Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977
fHtfgtmÞIiiMfr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Arvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorhjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sfmi 10100.
Aðalstræti 6, sfmi 22480.
Áskriftargjald 1300.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 70.00 kr. eintakið.
Einkaverzlun — samvinnu-
verzlun — frjáls samkeppni
Iforystugrein Tímans í gær er fjallað um samvinnuverzl-
un og einkaverzlun og þar segir m.a : „Furðulegt er að lesa
það í blöðum, sem þykjast fylgjandi frjálsri verzlun, að gera þurfi
sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir vöxt samvinnuverzl-
unar á höfuðborgarsvæðinu. Aukin samkeppni þar milli einka-
verzlunar og félagsverzlunar ætti að vera frjálsri verzlun styrkur
og tryggja neytendum batnandi viðskiptakjör. Jafnframt ætti það
að greiða fyrir afnámi verðlagshafta, því að þau eiga að vera
óþörf, ef samkeppnin er næg. Reynslan erlendis sýnir, að
verzlunarkjörin eru bezt, þar sem báðir umræddir aðilar eru
nægiléga öflugir."
Við þessi ummæli Tímans er ýmislegt að athuga. Morgunblaðið
hefur ekkert á móti samvinnuverzlun sem slíkri, enda stendur hún
föstum rótum í okkar þjóðfélagi, en á hitt verður að líta þegar rætt
er um frjálsa samkeppni milli hinna mismunandi verzlunarforma
að þá verða báðir aðilar að sitja við sama borð t.d. við
skattálagningu. Margsinnis hefur verið sýnt fram á það, að
samvinnuhreyfingin nýtur mun hagstæðari skattakjara en önnur
rekstrarform. Það sem er þó fyrst og fremst athugunarvert við
þau sjónarmið, sem fram koma í forystugrein Timans, er að
reynslan hér á landi sýnir, að samvinnuverzlun leiðir alls ekki til
frjálsrar verzlunar og aukinnar samkeppni. Þvert á móti hefur
samvinnuverzlunin i flestum landshlutum náð einokunaraðstöðu
og einkaverzlun orðið að láta undan síga. Þá kann einhver að
segja sem svo, að hér hafi lögmál frjálsrar samkeppni ráðið
ferðinni og að samvinnuverzlunin hafi orðið ofan á í frjálsri
samkeppni við einkaverzlun. En dæmið er engan veginn svo
einfalt í fyrsta lagi er það mismunandi skattaleg aðstaða, sem
hefur valdið því, að einkaverzlun hefur átt undir högg að sækja og
i öðru lagi er Ijóst, að hin risavaxna viðskiptasamsteypa, sem
samvinnuhreyfingin nú er orðin, getur með margvíslegu móti,
smátt og smátt, rutt samkeppnisaðilum úr vegi og þar með
einokað verzlun og aðra atvinnustarfsemi á tilteknum landssvæð-
um í krafti yfirburðaaðstöðu. Fjölmörg dæmi er hægt að nefna um
það, hvernig þessi viðskiptasamsteypa hefur reynt að koma í veg
fyrir frjálsa samkeppni með óeðlilegum starfsháttum og er þar
siðast að nefna átökin miklu, sem urðu um rekstur lítils sláturhúss
í Skagafirði og um hráefnisframboð til sútunarverksmiðju á
Sauðárkróki. Reynslan sýnir þvi, að aukin samvinnuverzlun eflir
ekki frjálsa samkeppni, þvert á móti stefnir hún markvisst að þvi
að draga úr henni og koma á viðskiptaeinokun samvinnusam-
steypunnar.
Þetta er ekki áhyggjuefni þeirra einna, sem aðhyllast einka-
framtak í atvinnurekstri. Þetta hlýtur að vera áhyggjuefni fólks
um land allt vegna þess, að í litlu þjóðfélagi eins og okkar er ekki
heppilegt, að einn aðili verði svo sterkur, að hann hafi yfirburði
yfir alla aðra Því fer til dæmis fjarri, að þessi yfirburðaaðstaða
samvinnuhreyfingarinnar hafi tryggt neytendum betri viðskipta-
kjör en ella. Á sl. sumri og hausti töldu bændur í Skagafirði
hagkvæmara að kaupa ýmsar fóðurvörur frá einkafyrirtæki á
Akureyri heldur en frá Kaupfélaginu á Sauðárkróki.
