Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977
31
Valur - (BV
FH - Fram
í undanúrslitum bikarkeppninnar
1 GÆRKVÖLDI var dregið um
það hvaða lið leika saman í
undanurslitum bikarkeppni KSt.
Var það Gylfi Þórðarson, formað-
ur mótanefnd KSl sem stjórnaði
athöfninni, en viðstaddir voru
fulltrúar liðanna fjögurra og
nokkrir knattspyrnuáhugamenn.
Fól Gylfi Alberti Guðmundssyni,
fyrrverandi formanni KSt, að
draga fyrsta miðann úr hatti sín-
um og dró Albert miða með nafni
tBV. Næsta leik átti svo Tony
Knapp landsliðsþjálfari. — Ég
dreg Valsmenn á móti þeim, sagði
Tony um leið og hann tók miðann
upp úr hattinum. Rfkti mikil
eftirvænting meðan Tony fletti
sundur miðanum, og viti menn —
á honum var nafn Vals.
Það verða þvf tBK og Valur og
FII og Fram sem leika undanúr-
slitaleikina I bikarkeppni KSl að
þessu sinni. Þar sem 'ralur átti
„útileik" I átta-liða úrslitunum —
lék þá gegn Vfkingi I Reykjavfk,
en IBK átti heimaleik. Fer leikur
liðanna fram í Reykjavfk og verð-
ur n.k. miðvikudag kl. 19.00.
Þar sem bæði Fram og FH áttu
heimaleik f áttaliða úrslitunum
var dregið um hvort liðið ætti
heimaleik að þessu sinni og kom
þá upp hlutur FH. Sá leikur fer
því fram á Kaplakrikavelli n.k.
þriðjudagskvöld kl. 19.00.
Halmia tapaði
HALMIA. sænska Ii8i8 sem Matthfas
Hallgrlmsson leikur me8, tapaSi illa f
sænsku 2. deildar keppninni f knatt-
spyrnu um helgina. Lék IiSíS vi8
Alvesta sem sigraSi 4—0. eftir a8
staSan hafSi veriS 1—0 f hálfleik.
Me8 ósigri þessum færist Halmia
töluvert neSar I deildinni, en fyrir
leikinn hafSi Ii8i8 veriS f ö8ru sæti,
ásamt þremur liSum öSrum. LiSiS
sem Teitur ÞórSarson leikur me8,
Jönköping. gerSi hins vegar jafntefli
1 leik sfnum, 1 — 1.
ENN NÁLGAST VALUR TITILINN
VALSMENN nálguðust enn
Islandsmeistaratitilinn f knatt-
spyrnu f gærkvöldi er þeir báru
sigurorð af Breiðabliki f leik lið-
anna sem fór fram á gamla
Laugardalsvellinum að viðstödd-
um fjölda áhorfenda. Leik þess-
um var frestað á sfnum tfma
vegna landsleiks Norðmanna og
tslendinga. Þegar öll liðin f deild-
inni hafa lokið 14 leikjum hafa
Valsmenn hlotið 22 stig, en Akur-
nesingar, sem eru f öðru sæti,
hafa hlotið 20 stig. Cr þvf sem
komið er má ætla að baráttan
standi milli þessara liða, þótt
bæði Víkingar, Keflvfkingar og
Vestmannaeyingar eigi 'reyndar
enn möguleika á að blanda sér í
þá baráttu. Valsmenn eiga eftir
leiki við Þór frá Akureyri, FII,
Fram og Vfking en Akurnesingar
eiga leiki eftir við Fram, vfking,
tBKog tBV.
Þegar á heild leiksins í gær-
kvöldi er litið verður ekki annað
sagt en að hann hafi verið einn af
slakari leikjunum í 1. deildinni í
sumar. Hvorugt liðið náði sér
nokkru sinni á strik að fullu og
langtímunum saman gekk
knötturinn mótherja á milli á
vallarmiðjunni. Valsmenn voru
þó skárri aðilinn i leiknum, fyrst
og fremst vegna þess að þeir
nýttu betur breidd vallarins og
náðu þannig að skapa sér hættu-
legri færi, auk þess sem leik-
skipulag þeirra var greinilega
heilsteyptara en Blikanna, sem
nær alltaf sóttu mjög þröngt inn á
miðjuna, og þegar þeir komust
þar ekkert áleiðis voru reynd skot
í vonleysi af löngu færi, sem ým-
ist ekki hittu markið, eða Sigurð-
ur Dagsson átti auðvelt með að
verja.
