Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.07.1977, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 Níels P. Sigurðsson, sendiherra í Bonn: „Samskiptin við Sambandslýðveldið traust og vaxandi" „Það er óhætt að segja að samband tslands og V- Þýzkalands er mjög gott, og samskipti þessara þjóða eru vaxandi á flestum sviðum,“ sagði Niels P. Sigurðsson, sendiherra Islands í Sambands- lýðveldinu Þýzkalandi, f sam- tali við Morgunblaðið á dögun- um. „Viðskipti landanna standa nú með miklum blóma," sagði hann ennfremur. „Að vfsu hef- ur hallað töluvert á okkur en á sfðasta ári fórum vfð þó nokkuð langt f að jafna viðskiptin, þó að við næðum þvf ekki alveg. Við kaupum meira af Þjóðverj- um en öðrum rfkjum, aðallega af iðnaðárvörum ýmiss konar, svo sem vélum, bifreiðum og ýmsum öðrum fullunnum vör- um. Hins vegar seljum við þangað ýmsar sjávarafurðir, eins og ferskan fisk, lýsi og mjöl. Einnig er ál snar þáttur f útflutningi okkar til Sam- bandslýðveldisins. „Vegna mikillar eftirspurnar eftir frystum fiski og uppbygg- ingar markaða Islands fyrir frystan fisk f Bandarfkjunum var á sl. ári alls ekki unnt að fullnægja eftirspurn frá Þýzka- landi eftir frystum sjávarafurð- um. Spurning er þó að mfnum dómi hvort ekki sé heppilegra vegna framtfðarhagsmuna fs- lenzks sjávarútvegs að reynt verði að mæta eftirspurn eftir frystum sjávarafurðum á meginlandi Evrópu f rfkara mæli en gert hefur verið undanfarið. — Hvað um hin menningar- legu samskipti þjóðanna? „Já, menningarsamskiptin byggja á mjög gömlum merg. Ár hvert leggur f jöldi fslenzkra námsmanna leið sfna til Sam- bandslýðveldisins, aðallega til framhaldsnáms f ýmsum grein- um, og má þar nefna verkfræði, hagfræði, ýmsar raungreinar og tæknimenntun auk að sjálf- sögðu þýzku og þýzkra bók- mennta. Þýzk stjórnvöld hafa veitt fslenzkum námsmönnum rfflega styrki til að auðvelda dvöl þeirra f Þýzkalandi. Einnig eru mjög margar einka- stofnanir, sem veita erlendum námsmönnum styrki til fram- haldsnáms f Þýzkalandi, og fer úthlutun styrkja þessara í lang- flestum tilfellum fram eftir hæfni umsækjenda frá hinum ýmsu löndun, þannig að hið háa hlutfall fslenzkra námsmanna, sem slfka styrki hafa hlotið, ber vitni um hæfni þeirra og góða frammistöðu. „Af lslands hálfu er ávallt veittur árlegur styrkur til náms í fslenzku við Háskóla tslands, og margir Þjóðverjar hafa lagt stund á fslenzku og fslenzkar bókmenntir með þessum hætti. tslenzka er auk þess kennd við fjölmarga háskóla í Sambands- lýðveldinu og góð fslenzk bóka- söfn eru fyrir hendi, eins og t.d. við háskólann f Köln og Kiel. tslenzkir rithöfundar eru vel- kynntir f Þýzkalandi, þó sér- staklega Jón Sveinsson (Nonni), Halldór Laxness og Gunnar Gunnarsson, og t.d. hittir maður varla Þjóðverja sem kominn er yfir miðjan ald- ur, er ekki hefur lesið Nonna- bækurnar f æsku.“ Niels vfkur talinu að pólitfskum samskiptum land- anna. „Báðar þessar þjóðir eru aðilar að Atlantshafsbandalag- inu og hafa pólitfsk samskipti landanna sfðustu áratugina verið byggð á gagnkvæmu trausti og samstarfi innan nefndra varnarsamtaka og OECD — Efnahags- og fram- farastofnunarinnar. Sem kunn- ugt er áttu löndin þó f fiskveiði- deilu á árunum 1972—’75 en sú deila leystist með samkomulagi um fiskveiðar þýzkra togara, sem gert var f lok nóvember 1975. Samkomulag þetta fellur úr gildi seinnihluta þessa árs eða f nóvemberlok og mun ýms- um aðilum f V-Þýzkalandi þykja það miður ef ekki verður um neitt framhald á veiðum þýzkra togara við tslands eftir að samkomulagið fellur úr gildi.