Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGUST 1977 + móðir okkar og tengdamóðir PETRÍNA H. GUÐMUNDSDÓTTIR Hverfisgötu 52, Hafnarfirði frá Gelti Súgandafirði andaðist á Borgarspitalanum 30 júli s I Útförin fer fram frá Hafnar- fjarðarkirkju föstudaginn 5 ágúst kl. 2.00 Sigursveinn Jóhannesson Edda Kristjánsdóttir Guðmundur I____lóhannesson Ema Kristinsdóttir Pátur H. Jóhannesson Svana Einarsdóttir Sveinfrlður Jóhannesdóttir Hinrik Matthiasson Útför + SIGÞRÚÐAR SVEINSDÓTTUR. Steinsholti. verður gerð frá Stóru-Núpskirkju laugardaginn 6 ágúst kl. 2 Hús- kveðja kl. 1. Böm og tengdaböm. t Þakka auðsýnda vináttu við andlát og útför móður minnar, BJARGAR JÓNSDÓTTUR, Höfn Homafirði, Fyrir hönd aðstandenda Jón Hilmar Gunnarsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför móður okkar SIGRÍÐAR GÍSLADÓTTUR. Skálmárhæ. Sérstakar þakkir færum við starfsdólki St Jósefsspítalans I Hafnarfirði og Guðrlði Jónsdóttur, einnig kvenfélagskonum I Álftaveri fyrir aðstoð við jarðarför hennar. ,, GIsli Vigfússon. Gestur Vigfússon. Jafet Vigfússon. + Móðir okkar ODDNÝ SVEINSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði til heimilis að Hraunteigi 15 Reykjavik andaðist að Elli- og Hjúkrunarheimilinu Grund 2. ágúst. Gunnþóra Björgvinsdóttir, Ragnheiður Björgvinsdóttir Lee. Valborg Björgvinsdóttir, Ása Björgvinsdóttir, Oddný Björgvinsdóttir. Björgvin Björgvinsson. + Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför konu minnar, móður okkar og ömmu. PÁLÍNU ÞORFINNSDÓTTUR Urðarstíg 10. Magnús Pétursson. Pétrlna M. Magnúsdóttir. Bogi Guðmundsson Siguroddur Magnússon. Fanney Long Kristinn Jónsson. Barnabörn og barnabarnabörn. + Eíginmaður mínn, faðir okkar og afi FRIÐRIK ÞÓRÐARSON Fyrrverandi verzlunarstjóri, frá Borgarnesi. Sólheimum 27, lést að heimili sinu 1 ágúst Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. ágúst kl. 1 3 30 Ferð frá Borgarnesi kl 9 Stefania Þorbjarnardóttir. ÓskarV. Friðriksson. Guðlaug Þorleifsdóttir, Halldór S. Friðriksson. Erna Sveinbjörnsdóttir, og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi HANNES FRIÐSTEINSSON fyrrverandi skipherra Kárastlg 9 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 5. ágúst kl. 10.30 f.h. Þeir sem vildu minnast hans vínsamlegast láti Llknarstofnanir njóta Magnea Sigurðardóttir. Björgvin Kr. Hannesson, Sigurveig Sólmundsdóttir. Ástriður Hannesdóttir, Bjarni Magnússon, Dóra Hannesdóttir, Jón H. Júllusson, Hrafnhildur Einarsdóttir, Karl Sveinsson. Viggó Einarsson, Sigurbjörg Hjáimarsdóttir og barnabörn. Guðlaugur Sigurðsson Keflavík — Minning í dag, 1. ágúst 1977, minnist ég vinar mlns Guðlaugs Sigurðsson- ar innheimtumanns og festi á blað það sem hér verður skráð um hann. Það er afmælisdagurinn hans, hann vantaði aðeins eina viku á lífdagana til að hann næði 80 ára aldri. Já, svona skal það vera, segir sá máttur sem ræður, hann spyr ekki um afmæli né annað sem víð mennirnir miðum við okkur til handa í tima og rúmi. Og þegar kallið kom, mánu- daginn 