Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 Lóðaúthlutun í Breióholti: Morgunblaðið hef- ur undirbúning að nýbyggingu MEÐAL þeirra fyrirtækja, sem nú hafa fengið úthlutað bygging- arrétti í svonefndri Mjódd f Breiðholtshverfi, er Arvakur h.f„ útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fékk úthlutað 5000 til 6000 fer- metra lóð. 1 samtali við Morgunblaðið f gær sagði Ilaraldur Sveinsson framkvæmdastjóri Arvakurs, að ástæðan fyrir því að útgáfufélag- ið hyggði nú á byggingarfram- kvæmdir, væri fyrst og fremst sú, að hluti af starfsemi Morgun- hlaðsins færi fram í leiguhús- næði. Prentun blaðsins og pökk- un færi fram á allt öðrum stað, en efni væri unnið, í leiguhúsnæði f Skeifunni. Kvað hann nú vera stefnt að því að flytja alla starf- semi blaðsins á einn stað og yrði það gert í áföngum. Yrði Ifklega byrjað á að byggja prentsalinn fyrst. — Við munum hefja fram- kvæmdir eins fljótt og unnt er, sagði Haraldur. Á fundi borgarráðs í fyrradag var sar.iþykkt úthlutun bygg- ingarreita til fjölmargra fyrir- tækja og stofnana í Mjódd í Breið- Framhald á bls 18. Evrópumótið í bridge í Helsingör: Ágæt frammistaða íslenzka liðsins ISLENZKA landsliðið í bridgei sem nú tekur þátt í Evrópumót- inu, spilaði í sjöttu umferð við Fyrsti sólardag- ur í þrjár vikur — ÞETTA er fyrsti sólardag- urinn hér í um þrjár vikur, sagði Olga Andreason, vita- vörður á Hornbjargi. — En ferðamannastraumurinn hef- ur verið töluvert meiri heldur en áður. Um 100 manns hafa komið hingað í sumar, og ný- lega komu hér Bretarnir tveir sem ætla að sigla kringum landið á kajökum. Svía sem eru í efsta sæti mótsins. Asmundur, Iljalti, Guðlaugur og Örn spiluðu allan leikinn. I hálf- leik var leikurinn í jafnvægi en Svfar náðu að tryggja sér sigur í leiknum í seinni hálfleik. Lauk leiknum með sigri Svía 15—5. Svfar höfðu unnið alla leiki sfna til þessa með miklum mun og höfðu aldrei tapað svo mörgum stigum í leik. I sjöundu umferð var spilað við Frakka. Guðlaugur og Örn, Hörður og Þórarinn spiluðu þenn- an leik. Leikurinn var mjög vel spilaður og lauk með sigri íslands 12—8. Fengu Islendingar 47 punkta gegn 40 og segir það vel til um hve leikurinn var vel spilaður af beggja hálfu. ísraelar eru að verða stórveldi í bridgeiþróttinni. Þeir unnu Itali í sjöttu umferð með 20 mínus 2 og eru í öðru'sæti á mótinu. Röð þjóðanna eftir 7 umferðir: Svíþjóð 123, Israel 117, Sviss Framhald á bls 18. Eru þeir að fá 'ann ■ Laxá í Aðaldal Stöðug og góð veiði er áfram í Laxá í Aðaldal og að sögn Erlu Stefánsdóttur í veiðihúsinu Vökuholti á Laxamýri hafa nú veiðst 1395 laxar á svæði Laxár- félagsins, en þar hefur verið veitt með 12 stöngum frá 20. júní. Er aflinn nú orðinn álíka og veiðin allt veiðitímabilið á s.l. ári. Erla sagði að í gær hefði verið kalt fyrir norðan, NV-átt og rigning. Miðf jarðará Benedikt á Staðarbakka sagði okkur í gær að mokveiði væri í Miðfjarðará og á hádegi í gær voru komnir þar 1096 laxar á land, en veitt er með 9 stöng- um. Sagði Benedikt að yfirleitt væri laxinn vænn, en nokkuð hefði borið á smálaxagöngum sem þættu góð tíðindi og bentu til