Morgunblaðið - 16.07.1977, Page 8

Morgunblaðið - 16.07.1977, Page 8
8 MOHGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULl 1977 VALLHUMALL (AchiUea) AF ACHILLEUM eru til mörg og falleg afbrigði, sem eiga það flest sammerkt að vera auðveld í ræktun og falleg i blómi. Þau una sér best á frekar þurr- lendum stað og jarðvegurinn má gjarnan vera dálítið sendinn. Þær þurfa sól. Allir þekkja islenska VALL- HUMALINN Achillea mille- folium sem vex villtur um allt land. Ekki er hann heppilegur eða vel hæfur í garða, hegðar sér þar sem illgresi. En gamal- kunnur og vinsæll var (og er) hann sem mjög svo fjölhæf lækningajurt. Soðinn í seyði var hann notaður við meltingartrufiunum, þvag- teppu o.fb Soðinn i smyrsli eða þurrkaður og mulinn i duft þótti hann góður til að græða sár eða lækna útbrot. Rauður og bleikblómstrandi vallhumall (Röllika) er aftur á móti þekkt og vinsælt garð: blóm. Hann líkist hvita vall- humlinum að blaðskrúði og blómskipan en er nokkru hærri, eða um 60 sm. Blöðin eru finleg og falleg og blómin skrautleg i hálfsveip. Hann cr vel viðráðanlegur í ræktun þó raunar þurfi hann nokkurt aðhald eins og flest afbrigði af Achilleum. GULLHUMALLINN Ach. tomentosa myndar þétta jarð- læga fínlega breiðu af ljós- grænum fínskiptum blöðum og uppúr henni teygja sig 10—15 sm. háir stönglar með gullgul- um blómum í sveipkenndum skúfum. SKRAUT- eða MJAÐAR- HUMALL Ach. filipendulina verður á annan metra á hæð og blómstrar gulum stórum blóm- skermum sem hann lyftir virðulega á sterkum stilkum. Blómskermarnir halda lit sínum yfir veturinn séu þeir skornir af og þurrkaðir áður en þeir byrja að fölna á plöntunni. í sumum nágrannalöndum okkar eins og t.d. Bretlands- eyjum er skrauthumallinn ein- hver allra vinsælasta og best þekkta garðjurtin í ræktun hjá SKRAUTHUMALL Achillea filipendulina almenningi þar. Og vissulega er hann fagur með stór flöt gul blómskermahöfuð sín sem hann ber stoltur yfir grágrænu burknaliku laufi. SILFURHNAPPUR Ach. ptarmatica er einnig ágætt garðblóm, vinsælt og vel þekkt hérlendis, ca. 50—70 sm. á hæð. Hann hefur strik-lensulaga blöð. Blómin eru hvitir smá- hnappar og yfirleitt eru þeir ofkrýndir. Silfurhnappurinn þrifst vel en þarf stuðning í blómi. Til gamans má geta þess að hnerraduft var hér áður fyrri búið til úr blómum og rótum silfurhnappsins. Öllum Achilleum er auðvelt að fjölga með skiptingu og fræi. Fræin spíra á um það bil 10 dögum en athugandi er að þau þurfa birtu til þess að spíra vel. S.A. HAUKAR - HELLUBÍÓ Kynna nýju plötuna SVO Á RÉTTUNM Mætum í léttleikann með HAUKUM. Sætaferðir B.S.Í. — Þorlákshöfn — Selfossi — Laugarvatni. EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU VEIÐIÞÁ TTUR A öllum tímum hafa veiði- menn fundið hjá sér þörf til að útlista fyrir öðrum ástríður sin- ar og ástæður fyrir hegðun sinni. Þetta tilheyrir jafnt manninum I dag, sem forföður hans fyrir örófi alda. Veiði- skapur er þessu tvíþætta marg- slungna dýri svo eölileg útrás, að jafnvel það daufgerðasta tekur á sprett i hita leiksins. Veiðigleðin; þessi undarlega kennd sem maðurinn finnur af og til, er honum eftirá sífellt hugleiðingarefni. Hvað var það - sem gladdi hann mest? Er það aflinn sem liggur við fætur hans, eða var það kitlandi eftir- vænting aðdragandans, hraðinn og spennan i keppni manns og dýrs, eða bara óvissan um hver leikslokin yrðu? Í veiðiskap riðlast hin viðtekna venja þjóð- lífsins, sem skipar manninum í stéttir og stöður eða hópa eftir tekjum og aðstöðu. 1 veiðiskap kemur maðurinn fram eins og hann hefur erft frumbernsku sína og gleðinvið að finna þessa taug í sjálfum sér leysir fjötur hins daglega erils og gerir manninn hlýjan og opinskáan. Ef til vill er þarna að leita þess hve sportveiðimenn eru oft hástemmdir i lýsingum sínum og hve staðfastir þeir eru f skoðun um hvað er rétt og leyfi- legt gagnvart veiðidýrinu og hvað rangt. Togstreita milli ým- issa veiðiaðferða er ævagömul. I dag deilum við um hvort er réttara að veiða á flugu eða maðk eða spón. Skjóta á flugi eða sátri og svo framvegis. Fyrri tíma menn veltu sér upp úr hugleiðingum um hvort væri göfugri íþrótt að elta dýrin uppi og króa þau af með hund- um, leggja snörur, reiða fálk- ann út á sléttuna, eða egna öng- ul fyrir silung og sýndist sitt hverjum þá sem nú. Við skulum hverfa aftur í aldirnar og heyra