25. júlí s.l., hlýddi hann Guðlaugur kallinu i síðasta sinn, en það hafði hann svo oft gert á sinni löngu ævi, hlýtt bæði kalli Guðs og manna. Nú er hann horfinn okkar sjón- um og samfélagi og enginn tekur framar i hans útréttu vinar hönd. Minningin lifir um manninn sem var og er geymdur en ekki gleymdur. Guðlaugur Sigurðsson var fæddur að Álftá í Hraunhreppi, Mýrasýslu hinn 1. ágúst 1897. For- eldrar hans voru hjónin Sigriður Gísladóttir og Sigurður Eiríksson, er þá bjuggu að Alftá, höfðu þau hjón eignast þrjú börn er Guð- laugur fæddist, en hann var á fyrsta árinu, er faðir hans dó. Heimilið var þá leyst upp og eldri börnunum komið í fóstur, en Guð- laugur var með móður sinni, en hún vann á ýmsum bæjum þar um slóðir. Þegar Guðlaugur var 5 ára gamall fluttust þau mæðgin vest- ur á Hellissand. Þar fór Sigríður að búa með Tómasi Kristjánssyni, er þá var fyrir nokkru búinn að missa konu sína, og eignuðust þau tvær dætur. Þegar Guðlaugur var á 11. ári fluttist hann aftur á Mýrarnar og þá að Vogalæk til Steinunnar móðursystur sinnar, var þar til 17 ára aldurs. Þrátt fyrir veika heilsu frá fyrstu ævi- dögum, var Guðlaugur einn af þeim, sem vildi og varð að gera eins og þeir sem hraustari voru. Árið 1914 réðst hann til sjóróðra suður tii Keflavikur, og heppinn var Guðlaugur sem oftar, er hann ienti á góðu heimili hjá þeim Ein- ari Einarssyni koparsmið og Guð- rúnu Jónsdóttur bústýru hans er þá áttu heima í Einarshúsi við Klapparstig. Reru þeir á fjögurra manna fari og fiskuðu oft vel. Var Guðlaugur í 6 vetrarvertíðir hjá þeim Einari og Guðrúnu, eftir það fór hann að læra skósmíði hjá Gunnari Arnasyni skósmið og síð- ar kaupmanni að Aðalgötu 6. Var Guðlaugur i tvö ár við nám hjá Gunnari og líkaði vel hjá þeim geðgóða og skemmtilega manni. Að námi loknu fór Guðlaugur aftur á heimaslóðir, þar kynntist hann konuefni sínu Elísabetu Jónsdóttur frá Hofsstöðum. Þau giftust vorið 1924 og fluttust þá um haustið vestur á Hellissand, þar setti Guðlaugur upp skó- smíðaverkstæði og hafði um leið útsölu á skótaui frá Lárusi G. Lúð- víkssyni í Reykjavík. Bjuggu þau hjón þar vestra í 21 ár. En heilsa Guðlaugs var alla tíð veil, var það astminn sem einatt var að angra hann og veila hans lífsorku. Varð Guðlaugur að hætta skósmíðinni og tók þá það ráð að flytjast frá Sandi suður i Njarðvíkur. Bjuggu þau fyrsta árið i leiguíbúð, en keyptu sér svo hæð í íbúðarhús- inu Stað í Ytra-Njarðvíkurhverfi. Árið 1948 fluttust þau tii Kefla- víkur í lítið einbýlishús að Heiðarvegi 18 og áttu þar heima til ársins 1953, er þau keyptu sér mikið stærra hús að Sunnubraut 15. Þar áttu þau hjón siðan heima til æviloka. Elísabet kona Guð- laugs andaðist 22. maí 1968. Um það leyti er Guðlaúgur fluttist suður og í nokkuð mörg ár eftir það var heilsa hans mjög slæm og var hann þá oft á tiðum rúmfastur eða við rúmið. Mátti hann þá taka á og beita allri sinni lifsorku til að berjast og verjast. Það var á þeim árum er leiðir okkar Guðlaugs lágu saman. Kom þá fljótt í ljós áð