Morgunblaðið - 30.07.1977, Síða 23

Morgunblaðið - 30.07.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 30. JULI 1977 23 Minning: GeirPálsson tré- smíðameistari F. 26. desember 1886. D.2I. júlf 1977. Geir Pálsson var fæddur í Þing- múla i Suður-Múlasýslu 26. desember 1886, sonur Páls Páls- sonar, prests, sýslunefndarmanns og alþingismanns, sem siðast þjónaði Hallormstað og Þing- múla, og konu hans Steinunnar Eiríksdóttur. Foreldrar séra Páls voru Páll Pálsson, prófastur i Gufunesi, siðast bónda á Elliða- vatni, og kona hans Guðriður Jónsdóttir, bónda og hreppstjóra á Kirkjubæjarklaustri Magnús- sonar. Foreldrar Steinunnar voru Eiríkur Jónsson, bóndi í Hlíð i Skaftártungu og Sigríður Sveins- dóttir. Eirikur var sonur Jóns bónda hins sterka Jónssonar í Hlíð en Sigríður dóttir Sveins læknis Pálssonar og Þórunnar Bjarnadóttur, landiæknis Páls- sonar en kona Bjarna var Rann- veig Skúladóttir, landfógeta Magnússonar. Eru ættir þessar svo kunnar, að eigi er þörf á að rekja þær frekar. Séra Páll, faðir Geirs, drukknaði 4. okt. 1890. Steinunn móðir Geirs kom með börn sín til Reykjavíkur árið 1902 og átti Geir alltaf síðan lögheimili í Reykjavik, eða i 75 ár. Fyrst stundaði hann sjómennsku, en lærði siðan trésmíði hjá Jóni bróður sínum. Sveinspróf i tré- smiði tók hann 1909, en var samt sem áður á sjó af og til allt til ársins 1912. Eftir það voru tré- smíðar aðalatvinna hans allt fram undir það siðasta. Um miðjan aldur var svo komið atvinnu- rekstri Geirs og umsvifum, að hann fékkst ekki beinlínis við smiðar sjálfur, heldur voru störf hans meira fólgin i forstöðu, verk- stjórn og innkaupum og fjármála- stjórn, sem fylgir all umfangsmik- illi byggingarstarfsemi. Var svo áfram allt fram undir hið síðasta. Fyrsta bernskuminning þess, er þessar línur ritar, eftir að hann 6 ára gamall steig á land í höfuð- staðnum, er bundin þeim hjön- unum Helgu Sigurgeirsdóttur og Geir Pálssyni og þeirra börnum. Enn, réttri háifri öld síðar, stendur þessi fyrsta minning frá Reykjavík, mér ljóst fyrir hug- skotssjónum, allur fyrsti dagur- inn i Reykjavik, og öll er minning- in bundin persónu, heimili og fjöldskyldu Geirs Pálssonar. i þessa hálfu öld, sem liðin er sið- an, hafa samskipti verið milli mín og minna og Geirs Pálssonar og hans fólks, stundum mikil og tíð, stundum minni og strjálari eins og gengur. Frá fyrstu árunum í Reykjavík i nábýli við Geir Pálsson og hans fólk er mér liklega tvennt einna minnistæðast, þ.e. bílaeign Geirs, en hann átti ekki aðeins bil, heldur bíla, og svo hversu góður hann var mér, litlum systursyni konu sinnar. Kom það m.a. fram I því, að hann leyfði mér að koma með sér í útréttingar sínar vegna byggingaframkvæmda þeirra, er hann hafði með höndum, og var þá ekið i gljáandi Overland eða Guðlaug Bjartmars- dóttir — Mumingarorð Ég var á 13. ári er ég fyrst sá Guðlaugu, og mér er það ljóslif- andi minning enn í dag, enda var hún sérstæð kona um flest er kvenmann má prýða. Þetta var sumarið 1924, að Ragnheiður, föð- ursystir mín, að Arnarholti, fór vestur til að hitta móður sína Guð- laugu í Ólafsdal, en það er einmitt nafn hennar sem konan bar er við nú kveðjum. Ingibjörg móðir Guð- laugar kom um tvítugt að Ólafsdal til Guðlaugar og Torfa, og var þar lega um Guðlaugu og dætur henn ar. Guðlaug Bjartmarsdóttir var vel gefin og vel gerð kona, frá- sagnargáfur og rithæfni í betra lagi. Þegar maður les