Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 7 Staða Alþýðuflokks A Norðurlöndum — og raunar vtðast f Vestur Evrópu — eiga jafnaðarmannaflokkar alldrjúgu fylgi að fagna. Kommúnista- flokkar og aðrir róttæk- ir sértrúasöfnuðir, yzt á vinstri væng stjórn- mála, eru hins vegar dvergvaxnir, utan Italfu og Frakklands, þar sem kommúnistaflokkar fklæðast meira og minna flfkum jafnaðar- stefnu. Alþýðuflokkur- inn fslenzki hefur á ein- hvurn hátt flutrað nið- ur hliðstæðum tækifær- um og jafnaðarmanna- flokkur f V-Evrópu hafa getað gert sér mat úr; þótt á engan hátt skuli hér gert Iftið úr hlut- verki lýðræðissinnaðs jafnaðarmannaflokks f landinu. Alþýðuflokkurinn hefur nú verið sex ár f stjórnarandstöðu: öll vinstri stjórnar árin og það sem af er valdaferli núverandi rfkisstjórn- ar. Þennan tfma hefur flokknum ekki tekizt að nýta til neins konar endurnýjunar, endur- skipulagningar eða nýrrar tátyllu f fslenzk- Gylfi P Glslason. um þjóðmálum. Ilann lognmollast einhvurn veginn í heimatilbúnu tilgangsleysi að þvf er stundum virðist. Ung- liðadeildin hefur að vfsu verið með tilburði f þá átt að hnýta sig aftan f tagl Alþýðubandalags- ins f andstöðu við vest- ræn varnarsamtök, sem sfður en svo verkar að- laðandi á almenning f landinu, er aðhyllist vestræna samstöðu, til varnar lýðræði og al- mennum þegnréttind- um f heiminum. Flokk- inn virðist skorta fram- tak, bæði inn á við og út á við. Geispinn á góðri leið með að verða flokkstákn hans f aug- um almennings! Framboðs- raunir Svo er og að sjá sem alþýðuflokkurinn sé haldinn þrálátum fram- boðsraunum. Atök um meira og minna vonlftil framboðssæti vfða um land er nánast eina Iffs- markið sem sést með honum. Ilér f Reykja- vík, þar sem flokkurinn fékk þó kjördæmakjör- inn þingmann f sfðustu kosningum, eru þessi Eggert Þorsteinsson. átök hörðust. Þrír helztu forvfgismenn flokksins slást, að sögn, um tvö efstu sætin á listanum: Gylfi Þ. Gfsla- son, Eggert Þorsteins- son og hinn nýji for- maður flokksins, Bene- dikt Gröndal, er áður fór fram á Vesturlandi. Ekki styrkir sá darraðardans veik- byggða innviði flokks- ins. Og naumast styrkir hann flokkinn út á við heldur. En hefur þó óneitanlega þann kost, að hægt er að segja tfð- indi úr þeim stað, hvar nærri þvf ekkert gerðist áður. Hlutverki að gegna Það er engum vafa undirorpið, að Alþjóða- flokkurinn hefur hlut- verki að gegna í íslenzk- um þjóðmálum. I raun ættu hundruð lýðræðis- sinnaðra vinstri manna, er í dag greiða Alþýðu- bandalaginu atkvæði, af einhvers konar misgán- ingi, fremur samleið með Alþýðuflokknum. En flokkurinn þarf að taka sjálfan sig taki, til að rétta úr kútnum, sem hann hefur keyrt sig í. Benedtkt Gröndal Þær umræður, sem nú hafa um sinn átt sér stað f Þjóðviljanum, um vinstri hreyfingu hér á landi, leiða til þeirrar niðurstöðu, að það hafi verið söguleg mistök, er Alþýðuflokkurinn var klofinn 1930, og stofn- aður Kommúnistaflokk- ur Islands. Þessi viður- kenning ætti að vera Al- þýðuflokknum vindur f segl, f átökum á vinstri væng íslenzkra þjóð- mála, ef hann hefur manndóm til að nýta sér kringumstæðurnar. Ekki virðast þó Ifkur á því að svefngengill grfpi til stórræða. Þvert á móti mjálma ungkrat- ar nú gamla komma- sönginn gegn Nató og svo framvegis, sem jafnvel Kommúnista- flokkar I V-Evrópu hafa sett upp á geymsluloftið fyrir