Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGÚST 1977 Pólitík setti mark sitt á umræðurnar íslands, er nýkominn frá Sviss þar sem hann Óljóst hver eftirköstin verða sat auKaping AipjooasKaKsamDanasins, FIDE, dagana 23. og 24. júlí, ásamt þeim Högna Torfasyni og Friðriki Ólafssyni. Þing- ið sátu fulltrúar 51 af 97 þátttökuþjóðanna og var eina umræðuefnið aðild s-afríska skák- sambandsins að FIDE. Var það kvatt saman að undirlagi Austur-Evrópuþjóða og Araba- landa eða þeirra aðila, sem ekki sátu aðalþing FIDE í nóvember s.l. sem haldið var um leið og Olympíuskákmótið í Haifa í Israel. Mbl. ræddi við Einar S. Einarsson um þingið og greindi hann í upphafi frá aðdraganda þessa máls: — Misjafnar skoöanir hafa verið uppi um réttmæti aðildar Skáksambands S-Afríku að FIDE vegna aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar landsins í kyn- þáttamálum. Hefur því á tveim undanförnum FIDE-þingum verið annað hvort vísað úr sam- bandinu eða tekið inn í það aftur. — Pólitík setti mark sitt á umræðurnar svo úr hófi keyrði, sagði Einar, og var greinilegt að fulltrúar sumra þjóðanna, sér- staklega austantjalds- og Afríkuþjóða, eru um of háðir sínum ríkisstjórnum til þess að geta fjallað' um svo viðkvæmt mál sem kynþáttamisrétti á hlutlausan hátt. Einar sagði að dr. Max Euwe forseti FIDE, og F. Campoman- es varaforseti hefðu lagt fram skýrslur sínar um málið, auk greinargerðar frá fulltrúum Skáksambands S-Afrfku, en tveir þeir fyrrnefndu höfðu heimsótt S-Afríku í júni s.l. til að kynna sér ástandið i skák- málum þar. — Það kom fram að engar hömlur eru lengur lagðar á þátttöku svartra eða fólks af lituðum kynstofni í íþróttum. Innan Skáksambands S-Afríku eru einungis Taflfélög eða skákklúbbar, sem standa öllum opnir og ljóst er að nokkuð er um að skákmenn með annan hörundslit en hvítan taki þátt í skákmótum. Skýrsla Euwes var hlutlaus og þó frekar jákvæð, en skýrsla Campomanesar, sem reyndar var munnlega flutt, heldur neikvæð og samhengis- laus, að ekki sé meira sagt. Fannst mörgum þingfulltrúum, sem komið höfðu langan veg, sér freklega misboðið með flutningi hennar. — Fulltrúar Skáksambands S-Afríku voru þeir L.R. Reitstein, forseti þess, W.C.Bowers, varaforseti, sem er blökkumaður, og D. Woods. Hinir tveir síðasttöldu hafa báðir orðið að sæta varðhalds- vist vegna baráttu sinnar gegn stefnu ríkisstjórnar sinnar í kynþáttamálum. Þeir lögðu mál sitt einkar vel fyrir og trú- verðuglega, enda óliklegt að þeir færu að mæia kynþátta- misrétti bót. Einar S. Einarsson sagði að þingið hefði verið frekar slæ- lega sótt og hefðu vestrænu þjóðirnar verið i minnihluta, en andstæðingar S-Afríku fjöl- mennt og lagt mikið kapp á að koma henni út í kuidann á ný, sem ætla mætti lið í baráttu þeirra, svo sem Einingarsam- taka Afríkuríkja, að einangra S-Afríkustjórn á sem allra flest- um sviðum. — Sendinefnd sovéska skák- sambandsins var fjölmennust og var skipuð þeim Rodionov, Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands tslands Averbach og Baturinski, auk heimsmeistarans f skák Anatoly Karpovs. Islenzka sendinefndin var næstfjöl- mennust, ásamt S- Afríkumönnum, og var Friðrik Ólafsson með til að kynna sér fyrirkomulagið og þann anda sem svifi yfir vötunum á slíku þingi í sambandi við framboð sitt til forsetakjörs í FIDE á næsta ári, og Högni Torfason til að kynna og afla stuðnings við framboð Friðriks. Segja má að það hafi hlotið jákvæðar undir- tektir þó ætla megi svona i fyrstu lotu að kosningafylgi ráðist meira af hnattlegu og þá einnig heimspólitískri hnatt- legu, fremur en frambjóð- andanum sjálfum. Skáklistin aukaatriði? A aukaþingi FIDE flutti Ein- ar S. Einarsson álitsgerð Skák- sambands