minningar- grein hennar um nöfnu sina, er auðskilið að hún hefur átt fals- lausan trúnað húsmóðurinnar i Ólafsdal, og það hafa ekki aðeins verið ílepparnir sem litla stúlkan á tíunda árinu sendi til dóms inn að Ólafsdal, húsmóðirin þar hefur fundið barnshjarta er henni var að skapi. Guðrún Sigurðardóttir, sagði mér að „litla konan" hefði átt hug og hjarta Ólafsdalshjónanna strax frá fyrstu komu til þeirra. Guð- laug Bjartmarsdóttir var ein af þeim er maður seint gleymir. Asgeir Asgeirsson. Willys Knight og síðar Buickbíl- um, eða þá að hann gerði ráð- stafanir til þess, að ég fengi að sitja i vörubifreið, sem hann átti og notuð var til aðdrátta að bygg- ingaframkvæmdum hans. Liklega hefði fátt getað glatt 6—8 ára snáða, nýkominn vestan af fjörð- um meira en að fá slíkt tækifæri. Nokkrum árum síðar, þegar hin mikla efnahagskreppa var skollin á, og peningar voru heldur sjald- séðir hér á landi, er mér líklega einna minnistæðust buddan hans Geirs. Þar voru held ég alltaf til peningar og oft þrufti meira en eina teygju til þess að halda henni lokaðri. Fyrir barns- og unglings- augum minum var þessi budda, sem aldrei var tóm í öllu peninga- leysinu, eiginlega vörumerkið á Geir Pálssyni. Mér fannst hún vera vottur þess að Geir Pálsson gæti allt. Þó að þessi ályktun barnsins eða unglingsins væri á veikum grunni reist, ef þykkt buddunnar ein væri grundvöllur- inn, þá má það ljóst vera hverjum þeim, sem kannar lifsferil Geirs Pálssonar eftir á, að niðurstaða ályktunarinnar, þ.e. að Geir gæti allt, var ekki eins fjarri sann- leiknum og barnaskapurinn, sem olli henni, gæti bent til. Þó að Geir Pálsson væri af merku fólki kominn, svo sem annarstaðar er lýst i þessum minningarorðum, þá er ómögu- legt að segja að hlaðið hafi verið undir hann í æsku. Geir var á fjórða ári, er faðir hans dó. Stóð þá móðir hans eftir með systkinin 4, hið elsta 7 ára 'en hió yngsta á fyrsta árinu. Hann varð að treysta á sinn eigin dug án veraldlegra efna úr foreldrahúsum eða frændastyrks. En hann hlaut þann arf sem dugói, vitsmuni og kjark, sem hertust i erfiðleikum harðrar lifsbaráttu, þannig að mér er nú að leiðarlokum næst að halda fast við hina unggæðings- legu ályktun mína frá unglings- árunum, að Geir Pálsson gæti allt, þ.e. að honum mundi takast að leysa öll viðfangsefni, sem hann tæki sér fyrir hendur, og komast fram úr öllum erfiðleikum, sem í mannlegu valdi stæði að sigrast á. Er þá haft í huga, að hann hafði vitsmuni til þess að takast ekki á við óviðráðanleg viðfangsefni þó að dugyr og kjarkur væri mikill. Ég tel ekki ástæðu til þess að rekja nákvæmlega ævistarf Geirs Pálssonar. Hann var byggingar- meistari allan þann hluta ævi sinnar, sem ég þekkti hann. Fjöldi húsa, sem Geir hefur reist i Reykjavik, er mikill, hve mörg húsin eru veit ég ekki og ég veit ekki einu sinni, hvort Geir vissi það sjálfur nákvæmlega. Flest af húsunum reisti Geir fyrir eigin reikning, þ.e. hann átti þau sjálf- ur þar til þau voru full gerð og sum lengur. Til gamans má geta þess, að eitt af húsum þeim, sem Geir reisti fyrir eigin reikning, var Skúlatún 2, sem hann seldi Reykjavíkurborg. Var húsið þá 3 hæðir, en svo vel gert og vandað, að byggja mátti ofan á það svo Kveðja: MargrétDagbjört Hallbergsdóttir um 10 ár í miklu dálæti húsbænd- anna. Og þessi ár og kynni Ingi- bjargar af þeim Ólafsdalshjónum orsökuðu nafnvalið á dótturinni. Guðlaug Bjartmarsdóttir