Morgunblaðið - 16.07.1977, Síða 23

Morgunblaðið - 16.07.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULl 1977 23 auka framleiðslu í landbúnaði og iðnaði og efla viðskipti við önnur lönd. Einnig kom hér við sögu skilningur þýzkrar verkalýðs- hreyfingar á nauðsyn þess að byggja upp atvinnulifið og hélzt vinnufriður i landinu um árarað- ir. Þá kom það V-Þjóðverjum einnig til góða að engum fjármun- um ríkisins var eytt i óarðbæra hervæðingu og sparaði það vita- skuld mikil verðmæti, sem hægt var að nota til þarfari verkefna. Á siðari helmingi ársins 1948 hafði þegar náðst sá árangur að fram- leiðsla hafði aukizt úr því að vera 45% af þvi, sem hún var á árinu 1936, i 75% af framleiðslu þess árs. Mjög mikil fjárfesting var í iðn- aði á þessum árum og mikið lagt í vélar og annan búnað. Jókst fram- leiðsla hröðum skrefum á hverju ári og atvinnuleysi hraðminnkaði. Á áratugnum 1950—60 var árleg meðalaukning þjóðarframleiðslu i V-Þýzkalandi um 7,9% og um 4,5% á næsta áratug. Þjóðartekj- ur á mann jukust hraðfluga og lífskjör bötnuðu. Hinn mikla hag- vöxt á þessum árum má að sjálf- sögðu skýra með þeirri miklu fjárfestingu sem gerð var í upp- hafi og aukinni framleiðni vinn- andi manna i landinu. Síðast en ekki sízt átti sinn þátt i velgengn- inni skynsamleg fjármálastjórn sambandsstjórnarinnar, sem beitti sér fyrir frjálsu markaðs- hagkerfi, þar sem séð var fyrir félagslegu öryggi allra þegna inn- an ramma tryggingakerfisins. Á siðasta áratug var V- Þýzkaland orðið langöflugasta ríki Vestur-Evrópu, þar sem efna- hagslíf einkenndist af jafnvægi, örum hagvexti án verðbólgu, traustum gjaldmiðli og litlu at- vinnuleysi. Nutu Þjóðverjar góðs af því að verðbólga þar var jafnan minni en í helztu viðskiptalönd- um þeirra og útflutningur af þeim sökum talsvert meiri en inn- flutningur þrátt fyrir sihækkandi gengi marksins. Voru gjaldeyris- sjóðir landsins jafnvel orðnir svo digrir að vandræði sköpuðust í samskiptam við önnur ríki, sem töldu og telja raunar enn, að Þjóð- verjar eigi að reyna að auka inn- flutning sinn meir en gert hefur verið og stefna ákveðið að jöfnuði á utanrikisreikningi. I efnahagskreppunni á fyrri hluta þessa áratugs fór V- Þýzkaland ekki varhluta af erfið- leikum þeim sem hærra olíuverð og almennur samdráttur ollu. Efnahagur þeirra er að því leyti viðkvæmur, að mikill hluti iðn- framleiðslu er til útflutnings og því getur samdráttur i viðskipta- löndum haft alvarleg áhrif i V- ýzkalandi. Hefur atvinnuleysi af þeim sökum nokkuð vaxið á undanförnum árum. Stjórn Schmidts hefur farið þá leið að auka ekki eftirspurn í landinu hröðum skrefum, i og með af ótta við og vegna biturrar fyrri reynslu af verðbólgu. Hefur at- vinnuieysi minnkað hægt en at- vinnuleysingjum verið tryggðar umtalsverðar bætur. Eru horfur á því að atvinnuleysi fari ekki ört minnkandi næstu misseri en hag- vöxtur verði engu að siður allmik- ill. Efnahagsstjórnendur í mörgum löndum hafa löngum litið öfundaraugum til V-Þýzkalands og margir þeirra talið að margt mætti þar læra um stjórn efna- hagsmála. Ludvig Erhard, sem var efnahgasráðherra frá fyrstu árum Sambandslýðveidisins og þar til hann varð kanzlari 1963, hefur löngum verið eignað v- þýzka efnahagsundrið. Banda- riski hagfræðingurinn John Kenneth Galbraith telur þó í ný- legri bók sinni að þegar kjölur var lagður að nýskipan þýzkra efnahagsmála, 1948, hafi tveir bandarískir hagfræðingar af þýzkum gyðingaættum, Gerhard Colm og Raymond Goldsmith, átt þar stærstan hlut að máli, en Erhard hlotið heiðurinn fyrir. Þetta er auðvitað aukaatriði, en meira máli skiptir að aðgerðirnar sem gripið var til reyndust svo vel sem raun ber vitni og hafa af mörgum verið taldar til eftir- breytni. f Vestur-Þjóðverjar: VESTUR-Þýzkaland er eitt af mikilvægustu viðskipta- löndum Islendinga og hafa viðskipti okkar við Vestur- Þjóðverja farið vaxandi. Á síðastliðnu ári seldum við þeim vörur fyrir 7.728.6 milljónir króna, en keyptum af þeim fyrir 9.307.9 milljónir króna. Aðeins tvær þjóðir kaupa meira af okkur en Vestur-Þjóðverjar, en það eru Bandaríkjamenn og Bretar, en