þess að klak hefði heppnast vel árið áður. Utlendingar hafa verið við veiðar undanfarið en um helgina taka Islendingar við. Svipað og í fyrra í Elliðaánum. Um helgina voru komnir á land í kring um 600 laxar úr Elliðaánum og er það mjög svipað og á sama tima í fyrra. Þó er mun meiri fiskur í ánni nú heldur en þá og hafa tæp- lega 3000 laxar gengið um teljarann við rafstöðina. Er það meira en helmingi meiri ganga en á sama tíma í fyrra. Erfitt er að segja með vissu, hvað veldur því hve tregur laxinn er að taka, en eitt er vist, að vatnið í ánni hefur verið kaldara en t.d. í fyrra. Yfirleitt er laxinn 4 — 8 pund og undanfarið hefur veiðzt einna bezt á svæðinu fyr- ir ofan Abæjarstíflu. Mokað upp úr Stubbnum Hér er átt við sprænuna milli Þórisstaðavatns og Eyrarvatns i Svínadal. 1 vætutíð eins og ver- ið hefur undanfarið, gengur oft all-mikið af laxi úr framan- greindum vötnum í Selósinn (en svo heitir stubburinn) og er þá oft gott til fanga. Undan- farið hefur veiðin verið mjög góð og veiddust t.d. á mánudag- inn hvorki meira né minna en níu laxar á þá einu stöng sem leyfð er, en aðeins er veitt hálf- an daginn. Sem fyrr er þó erfitt að segja til um fjölda veiddra laxa þarna, því að engin veiði- bók nær yfir þetta veiðisvæði. Laxinn þarna er mjög góður, svipaður og í Laxá í Leir., u.þ.b. 7 — 8 pund að meðaitali. —gg. Frá setningu Norrænu kristnu menningardaganna I Norræna húsinu I gærmorgun. Ljósm. Mbl.: RAX Krístnu meimingardagam- ir settir í Norræna húsinu NORRÆNU kristnu menn- ingardagarnir voru settir í gær- morgun í Norræna húsinu með ræðu Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráðherra. Að því loknu flutti Haraldur Ólafsson lektor erindi, sem nefndist „Is- lenzk kirkja og islenzk menn- ing“. Þá talaði Jóhannes biskup i Helsingfors um menningar- áhrif orþodoxu kirkjunnar í Finnlandi. Eftir hádegi flutti Anne-Marie Thunberg ritstjóri erindi sem nefndist, „Kultur- kommunikation och kulturutbud i ett pluralistiskt samhálle". Að loknu erindi rit- stjórans skoðuðu þátttakendur þjóðminjasafnið, þar sem Þór Magnússon þjóðminjavörður kynnti íslenzka kirkjulist. í gærkvöldi voru siðan kirkju- tónleikar i Háteigskirkju. Þar lék Marteinn Friðriksson ís- lenzk orgelverk og Þorgerður Ingólfsdóttir söng íslenzka trúarlega alþýðusöngva. Uppgripaafli togara á Vestfjarðamidum: Júlíus Geirmundsson med 915 tonn á 41 degi UPPGRIPAAFLI er nú hjá togur- um sem eru að veiðum úti fyrir Norðurlandi og norðanverðum Vestfjörðum. Er sama hvort togararnir eru með botnvörpu eða flotvörpu, allir rótfiska. Sömu sögu er að segja af færabátum, þeir hafa einnig fiskað mjög vel og hafa gert i nær allt sumar. Afli togara, sem hafa verið að Aukaferðir Herjólfs á þjóðhátíð í Eyjum VEGNA mikilla fólksflutninga um þjóðhátíðina fer Herjólfur aukaferðir milli Eyja og Þorláks- hafnár, en skipið hefur verið full- skipað fólki og bílum síðustu daga. I dag, fimmtudag, fer skipið tvær ferðir, fyrri ferðina kl. 8.15 frá Eyjum og 13.45 frá Þorláks- höfn og seinni ferðin kl. 18 frá Eyjum og kl. 22 frá Þorlákshöfn. A föstudag fer skipið einnig tvær ferðir vegna