Messa kl. 10 árd. Séra Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Séra Arngrímur Jóns- son. HJÁLPRÆÐISHERINN: Helgunarsamkoma kl. 11 árd. Hjálpræðissamkoma kl. 8.30 siðd. Ingibjörg og Óskar Jóns- son. GRENSÁSKIRKJA: Messur falla niður vegna viðgerðar á safnaðarheimilinu og sumar- leyfa næstu vikur. Séra Halldór S. Gröndal. DÓMKIRKJÁ Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lig- messa kl. 2 siðd. Alla virka daga er lágmessa kl. 6 síðd., nema á laugardögum, þá kl. 2 síðd. BREIÐHOLTSPRESTAKALL: Sumarferð safnaðarins: Brott- för frá Breiðholtsskóla kl. 9.30 árd. Messað i Hruna kl. 2 síðd. Þátttaka tilk. f sima 71718 — 74259 eða 76420. Sóknarnefnd- in. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Séra Arni Pálsson. Logar gera víðreist VESTMANNAEYJAHLJÓM- SVEITIN Logar hefur undanfarið gert vfðreist um suðurlandsundir- lendið og Suðurnes, til dans- leikjahalds. Hefur henni hvar- vetna verið vel tekið og hefur hljómsveitin notið vinsælda. Á næstunni hyggjast Logar einnig skemmta fólki f öðrum landshlut- um og hefjast þeir handa á Vest- fjörðum um þessa helgi. Munu þeir sfðan fara vfða á komandi vikum. 1 mai fór fram upptaka fyrstu breiðskffu þeirra félaga og kemur hún f verzlanir næstu daga. A skífunni er fjölbreytt tónlist og hafa Logar kynnt hana á dans- leikjum sinum undanfarið. Þessa dagana eru Logar að undirbúa framlag sitt til skemmtana um verzlunarmannahelgina og þjóð- hátíð Eyjamanna býður þeirra fyrstu helgi í ágúst. Þar verða Logar enn einu sinni eitt aðal- númerið og munu skemmta þjóð- hátíðargestum, með leik sinum. Vikurnar eftir þjóðhátíð biður Loga svo dansleikjahald viðs- vegar um land. Loga skipa nú þessir menn: Hermann Ingi Hermannsson: söngur. Jóhannes Johnsen: hljómburð. Ólafur Bachmann: trommur. Valdimar Gislason: gítar. Ævar R. Kvaran: bassi. GUÐSPJALL DAGSINS: Matt. 5,20 — 26.: Réttlæti farfseanna. LITUR DAGSINS: Grænn. Táknar vöxt. Eink- um vöxt hins andlega Iffs. KAPELLA St. Jósefssystra í Garðabæ: Hámessa kl. 2 siðd. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 10.30 árd. Sóknar- prestur. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. STRANDAKRIKJA f Selvogi. Messa kl. 5 siðd. Sóknarprestur. SKÁLHOLTSPRESTAKALL: Messa í Bræðratungu kl. 2 siðd. — Og messa í Skálholti kl. 5.15 siðd. Sóknarprestur. INNRA-HÓLMSKIRKJA: Messa kl. 2 siðd. Séra Jón Einarsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30 árd. Séra Jón Einarsson i Saurbæ messar. Séra Björn Jónsson. BÁTAR ÓSKAST Rækjuvinnslan h.f. Skagaströnd óskar eftir bát- um í viðskipti sem gætu stundað úthafs rækju- veiðar í sumar og haust. Uppl. í síma 95-4789, 95-4652. Frá N0RRÆNA HUSINU Norski þjóðdansaflokkurinn „LEIKARRINGEN" frá Moss sýnir norska þjóðdansa með söng og spili á sunnudaginn (1 7. júlí) kl. 1 7:00 Allir velkomnir Norræna húsið NORRÍNÁ HUSIO POHIOLAN TAIO NORDENS HUS Sumarhúsasýning viðSundaborg Sýnum föstudag, laugardag, sunnudag og mánudag frá kl. 2—7 alla daga gefið Húsin eru tilbúin til flutnings og ibúðar strax ^' ' GÍSU JÓNSS0N & C0. H.f. Sundaborg, sími 86644

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.