allnokkru. Þegar hluti af Alþýðubanda- laginu virðist Ifklegur til að viðurkenna „mis- tök“ sfn, gera ungkratar „mistökin" að sfnu mottói að þessu leiti. Ilætt er þó við að sá mistakasöngur fæli fleiri frá Alþýðuflokkn- um en hann drcgur f dilk hans. Krafa um 48% launa- hækkun hjá BHM Bandalag Iláskólamanna lagði f sfðasta mánuði fram kröfur sínar vegna væntanlegra aðalkjara- samninga þeirra við fjármálaráð- herra f.h. rfkissjóðs. Er rætt var við Magnús Skúla- son hjá Bandalagi háskólamanna sagði hann að kröfur þeirra byggðust að mestu leyti á könnun þeirri sem Hagstofan hefur gert varðandi launamisræmi háskóla- menntaðra manna í starfi hjá einkafyrirtækjum annarsvegar og þeirra sem starfa hjá rikinu hins vegar. Einnig er tekið mið af þeim mun á hækkunum sem hinn almenni vinnumarkaður fékk i vor og þeim er háskólamenn fengu. Aðalkrafa BMH um beina launahækkun er því 48% sem þýðir að lægstu laun verða 164.000 og þau hæstu 401.000 f stað 114.000 og 259.000 áður. Þá er gerð krafa um eins launaflokks hækkun við 10,15 og 20 ára starfs- aldur. Farið er fram á að greiddar séu fullar verðlagsbætur á öll laun eftir óskertri framfærslu- vísitölu. Farið er fram á heimild til hækkunar starfsmanna um allt aó fimm launaflokka, þó eigi hærri en A24, án þess að tengja þurfi slíka hækkun stjórnarstörf- um af nokkru tagi. Orlof skuli lengjast úr 20 virkum dögum í 24. Orlofsfé á yfirvinnu skal verða 10.2% í stað 8,33% áður. Þá er farið fram á að starfsmenn geti fengið launalaust leyfi ef þeim bjóðist tækifæri eða styrkur til að vinna að tilteknu verkefni, m.a. tengdu starfi þeirra. Þá er að lok- um farið fram á að sérstakur líf- eyrissjóður bandalags háskóla- manna verði stofnaður, sagði Magnús. Husqvarna © K4 O n o O O O o Sjalfhreinsandi ofn Innbyggður „Steikar hitamœlir" Griílteinn fylgir. Mjög góður. Hita- og steikaraofn f eldavél. Husqvarna heimilistæki þekkja allir og að góðu einu ☆ ELDAVÉLAR ☆ HELLUR—OFNAR ☆ UPPÞVOTTAVÉLAR ☆ KÆLISKÁPAR ☆ FRYSTISKÁPAR ☆ ELDHÚSVIFTUR o.fl. LEITIÐ UPPLÝSINGA K0MIÐ - HRINGIÐ - SKRIFIÐ Husqvarna er heimilisprýði ^mnax S^ehmn Lf. Svipmyndir á svipstundu Svipmyndir í hvert skírteini Svipmyndirsf. Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu Tjaldvagn í 12 daga skiptum fyrir hjólhýsi Hefur þú áhuga á að fá gott hjólhýsi í 1 2 daga í skiptum fyrir góðan tjaldvagn? Ef svo er hringdu þá strax í síma 51 470. Hef tekið við rekstri hárgreiðslustofunnar Stellu, Dunhaga 23. og rek hana nú undir nafninu Hárgreiðslustofan Ella, Dunhaga 23. Opið frá kl. 9—6. Elin Magnúsdóttir. Hárgreiðslustofan Ella, Dunhaga 23, sími 12556. Lokað vegna sumarleyfa til 15. ágúst. AGUST ARMAIMN hf UMBOÐS-OG HEILDVERSLUN SUNDABORG 24 - REYKJAVÍK Jk Reiðskólinn - Námskeið í ágúst Enn komast nokkrir að í námskeiðum í ágúst. Nemendur fá fjölþætta alhliða þjálfun á hest- baki ásamt bóklegri kennslu. Kennslan fer fram í gerði en einnig er farið í útreiðartúra. Haldnar eru kvöldvökur og farið í leiki. Þátttakendur geta komið með eigin hesta. 13. ágúst—25. ágúst 13 dagar byrjendanámskeið. 25. ágúst—1. sept. 8 dagar framhaldsnámskeið. Nánari upplýsingar og bókanir hjá Ferðaskrifstofunni Úrval, Sími 26900. Hestamióstöóin Geldingaholt Reióskóli,útreióar, tamning,hrossareekt og sala Gnúpverjahrepp, Arnessýslu Simi um Asa EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.