við áttum margt sameiginlegt í harðri baráttu veikinda og margvíslegra erfið- leika er jafnan fylgir langvinnu heilsuleysi. Það var allt annar heimur er við lifðum í en hinir heilbrigðu og hraustu þekktu. Sem betur fer hefur nú mikið og margt breyst til batnaðar með skilning og skammt handa þeim •sem við veikindi stríða, þó nokk- uð sé enn ófarið að því marki sem háþróuðu velmegunarþjóðfélagi sæmir. Fljótlega eftir komu sina til Keflavikur, fór Guðlaugur að taka að sér innheimtustörf fyrir stofn- anir, fyrirtæki og einstaklinga, var það starf smátt í sniðum til að byrja með, en fór fljótlega vax- andi. Þaó var ekkert um að villast með það sem hann Guðlaugur var beðinn að gera og var það jafnt á bæði borð fyrir þann sem inn- heimtuna átti og þann sem reikn- inginn þurfti að greiða, allt fór fram með þeirri prýði af hans hálfu til oróa og æðis sem bezt varð á kosið. Guðlaugur mátti aldrei vamm sitt vita i neinu, hvorki stóru né smáu, hans fram- úrskarandi heiðarlegheit samfara ljúfmennsku og góðvild, veittu honum alveg sérstætt brautar- gengi í hinu oft á tíðum vanþakk- láta starfi innheimtumannsins. Guðlaugur tók að sér að sjá um sölu og dreifingu á blöðum og timaritum, var þar sömu sögu að segja um heiðarleika hans með allt sem þar tilheyrði. A síðustu áratugum fór starfs- svið Guðlaugs ört stækkandi, hann þurfti að ferðast i öll byggðarlögin á Reykjanesskagan- um. Reikningar voru margir og oft stórir. Þegar hann var kominn hátt á sextugs aldur tók hann bílpróf og með góðra manna að- stoð fékk hann bíl, er varð honum ómetanleg hjálparhella við inn- heimtu og blaðastörfin. Þegar Guðlaugur var á ferð í Innra- Njarðvíkurhverfi kom hann nær Kveðjuorð til frænda mins og bróður, Lárusar Ólafssonar. Huggunarorð til ekkju hans, Kristínar Bernburg, dóttur þeirra, Önnu Láru, og dótturson- ar. Astæðan fyrir að ég kalla Lalla, eins og hann var nefndur af sin- um nánustu frá barnæsku, bróð- ur, er sú, að feður okkar Ólafur Jónsson læknir og faðir minn voru bræður og móðir hans, Lára Lárusdóttir og móðir min voru systur. Mikii tengsl voru milli for- eldra okkar, og börn Ólafs og Láru og foreldra minna, að miklu leyti alin upp saman, og þar sköpuðust tengsl, sem aldrei slitn- uðu, þótt foreldrar okkar allra væru horfin af sjónarsviðinu. Síðastliðin tuttugu og sjö ár, sem systur mínar og ég höfum búið í Bandaríkjunum, höfum við ávallt farið „heim“ í frium og hinn tryggi, og góði frændi okkar oftast verið fremstur í flokki til að taka á móti okkur ásamt konu sinni, Kristínu og veita okkur alla þá aðstoð, sem unnt var. I byrjun júní þegar við Guðrún systir mín komum heim með skipi til til- breytingar, hringdi Lalli um borð til að láta okkur vita að hann yrði á bryggjunni til að hjálpa okkur með farangur og keyrslu. Við vissum ekki að hann ætti að fara á spítala og ganga undir hol- skurð, sem hann frestaði, þegar hann vissi að við værum að koma, og Kristínu langaði til að fá aó vita, hvað okkur langaði að fá i hádegismat, áður en keyrt yrði austur