var i miklu dálæti hjá þeim Guðlaugu og Torfa, og erftir því sem hún sjálf sagði minnist hún ætið veru sinnar í Ólafsdal með mikilli hlýju, enda tók nafna hennar á móti henni sem dóttir væri, er hún kom til dvalar. Ég hitti Guðlaugu Bjartmars- dóttur réttum 50 árum eftir fyrsta fund að Kvennabrekku, það var sumardaginn fyrsta 1974. Guðlaug tók mig tali, er ég sótti hana heim og mann hennar. Hún sagði mér margt og mikið um heimilið í Ólafsdal, og þó sérstak- Fædd 7. aprfl 1958. Dáin 17. júlí 1977. Kveðja frá bekkjarsystkinum. Þegar við hófum nám i 3.—D fyrir tæpu ári síðan vorum við hálf sundurleitur hópur. Komum hvert úr sinni áttinni úr hinum ýmsu deildum skólans. Við þekkt- umst litið og vorum feimin hvert við annað. Bekkjarandinn var í algeru lágmarki. Margrét Hallbergsdóttir varð ’fljótt aðaldriffjöður bekkjarins. Hún reyndi, eftir því sem hægt var, aö sameina hópinn og glæða bekkinn lifi með sinni hressu og líflegu framkomu. Við bekkjarfélagar Margrétar erum þakklát fyrir góð og skemmtileg kynni við hana síðast- liðinn vetur í Menntaskólanum við Tjörnina. Við munum minnast hennar eins og hún var, góður félagi, kát og skemmtileg i við- móti. Foreldrum hennar og öðrum að- standendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. 3,—D. stórt, að þar eru nú stæstu skrif- stofur borgarinnar. Eins og gengur hjá þeim, sem hafa atvinnu sína af því að reisa hús fyrir eigin reikning til þess síðar að selja, eru búferlaflutn- ingar nokkuð tiðir. Helga og Geir fluttu all oft, en frá öndverðum fjórða áratugnum hafa þau búið í Garðastræti og Mjóstræti og nú siðústu 19 árin í Hamrahlíð 31. Á árinu 1941 reisti Geir sumarbú- stað við Elliðavatn, úr Vatnsenda- iandi. Var það þá, og er raunar enn, óvenjulega mikið hús til sumardvalar, 2 hæða steinhús með miklum útihúsum. Þar er mikil ræktun. Var þar annað heimili fjölskyldunnar um langt skeið og þar var oft mikið unnið undir forystu Sigurgeirs Geirs- sonar, sem lést langt um aldur fram 1967. Snerti sú vinna atvinnufram- kvæmdir þeirra feðga, tóm- stundagaman, þar sem m.a. voru byggðir snjóbílar og bílar úr gömlu dóti, svo og störf í al- mannaþágu m.a. vegna Flug- björgunarsveitar. Geir Pálsson kvæntist hinn 10. sept. 1911 Helgu Sigurgeirsdótt- ur, skipstjóra Bjarnasonar frá Isafirði. Hún lifir mann sinn 87 ára að aldir. Börn þeirra: Ólafur, f. 21. okt. 1911, Arnfinnur Páll, f. 5 marz 1914, Sigurgeir, f. 14. mai 1916, Erla, f. 14. okt. 1919, Adda, f. 20. marz 1928 og Páll, f. 21. nóv. 1930. Arnfinnur Páll lést 23. des. 1926 og Sigurgeir lést 1967. Synirnir eru ókvæntir en dæturnar eru giftar, Erla mennta- skólakennari gift Birni Bjarna- syni rektor, og Adda gift Benedikt Sigvaldasyni skóla- stjóra á Laugarvatni. Allir synirn- ir, sem upp komust, tóku þátt i atvinnurekstri föður þeirra. Arn- finnur Páll lést fyrir þann tíma, er ég gerði mér fulla grein fyrir þýðingu ástvinamissis, en Sigu- geir, sem líklega hefur verið óeigingjarnasti, hjálpfúsasti og verklagnasti maður, sem unnt er að kynnast, lést á besta aldri, er foreldrar hans voru öldruð orðin. Þá fann ég mikið til með þeim hjónum báðum og þá eigi síður með hinum sterka föður, sem ég vissi hve mikið hafði misst. Stolt hans og styrkur hindraði mig þó í því að fá að sýna honum hversu nærri mér fannst ég standa hon- um og hversu mikinn þátt ég tók í sorg hans. Geir Pálsson var stórbrotinn persónuleiki. Hann var