þjóðhátiðarinnar, kl. 5 að morgni frá Eyjum og 9 frá Þorlákshöfn og seinni ferðina kl. 13.30 frá Eyjum og 17.30 frá Þor- lákshöfn. A laugardag fer skipið kl. 10 frá Eyjum og 14 frá Þorlákshöfn og á sunnudag eru tvær ferðir kl. 9 og 18 frá Eyjum og 13.30 og 22 frá Þorlákshöfn. Fjöldi ferða eftir helgina verð- ur ákveðinn eftir þörfum. Öll f jöll hvít — HÉR ERU öli fjöll hvít niður i miðjar hlíðar eins og að vetrar- lagi, sagði Haraldur Ágústsson, athugunarmaður í Sandbúðum, er rætt var við hann í gær. — Hér snjóaði aðfaranótt þriójudags og á þriðjudag og hitastig fór niður í +1 gráðu. Gífurlegur straumur ferðafólks hefur farið yfir sand- inn í sumar og þar á meðal fjöld- inn allur af smábílum en það er auðvitað alls ekki heppilegt að þeir séu að þvælast þarna. Har- aldur hefur ásamt konu sinni ver- ið þarna undanfarin ár en þau munu nú hættá um miðjan ágúst og nýtt fólk taka við. veiðum úti fyrir Norðurlandi, hef- ur verið með eindæmum góður í allt sumar og fiskurinn sem þar fæst er miklu vænni en menn hafa átt að venjast. Sem dæmi um hina miklu fiskgengd má nefna að á timabilinu frá 22. júlí til 1. ágúst fékk skuttogarinn Júlíus Geirmundsson frá ísafirði og landaði 915 lestum. Kvað Jón Páll Halldórsson, framkvæmdastjóri á tsafirði, sig ekki vita um jafnmik- il aflabrögð hjá einu skipi á síðari árum. Þessi afli minnti helzt á mokið við Grænland á sínum tíma. Júlíus Geirmundsson stundaði þorskveiðar í síðustu viku þegar flestir aðrir togarar hurfu frá þorskveiðum, en i þessari viku mun togarinn ekki vera við þorsk- veiðar. Skipstjórar á Júlíusi Geir- mundssyni þennan tíma hafa ver- Karl prins KARL Bretaprins kom til ts- lands í gær og hyggst hann nú dvelja í 13 daga við Hofsá í Vopnafirði. Mest af timanum mun hann nota til lax- og sil- ungsveiði, en einnig ætlar hann að skoða náttúru Vopnafjarðar vel. Prinsinn kom með einni af flugvélum móður sinnar, Elísa- betar drottningar, til Egilsstaða kl. 17 í gær og var aðeins einn ið þeir Hermanna Skúlason og Ömar Ellertsson 1. stýrimaður. Þess rriá geta að á föstudag lagði Júlíus 140 lestum á ísafirði. Fór skipið út á laugardagsmorgun og kom aftur inn á mánudagsmorg- un með 150 lestir. Samkvæmt þeim fréttum sem Morgunblaðið aflaði sér i gær, þá hafa sumir togaranna verið að fá upp í 60 tonn í flotvörpu f einu hali undan norðanverðum Vest- fjörðum síðustu daga. Hefur afl- inn verið það mikill að isvélar togaranna hafa ekki haft undan, t.d. fór Krossvík frá Akranesi inn til Akureyrar í gær og tók þar is. Jón Páll Halldórsson sagði, að afli færabáta á Vestfjörðum hefði oft á tíðum verið ótrúlegur i sumar og ekki væri óalgengt að einn maður drægi 1—2 tonn á dag. kom í gær lífvörður i för með honum. Annað fylgdarlið var ekki. A Egilsstaðaflugvelli tók vinur Karls prins Brian Booth, en hann hefur Hofsá á leigu, á móti honum ásamt konu sinni. Þaðan var ekið rakleiðis yfir Hellisheiði til Vopnafjarðar, en Karl prins mun dvelja i veiði- húsinu að Teigi á meðan dvöl hans stendur, en þar hefur hann einnig dvalið f tveim fyrri ferðum sinum til Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.