í Rangárvallasýslu. Engar veizlur hef ég setið, þar sem veitt var af jafnmiklum inni- leik, eins og i litla húsinu þeirra, þar sem frábær smekkvísi Krist- ínar skein í hverju horni og maður átti heima „heima“. Stína mín, í okkar augum er litla húsið höll, þar sem góóu alltaf að loknum erindagjörðum á mitt heimili. Hann hafði einatt frá mörgu að segja, bæði úr dag- lega lífinu og eins ef lengra var leitað. Var það hans vináttumerki að koma við, áóur en heim væri haldið. Það var alltaf gott að koma á heimili þeirra Elisabetar og Guð- laugs, þar mátti finna og sjá gest- risni og góóvild samfara myndar- skap og reglusemi á öllum svið- um. Fjóla, einkabarnið þeirra hjóna, er hafði erft það bezta frá báðum foreldrum sínum, var sannarlega þeirra stoð og stytta fram til hins síðasta. Mörg síðustu árin fylgdi Fjóla föður sínum og ók bílnum hans um byggðarlögin. Oft á tíðum þegar hann var veik- ur i rúminu, sá hún um öll störfin út á við og bókhaldið heima. Nú á tíunda ár síðan móðir hennar dó hefir hún haldið heimili með föð- ur sínum. Var hún vakin og sofin við að gera allt sem hún bezt mátti honum til velferðar og ánægju. I nær tvo síðustu mánuð- ina á ævi Guðlaugs, er hann lá rúmfastur, stundaði Fjóla hann af sinni frábæru fórnarlund og um- hyggju á heimili þeirra til síðustu stundar. Eins og fyrr var frá sagt átti hjörtu réðu ríkjum. Húsbóndinn er nú horfinn, en ég er þess full- viss, aó þú sem syrgir hjartkæran, góðan eiginmann, munt fá styrk og huggun við að lfta til baka, til hamingjusömu áranna, sem þið áttuð saman, og þegar þið óluð upp kjördótturina önnu Láru, þar sem ekkert var til sparað til að mennta, og hamingju ykkar, þegar dóttursonurinn var í heim- inn borinn. Við syslurnar sem búum í fjar- lægri álfu, munum ávallt minnast ykkar Lalla, vináttu ykkar og hjálpsemi, — og munum áreiðan- lega leita til þín i framtíðinni þegar heim verður skroppið. Við eigum marga vini og vandamenn en enga sem hafa reynzt okkur betur en þið hjónin. Ég hygg að samstarfsmenn Lár- usar hafi metið hann og að aldrei hafi hann átt óvini. Fyrir þremur árum var ég síð- ast heima í fríi, þá lézt bróðir Lárusar, Jón Ólafsson loftskeyta- maður, aðeins 49 ára gamall. Það var mikil sorg og ekki datt mér í hug að sú myndi endurtaka sig í þetta skipti. Lalli var aðeins 55 ára — tveir beztu frændur minir horfnir með svo stuttu millibili. Við vissum að Lalli hafði ekki gengið heill til skógar í mörg ár, en alltaf harkað af sér og stundað erfiða vinnu af kostgæfni, þrátt fyrir þreytu og oft kvalir. En Lalli var hamingjusamur maður. Hann eignaðist góða konu, sem var honum samhent í öllu, og hann byggði sér lítið hús og verk- stæði, og konan hans bjó honum dásamlegt heimili, þar sem marg- ur átti athvarf. Við frænkur Lalla, sem búum i fjarlægri álfu munum ávallt minnast hans með söknuði. Stína mín ég bið Guð að styrkja þig og börnin þín. Þökk fyrir allt, Halldóra Rútsdottir. Lárus Ólafsson —Minningarorð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.