Fyrri hálfleikurinn i gærkvöldi
var hinum seinni sýnu betri. Bæði
liðin náðu þá ágætum sprettum,
sérstaklega þó Valsmenn sem oft-
ast voru fljótari og ákveðnari á
knöttinn — höfðu snerpu umfram
Breiðabliksmennina, sem greini-
lega réði úrslitum.
Fyrsta hættulega færið í leikn-
um áttu þó Breiðabliksmenn þeg-
ar á 5. mínútu, er Magnús Stein-
þórsson bakvörður tók auka-
spyrnu skammt frá vítateigslínu
og lyfti knettinum á kollinn á
Jóni Orra Guðmundssyni sem
skallaði í þverslá. Með þessu virt-
ust Blikarnir gefa Valsmönnum
tóninn, en þeir fóru að sækja
nokkuð stíft og tókst tvívegis að
skapa sér verulega góð færi við
UBK-markið, á 12. minútu, Jón
Einarsson átti skot á markið sem
Ömar markvörður hélt ekki og á
16. mínútu er Ingi Björn átti skot
framhjá af stuttu færi.
Á 18 mínútu kom fyrsta mark
leiksins — sannkallað klúðurs-
mark. Knötturinn barst þá inn f
vftateig Blikanna, þar sem mark-
vörðurinn átti alla möguleika á að
ná honum, en hikaði. Lenti hon-
um síðan saman við einn varnar-
leikmanna lfðs sins og frá þeim
hrökk knötturinn fyrir fætur
Inga Björns sem átti ekki erfitt
með að koma honum rétta boð-
leið.
Og fimm mínútum síðar skoraði
Valur aftur — nú gulifallegt
mark. Fyrirgjöf frá vinstri kom
fyrir mark Breiðabliks, þar sem
Jón Einarsson, sem var í skotfæri,
renndi knettinum á Albert
Guðmundsson sem kom á fullri
ferð og „negldi í netið.
Nokkru eftir þetta fékk Breiða-
blik gott tækifæri er Ölafur Frið-
riksson komst einn innfyrir Vals-
vörnina, en Sigurður Dagsson
hafði þá heppnina með sér og skot
Ólafs lenti i honum.
I seinni hálfleik var þóf allsráð-
andi. Blikarnir voru yfirleitt
meira með knöttinn, en gekk illa
Valur - UBK 3-0
Texti: Steinar J. Lúðvfksson
Myndir: Ragnar Axelsson.
s____________________________/
að skapa sér færi, enda spil þeirra
mjög þröngt, sem áður segir. Mik-
ið bar á stórkarlalegum spyrnum
fram og aftur um völlinn og oftast
virtist það meira tilviljun en hitt,
hvort sending rataði réttu leiðina
til samherja.
Nokkrum minútum fyrir leiks-
lok innsiglaði svo Ingi Björn sigur
Vaismanna. Jón Einarsson hafði
þá af hraða og dugnaði brotizt
upp hægri kantinn, og sendi siðan
fyrir Breiðabliksmarkið, þar sem
þeir Guðmundur Þorbjörnsson og
Ingi Björn voru fyrir. Breiða-
bliksmenn höfðu allan hugann
við Guðmund, sem átti möguleika
á að skalla að marki þeirra, en
Guðmundur gerði það eina rétta
— koma knettinum á Inga Björn
sem var á auðum sjó og skoraði
örugglega.
Valsmenn léku langtum verr i
þessum leik en þeir hafa gért að
undanförnu. Hálfgert óöryggi var
yfir liðinu, margar sendingar
leikmanna voru hreinlega út í blá-
inn og baráttukrafturinn var
Fyrsta mark leiksins f gærkvöldi.
Eftir mistök Ómars markvarðar
UBK og Magnúsar bakvarðar nær
Ingi Björn knettinum og skorar.
lengst af takmarkaður. Það sem
bjargaði liðinu var fyrst og fremst
það að Breiðabliksmenn voru
einnig langt frá sinu bezta, og víst
er að hérlend lið þurfa að ná fram
sinu bezta til þess að sigra Val,
jafnvel þótt þeir eigi ekki góðan
dag.
Þeir leikmenn Valsmanna sem
sköruðu nokkuð framúr í leik
þessum voru þeir Dýri
Guðmundsson, sem átti allskostar
við sóknarleikmenn Breiðabliks
er þeir komu inn miðjuna, og Jón
Einarsson — mjög efnilegur leik-
maður i framlínu liðsins. Hann
hefur bæði hraða og útsjónar-
semi. Jón hefur lítið leikið með
Valsliðinu í sumar, enda ekki auð-
velt að komast í jafnsterkt lið, en
óhætt er að fullyrða að Jón væri
fastamaður í hvaða liði öðru sem
væri, a.m.k. ef hann léki í líkingu
við það sem hann gerði i gær.
