Morgunblaðið - 04.08.1977, Page 32

Morgunblaðið - 04.08.1977, Page 32
AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 2ttorðunblabit> AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 jnorgunbbibib FIMMTUDAGUR 4. ÁGtJST 1977 Borgarstjóri á blaðamannafimdi: Reykjavík hefur dreg- izt aftur úr í atvinnu- uppbyggingu og tekjum Það voru þreyttir en engu að sfður ánægðir ferðalangar á Keflavíkurflugvelli upp úr miðnætti sl. nðtt, en þá komu heim þátttakendur Islands á Norðurlandamótinu í skák. Við komuna var nýbökuðum Norðurlandameisturum, Guð- laugu Þorsteinsdóttur og Jóni L. Árnasyni, afhentir blóm- vendir frá Skáksambandi Is- lands, en blómvendina afhenti dóttir formanns Sl, Eydfs S. Einarsdóttir. Er Eydfs á mynd- inni, ásamt föður sfnum, Ein- ari S. Einarssyni, og Gfsla Arnasyni (lengst t.v.), gjald- kera Skáksambands Islands. (Ijósm. Mbl. Friðþjófur) Nauðsynlegt að móta ákveðn- ari atvinmistefnu en hingaðtil □---------------------------------------□ Sjá frétlir á bls. 3 □ --------------------------------------□ „ÞVl ER ekki að neita að þessi skýrsla veldur okkur vissum áhyggjum og hún bendir til þess, að tekjulega og atvinnulega séð sé Reykjavík að færast f þá átt, sem við þekkjum frá öðrum höfuðborgum, eins og til dæmis Kaupmannahöfn og Stokkhólmi, sem mjög líða fyrir það nú að hafa orðið undir f sambandi við framleiðslustarfsemi og tekjuöflun fbúanna. Það hlýtur að þurfa miklu meira átak til að snúa við blaðinu, þegar þessi þróun er lengra komin, heldur en ef reynt er að spyrna við fótum, þegar ekki er þó lengra komið, en hjá okkur. Þessari skýrslu er ætlað að vekja umræður í borgarstjórn og meðal borgaranna og sfðan hljótum við að móta Reykjavfkurborg ákveðna stefnu f atvinnumálum; ákveðnari stefnu, en hingað til hefur verið gert“, sagði Birgir Is- leifur Gunnarsson, borgarstjóri, er hann kynnti blaðamönnum f gær skýrslu um atvinnumál í Reykjavík, sem nokkrir embættismenn borgarinnar hafa tekið saman að frumkvæði borgarstjóra. Með linuritum um hlutfallstöl- ur brúttótekna benti borgarstjóri á þá þróun, að þó þeir Reykvík- ingar, sem þiggja laun, séu marg- ir, þá eru laun Reykvíkinga til- tölulega lægri en gerist annars Framhald á bls 18. Lugmeier trúlega vísað úr landi um helgina: Kom með milljónir með sér í bakpoka 2. marz Tollgæzlan á Keflavíkurflugvelli vakti athygli Útlendinga- eftirlitsins á manninum sama daginn og hann kom til landsins Sjá viðföl og nánarí fréttir á miðopnu bladsins 1 ályktunarorðum skýrslunnar segir að mjög hafi dregið úr at- vinnuöryggi Reykvikinga á síð- ustu árum. Bein fækkun atvinnu- tækifæra í framleiðslugreinum bendir til einhæfara og kröfu- harðara atvinnulifs en þar stend- ur borgin höllum fæti vegna örrar fjölgunar þeirra, sem sízt stand- ast harðar kröfur á vinnumark- aði. Af töflum skýrslunnar um ald- ursskiptingu mannfjölda í Reykjavík sagði borgarstjóri það vekja athygli að milli áranna 1965 og 1975 hefur orðið fækkun fólks „á bezta aídri“, þ.e. 35—45 ára og að þessu fólki fylgja svo börnin til 9 ára aldurs, en í þeim hópi hefur einnig orðið fækkun milli þessara ára. Hins vegar hefur orðið mikil fjölgun í eldri aidurshópum, frá 65 ára aldri. 