við kaupum ekki eins mikið af nokkurri þjóð eins og Vestur-Þjóðverjum, að Sovétmönnum undanskildum. Ef litiö er á viðskipti okkar við Vestur-Þjóðverja, I hlutfalli við heildar utanríkisviðskipti okkar, þá fara 10.5% af öllum okkar út- flutningi til Vestur-Þýzkalands en þaðan koma 10.9% af öllu þvf sem við flytjum inn. Viðskipti Islendinga og Vestur- Þjóðverja er engin ný bóla. Fyrir seinni heimsstyrjöldina höfðum við mikil menningar- og viðskipta- leg samskipti við Þjóðverja, sem lögðust niður þegar til ófriðar dró. Viðskiptin komust á nýjan leik á eftir styrjöldina og fóru vaxandi, eftir þvi sem uppbygg- ingu miðaði í Vestur-Þýzkalandi og urðu Þjóðverjar brátt meðal okkar stærri fiskkaupenda. Þorskastríðin svo nefndu, settu viðskipti Iandanna f brennipúnkt. Bæði gerðist það að löndunar- bann var sett á fslenzka togara í þannig að Vestur-Þjóðverjar eru nú orðnir stærstu kaupendur okk- ar á kísilgúr, næst stærstu á áli og þriðju stærstu á prjónavörum. Eru fáar þjóðir, sem kaupa eins mikið af iðnaðarvörum af okkur og Vestur-Þjóðverjar, en 54V5% af útflutningi okkar til þeirra eru iðnaðrvörur. Öþarft er að tfunda í smáatrið- um hvað tslendingar kaupa af Vestur-Þjóðverjum enda vestur- þýzkar vörur vel þekktar hér á landi fyrir gæði. Fyrirtæki og vörumerki eins og Volkswagen, Siemens, Bosch, Bayer, Krups, Mercedes Benz, Thyssen, Grundig , BASF, Hoechst, BMW, Rollei og fleiri hafa komið mikið við við- skiptasögu Islands og Vestur- Þýzkalands og getið sér gott orð meðal tslendinga, enda I fremstu röð f heiminum. Þar sem Vestur- vesturþýzkum höfnum 1974 og 1975, sem varð til þess að veru- lega dró úr sölu okkar á sjávaraf- urðum þangað. Um sama leyti heyrðust háværar raddir hér á Islandi um að við ættum að hætta að kaupa vestur-Þýzkar vörur. Ekki varð þó af þvi, sem betur fer, því slíkt viðskiptabann hefði að öllum likindum valdið tslend- ingum sjálfum miklu fjárhags- tjóni, án þess að eftir því yrði tekið annars staðar. Svo fór lfka að samningar tókust með tslend- ingum og Vestur-Þjóðverjum um fiskveiðimál og viðskiptin komust i eðlilegt horf. Annað atriði, sem máli hefur skipt fyrir viðskipti okkar við Vestur-Þjóðverja, er viðskipta- samningur okkar við Efnahags- bandalag Evrópu. Sá samningur hefur skapað okkur stóra markaði í Evrópu, þar á meðal í Vestur- Þýzkalandi. Hafa tollar á sjávar- afurðum og iðnaðarvörum i EBE löndunum farið lækkandi i áföng- um og féllu alveg niður 1. júlí sfðastliðinn. Lágtollar eða toll- frelsið hefur valdið þvf að veruleg aukning hefur orðið á sölu ís- lenzkra afurða, ekki sfzt iðnaðar- varnings til Vestur-Þýzkalands. Á milli áranna 1975 og 1976 jókst útflutningur okkar þangað um hvorki meira né minna en 156%, Viðskiptin við Vestur-Þjóóverja Innflutningur Útflutningur Þýzkaland er eitt af iðnaðarstór- veldum veraldar er eðlilegt að það séu fyrst og fremst fullunnar iðnaðarvörur, sem við sækjum til þeirra. Ef litið er á þrjá stærstu vöruflokkana sem við kaupum af þeim kemur i Ijós að mest flytjum við inn af rafmagnsvélum og tækjum eða fyrir 1.507.8 milljón- ir, aðrar vélar fyrir 1.470 milljón- ir og bila og önnur flutningatæki fyrir 1.017.5 milljónir. Þó að útflutningur okkar til Vestur-Þýzkalands sé mikill þá varð halli á viðskiptunum, okkur i óhag á síðasta ári og nam hann röskum 1.5 milljarði króna. Þessi halli segir hins vegar ekki alla söguna um greiðslujöfnuð, og það að meðtöldum svokölluðum þjón- stujöfnuði. Undanfarin ár hafa vestur-þýzkir ferðamenn fjöl- mennt til Islands og gefið af sér miklar tekjur, sem vafalaust eru töluvert umfram eyðslu Islemd- inga í Vestur-Þýzkalandi. Jafn- framt hefur Vestur-Þýzkaland verið einn af mikilvægustu mörk- uðum Flugleiða og eru þvi ótaldar þær milljónir, sem þeir greiða is- lenzku flugfélögunum f fargjöld. Af þessum sökum má ætla að nán- ast jöfnuður sé i viðskiptum okk- ar við Vestur-Þýzkaland og er hann vafalaust meiri en viðskipt- um við flestar aðrar þjóðir. Stærstu kaupendur á ísienzkum kísilgúr, næst stærstir á áli og þriðju stærstir á prjónavörum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.