Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JÚLÍ 1977 11 VIÐ STJÓRNVÖL BORGAR Borgarráð, hafnar- stjórn, stjórn SVR » Sp.: Albert. Þú ert f borgarráði, hafnarstjórn og stjórn SVR. Vilt þú I örstuttu máli segja eitthvað þar um? BORGARRÁÐ: Borgarráði ber- ast yfirleitt öll mál, bæði úr „kerfinu" sjálfu og frá einstak- lingum, sem erindi eiga við borg- arstjórn. Þar eru málin könnuð ofan í kjölinn, rædd og ákvarðan- ir teknar — eða vísað til endan- legrar afgreiðslu í borgarstjórn. Þá felur bórgarstjórn oft borgar- ráði afgreiðslu og könnun mála. Seta í borgarráði gefur því borg- arfulltrúa gott yfirlit yfir störf borgarfyrirtækja, nefnda og ráða; einnig tækifæri til áhrifa á gang mála, fram yfir það sem aðrir. borgarfulltrúar hafa. HAFNARSTJÖRN: Eins og fram kom f viðtali við formann hafnarstjórnar, Ólaf B. Thors, i Morgunblaðinu sl. laugardag, er höfnin „lífæð“ borgarinnar. Það er þvf nauðsynlegt að halda hafnarmannvirkjum vel við, byggja við höfnina og tryggja grósku í því athafnalifi, sem á þessum vettvangi fer fram. Ég get litlu bætt við greinargott yfirlit formanns hafnarstjórnar um starfsemi, sem f höfninni fer fram; árétta aðeins orð hans um nauðsyn þess að efla þátt hafnar- innar f atvinnulífi borgarinnar. I því efni undirstrika ég, að sömu lög og reglur þurfa að gilda um Reykjavíkurhöfn og aðrar hafnir i landinu. S.V.R.: Strætisvagnar Reykja- víkur eru ein þarfasta stofnun borgarinnar en rekstur þeirra er hvað erfiðastur af þjónustugrein- um borgaraná. Kröfur um sfbætta þjónustu eru réttilega miklar. Fólk þarf að geta komizt leiðar sinnar á sem skemmstum tima, hvort heldur um er að ræða ferðir til og frá vinnustað eða vegna annarra erinda. Hins vegar gera fæstir sér grein fyrir, hve breyti- legt veðurfar okkar gerir rekstur vagnanna oft erfiðan. Aðalstarf stjónar SVR felst i þvf að fjalla um leiðakerfi, sem er vandasamt og flókið viðfangsefni, og útfærslu á því. Ennfremur að fjalla um ýmsar ábendingar til úrbóta, kvartanir og þess háttar, auk annarra stjórnunarstarfa, er undir hana heyra. Því miður býst ég við að langt verði þess að bíða, að forstjóra og starfsfólki SVR verði þakkað sem vert er, opinberlega, vel unnin störf. En það er löngu tfmabært að láta slíka viðurkenningu i ljós. Atvinnumál: Atvinnumál skipa að sjálfsögðu háan sess í hugum borgarfulltrúa. Borgarráð fól ný- lega mér og Sigurjóni Péturssyni borgarráðsmanni að undirbúa, ásamt fulltrúum frá samtökum iðnaðarins og Iðju, félags verk- smiðjufólks, Iðnkynningarsýn- ingu I Revkjavfk, og verður hún sett hin* 19. september nk. og stendur til 2. október nk. Markús Örn Antonsson borgarfulltrúi bættist síðar í sýningarnefndina. Sýning þessi, sem verður um- fangsmikil, á að kynna borgarbú- um iðnað í borginni og störf hon- um tengd. Jafnframt á sýningin að opna augu borgarbúa fyrir þeirri staðreynd að iðnaðurinn verður að mæta broðurparti þeirrar viðbótareftirspurnar eftir atvinnu, sem framtíðin felur i sér. Þar af leiðir að iðnaðurinn þarf almannaáhuga og stuðning, ekki sízt varðandi kaup og notkun is- lenzkrar framleiðslu. Við verðum að hrífa borgarbúa með okkur í þessu starfi. Að nota íslenzka framleiðslu tryggir velgengni i borginni sem og annars staðar f þjóðfélaginu. Lokaorð Og að lokum, Albert? Að lokum vil ég segja að sárast er að geta ekki alltaf leyst úr vanda þeirra, sem til mín leita. Að sjálfsögðu er margt í störfum borgarfulltrúa öðruvísi en ég bjóst við — og ýmsu má breyta. En ég hefi haft mikla ánægju af þessum störfum og vona, að seta min í borgarstjórn hafi gert gagn. Ég hefi kynnzt mörgu góðu fólki, starfað með góðum félögum, að