Þegar Morgunblaðið varar við vaxandi ásókn viðskiptasam-
steypu Sambandsins á höfuðborgarsvæðinu er blaðið að stuðla
fyrir sitt leyti að því, að frjáls samkeppni geti haldið áfram f
verzlun og athafnalífi í stað þess að einokun hins rísavaxna
Sambands taki smátt og smátt við eins og annars staðar á
landinu. Víða erlendis eru sett lög til þess að hemja útþenslu
auðhringa. Hversu fögur sem samvinnuhugsjónin var og er, geta
menn ekki lokað augunum fyrir því, að Samband islenzkra
samvinnufélaga og dótturfyrirtæki þess eru að fá á sig æ meiri
svip erlendra auðhrínga. Það vald, sem fengið hefur verið í
hendur örfáum mönnum, sem stjórna samvinnuhreyfingunni er
gífurlegt. Við getum ekki lokað augunum fyrir því, að þessi
viðskiptasamsteypa, sem hefur meira og minna lagt undir sig
verzlun og þjónustustarfsemi í öllum landshlutum utan suðvestur-
hornsins, sækir nú fram i fiskvinnslunni og hefur bersýnilega uppi
áform um stórkostlega útþenslu í verzlun og þjónustu á höfuð-
borgarsvæðinu Það væri ánægjulegt, ef reynslan sýndi, að frjáls
samkeppni fylgdi í kjölfar eflingar samvinnuverzlunar, þv? að
frjáls samkeppni er neytendum í hag. En því miður sýnir reynsla
okkar íslendinga, að frjáls samkeppni fer þverrandi og einokunar-
aðstaða fylgir í kjölfarið. þar sem einn aðili verður of stór og of
sterkur eins og Sambandsveldið tvimælalaust er orðið. í raun má
segja, að á höfuðborgarsvæðinu sé nú síðasta vigi einkaframtaks-
ins í verzlun og viðskiptum á íslandi, þótt á einstaka stöðum utan
suðvesturhornsins hafi tekizt að spyrna nokkuð við fótum fyrir
harðfylgi og dugnað nokkurra einstaklinga eins og t.d á Akur-
eyri. Bolungarvik og á nokkrum öðrum stöðum Þa&yrði neytend-
um til óbætanlegs tjóns, ef ekki yrði spyrnt við fótum og komið f
veg fyrir, að risasamsteypa samvinnuhreyfingarinnar leggi einnig
undir sig meginhluta verzlunar- og viðskiptastarfsemi í þessum
landshluta.
„Luggi var sá bófi
í V-Þýzkalandi, sem
mest kapp var lagt á
að koma höndum yfir"
Þýzka lögreglan frétti af Lugmeier á Kanaríeyjum og
Suður-Ameríku ádur en hann var handtekinn hér á landi
Krankfuri 3. ík- þeir frömdu þann 29. október felustað. Einnig gæti verið að þeir
Eínkaskevti tii Mbi. frá ap. 1973 f Frankfurt. Stöðvuðu þeir Linden hafi skipt til helminga að
LUDWIG „Luggi“ Lugmeier var rneð byssum brynvarinn bil úti Því er þýzka blaðið Frankfurter
sá bófi i öllu Vestur-Þýzkalandi fyíir aðalbækistöðvum Rundschau gat sér til um helgina
sem mest kapp var lagt á að koma Dresdenarbanka, sem er næst eftir að fréttin kom um handtöku
höndum yfir, eftir að hann rændi stærsti banki í Vestur-Þýzkalandi. Lugmeiers.
af mikilli fífldirfsku brynvarinn Eftir þetta síðara rán spurðist
peningaflutningabíl árið 1972. Neyddu þeir varðmenn til að láta ekki til þeirra félaga alllengi unz
Hann hafði upp úr krafsinu jafn- af hendi yfir tvær milljónir Interpolrannsóknin leiddi til þess
virði rösklega 57 milljón fsl. marka. Sluppu þeir siðan á brott i að þeir fundust i Mexico, voru
króna í peningum og um tíu millj- litlum sportbíl og fannst bíllinn í handteknir og framseldir vestur-
ónir i ávísunum. Þetta var i skóglendi í útjaðri Frankfurt þýzkum stjórnvöldum.
Munchen þann 21. desember nokkru siðar. Lögreglan taldi að Dieter Ortlauf, lögregluforingi
1972.1 vitorði með Lugnteier var ræningjarnir hefðu grafið feng frá Frankfurt, flaug til Mexico og
annar maður, Gerhard Linden. sinn i skóginum á flóttanum, en fylgdist með þeim til Þýzkalands,
Var þeirra tveggja nú leitað um peningarnir hafa aldrei fundizt. þar sem þeim skyldi síðan stefnt
gervallt Þýzkaland, en allt kom Sögusagnir eru um, að Lugmeier fyrir rétt.
fyrir ekki. hafi notað peningana á flóttanum Ortlauf er nú kominn til
Enn umtalaðra varð rán sem ellegar komið þeim á öruggan Reykjavíkur til að ganga úr
Ludwif
flugvél
Myndii
Hafði mikið fé á
milli handanna og
gat því auðveldlega
keypt sér aóstoð
— Afbrotamaðurinn Ludwig
Lugmeier hefur verið vinsælt um-
ræðuefni f þýzkum blöðum mörg
undanfarin ar og alltaf annað
slagið verið forsíðuefni blaða f
Þýzkaiandi, segir Udo Troester,
blaðamaður við Neue Revue, en
hann er hingað kominn til að
fylgjast með rannsókn máls
Lugmeiers hér á landi. Eru fleiri
þýzkir blaðamenn staddir hér á
landi um þessar mundir vegna
þessa máls.