Hjá Breiðabliksniönnum virtist
gæta fremur kapps en forsjár i
leik þessum, og orsakaði það að
liðið náði sjaldan fram þvi létta
og skemmtilega spili sem það hef-
ur sýnt öðru hverju í sumar. Sér í
lagi voru sendingar leikmann-
anna oft vanhugsaðar og hrein-
lega út í bláinn. Beztu menn liðs-
ins voru þeir Valdimar Valdi-
marsson og Jón Orri Guðmunds-
son. Sá fyrrnefndi mikill baráttu-
hestur en sá síðarnefndi einkar
laginn leikmaður, sem þarf fyrst
og fremst að hleypa í sig svolitið
meiri hörku.
Islandsmótið 1. deild.
Laugardalsvöllur 3. ágúst
Úrslit: Valur — UBK3—0 (2—0)
Mörk Vals: Ingi Björn Albertsson
á 18. min. og 82. mín. og Albert
Guðmundsson á 23. min.
Aminning: Engin
Áhorfendur: 1652
BJORGVIN SIGRAÐII
JAÐARSMÓTINU EFTIR
HÖRKUKEPPNI VIÐ PÉTUR
tSLANDSMEISTARINN I
golfi, Björgvin Þorsteinsson,
sigraði í hinu árlega Jaðars-
móti á golfvellinum á Akureyri
en mót þetta fór fram um síð-
ustu helgi. Sigurinn vannst þó
ekki fyrirhafnarlaust, þar sem
aðeins munaði einu höggi á
Björgvin og Pétri Antonssyni
sem varð I öðru sæti. Sýndi
Björgvin geysilega keppnis-
hörku seinni dag keppninnar,
er hann vann upp tveggja
högga forskot Péturs á þremur
sfðustu holunum.
Mikill fjöldi keppenda var á
Jaðarsmótinu að þessu sinni,
enda gefur mótið stig til lands-
liðsins. Þriðji í meistaraflokkn-
um án forgjafar varð Einar
Guðnason, GR, sem lék á 164
höggum. Sigurvegari í keppni
með forgjöf varð svo Heimir
Jóhannsson GA, á 144 höggum,
Pétur Antonsson hafði sama
höggafjölda og þriðji varð Jón
Þór Gunnarsson, GA, með 147
högg.
Björgvin Þorsteinsson
I kvennakeppninni urðu úr-
slit þau að án forgjafar sigraði
Jóhanna Ingólfsdóttir, GR, 179
höggum, en Kristín Pálsdóttir,
GK, varð önnur með 185 högg. I
keppni með forgjöf sigraði
Karolfna Guðmundsdóttir, GA,
með 154 högg, en Jóhanna
Ingólfsdóttir, GR, varð önnur
með 155 högg,
Einherjakeppni á Nesi
ÞEIR kylfingar, sem farið hafa
holu i höggi, mynduðu með sér
félag, sem nefnist Einherjar.
Starfsemi félagsins er fólgin í
að halda eina keppni á ári og
verður hún nú í ár föstudaginn
5. ágúst á Nesvellinum. Keppn-
in hefst klukkan 12 á hádegi og
verður ræst út til kl. 1. Tíu ár
eru síðan Einherjaklúbburinn
var stofnaður og má þvi líta á
keppnina sem afmælismót. Lít-
ið hefur verið um stjórnarbylt-
ingar í þessum klúbbi og hefur
sama stjórn setið að völdum frá
upphafi. Formaður er Páll
Asgeir Tryggvason.
Elnkunnagiöfln
LIÐ VALS: Sigurður Dagsson 2, Guðmundur Kjartansson 2,
Kristján Asgeirsson 2, Dýri Guðmundsson 3, Atli Eðvaldsson 2.
Albert Guðmundsson 2, Ingi Björn Albertsson 3, Guðmundur
Þorbjörnsson 2, Bergsveinn Alfonsson 2, Magnús Bcrgs 2, Jón
Einarsson 3, Úlfar Hróarsson <vm) 1.
LIÐ UBK: Omar Guðmundsson 1, Magnús Steinþórsson 2,
Gunnlaugur Helgason 2, Valdimar Valdimarsson 3, Einar Þór-
hallsson 2, Vignir Baldursson 2, Hinrik Þórhallsson 1, Þór
Hreiðarsson 2, Jón Orri Guðmundsson 3, Sigurjón Rannversson
2, Olafur Friðriksson 2, Gfsli Sigurðsson (vm) 1.
DÓMARI: Ragnar Magnússon 3.