tslands fyrir hönd þeirra þremenninganna og lagði hann m.a. áherzlu á eftir- farandi: Að Island hefði ávallt verið andstætt stefnu S- Afríkustjórnar í kynþáttamál- um og ævinlega greitt atkvæði með ályktunartillögum á þingi Sameinuðu þjóðanna, sem gagnrýndu stefnu hennar. Að Skáksamband íslands sem og allur almenningur á Islandi væri sama sinnis, en taldi þó að æskilegt væri að hafa sem flest- ar þjóðír með í öllum samtök- um, ekki bæri að skipta þeim í góðar þjóðir og slæmar, heldur að reyna að hafa góð áhrif á það sem þætti miður fara og innan slíkra alheimssamtaka ætti slíkt að vera mögulegt og mun vænlegri leið en brottrekstur. sem leiddi til sundrungar og ósættis. Samkvæmt samþykktum FIDE væri öll pólitísk starf- semi bönnuð innan vébanda þess og leitt væri til þess að vita eins og þetta þing bæri óræk- astan vott um að skáklistin væri orðin allt að því aukaatriði, en heimsvaldapólitíkin sæti í fyr- irrúmi. Illt væri að sóa bæði tlma og fjármunum frá skáksambönd- um og skákmálum almennt í hluti sem ekki snertu beint hlutverk Alþjóðaskáksam- bandsins og auðveldlega hefði mátt fresta þangað til næsta reglulegt aðalþing kæmi saman að ári liðnu og að þessi þróun mála stefndi tilveru FIDE sem alheimssambands i hættu. „I upphafi skyldi endirinn skoða“ og myndi brottrekstur Skáksambands S-Afriku úr FIDE binda endi á stjórnmála- afskipti innan FIDE eða bjóða nýjum heim, og hvaða samband yrði þá næsta fórnarlambið og misrétti væri til á fleiri sviðum en þessum, hvað um almenn mannréttindi. Islendingar bæru frelsi einstaklingsins og almenn mannréttindi svo fyrir brjósti að aðilar yrðu að reynast sannir að sök áður en þeir væru dæmdir sekir, „ekki mætti hengja bakara fyrir smið.“ Leita bæri réttlátra svara við þessum spurningum, en ekki mætti láta annarleg sjónarmið ráða ferðinni. Dregur til tfðinda Þá sagði Einar að eftir tveggja daga þrástagl hefði far- ið að draga til tíðinda. Settar hefðu verið fram tvær ályktun- artillögur, önnur frá S- Afríkumönnum sjálfum þar sem þeir, ónagir, gagnrýndu harðlega stjórnarhætti Suður- Afrikustjórnar almennt, leit- uðu hvatningar og viðurkenn- ingar fyrir viðleitni sína við að upphefja kynþáttamisrétti í skákmálum og lýstu því yfir að þeir drægju sig sjálfviljugir til baka frá skákkeppnum og mót- um á vegum FIDE um tíma. Hin tillagan var frá Rabell- Mendez, vætanlegu forsetaefni, IlER fer á eftir hin um- deilda ályktun aukaþings FIDE í Luzern 22. — 23. júlf: 1. Alþjóðaskáksambandið (FIDE) fordæmir sam- hljóða aðskilnaðarstefnu ríkisstjórnar S-Afríku í kyn- þáttamálum sem það telur vera brot á mannréttindum og i andstöðu við mannúðar- stefnu og bræðralag það sem skáklífið í heiminum á að helgast af. 2. FIDE virðir og metur baráltu skáksambands S- Afríku fyrir þvi að útiloka kynþáttamisrétti í S-Afríku með útbreiðsíu skáklistar- innar. 3. Því miður er staðreynd- in samt sú að kynþáttajafn- frá Puerto Rico, og var svipuð hinni fyrri nema lokakaflinn þar sem lagt var til að Skáksam- bandi S-Afríku yrði visað úr Alþjóðaskáksambandinu og tæki það ekki þátt i neinni starfsemi þess fram til 1980, og sérstök nefnd yrði skipuð til að fylgjast með þróun mála. — Til málamiðlunar var sett á laggirnar nefnd til þess að bræða þessar tillögur saman i eina og henni ætlaðar til þess 15 minútur. Eftir 1 klst. og 15 mfnútur lauk nefndin störfum og hafði þá náð samkomulagi um öll meginatriði nema eitt orð. Það var spurning um orða- lag hvort s-afríska skáksam- bandið drægi sig í hlé frá allri starfsemi eða keppni „actinities" eða „competitions". Einar S. Einarsson greinir frá auka- þingi FIDE Fulltrúi Ghana, sendiherra lands sins i Belgiu var óbifan- legur á því fyrra, sem þýddi í raun að S-Afrika missti öll félagsréttindi sín í FIDE, þ.