Morgunblaðið - 30.07.1977, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 30.07.1977, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULI 1977 j atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hellissandur Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 6741 og afgreiðslumanni í Reykjavík, sími 10100. Ytri Njarðvík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Ytri-Njarðvík. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 2351 eða afgr. Mbl. í Reykjavík sími 10100. Operator Fyrirtæki í miðbænum óskar að ráða starfskraft við tölvustjórn, helst vanan, vaktavinna. Tilboð merkt operator—4320 sendist blaðinu fyrir 5. ágúst. Kennara vantar að grunnskólanum í Grundarfirði. Æski- legar kennslugreinar: Danska, stærð- fræði, tónfræði. Nánari uppl. veitir formaður skólanefnd- ar, sími 93—8695 og skólastjóri, sími 8637. Skólanefnd. Kennarar Einn kennara vantar að Grunnskólanum Hellu. Kennslugreinar: Eðlisfræði, og stærðfræði í 4. — 6. bekk. Upplýsingar gefnar í símum: 5852 og 5843. Umsóknir sendist formanni Skóla- nefndar Steinþóri Runólfssyni Laufskál- um 7 Hellu fyrir 1 6. ágúst. AUGLÝSINGASÍMINN ER: ^22480 J 2B*r0anbUt>ib Skrifstofustarf — Keflavík Starfskraft vantar. Vélritunarkunnátta og þekking á almennum skrifstofustörfum nauðsynleg. Eiginhandarumsókn er greini frá aldri, menntun og starfsreynslu send- ist afgreiðslu Mbl. Keflavík merkt: „Skrif- stofustarf — 973". Yfirlyfjafræðingur Staða yfirlyfjafræðings í LaugvegsApóteki er laus frá 1. nóvember 1977. Vanur apótekslyfjafræðingur óskast. Umsóknir er tilgreini starfsaldur og starfsreynslu sendist til apóteksins fyrir 21. ágúst 1977. Laugavegs apótek Laugavegi 16 Pósthólf 477 121 Reykjavík. Dagana 12.—15. ágúsl heldur Norðurlandadeild hins alþjóð- lega Zontafélagsskapar þing sitt í Reykjavfk og er það í fyrsta skipti sem það er haldið hér. Zonta er alþjððlegur félagsskapur starfandi kvenna á ýmsum sviðum og eru Zonta- klúbbarnir 700 1 48 löndum, en I þeim munu vera um 25 þús- und konur. Ilér á Islandi eru starfandi þrfr Zontaklúbbar, f Reykjavfk, á Akureyri og á Sel- fossi. Forseti Zonta International, France de la Chaise-Mutin, kemur á þingið f Reykjavfk. Ilún er þekkt kona f heimalandi sfnu og vfðar. t til- efni komu hennar hingað, er ekki úr vegi að kynna hana með viðtali, sem haft var við hana f blaði samtakanna, Zontian: — Allt mitt Iff hef ég verið svo heppin, að því er mér sýn- ist, að vera alltaf á réttum stað á réttu augnabliki, sagði hún f upphafi samtalsins. Ég var svo heppin að fæðast í gamalgróinni franskri fjöl- skyldu — við getum rakið ættir okkar aftur á 14. öld — og í Paris má finna De- la-Chaise-götu og hinn forna La Chaise-kirkjugarð. Ég var líka svo lánsöm að eíga foreldra, sem voru óvenjulegum hæfi- leikum búnir og kenndu okkur allt frá barnæsku að beina sjón- um okkar að umheiminum, hafa áhuga á öðrum og vera alþjóóleg i hugsun, jafnframt þvi sem við héldum áfram að vera Frakkar í húð og hár. Strax eftir að foreldrar minir gengu í hjónaband fóru þau til útlanda og bjuggu í Brasilíu, Marocco og Noregi. Móðir min, sem er mjög menningarlega sinnuð 86 ára feömul kona, hef- ur brennandi áhuga á öllu því sem er að gerast í veröldinni. Og börn hennar, barnabörn og barnabarnabörnin njóta fjöl- skylduboðanna, sem hún efnir til í gamla heimilinu okkar í Berry (nálgæt Bourges í Mið- Frakklandi). Eg á líka því láni að fagna að eiga fimm systkini, sem öll eru gift og á lífi. Og ennfremur er ég svo lánsöm að hafa átt í 20 ár heima i Noregi, öðru föðurlandi okkar, og búið þar við ógleymanlega og hamingjusama æsku og unglingsár. Faðir minn var framkvæmdastjóri alþjóðlegs iðnfyrirtækis eða nánar tiltekið álverksmiðju. Við vorum í Osló á vetrum og á sumrin á dýrlegri eyju við suðurströnd Noregs. Eftir að lokið var skólaárum mlnum, sem skiptust á milli Frakklands og Noregs kom ég aftur til Osló og lærði þar barnahjúkrun, auk þess sem ég tók mikinn þátt I íþróttum. Fór á skíðum, og skautum, stundaði hestamennsku, tennis, sund og siglingar. Þá tók mig að langa til að ferðast og kynnast öðrum lönd- um og annars konar menningu. Eg lagði leið mina fyrst til Túnis og dvaldi þar í hálft ár hjá einni systur minni. Þá lá leiðin til Englands, þar sem ég hugðist nema i Oxford. En ekki voru margar vikur liðnar, þeg- ar ég var svo heppin að rekast á vini foreldra minna, sem bjuggu i yndislegu gömlu húsi í Lincolnshire og voru vitlaus í veiðar. Þau buðu mér að dvelja hjá sér í nokkra mánuði við