Morgunblaðið - 04.08.1977, Side 23

Morgunblaðið - 04.08.1977, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 23 Guðlaugur bæði alsystkini og hálfsystkini. Alsystkini hans vour þessi: Sigurbjörg Sigurðardóttir, hennar maður var Jón Bjarnason, þau bjuggu á Hellissandi. Sigur- björg dó ung að árum. Guðjón Sigurðsson. Hann drukknaði á erlendu skipi, var þá á þrítugsaldri. Sigþrúður Sigurðardóttir, hennar maður var Guðbrandur Tómasson, þau bjuggu í Borgar- nesi. Hálfsystkini Guðlaugs (sam- feðra)voru: Guðrún Sigurðardóttir, hennar maður Steindór Ölafsson, þau bjuggu i Reykjavik. Hálfsystkini Guðlaugs (sam- mæðra): Sigriður Elín Tómasdóttir, mað- ur hennar Ingvi Kristjánsson, þau búa í Stykkishólmi. Maria Tómasdóttir, var tvígift, fyrri maður hennar var Stefán Ingimundarson, en seinni maður Þórólfur Þorvaldsson, báðir látn- ir, bjó hún með mönnum sinum í Borgarnesi og býr hún þar ennþá. Það er oft sagt um mannfólkið: er hann trúaður, er hún trúuð? Þetta er afar óræð spurning og hvers virði er trú sem er dauð án verkanna og hvers virði eru falleg orð í ræðum eða riti, þegar ekki er um annað en orðin tóm að ræða. Vist var hann Guðlaugur Sig- urðsson trúaður maður á annað og betra líf og á það góða og fullkomna í tilverunni, þá trú rækti hann fyrst og fremst í verk- um sinum og velgjörðum. Það skiptir einatt mestu þegar í raun- ir rekur hver er maðurinn, en ekki hvað hann hefur fallegt að segja. Blessuð sé minning hins vand- aða og vinfasta sómamanns er nú fær sínar björtustu vonarhugsjón- ir uppfylltar: Æðri veröld. Hjartans þökk fyrir allt það góða er hann veitti mér og min- um. Innilegar samúðarkveðjur til Fjólu og annarra ættingja og vina Guðlaugs. Guðmundur A. Finnbogason. Minning: Stefán Árnason yfirlögregluþjónn Þegar við Eyjabúar höldum til Þjóðhátíðar i Dalnum að þessu sinni erum við minnt á, að nú er skarð fyrir skildi. Stefán Arnason, sem í meira en hálfa öld hefur stjórnað þessari sögufrægu héraðshátíð af lands- kunnum skörungsskap er fallinn í valinn, en hann lézt á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 29. júlí s.l. á 85. aldursári. Stefán var fæddur í Alftaveri i Vestur- Skaftafellssýslu 31. des- ember 1892, og hélt alla tíð mikilli tryggð við sina ættarbyggð. Þessi sérstæði maður verður kvaddur frá Landakirkju i dag. Með Stefáni Arnasyni kveðjum við einn ágætasta fulltrúa eldri kynslóðarinnar, er ungur að árum fluttist til Eyja frá hinum sunn- lenzku byggðum. Lengi mun þessa mæta manns verða minnzt, svo víða, sem hann kom við á happasælum lffsferli. Aðalstörf Stefáns voru við lög- Egill Ragnars Minningarorð Síðbúin kveðja. Ég hef átt von á að það yrði skrifað um Egil Ragnars frá Akureyri. Hann átti mörg systkini og skyidfólk. Mig langar til að skrifa fáein kveðju- orð. Við vorum saman á Vifils- stöðum um tíma í fyrra, og þegar hann lá banaleguna. Hann dó 27. mars, hann var fæddur 11.5. 