Morgunblaðið - 16.07.1977, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 16.07.1977, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. JULÍ 1977 39 HÆKKAR ENN FLUGIÐ t einum bezta og skemmtilegasta knattspyrnuleik sem lengi hefur sézt milli fslenzkra knattspyrnu- liða sigraði Valur Vestmanna- eyinga á Laugardalsvellinum ( gærkvöldi með tveimur mörkum gegn engu. Hafa Valsmenn þar með enn tryggt stöðu sfna á toppnum f 1. deildinni — ekkert lið hefur tapað jafn fáum stigum og þeir, og vfst er að erfitt er að fmynda sér annað en að Valur haldi titlinum f ár. Þeir leika beztu knattspyrnuna um þessar mundir — knattspyrnu sem heldur fyllilega til jafns við það sem gerist erlendis og það jafnvel hjá atvinnuliðum. t liði þeirra er tæpast veikan hlekk að finna, og betra leikskipulag og hugsun er ekki að finna hjá fslenzku knatt- spyrnuliði. Og Eyjamenn voru líka góðir í gærkvöldi. Lið þeirra barðist af miklum dugnaði og gerði marga hluti mjög vel, — sérstaklega úti á vellinum. Þegar þeir nálguðust mark Valsmanna var hins vegar ekki nógu mikil festa í leik beirra — það var of tilviljunar kennt sem leikmennirnir gerðu. Oft tókst þeim þó að skapa sér sæmi- leg marktækifæri, en höfðu ekki heppnina með sér. ATLI SKORAR Til að byrja með voru Vest- mannaeyingar, sem léku móti gol- unni i fyrri hálfleik, atkvæða- meiri í leiknum í gærkvöldi, en Valsvörnin stóð sig mjög vel og „dekkaði" hættulegustu menn Eyjaliðsins, Tómas og Sigurlás, mjög þétt og ákveðið. Var greini- legt að aðrir leikmenn Eyjaliðsins leituðu mjög að þeim, og sending- ar þeirra misheppnuðust því all- oft. Fyrsta verulega hættulega tækifærið í leiknum kom á 14. mínútu, eftir slæm mistök dómarans, Kjartans Ólafssonar. Ingi Björn fékk þá sendingu inn að vallarmiðjunni, og tókst að leggja knöttinn fyrir sig með hendinni og snúa þannig á varnarmann Vestmannaeyinga, sem sótti að honum. Tók dómar- inn ekki eftir þessu atviki, né heldur línuvörðurinn sem stóð þó rétt hjá þeim stað er brotið átti sér stað. Lék Ingi Björn að Vest- mannaeyjamarkinu og gaf síðan á Guðmund Þorbjörnsson sem var í VALUR - ÍBV 2:0 Texti: Steinar J. Lúðvfksson Myndir: Friðþjófur Helgason. dauðafæri. Skaut Guðmundur f stöng, en fékk knöttinn aftur, en þá bjargaði Olafur Sigurvinsson skoti hans á Ifnunni. Nokkrum minútum siðar náðu Valsmenn óvænt forystu i leikn- um. Fremur meinleysislegri sókn þeirra upp hægri kantinn lauk með þvi að Bergsveinn Alfonsson átti langa sendingu inn í vítateig Vestmannaeyinga. Einari Frið- þjófssyni mistókst að hreinsa frá og Sigurður Haraldsson mark- vörður missti einnig af knettin- um. Tókst Atla Eðvaldssyni að ná honum og pota honum í markið. AGÆTT MARK GUÐMUNDAR Valsmenn hresstust mjög við þetta mark Atla og sóttu skemmti- lega það sem eftir lifði hálfleiks- ins, án þess þó að hafa erindi sem erfiði. Var það ekki fyrr en á fimmtu minútu seinni hálfleiks að Valur skoraði annað mark, og þá eftir svipuð varnarmistök hjá Vestmannaeyingum og er fyrra markið kom. Löng sending kom inn í vítateig Eyjamanna, þar sem Ólafur Sigurvinsson virtist eiga tök á því að hreinsa frá, en hann missti knöttinn til