Morgunblaðið - 16.07.1977, Page 25

Morgunblaðið - 16.07.1977, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULI 1977 25 Dauðalínan Obrotgjarn minnisvarði umóvinsæft stjórnarfar Um þessar mundir eru tæp 16 ár frá þvi að Berlínarmúrinn var reistur, en það var nánar tiltekið hinn 13. ágúst 1961, að valdhafar í A-Þýzkalandi létu reisa hann og fullkomnuðu þannig algera innilokun fólks- ins i riki sínu. Klukkan var 2 að nóttu 13. ágúst 1961, er a-þýzkar her- sveitir tóku sér skyndilega stöðu á mörkum A- og V- Berlínar og lokuðu þeim með gaddavírsgirðingum. Skrið- drekar óku að þeim stöðum, sem voru mikilvægastir, og her- sveitir búnar þungum vopnum komu sér fyrir. Næsta daga á eftir var svo komið upp þykk- um vegg úr steinsteypu og hlöðnu grjóti, og öðrum þver- girðingum, og hafði öflug a- þýzk herlögregla umsjón með framkvæmd verksins. Aðgerðir þessar komu í kjöl- far siaukins straums flótta- manna frá A-Þýzkalandi til Berlinar. Sólarhringinn næstan á undan höfðu 24oo A- Þjóðverjar komið ti) V-Berlinar og höfðu aldrei verið jafnmarg- ir. I yfirlýsingu, sem Varsjár- bandalagið gaf út, varðandi lok- un markanna milli borganna, var m.a. sagt að landamærun- um hefðu verið lokað i því skyni „að fæla litilsgildar manneskjur i A-Þýzkalandi frá þvi að svíkjast undan merkj- um“ og austur-þýzka stjórnin tilkynnti að þetta ástand myndi haldast unz friðarsamningar hefðu verið gerðir. í orðsendingu frá Vesturveld- unum til rússneska her- námsstjórans vegna þessara að- gerða segir m.a. „Allt frá því að samgöngubannið var sett á Ber- lin, 1948, hefur fjórveldasam- komulagið um Berlin ekki verið rofið með jafn svivirðilegum hætti." Þessi andmæli sem önn- ur voru hins vegar algerlega virt að vettugi af hálfu Sovét- ríkjanna og Willy Brandt, borgarstjóri V-Berlínar, lýsti því yfir að ákvarðanir kommún- ista sýndu algera uppgjöf þeirra manna, sem farið hefðu með völd á hernámssvæði Sov- étrikjanna í Þýzkalandi. Pravda, málgagn sovézka kommúnistaflokksins, skýrði frá því; að fyrirskipunin um að loka landamærunum milli Austur- og V-Berlinar hefði verið gerð með fullu samþykki íbúa A-Berlinar. Sagði blaðið að til þessara ráðstafana hefði ver- ið gripið, til að koma i veg fyrir hinar síauknu ferðir „umboðs- manna heimsvaldasinna og njósnara" til A-Berlínar. Hvergi var hins vegar vikið að þvi að ráðstöfunin væri til þess gerð að stöðva hinn mikla flóttamannastraum frá A- Þýzkalandi. Múrinn svipti Berlinarbúa opinni samgönguleið yfir svæðamörkin í borginni, og voru þar með rofin enn ein samgöngutengsl milli Þjóð- verja í austur- og vesturhluta landsins. Siðan hafa Þjóðverjar æ ofan i æ orðið að gjalda fyrir tilraunir til að komast milli landshluta með fangavist, áverkum eða jafnvel lifinu. Fyrstu 10 árin eftir að múr- inn var reistur biðu 64 manns bana við tilraunir til að komast yfir hann, og jafnframt fórust 78 á dauðaræmunni meðfram markalinunni milli lands- hlutanna. Rúmlega 9000 manns hlutu fangelsisdóma i A- Þýzkalandi vegna flóttatil- rauna. Fram til ársins 1968 tókst 27518 manns að flýja til V-Berlínar en frá þvi ári hafa ekki verið gefnar út opinberar tölur, en vitað er að alltaf tekst nokkrum hundruðum manna að fíýja árlega, þótt stöðugt sé hert á eftirliti og flóttatil- raunirnar séu lifshættulegar. Frá árinu 1949 og þar til Berlinarmúrinn var reistur er vitað um 2.732,734 manns, sem flýðu til V-Þýzkalands og frá 1945 til sama tima er talið að um 4 milljónir manna hafi flú- ið. Berlínarmúrinn lokaði þess- ari leið og þar með undankomu- leið þeirra, sem vildu flýja ófrelsið, enda var það eina markmið a-þýzku stjórnarinnar með byggingu hans. Mánuðinn á undan hafði fjöldi flótta- manna náð hámarki, en þá flýðu um 30 þús. manns til V- Berlínar. Athyglisvert var, að ungt fólk var mikill hluti þess- ara flóttamanna og tilheyrði einmitt þeirri kynslóð, sem ffá æsku hafði alizt upp við fræði kommúnismans, kenninguna um ekkert lif væri ákjósanlegra þvi sem grundvallaðist á kenn- ingum Marx og Lenins. Berlinarmúrinn stendur enn og er óbrotgjarn minnisvarði um lifsskoðun og stjórnarfar, sem er svo óvinsælt meðal þeirra þegna, sem við það búa, að reisa verður Berlínarmúra utan um þá til þess, að þeir flýi ekki burtu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.