1902. Við vorum jafn gömul, bæði frá Akureyri og vorum saman í barnaskóla, 3 vetur i sama bekk, en ekki fermdumst við saman því Egill beið eftir systur sinni, svo ég fermdist vorinu áður. Hann var vinur minn frá bernskuárum. Egill var sonur Ragnars Ólafs- sonar kaupmanns og Guðrúnar Ásgrímsdóttur, Strandgötu 7, Akureyri. Þessi heiðurshjón með stóra barnahópinn sinn settu svip á bæinn, sem ekki var stór á þess- um tíma. Egill var elztur og öll voru þau góð þessi systkini eins og þau áttu kyn til. Guðrún móðir Egils var gullfalleg og góð kona. Hún dó á Kristneshæli 94 ára gömul og hafði þá verið rúmliggj- andi i 2 ár vegna beinbrots, en hún var andlega hress fram í and- látið. Ragnar, faðir Egils, dó á miðjum aldri og börnin þá ung að aldri, Egill hefur líklega verið um tvitugt. Ragnar dó í útlöndum, þar sem hann leitaði sér lækninga við þeim sjúkdómi, er leiddi hann til dauða. Það var mikill missir fyrir fjölskylduna og aðra, þvf hann skaffaði mörgum atvinnu. Hann var duglegur forefnismað- ur, góður við alla þá sem unnu hjá honum. Ég sá Egil ekki í tugi ára, þvi hann fór burt til útlanda. Ég hitti hann eitt sinn á Siglufirði árið 1933, þá var hann giftur elsku- legri stúlku frá Akureyri, Sigríði Stefánsdóttur kaupmanns. For- eldrar mínir könnuðust vel við hennar fólk. Egill og Sigríður áttu eina dóttur, Guðrúnu, ég kynntist henni þegar hún kom að finna föður sinn á Vifilsstaðaspitala. Egill og Sigríður bjuggu í Hafnar- firði, en dóttir þeirra var gift og bjó annars staðar ásamt manni sínum og fjórum börnum þeirra. Egill var stundum hress og var þá um tima heima, en er heilsan var lasari kom hann aftur. Ég var þá oft hjá honum og töluðum við margt saman. Hann var í eðli sinu skemmtilegur og drengur góður. Af því að við vorum krakkar þeg- ar að við kynntumst, þá rifjaðist margt upp frá fyrri tíð. Að endingu fylgdi ég honum, þegar hann var jarðsettur, ég var ein frá Vífilsstöðum, þá kom Ragnar, bróðursonur Egils, og bauð mér að keyra mig heim, hann á heima í Hveragerði. Þessi kveðjuathöfn fór í alla staði vel fram og það voru margir sem fylgdu og svo hann sjálfur, það eru allir við sína jarðarför. Ég hef þá trú. Að endingu kveð ég vin minn, bið honum Guðs verndar. Votta konu og dóttur og afabörnum dýpstu samúð. Ég þakka Agli stundirnar, sem við áttum hér saman við að rifja upp gamlar minningar. Bogga Sigurðar, Vffilsstaðaspftala gæzlu, en stöðu yfirlögregluþjóns gegndi hann um 40 ára skeið með sóma. Fyrir stuttu heyrði ég mætan fyrrverandi samstarfsmann Stef- áns segja frá því, að hann minnt- ist ávallt þess heilræðis, er Stefán gaf nýliðum, er voru að hefja hin vandasömu störf hjá lögreglunni, en það var á þá leið, að minnast þess i starfi að ganga frekar og stutt en of langt. Með gætni en þó festu og mynd- ugleik voru störf Stefáns á þess- um vettvangi sem öðrum unnin. Stefán kvæntist aldrei, en áhugamál hans voru margvísleg. Hann var mikill ræktunarmaður, og átti um langt skeið gróðurhús i garði sínum, þar sem sjá mátti hin fegurstu blóm og grös jarðar í fullum skrúða og veitti ótal upp- lýsingar og leiðbeiningar, þeim er vildu fræðast af honum. Þá eyddi hann miklum tíma og kröftum í félagsmálastarfsemi er var honum hugleikin. Stefán var i forystusveit margra félagssam- taka svo sem Sjálfstæðisflokksins, Akoges, Rotaryklúbbs Ve., Odd- fellow, Góðtemplarareglunnar, Leikfélags Ve. og Starfsmannafé- lags Ve. Og í stjórn Samkomu- hússins frá upphafi. aÁ öllum þessum stöðum var Stefán ötull liðsmaður um lengri og skemmri tíma. Fréttamaður útvarps var Stefán um árabil. Stefán var glæsilegur ræðu- skörungur, upplesari svo af bar, og fræðasjór. Einkum beindist hugur hans að fornleifum og öðr- um þjóðlegum fræðum. Eyjarnar áttu hug hans allan, og er hann örlaganóttina 1973 varð að yfirgefa þær eins og