1 sambandi við breytingar á mannaflanotkun í helztu atvinnu- flokkum frá 1965 kemur fram, að meðan fólki annars staðar í land- inu fjölgar mjög í framleiðslu- greinum, fækkar fólki í þeim at- vinnuflokkum i Reykjavik, en fjölgunin verður mest á þjónustu- sviðinu. VESTUR-ÞVZKI afbrotamaður- inn Ludwig Lugmeier kom hing- að til lands 2. marz sfðastliðinn og voru við komu hans gerðar at- hugasemdir, vegna þess mikla fjár, sem hann hafði milli hand- anna. 1 vegabréfsskoðuninni á Keflavíkurflugvelli var ekki fyrirspurn frá Alþjóða Lögregl- unni Interpol, sem gæti átt við þennan mann, en slík fyrirspurn var hins vegar hjá Ctlendinga- eftirlitinu í Reykjavfk. Strax sama dag og Lugmeier kom hing- að til lands var haft samband við Ctlendingaeftirlitið og þvf sfðan send skýrsla um þennan grun- samlega Þjóðverja daginn eftir. Mun Útlendingaeftirlitið hins vegar ekkert hafa aðhafzt f mál- inu, og manninum sleppt að lok- inni lauslegri rannsókn . Féð, sem Lugmeier kom með hingað til lands f marzmánuði, flutti hann með sér f bakpoka, sem hann lét með venjulegum far- angri í farangursgeymslu flug- vélarinnar, sem kom frá Glasgow. Unnið var að rannsókn málsins í allan gærdag og sagði Hallvarð- ur Einvarðsson, rannsóknarlög- reglustjóri, að sennilega lyki rannsókninni fyrir helgi en i gær hefðu farið fram yfirheyrslur og atriði tengd málinu hefðu verið rannsökuð. Sagði Hallvarður að hann hefði gert þýzku lögreglu- mönnunum, sem hingað komu, grein fyrir rannsókn málsins og þeir hefðu fylgzt með henni en Hallvarður sagðist búast við að þessir menn tækju við rannsókn málsins þegar Lugmeier hefði verið fluttur til Þýzkalands. Um einstök atriði málsins vildi Hallvarður lítið tjá sig en sagði að öll mynd málsins væri óðum að skýrast. Hallvarður staðfesti að Þjóðverjinn hefði keypt bíl þann, sem hann hefði verið á við Glæsi- bæ en aðspurður um, hvort Þjóð- verjinn hefði ætlað sér að festa fé sitt i jörð hér á landi og leggja það í atvinnurekstur, sagði Hallvarð- ur, að um það gæti hann ekki sagt en hins vegar væri ljóst að Þjóð- verjinn hefði haft mikið fé milli handanna og sjálfsagt hugað að því hvernig hann gæti bezt komið því fyrir. Fram kom hjá Hallvarði að rannsókn i máli Bandaríkja- mannsins, sem handtekinn var með Þjóðverjanum beinist meðal annars að hugsanlegum stuldi hans á þýfi Þjóðverjans og vörzlu hans á því. Baldur Möller, ráðuneytisstjóri sagði í gær að sennilega yrði Þjóð- verjanum vísað úr landi en hann ekki framseldur öðru hvoru meg- in við næstu helgi. Mbl. hafði einnig tal af eigin- konu Bandaríkjamannsins, sem var með Þjóðverjanum og stað- festi hún að hún hefði haft milli- göngu um kaup Lugmeiers á Volkswagenbifreið en það hefði einungis verið vegna þess að selj- andi bílsins hefði ékki getað talað ensku. Að öðru leyti vildi hún ekki tjá sig en kvað vilja fullyrða að tengsl manns hennar og Lug- Framhald á bls 18. Fá piltarnir 3,2 milljónir kr. fyrir upplýsingamar? ALLAR Ifkur benda til að piltarnir tveir, sem leiddu lög- regluna á spor vestur-þýzka bankaræningjans Ludwig Lugmeier, fái röskar þrjár milljónir króna 1 sinn hlut fyrir upplýsingarnar. Mbl. fékk þessar upplýsingar staðfestar f Þýzkalandi f gær- kvöldi, en þá hafði starfsmaður saksóknaraembættisins í Frankfurt, Zahl að nafni, stað- fest að yfirsaksóknarinn, Rahn, hefði heitið 10.000 mörkum sem eru jafnvirði um 860.000 króna til höfuðs Lugmeier, er honum tókst að flýja úr réttar- salnum. Staðfesti Zahl að sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem hann hefði um aðdragandann að handtöku Lugmeiers f Reykjavfk, þá rynni verðlauna- féð til þeirra, sem hefðu gefið lögreglunni ábendiuguna. Til viðbótar hafa svo bankarnir sem Lugmeier og Linden rændu heitið að greiða þeim sem gæfi vfsbendinguna, sem leiddi til handtökunnar, 10% af þvi fé, sem þá kæmi í leitirnar. Eins og fram hefur komið í fréttum Morgunblaðs- ins fundust um 277.000 þýzk mörk á Bandaríkjamanninum og í bíl Lugmeiers, eða jafn- virði um 24 milljóna króna og ættu piltarnir þá að fá í sinn hlut þar af um 2,4 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.