“ Nfels sagði ennfremur, að enda þótt hann hafi ekki gegnt sendiherrastörfum f Bonn nema hálft annað ár hafi hann orðið var við að mjög mikill áhugi rfki f Þýzkalandi á ferð- um til Islands. „Ferðamanna- straumurinn frá Sambandslýð- veldinu hefur Ifka aukizt mjög á sfðustu árum, enda gefst nú Þjóðverjum kostur á beinum flugferðum til Islands yfir sumarmánuðina, bæði frá Frankfurt og Diisseldorf. An efa mætti auka þennan ferða- mannastraum með þvf að kom- ið yrði á beinum flugferðum einnig á vorin og haustin og helzt allt árið um kring. „Að þvf er f jölda erlendra ferðamanna til tslands varðar munu Þjóðver jar f öðru sæti á eftir Bandarfkjamönnum. Ann- að sem benda má á f þessu sambandi er það að þýzku ferðamennirnir sem hingað koma, eru flestir sæmilega vel stæðir, og eyða þvf hlutfalls- lega meiri gjaldeyri á tslandi en ferðamenn annarra þjóða. A hinn bóginn fara ekki margir Islendingar f ferðalög til Þýzkalands, enda er þýzka markið ekki hagstætt fyrir fs- lenzka ferðalanga um þessar mundir.“ Nfels segir, að nefna megi ýmis önnur samskipti milli þjóðanna sem f undirbúningi eru eða verið er að vinna að. „Það má t.d. nefna að fslenzk þingmannanefnd undir forsæti Ragnhildar Helgadóttur, for- seta neðri deildar Alþingis, var f heimsókn í Þýzkalandi í sfð- asta mánuði, og þýzk þing- mannanefnd var hér á Islandi stuttu sfðar. Slfkar heimsóknir eru m jög gagnlegar og gefa þeim fulltrúum, sem kjörnir eru til þingsetu, kost á að kynn- ast með eigin augum hinum ýmsu hliðum mála, bæði f þeim tilfellum þegar samskipti þjóð- anna ganga vel og eins ef ein- hver vandamál kunna að rfsa upp. „t framhaldi af þessu má nefna að önnur fslenzk þing- mannanefnd mun koma til Þýzkalands f haust, og að nú starfa samstarfsnefndir í báð- um löndunum með það fyrir augum að auka viðskipti land- anna og samvinnu á ýmsum sviðum." — Helmut Schmidt Framhald af bls. 15 aðra ráðamenn Hamborgar. Innan flokksins fór Schmidt sínar eigin leiðir. Meðan flokksmenn voru upp til hópa andvígir endurhervæð- ingu V-Þýzkalands hélt hann því ákaft fram, að þar væri um að ræða nauðsyn, og frægt varð þegar hann stormaði út af stúdentaþingi í Berlín, eftir að þar hafði verið samþykkt að skora á stjórn- ina í Bonn að freista þess, að koma á bráðabirgðasambandi þýzku ríkjanna beggja vegna járntjaldsins. En þótt mest hafi orðið vart andstöðu Schmidts við einræðisstjórnir kommúnista hefur hann ekki síður verið mótfallinn hægra einræði, eins og þegar til athugunar var að V-Þjóðverjar fengju hernaðar- aðstöðu á Spáni í byrjun sjöunda ára- tugarins. Hann mótmælti harðlega þeim ráðagerðum, og Iýsti þvi yfir, að einræðisstjórn Francos væri á sama bekk og einræðisstjórn Ulbrichts í Austur-Þýzkalandi. Helmut Schmidt hefur lengst af frá því, að hann tók sæti á þingi, verið einn helzti talsmaður flokks sfns í varnar- málum og eftir sigur flokksins í þing- kosningum 1969 þegar Willy Brandt myndaði stjórn ásamt Frjálsum demó- krötum, þótti hann sjálfkjörinn í em- bætti varnarmálaráðherra. Þvi em- bætti gengi hann þar til hann tók við stjórn efnahags- og fjármála á árinu 1972. Því embætti gegndi hann á mikl- um umbrotatímum í efnahagsmálum heimsins þar til hann tók við embætti af Willy Brandt i maímánuði 1974. Kona Schmidts er Hannelore Glaser, en hún gengur undir gælunafninu Loki. Þau eiga eina dóttur barna. Heimili kanslarahjónanna er í Ham- borg, enda þótt þau dvelji lengstum I Bonn. Sumarbústað eiga þau í Slésvík- Holstein. Kanslarinn er annálaður fyrir starfs- þrek sitt, en vinnudagurinn er oftast um 18 klukkustundir, og enda þótt hann sé stundum sakaður um ónær- gætni og skilningsleysi við samstarfs- menn sína, kunna þeir vel að meta að hann er hress i bragði, gamansamur og hefur einstakt lag á að fá þá til að vinna í sameingingu. Eitt kærasta hugðarefni Schmidts er skák. Hann teflir oft við konu sína, og þegar „skákeinvígi aldarinnar" stóð í Reykjavik, dvöldust þau í sumarbústað sínum og fylgdust nákvæmlega með þróuninni á taflborðinu. Gangur skák- anna birtist jafnóðum í dagblöðum, og þá settust hjónin niður og fóru yfir skákina. Schmidt var eindreginn stuðn- ingsmaður Bobby Fischers, og má með sanni segja, að þar hafi einn ötull kappi borið kennsl á annan. —-A.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.