á.m. funda- og málfrelsi, sem gengur mun lengra en áður, og það mun S-Afríka þó enn hafa hjá Sameinuðu þjóðunum. — Þessu gátu fulltrúar vest- rænu ríkjanna ekki unað og lögðu því fram sérstaka breyt- ingartillögu við tillögu nefndar- innar og bundust jafnframt samtökum um það sin á milli að ganga af fundi, ef austurblokk- in myndi standa með Ghana- rétti í skákmálum er enn ófullkomið og í raun hafa aðeins verið stigin fyrstu sporin í þá átt. 4. FIDE samþykkir þar af leiðandi: a) Að útiloka Skák- samband S-Afriku ótíma- bundið frá allri þátttöku í starfsemi þess eða þar til ástandið hefur lagast svo að kynþáttamisrétti i skákmál- um þar sé ekki lengur til að dreifa. b) Að skipa sérstaka fastanefnd til að rannsaka og fylgjast með þróun mála hvað snertir jafnan rétt skákmanna í S-Afríku til frjálsra samskipta. Þessi nefnd leggi fram skýrslu ekki síðar en fyrir aðalþing FIDE 1980. manninum um þessar harka- legu aðgerðir. Atkvæði féllu svo að tillaga vestur- evrópuþjóðanna um að útiloka S-Afríku einungis frá þátttöku í keppnum var felld með 28 atkvæðum gegn 23 og gengu þá fulltrúar þeirra 20 talsins af þinginu. Þau lönd, sem eftir sátu héldu þingstörfum áfram og samþykktu tillöguna óbreytta og samhljóða með lófa- klappi," sem reyndar eru óhöld um hvort sé fyllilega lögmætt". — Má því sannarlega segja að FIDE sé um þessar mundir statt á pólítískum villigötum og óvist um framtið þess eftir þessa síðustu atburði, þó enn sé of snemmt að segja til um hver eftirköstin verða, hvaða dilk þessi yfirgangur kann að draga á eftir sér. Einar sagði að þær skák- keppnir sem ákveðnar hefðu verið hjá FIDE stæðu óbreyttar en þetta gæti auðveldlega leitt til þess að Alþjóðaskáksam- bandið klofnaði endanlega, en kvaðst vona í lengstu lög að til slíks myndi ekki koma. Margt á döfinni — fjármálin höfuðverkur Þá vék Einar S. Einarsson nokkuð að öðrum málum, sem þeir ræddu við menn um, m.a. viðræðum við Baturinski frá sovézka skáksambandinu: — Við fórum þess á leit við hann, að hann greiddi fyrir þvi að heimsmeistarinn kæmi hing- að til Islands, en við höfum áður rætt við hann um það per- sónulega. Hvort hann getur komið og tekið þátt í skákmót- inu á næsta ári er ekki vitað, þá verður stutt i heimsmeistara- keppnina en við buðum honum að koma hingað við tækifæri og þá gætum við skipulagt eitt- hvað fyrir hann. Einnig var rætt um að útvega skákþjálfara frá Sovétrikjunum, David Bronstein, og var óskað eftir þvi að hann kæmi hingað I 4—6 mánuði til að þjálfa skákmenn i ýmsum flokkum viðsvegar um landið og lofaði Baturinski að athuga vel það mál. — Þá kom fram frá um- sjónarmanni telex-keppninnar að Islendingar eiga að keppa við Finna i 8 liða úrslitum, en keppt verður á 8 borðum, þar af einu kvenna- og einu unglinga- borði, áformað er að sú keppni fari fram í lok þessa mánaðar. Einnig gat Einar um ýmis mót sem eru framundan hjá islenzkum skákmönnum, Jón L. Arnason fer fljótlega í annað mót, heimsmeistaramót ungl- inga yngri en 17 ára og fer það fram i Frakklandi og segir i bréfi frá skipuleggjendum mótsins að Jón muni verða einn uppáhaldskeppandi mótsins, ásamt O. Kasparov, frá Sovét- rikjunum. Þarna keppir Jón við jafnaldra sína, og möguleikar hans því miklir. — Nú ríður á því að fá stuðn- ing til þess, að hægt sé að senda með honum aðstoðarmann, sagði Einar, en það er mikið framundari hjá Skáksamband- inu og fjármálin eru stöðugur höfuðverkur okkar. Nú, Ásgeir bróðir Jóns, fer á heimsmeist- aramót unglinga undir tvítugu sem haldið verður í Innsbruck. Framhald á bls 18. Alyktun auka- þings FIDE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.