hvað fyrri tíma menn sögðu um veiðar. Gaston Phoebus, sem bjó I Pyrenneafjöllum og stundaði sportveiðar alla sfna ævi af lífi og sál, segir í bók sinni „Livre de la Chasse," sem hann skrif- aði 1387—91 á þessa leið, f enskri þýðingu Edwards, Hertoga af York, í bókinni „Master of Game,“ sem út kom 1405. „Veiðimaðurinn lifir glaðara dugnaðar lffi en nokkur annar. Hann er hraustur á likama, og einnig á sál, þvf iðjulaus er hann aldrei. Sú nautn að sitja hest, hressilegt föruneyti hund- anna, sá fögnuður að skýra herra sínum frá fallegum hirti, sem að velli var lagður, og að heyra sagt i flokknum: „Sko, þarna var vænn tarfur, stríðalið holdadýr! tökum hann með!“ — þetta er nú meira en gaman. Hvert atvik á veiðum er skemmtilegt, allt frá þvi garp- urinn rís úr rekkju eldsnemma á heiðbjörtum morgni, heyrir fuglasönginn og sér döggina á . kvistum og grasi, unz hann snýr heim að kvöldi, þreyttur en sigursæll, gæðir sér vel á svíra hjartarins með góðu víni eða öli, og áður en hann gengur til náða, teygar hann svalt kvöld- loftið, svo heitur sem hann var orðinn. Veiðimaður, sístarfandi að verki sem hann nýtur, heil- brigður á lfkama og sál, ávallt nákominn náttúrunni, hann lif- ir glaður og tápmikill, og fer rakleitt til Paradísar, þegar hann deyr.“ Hér er nú ekki verið að skafa utan af hlutunum og augljóst að maðurinn hefur meint hvert orð sem hann skrifaði og undar- lega hefur eðlið litið breyst þessi 600 ár. Dame Juliana Berners, abba- dís og sportskona, sem skrifaði elstu bók um stangaveiði sem vitað er um, og kom út árið 1496, „The treatyse of fysshyng wyth an angel," hélt að sjálf- sögðu uppi merki stangaveiö- anna umfram aðrar veiðiað- ferðir. Hún sagði veiðar (hunt- ing) allt of erfiðar. Veiðimaður- inn þarf að hlaupa sveittur og móður á eftir hundum sínum ailan daginn. Fálkarinn hefur einnig f mörgu að snúast sagði hún. Hann veit aldrei hvenær fálkinn snýr til baka á hand- margan alvörumann vorkenna dorgurum, ég skal segja þér eitt, góði; þeir eru margir sem aðrir telja hyggna alvörumenn, en við aumkum og fyrirlftum; menn sem taldir eru hyggnir, af þvi þeir eru frá náttúrunnar hendi önugir á svip; fjárafla- menn, menn sem sólunda tfma sinum öllum, fyrst í að græða, og síðan f áhyggjur af að gæta fengins fjár; menn sem eru dæmdir til auðæfa og upp frá því örinum kafnir og leiðir; já, þessir rfku veslingar, við dorg- arar vorkennum þeim af öllu hjarta, og leggjum engan hug á hyggindi þeirra til að gerast DAME JULIANA BERNERS TREATYSE OF FYSSHYNGE WYTH AN ANGLE (1496) legg hans eða hverfur eitthvað út i buskann, og ánægju Fuglarans taldi abbadfsin heimskulega vosbúð. — En, stangaveiðimaðurinn þjáist hvorki af kulda né vanmáttugri örvæntingu, umfram það sem hann býður sjálfur heim. Hann missir i mesta lagi línu sína, eða öngul, sem hann getur bætt sér á augabragði. Það versta sem getur skeð er að hann miss- ir fiskinn, eftir að hann hefur þrifið öngulinn, eða hann veiðir ekki neitt, sem í sjálfu sér er ekki ástæða til að láta sér leið- ast, þvf hann fékk þó út úr veiðiferðinni heilsusamlega, rólega göngu f tæru lofti með ilman blóma. Hann heyrir söng fuglanna og styggir þá ekki, sem er miklu betra er urr og gelt hunda og hávaði veiði- horna. Izaak Walton, höfundur bók- arinnar „The Complete Angler,“ (Hinn algjöri dorgari) sem kom út árið 1653, segir f nokkurs konar vörn fyrir stangageiðifþróttina á þessa leið: „Og þú, sem hefur heyrt sjálfumglaðir. Nei, vinir, við njótum ánægju, sem er ofan við seilingu þess hugarfars. Getur verið að einhver sjái sjálfan sig? — Og, i sama kafla nokkru sfðar skilgreinir hann fþróttina að veiða á stöng með því að lýsa veiðigleði vinar síns á eftirfarandi hátt: „Við þann starfa var tóm- stundum hans ekki illa varið; því dorgið var huganum hvíld eftir leiðan lestur, það fjörgaði skap, létti drunga, sefaði órótt geð, kældi ástríður, tryggði ánægju; og það ól af sér frið- semd í háttum og stillingu I lund þeirra sem lögðu við það rækt.“ Hvert orð í þessum tilvitnun- um á við enn þann dag f dag. A hvað við leggjum áherslu fer bara eftir okkur sjálfum. — Og hver veit nema Arnold Gingridge hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði að stangaveiði væri: „Næst-besta gaman sem öðlast má án hlát- urs.“ Lffið er skemmtilegt. J.Hj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.