Udo Troester, blaðamaður frá V-
Þýzkalandi, sem hingað var send-
ur til að fylgjast með máli
Lugmeiers.
— Rán Lugmeiers og Lindens
vöktu strax i upphafi gífurlega
athygli manna, segir Troester. —
Bæði vegna þess að siðara ránið
var hið stærsta sem framió hafði
verið i V-Þýzkalandi og eins
vegna þess að mennirnir fundust
ekki fyrr en eftir nokkur ár og
peningarnir, komust aldrei til
skila. Ég held ég fari rétt með að
það hafi verið bréf Lugmeiers til
unnustu sinnar í V-Þýzkalandi,
sem leiddu til handtöku hans í
Mexikó á síðasta ári.
— Lugmeier tókst að sleppa á
ný strax á öðrum degi réttarhald-
anna. Gluggi var opinn á
réttarsalnum og stökk hann út um
hann og niður á gangstéttina 6
metrum neðar. Síðan fréttist ekk-
ert af honum fyrr en hann allt í
einu kom upp á yfirborðið hér í
Reykjavík. Fljótlega eftir réttar-
höldin gerðist það hins vegar að
38 ára gamatl maður tók tvo gísla
i sama dómshúsi og hélt þeim sem
gíslum í litlu herbergi þar. Var
maðurinn með byssu og ógnaði
mönnunum stöðugt, en þeir voru
báðir starfsmenn í réttinum. Eftir
um sólarhring tókst öðrum þeirra
loks að yfirbuga manninn, sem
hélt þeim gíslum, en var hann þá
greinilega orðinn þreyttur. Hafði
hann gert það að kröfu sinni að
Linden, samverkamanni Lugmei-
ers, yrði sleppt úr haldi.
— Lugmeier og Linden virðast
aðeins vinna tveir saman og eru
vel kunnir í undirheimum V-
Þýzkalands. Ránin tvö eru þeirra
stærstu afbrot, en þeir munu hafa
verið viðriðnir ýmis smærri mál.
Þeir hafa mikið verið á ferðinni f
Frankfurt og í þessari höfuðborg
banka og glæpamanna i V-
Þýzkalandi hefur Lugmeier ef-
laust fengið góða aðstoð undir-
heimamanna eftir flóttann. Hann
hafði mikið fé á milli handanna
og gat því auðveldlega keypt sér
nauðsynlega aóstoó og borgað
meira en verðlaunafénu nam og
með peningunum komizt yfir
nauðsynlega pappíra, eins og t.d.
vegabréf.
Segja má að sérstaklega mikil
leit hafi verið gerð að Lugmeier
um allt V-Þýzkaland og víðar á
vegum Interpol. Þarna var á ferð-
inni stórglæpamaður og auk þess
hafði hann stungið löggæzlumenn
og réttarverði af rbeðan þeir
hreinlega horfðu á.
Bifreið Lugmeiers I geymslu lögreg
var á þessari bifreið er hann var h
Friðþjófur).
„Hann b
bílinn út
v
BIFREIÐ Lugmeiers, sem hann
var handtekinn I á föstudag, hafði
hann keypt hér á landi um miðj-
an marz sl. Bifreið þessi er af
Volkswagengerð, módel 1200 og
árgerð 1970. Hafði Lugmeier fest
kaup á bílnum á bflasölu einni I
borginni 10. marz, en hún var
skráð á hið falsaða nafn hans,
John Michell Wallenn, hjá Bif-
reiðaeftirlitinu þann 18. marz og
gaf Þjóðverjinn þá upp að heimili
hans væri að Ilringbraut hjá
Bandarfkjamanninum, sem hand-
tekinn var með honum. Þennan
sama dag tók Þjóðverjinn bllpróf
I Ilafnarfirði. Fékk bifreiðin
skrásetningarnúmerið R- 52664.
Sá sem seldi Þjóðverjan-
um bílinn var stúlka og sagði hún
í samtali við Mbl. að hún hefði
sett bíl sinn, sem þá var skráður í
Kópavogi, á bílasölu í Reykjavík
og þar hefði hann verið í um
vikutíma. Þá hefði kona, sem
hefði verið eiginkona vinar Þjóð-