Guðmundar Þorbjörnssonar sem skoraði með svo föstu skoti að það söng i net- möskvunum i Eyjamarkinu. Þar með voru úrslit leiksins ráðin. Valsmenn drógu lið sitt nokkuð aftur eftir mark þetta, og Eyjamenn sóttu allstift, án þess þó að geta skapað sér hættuleg færi. Af og til áttu svo Valsmenn stórhættulegar sóknir og skall t.d. hurð nærri hælum undir lokin er Ingi Björn Albertsson komst inn fyrir Eyjavörnina, en Sigurður Haraldsson kom þá mjög vel út á móti og tókst að loka markinu, þannig að skot Inga Bjarnar lenti í honum og út fyrir endamarka- linu. GÓÐ KNATTSPYRNA — SKEMMTILEG LIÐ Þeir fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á Laugardalsvöll- inn i gærkvöldi fengu að sjá knattspyrnu eins og bezt getur orðið hjá áhugamannaliðum. Hraði, snöggar og skemmtilegar skiptingar, mikil barátta — allt þetta bauð leikurinn upp á. 1 list knattspyrnunnar voru Valsmenn greinilega fremri. Lið þeirra er mjög jafnt, en bezti leikmaður þess i gærkvöldi var þó sennilega Guðmundur Þorbjörnsson. Það var oft stórkostlegt að fylgjast Ekkert hik ekkcrt fum. Þrumu- skot Guðmundar Þorbjörnsson- ar á leið i iBV-markið. með því hvernig hann sneri á andstæðinga sina með hraða sínum og útsjónarsemi, hvernig hann skilaði knettinum frá sér og hvernig hann vann fyrir liðið. Ingi Björn átti einnig góðan leik, svo og Dýri Guðmundsson og Albert Guðmundsson. Eins og Valsliðið lék í gærkvöldi er óhætt að spá því frama og verður vissu- lega tilhlökkunarefni að sjá til þess í Evrópubikarkeppninni, þegar að henni kemur. Betra að það sýni jafnmikla snilldartakta þar og það gerði i gærkvöldi. Eyjamenn söknuðu eins bezta leikmanns sins, Þórðar Hallgríms- sonar, í leiknum i gærkvöldi, en hann er nú í leikbanni. Vafalaust Framhald á bls. 28 ÚTIMÓT STÚLKNANNA Á HÚSAVÍK ISLANDSMÓTIÐ f meistara- flokki kvenna I handknattleik utanhúss verður haldið á Húsavfk dagana 12.—14 ágúst n.k. og er mótið liður I hátfðahöldum vegna 50 ára afmælis Völsungs. Völs- ungar hyggjast tefla fram sterku liði að þessu sinni og munar þar mestu um hina landskunnu hand- knattleikskonu Björgu Jónsdótt- ur, en hún og eiginmaður hennar, Pálmi Pálmason, handknattleiks- maður úr Fram, hyggjast setjast að á llúsavfk á komandi hausti og stunda þar kennslu. Handknatt- leiksráð Völsungs vonast til að sem flest lið rnæti til leiks, en þátttökutilkynningar, ásamt 5000 króna þátttökugjaldi þurfa að hafa borizt fyrlr 20. júli til Ingólfs Freyssonar, Sólvöllum 6, Ilúsavlk. Atli Eðvaldsson hefur náð knettinum við marklfnuna og skorar fyrra mark Vals. LIÐ VALS: Sigurður Dagsson 3, Guðmundur Kjartansson 3, Hörður Hilmarsson 3, Dýri Guðmundsson 3, Magnús Bergs 2, Ingi Björn Albertsson 3, Atli Eðvaldsson 3, Albert Guðmundsson 3, Guðmundur Þorbjörnsson 4, Bergsveinn Alfonsson 3, Kristján Asgeirsson 2, Óttar Sveinsson (varam.) 1. LIÐ IBV: Sigurður Haraldsson 3, Ólafur Sigurvinsson 3, Einar Friðþjófsson 2, Gústaf Baldvinsson 2, Friðfinnur Finnbogason 2, Sveinn Sveinsson 3, Óskar Valtýsson 3, Sigurlás Þorleifsson 3, Tómas Pálsson 2, Karl Steinsson 2, DÓMARI: Kjartan Ólafsson 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.