flest- ir, var hans fyrsta og síðasta ósk og áhugamál, hvenær hann kæm- ist heim á ný. Og það tókst með guðs hjálp og góðra manna, þótt aldurinn væri orðinn nokkuð hár, en andinn var síungur og leiftraði fram á hinztu stund. í öllum skoðunarferðum um Eyjarnar, þar sem Stefán var leið- sögumaður, var jafnan numið staðar á hinum fornhelga Kirkju- bæ við gröf síra Jóns Þorsteins- sonar pislarvotts, og flutti Stefán áhrifarika lýsingu á þeim voða- verkum er unnin voru í Tyrkja- ráninu 1627, þegar síra Jón féll fyrir blóðexi illvirkjanna. Þá var Stefán manna fróðastur um alla kirkjusögu Eyjanna svo nokkuð sé nefnt af þeim nægta- brunni fróðleiks, er hafði tileink- að sér með góðum gáfum sinurr^ og sjálfsnámi. í upphafi Þjóðhátiðarinnar á morgun, sem Stefáni auðnaðist ekki að fagna með okkur, er við þökkum fyrir að hafa endurheimt Dalinn, eftir 5 ára útlegð, vegna náttúruhamfaranna, munum við Eyjabúar drúpa höfði og minnast Stefáns með virðingu og þökk. Um leið og ég minnist ótal stunda með Stefáni bið ég honum guðs- blessunar og mildi alföðurs. Égg veit hve minning sír Jóns píslarvotts var Stefáni kær og því finnst mér við hæfi að enda þessi minningarorð með ljóðlinum úr fyrirbæn síra Jóns, sem valdar voru á fótstall bautasteins hans, sem nú hefur verið reistur á ný: fel nú bæúi Evna ok land f Drottins náðarhendur. Þeim kann enginn að fíjöra grand, sem Guðs vernd yfir stendur. Þó margt hvað vilji þjaka oss. með þolinmæði berum kross, hann verður f gleði vendur. Jóhann Friðfinnsson. t Eiginkona mln. móðir. tengdamóðir og amma HALLFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR, Tobbakoti. Þykkvabæ, andaðist I Landspltalanum 2 ágúst. Sigurður Bjömsson, Guðbjórg Sigurgeirsdóttir. Óskar Sigurgeirsson. Sigurbjartur Sigurðsson, Guðbjörg Jónsdóttir. og bamabörn. t Systir mln GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. ágúst kl. 1 5 00 15.00 Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á Sjálfsbjörg. Fyrir hönd vandamanna Einar Jónsson. t Maðurinn minn, SIGURJÓN PÁLSSON. múrari Geitlandi 21. lést i Landakotsspltala 1. ágúst Fyrir hönd vandamanna, Magnúslna Ólafsdóttir. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför móður okkar og systur SIGRÍÐAR HENRIKSDÓTTUR Hjördls Hjörvar Baldvin Garðarsson og systkini. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför mannsins mins, föður okkar og sonar, GUNNARS SKÚLASONAR. Yrsufelli 9. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skattstofu Hafnarfjarðar Viktorla Jónsdóttir, Skúli Gunnarsson. Valgerður Gunnarsdóttir. Goði Jóhann Gunnarsson, Rut Eirlksdóttir. Skúli Þorkelsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, GUÐNÝJAR BJÖRNSDÓTTUR. frá Hnefilsdal BarSavogi 28. Guðný Þóra Hjálmarsdóttir, Stella Steinpórsdóttir. Þórður Vlglundsson. Alda Steinþórsdóttir, Ole Blöndal. Hjalti Steinþórsson, Helga Nikulásdóttir. t Þökkum auðsýnda vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmann: mlns og föður okkar, KARLS MAGNÚSSONAR, Höfn Homafirði. Signý Gunnarsdóttir Ásta Karlsdóttir. Karan Karlsdóttir. LEGSTEINAR t Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför dóttur okkar og systur MOSAIK H.F. MARGRÉTAR DAGBJARTAR HALLBERGSDÓTTIR Bogahlið 16 Hamarshöfða 4 — Sími 81960 Áslaug Ólafsdóttir. Hallberg Kristinsson, og systkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.