að kenna börnum þeirra frönsku og fara veiðiferðir með þeim fjórum sínnum í viku. Það var einstakt og ógleymanlegt ævin- týri á hestbaki. Árið eftir bauð norsk vin- kona mér að koma með sér til Teheran, til að gæta barnsins hennar. Það var einstakt tæki- færi fyrir mig að kynnast íran og Miðausturlöndum, svo ég dvaldist þar í heilt ár og kom við í Bagdad, Beirut og Haifa á heimleiðinni. Ég kom til Osló undir vetur- inn, fór að læra vefnað og óf mér teppi i gömlum vefstól með hefðbundinni aðferð. Enn er ég hreykin af þessu teppi, sem hangir í setustofu minni í Paris. Enn einu sinni barði heppnin að dyrum hjá mér. Mágur minn var sendur til Tokyo sem flug- málafulltrúi franska sendiráðs- ins þar og 1939 lagði ég upp í ferð til að heimsækja hann. Ég sigldi með norsku flutninga- skipi frá Bergen til Yokohama og kom við á mörgum áhuga- verðum stöðum á þriggja mán- aða siglingu minni þangað. A næstu átta mánuðum fékk ég að kynnast þessu dásamlega landi, Japan, og fimm vikur var ég i Peking, einhverri fegurstu borg i heimi. Striðið skall á og ég sneri aftur til Oslóborgar 1. apríl 1940 og 8. apríl sigldi ég þaðan heim til Frakklands. Noregur var hernuminn og ég átti ekki eftir að sjá landið aftur fyrr en 1945. Madame France de la Chaise- Mutin, forseti alþjóðafélags- kaparins Zonta, sem kemur hingað á Norðurlanda- þing samtak- anna. Minni myndin er af forseta Zonta og var tekin í Alslr 1944, þegar hún var kapteinn f Frönsku kvennaherdeild- inni. Svo heppin að vera alltaf á réttum stað á réttri stund — segir France de la Chaise-Mutin, forseti Zonta I byrjun ársins 1941 fór ég til Alsír á vegum franska Rauða krossins, var flokksforingi alsirsku sjúkrabílstjóranna. Franska kvennaherdeildin var stofnuð í Alsír á árinu 1943 og mér var falið að skipuleggja fyrstu stjórnstöð kvennadeild- arinnar. Alsír, Italia, Frakk- land, Þýzkaland ... Ég losnaði úr hernum 1947. Smám saman komst lifið í fyrra horf. Eg bjó f París og tók að vinna fyrir stórt innflutn- ings- og útflutningsfyrirtæki, en nokkrum mánuðum síðar var mér boðin staða við bygg- inga- og verktakafyrirtæki, sem veitti mér tækifæri til að ferð- ast viða og kanna meðal annars markaði i Saudi-Arabíu, á Spáni og víða um Norður- Afríku. Á árunum 1957 til 1962 var ég að minnsta kosti 10 daga í hverjum mánuði í Alsír. þegar við urðum að loka fyrirtækinu þar á árinu 1962 settist ég að í París fyrir fullt og allt og opn- aði fasteignasölu, sem ég rek enn af fullum krafti. — Maðurinn minn, sem f fjöldamörg ár hefur verið verk- fræðingur hjá Babcock og Wilcox fyrirtækinu franska verður að ferðast mikið og stundum hef ég getað farið með honum, m.a. tvisvar sinnum til Rússlands og til Júgóslaviu, Portúgal, Indlands, Mexíkó og Guatemala. Bernharð sonur okkar, sem líka er verkfræðing- ur, býr f Etienne og gifti sig fyrir þremur árum. Ennþá er ég samt ekki orðin amma! Og þá er komið að hlut Zonta í lffi mínu. Ég hafði fyrst spurnir af Zonta á árinu 1949 hjá norskri vinkonu minni, sem var félagi i norska Zonta- klúbbnum. Hún gaf Zonta- klúbbnum í París upp nafn mitt og mér var boðin þátttaka. Það reið baggamuninn að Zonta er alþjóðlegur félagsskapur og ég gerðist félagi i þessum fyrsta Zontaklúbbi Frakklands. A árinu var ég kosin formaður Parísarklúbbsins og endurkjör- in tvisvar sinnum. Og 1963 varð ég svæðisstjóri fyrir 14 . svæð- ið. Ekki veit ég hvort ég hef sjálf fært Zonta eitthvað. Eg vona það. Þessi aljóðafélagsskapur hefur veitt mér einstakt tæki- færi til mannlegra samskipta, vináttutengsla, hreinskilinna skoðanaskipta og betri skiln- ings á vandamálum kvenna um allan heim. Gegnum Zonta hef ég hitt mikinn og litrikan fjölda hæfileikakvenna, sem ég hefði annars ekki átt kost á að kynn- ast. Þessvegna hef ég valið mér kjörorðin: „Sá árangur sem maður nær fyrir Zonta, er líka eigin hagur.“ Eg hef, sem for- seti klúbbsins, stofnað Zonta klúbba í Evrópu, Norður- Ameriku, Afriku og Asiu og ég tek Zonta fram yfir öll önnur félög sem ég er í eða hef veitt forstöðu. — Auðvitað hef ég verið mjög önnum kafin i lffinu, en ég er sannfærð um það, að þeim mun meira sem maður hefur að gera, þeim mun meiri tíma finnur maður til að eyða í það, segir Madame de la Chaise- Mutin í lok samtalsins. Eg get fullvissað ykkur um að ég sé ekki eftir neinu. Ef ég mætti lifa lífi minu aftur þá myndi það verða alveg eins. Og þessi tvö ár, sem ég erforseti mun ég leggja mig alla í það að vinna fyrir Zonta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.