áhugamálum, og það til viðbótar við góða fjölskyldu, gefur lífinu gildi. Skilaðu svo kveðju til vina minna og velunnara. sf. Ibúðarblokk fyrlr aldraða við Furugerði. •• Stefán Om Stefánsson; Tenging borgarhluta með hrað- brautum Undanfarið hefur mátt lesa úr smáfréttum dagblaða pistla, sem borið hafa ólíkt yfirbragð og í fljótu bragði hafa virzt fjalla um ólík efni. Má sem dæmi nefna myndir úr sólskini í Öskjuhlið- inni, mótmæli Kópavogsbæjar gegn Aðalskipulagi Reykjavikur, stilladsa-smiði Elliðaárdal • og áhyggjur safnfólks í Arbæjar- safni vegna fyrirhugaðrar hrað- brautar austan safnsins. Fróðlegt er að bera þessa pistla saman og athuga hvort ekki myndi brotin eitthvert mynztur. Vera kann, að þau hangi öll á sömu spýtunni, — svo líking sé dregin af stilladsinu við Elliðaár- stífluna. Aðalskipulag Reykjavik- ur, sem nýverið var samþykkt af meirihluta borgarstjórnar, — er að brjótast fram í dagsljósið, fyrstu framkvæmdir að hefjast. í Elliðaárdal, rétt neðan við stíflugarðinn, er ráðgerð brú að stöplum yfir dalinn, eða tvær brýr, réttara sagt með tveimur akgreinum hvor, — sbr. Miklu- brautarbrúin neðar i dalnum. Brýr þessar eiga að tengja „stofn- brautir,, eða hraðbrautir milli Vesturlandsvegar og Reykjaness- brautar, — og fer brautin milli Árbæjarhverfis og Árbæjarsafns yfir Elliðaárdal á fyrrnefndum brúm, sem verða nokkru hærri en stíflugarðurinn er nú, — og þaðan í sveig inn á Reykjanesbraut. Arbæjarhverfi nýtur þess, sem mörg önnur bæjarhverfi skortir, einkum þau nýrri, en einnig mörg gömlu hverfin, — það hefur sér- kenni eða kennileiti, sem nánast bindur hverfið við þennan ákveðna stað og verður um leið tákn þess. — Það er Arbæjarsafn- ið, byggð gömlu húsanna, sem einkum nú seinni árin er að taka á sig ákveðið svipmót. Stofnbrautin (fjórar akgrein- ar) mun taka væna sneið af túni safnsins og sennilega verður að flytja nokkur hús. Það er þó i sjálfu sér ekkert tiltökumál, hús- in má flytja um set, það gerir safninu sem slíku ekki mikið til. Hið sárgrætilega er, að samband- ið, — tengslin milli safnsins og dalsins við íbúðarhverfið verða rofin. Þarna ganga Árbæingar sér til hressingar, til safnsins eru sóttar útiskemmtanir á sumrin. I brekkunni fyrir neðan er skiða- land á vetrum og dalurinn sjálfur er á öllum árstímum skemmtilegt svæði til göngu meðfram víð- frægri laxá í hjarta borgarinnar. Framhald á bls. 21 ELECTROLUÆ WH 38 ERMESTSELDA M OTTWÉLIX ÍSYÍMÓR Electrolux • Sérstök stilling fyrir straufrl efni — auöveldari notkun. • Blö-kerfi — lengir þvottatimann fyrir óhreinan þvott. • Ryöfrltt stál i tromlu og vatnsbelg — lengri endingartimi. • 3falt öryggi á hurö — örugg fyrir börn. • 3 hólf fyrir þvottaefni og mýkingarefni. • Lósigti aö framan —-auövelt aöhreinsa — útilokar bilanir. • Vinduhraöi 520 snún/min — auöveld eftirmeöferö þvottar. • Vökvademparar — mjúkur, hljóölaus gangur. • 60cm breiö, 55 cm djúp, 85cm há. • tslenskur leiöarvfsir fylgir hverri vél. Vdrumarkaðurinn hf. 1 árs ábyrgð Electrolux þjónusta Hagstæð greiðslu- kjör. Electrolux þvottavélin er til á lager á þessum útsölustööum; AKRANES: Þórður Hjálmarsson, BORGARNES: Kf. Borgfirðinga, PATREKSFJORÐUR: Baldvin Kristjánsson ISAFJORÐUR: Straumur hf., BOLUNGARVtK. Jón Fr. Einarsson, BLONDUÖS: Kf. Húnvetninga, SIGLUFJÖRÐUR: Gestur Fanndal, ÓLAFSFJÖRÐUR: Raftækjavinnustofan sf AKUREYRI: Akurvik hf ., HOSAVIK: Grimur og Arni, VOPNAFJORÐUR: Kf. Vopnfiröinga, EGILSSTAÐIR: Kf. Héraösbúa, ESKIFJÖRÐUR: Pöntunarfélag Eskfiröinga HÖFN: KASK, ÞYKKVIBÆR: Friörik Friðriksson, VESTMANNAEYJAR: Kjarni sf , KEFLAVtK: Stapafell hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.