Morgunblaðið - 04.08.1977, Page 13

Morgunblaðið - 04.08.1977, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 Landfræði- og ferðarit UTIVIST 2. Arsrit Utivistar 1976. 79 bls. Rvfk 1977. UTIVIST, ársrit samnefnds ferðafélags, er lítið en fallegt rit; íburðarmikið í hlutfalli við stærð; litmyndir t.d. margar. Þetta er félagsrit i orðsins fyllsta skilningi, samið af ferða- mönnum og fyrir ferðamenn og miðað við allan þann breytilega ferðamáta sem nú tíðkast, en hópferðir auðvitað fyrst og fremst. »Vitrir menn segja, að göngu- ferðir séu beztar til að njóta yndis íslenzkrar náttúru,« segir Magnús Jóhannsson i þættinum Við Djúp og Drangajökul. »Þar næst komi ferðalög í góðri sam- fylgd þarfasta þjónsins — hestsins, — en bifreiðin okkar sé vandræðagripur. Þetta má allt til sanns vegar færa og með- alhófið er bezt í öllu. Bifreið- arnar okkar gera okkur kleift að komast fljótt og vel á áfanga- stað. En þar eigum við að hvíla þær, og okkur sjálf með því að standa á eigin fótum og finna, að við séum ekki algerlega háð hjólaþyt vélaaldar.« Þetta segir Magnús. Nú stefnir hugur ferða- mannsins ekki einvörðungu inn til landsins eins og forðum heldur allt eins til útskaganna. Þetta hefti er með ýmsu efni en að megninhluta helgað Vest- fjörðum og Ströndum. Það er skiljanlegt. Eftir miðhálendinu er nú ekið vítt og breitt á bíl- um. Það er ekki lengur sá ókunni ævintýraheimur eins og t.d. var á fyrstu árum Ferðafé- lags íslands. Ef nokkuð er sveipað þvílík- um ljóma nú er það nyrzti hluti Vestfjarðakjálkans, Jökulfirðir og norðurhluti Stranda. Ferðir þangað útheimta raunverulega ferðamennsku, þar ríkir enn kyrrð, og landslag er þar stór- brotið. Þangað eru vitanlega farnar sumarferðir fyrst og fremst — eða eingöngu — sakir fjarlægðar frá þéttbýli og sam- gönguleysis á vetrum. En ferðagarpur verður að hafa vettvang til að slíta skóm sinum allt árið, einnig í skamm- deginu. Samkvæmt frásögn Uti- vistar var fyrsta ferð ársins 1976 farin sunnudaginn 4. janú- ar — um Reykjanesskaga og til Strandakirkju. Prestur var með i förinni og varð þetta því kirkjitferð í raunverulegum skilningi. Framkvæmdastjóri Utivistar spáir »að framvegis hefji Utivist hvert starfsár sitt með heimsókn i einhverja kirkju i nágrenni Reykjavikur og siðan verði gengið um ná- grennið.« Önnur nýbreytni Utivistar eru kræklingaferðir. I myndar- texta einum segir að farið hafi verið »í fyrstu kræklingaferð Utivistar 17. april 1976« og hafi þátttakendur verið 116. A ann- arri mynd gefur á að lita hvar kræklingur er wsteiktur og snæddur á staðnum«. I þá veru að vekja athygli á þessum ferðum og auka lystina á þessum lftt kunna sjávarrétti er i þessu hefti birt skemmtileg og einkar greinagóð rigerð eftir Sólmund Einarsson fiskifræð- ing, Kræklingur — aða, ostrur norðursins. Sólmundur gerir grein fyrir rannsóknum íslenzkra fiski- fræðinga á kræklingi og upplýs- ir hvar hann sé helzt að finna hér um slóðir. Fyrrum var kræklingur notaður til beitu og eftirsóttur sem slikur. Hérlend- is var þetta vart talinn manna matur fyrr en íslendingar kom- ust á bragðið í sólarlönum. »Gæðin eru,« segir Sólmundur, »talin bezt frá seinni hluta ágústmánaðar til marzloka. Er- lendis er fólki ráðlagt að borða ekki krækling i err-lausum mánuðum, það er að segja frá og með mai til og með ágúst- Bðkmenntir eftir ERLEND JÓNSSON mánuði. Astæðan fyrir þessu er sú, að á þessu tímabili er hætta á eitrun af völdum skoruþör- unga og flagellata sem oft eru I miklu magni á þessum tima. Hér á landi hefur litt orðið vart þessa og þessvegna geta menn borðað krækling allt árið.« Náttúrleg máltið við borð sjálfrar náttúrunnar — hvað er náttúrlegra! Ferðaþráin er margvísleg. Jón Trausti gekk á fjöll til að auka sér víðsýni i öllum skiln- ingi. Sumir líta á ferðalög sem íþrótt og vilja helzt klifra. Aðr- ir leggja land undir fót af með- fæddri óþreyju. Og enn aðrir sjá í ferðalögum hentugast tækifæri til félagslegrar sam- veru. Flestir hygg ég stefni að þessu öllu, aðeins í mismunandi hlutföllum. Ferðafélagið Utivist er nýtt og þess vegna líklegt tii ný- breytni. Rit þess fer vel af stað — sem alþýðlegt landfræðirit. Ferðalög taka breytingum eins og annað. En ferðaþráin helzt óbreytt. Þegar borgarbúinn stendur andspænis kyrrð öræfa eða eyðistranda finnur hann jafnframt sjálfan sig og upp- hefur sitt eintal við náttúruna, ótruflaður af hraða og skarkala. Að hinu leytinu er svo góóur ferðafélagsskapur ákjósanleg lækning við einmanaleika — sem til er meira en nóg af nú á dögum. Sá er að mínum dómi megin- kostur þessa rits að bent er á tækifæri til ferðalaga fjær og nær. Vonandi verður framhald- ið í svipuðum dúr — blandaðs efnis, og nýjar slóðir kannaðar, bæði í eiginlegum og óeiginleg- um skilningi. Ritstjórar Utivistar eru þeir Einar Þ. Guðjohnsen og Jón I. Bjarnason. Erlendur Jónsson. ____________________13_ „Orðið”, rit Félags guðfræðinema ORÐID, TlMARIT Félags guð- fræðinema, er komið út, 1. tbl. 11. árgangs. Blaðið hefst á hring- borðsumræðum, þar sem fjallað er um efnið „Ilvernig bregzt kirkjan við breyttum tfmum?“, en f þeim taka þátt dr. Björn Björnsson, sr. Guðmundur Öskar Ólafsson, Guðrún Asmundsdóttir leikkona, Haraldur Ólafsson lektor, dr. Þórir Kr. Þórðarson og Ilalldór Reynisson guðfræðinemi. Þá skrifar dr. Hallgrimur Helgason um norræn kirkjutón- listarþing í Noregi og Danmörku, og dr. Björn Björnsson er með grein um trú og visindi. Sr. Jónas Gislason skrifar grein- ina „Innhverf ihugun — hvað er það?“ og er þar að finna upplýs- ingar um hreyfinguna Transeendental Meditation, sem mikið hefur starfað hérlendis. Guðni Þór Ölafsson guðfræði- nemi skrifar um rómverskt trú- boð i Bretlandi og Valdimar Hreiðarsson um Kvöldmáltíðar- sakramentið skv. lútherskri játn- ingu. I blaðinu er einnig bóka- þáttur o.fl. efni. Ritstjóri Orðsins er Valdimar Hreiðarsson, en i rit- nefnd eru Jón Valur Jensson og Jón Ragnarsson. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 |R»rgunIiIabib

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.