höfðingi af gamalli gerð, tamdi sér ekki hofmannlega tilburði i framkomu eða fasi, hann var blátt áfram og Framhald á bls. 21 Jónas Björnsson frá Dœli — Minning Fæddur 5. september 1881. Dáinn 23. júlí 1977. I dag verður lagður til hinztu hvilu Jónas Björnsson, fyrrum bóndi í Dæli i Viðidal. Jónas fæddist 5. september 1881 að Valdarási í Viðidal, sonur Björns Björnssonar bónda þar og Helgu Jónsdóttur konu hans. Björn bóndi í Valdarási var bróðir þeirra sr. Jónasar á Rip og Stein- dórs, er drukknuðu í Héraðsvötn- um 4. desember 1871. Faðir Björns i Valdarási hét Björn og bjó að Þórormstungu i Vatnsdal og Geithömrum í Svinadal. Kona hans var Gróa Snæbjarnardóttir, Snæbjarnarsonar prests I Gríms- tungu. Foreldrar Björns á Geit- hömrum voru Guðmundur Halldórsson, bóndi að Ási í Vatns- dal, og kona hans, Halldóra Bjarnadóttir, systir Björns annálsritara, sem kenndur er við Brandsstaði. Móðir Jónasar var, eins og áður segir, Helga Jóns- dóttir, Arnbjarnarsonar stúdents á Stóra-Ösi. Meðal bræðra Helgu voru merkisbændur á Vatnsnesi, og má þar nefna Eggert á Ana- stöðum, Árna i Stöpum, Davíð í Syðsta-Hvammi, Jón í Hrísakoti og Stefán á Kagaðarhóli, A.-Hún. Jónas heitinn fór snemma að ■vinna fyrir ser, sem þá var siður. Varð hann snemma eftirsóttur starfskraftur. Þvi olli vinnukapp hans og trúmennska í öllum störf- um, sem honum voru falin, en þau urðu mörg. Hann gerðist bóndi i Dæli árið 1912 og bjó þar í 32 ár. Á þeim árum var hann i forustu- sveit Víðdælinga á ýmsum svið- um, t.d. fjallkóngur, oddviti hreppsnefndar, fulltrúi i sýslu- nefnd, i stjórn Kaupfélags Vest- ur-Húnvetninga og í ýmsum fleiri störfum, sem of langt yrði upp að telja. Öllum þessum störfum gegndi hann í tugi ára. En af þessu má glöggt sjá, hvers álits hann naut meðal sveitunga sinna. Jónas lét jafnan lítið yfir sér, en það hygg ég, á fáir hafi leynt svo á sér sem hann, að þvi er viðkom kjarki og þrautseigju. Má til dæmis nefna, þegar hann 88 ára að aldri fluttist til Astralíu ásamt dætrum sínum og tengda- sonum og dvaldist þar eitt ár, en fór þá heim, eini Islendingurinn í þeirri för, og kom heilu og höldnu heim til ættlands síns, sem hann þráði i útlegðinni. Hann sagði mér, að fyrsti áfangastaður á leið frá Ástraliu hefði verið Kuala Lumpur í Malasiu, og þar sagðist hann hafa séð fegurst landslag á heimleiðinni, tignarleg fjöll og fagurt gróðurlendi. Gæti ekki ver- ið, að þráin til ættlandsins hefði eitthvað fegraó fjöllin í Malasiu, fyrsti áfangi heimferðar að baki og áfram miðar? Jónas Björnsson var i meðallagi á vöxt á yngri árum, ljós á hár og svipurinn bjartur og góðmannleg- ur. Hann var kurteis í orði og allri framkomu, viðkynningargóður og svo orðvar um samferðamenn sina á lifsleiðinni, að af bar. Jónas bjó í 14 ár með Svövu Benediktsdóttur frá Kambshóli i Viðidal. Með henni eignaðist hann tvær dætur, Helgu Birnu, búsetta í Reykjavík, gifta Ágúst Frankel Jónassyni, og eiga þau fimm börn, og Sigríði Benný, bú- setta á Hvammstanga. gifta Hreini Kristjánssyni. Þau eiga eitt barn. Aður átti hún tvo syni með fyrri manni. í þessu greinarkorni er litið sagt um mann, sem margt hafði reynt á langri lifsleið, mörgu kynnzt og notið trausts og vináttu fólks af mörgum kynslóðum. langri ævi heiðursmanns er lokið, lúinn likami fær hvíld i víð- dælskri mold. Með sæmd var strióið háð. Jóhann Benediktsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.