Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977
21
smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar
Keflavik
Til sölu nýlegt 1 38 fm. rað-
hús ásamt bilskúr við Greni-
teig. Laust fljótlega.
Fasteignasala Vilhjálms og
Guðfinns. Vatnsnesvegi 20,
Keflavik. Simar: 1263 og
2890.
Munið sérverzlunina
með ódýran fatnað.
Verðlistinn Laugarnesvegi
82, s. 31330.
Ódýrir kjólar
í stærðum 36—48. Buxna-
dress. Gott verð.
Dragtin Klapparstig 37.
óska eftir ibúð. Aðeins vönd-
uð ibúð kemur til greina. Há
leiga. Upplýsingar i sima
1652.
Lagermaður óskast
helzt vanur með bilpróf. Ald-
ur ca. 25—30 ára.
Heildverzl. Péturs Pétursson-
ar, simi 25101 og 11219.
Sunnudagskvöldið 31/7
tapaðist ijósbrún peninga-
budda í Eden Hveragerði
með talsverðum peningum i.
Finnandi skili á Lögreglustöð-
ina i Rvk. eða láti vita i síma
36425.
félagsl H 5
4i i < iA 4/1
Nýtt líf Vakningasamkoma kl.
20.30. Hamraborg 11. Beð-
ið fyrir sjúkum.
Fíladelfía Almenn samkoma í kvöld kl.
20:30, ræðumaður Pálsson. Jóhann
Hjálpræðisherinn
Reykjavík
Fimmtudagur kl. 20.30.
Almenn samkoma. Allir
velkomnir.
UTIVISTARFERÐIR
Sumarleyfisferðir:
11.—18. ág. ísafjörð-
ur og nágr. Gönguferðir um
fjöll og dali i nágr. (safjarðar.
Flug. Fararstj. Kristján M.
Baldursson.
15,—23. ág. Fljóts-
dalur— Snæfell, en þar
er mesta meginlandsloftslag
á íslandi. Gengið um fjöll og
dali og hugað að hrejndýr-
um. Fararstj. Sigurður Þor-
láksson. Upplýsingar og far-
seðlar á skrifst. Lækjarg. 6,
sími 1 4606.
Þórsmerkurferd um
næstu helgi. Brottför laugar-
dagsmorgun kl. 9. Tjaldað í
Stóraenda í hjarta Þórsmerk-
ur. Farseðlar á skrifstofunni.
Grænlandsferð
11.—18. ág. 4 sæti laus f.
félagsmenn.
Útivist.
Föstudag 5. ágúst ferð í
Þórsmörk
Allar nánari uppl. á Farfugla-
heimilinu, Laufásveg 41.
sími 24950.
fERBAfílAG
fSLANDS
OLOUGOTU3
SÍMAR 11798 OG 19533.
Föstudagur 5. ág. kl.
20
1. Þórsmörk
2 Landmannalaugar
3. Hveravellir — Kerl-
ingafjöll.
4. Gönguferð á Eyja-
fjallajökul.
Gist í húsum. Farmiðar á
skrifstofunni.
Sumarleyfisferðir í
ágúst
6. ág. Ferð i Lónsöræfi 9
dagar. Flogið til Hafnar. Ekið
að lllakambi. Gist þar i tjöld-
um. Gönguferðir. Fararstjóri:
Tryggvi Halldórsson.
13. ág. Ferð um Norð-
austurland. Komið að
Þeistareykjum. Ásbyrgi, Jök-
ulsárgljúfrum, Kröflu og við-
ar. Ekið suður Sprengisand.
Gist i tjöldum og húsum. Far-
arstjóri: Þorgeir Jóelsson.
16. ág. 6 daga ferð um
Mýrdal, Síðu, Öræfa-
sveit og til Hornafjarð-
ar.
1 9. ág. 5 daga ferð i Núp-
staðaskóg, að Græna-
lóni og á Súlutinda.
24. ág. 5 daga ferð á syðri
Fjallabaksleið.
25. ág. 4ra daga ferð norð-
ur fyrir Hofsjökul.
25. ág. 4ra daga berjaferð
í Bjarkarlund.
Nánari uppl. á skrifstofunni.
Ferðafélag Islands.
| raöauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar
Tilboð óskast
í eftirtaldar bifreiðar í tjónsástandi.
Moskvitch árg. '71 og '73.
Fiat 1 27 árg. '73,
Renault R-1 2, árg. '72,
Volvo station 245 árg. '76,
Fiat 125 Párg. '77.
Bifreiðarnar verða til sýnis við skemmu
FÍB Hvaleyrarholti laugardaginn 6. ágúst
n.k. frá kl. 14.00—18.00.
Tilboðum skal skila til aðalskrifstofu fé-
lagsins Laugavegi 103 fyrir kl. 17.00
mánudaginn 8. ágúst n.k.
Brunabótafélag íslands,
Laugavegi 103, Rvík.
Innilegustu þakkir færi ég börnum og
tengdabörnum fyrir ógleymanlega ferð á
80 ára afmæli mínu, 28. júlí sl. og öllum
þeim, sem glöddu mig með gjöfum og
heillaóskum.
Guð blessi ykkuröll,
Guörún Sigurðardóttir,
Suðurgötu 49, Siglufirdi
Undirbúningur fyrir þing
SUS í Vestmannaeyjum
16. —18. sept.
—Starfshópur um samdrátt í ríkisbúskapnum. Fundur í kvöld
kl. 20:00 í Valhöll.
Fiskiskip
Höfum til sölu 29 rúml. eikarbát. Smíðað-
ur á Akureyri 1974 með 300 hö Scania
Vabis aðalvél.
SKIPASALA- SKIPALEIG A,
JÓNAS HARALDSSON, LÖGFR. SÍMI •’ 29500
Erum að hefja smíði á tveim
einbýlishúsum
í nýjum byggðakjarna á Kjalarnesi. Húsin
seljast fokheld með járni á þaki. Verð
húsanna er 7.5 til 8 millj.
Uppl. gefur Sveinn Guðmundsson í síma
81273.____________________________
Límbönd nýkomin
Glær: breidd 1 2 mm lengd 1 0 m, 33 m,
66 m.
Brún: breidd 1", 1 Vi", 2", lengd 66 m.
Hvít-nylon: breidd 12 mm, 15 mm, 25
mm, lengd 50 m.
Ætíð ný vara — ágætt verð.
Agnar K. Hreinsson hf.
Sími: 16382 — Pósthólf 654 —
Hafnarhús, R.
Hveragerði
Gott íbúðarhúsnæði óskast til leigu, sem
fyrst, fyrir 5 manna fjölskyldu. Upplýs-
ingar eftir kl. 1 7.00.
Einar
Benediktsson
lyfjafr. S. 91-43581
Kjartun Eggerts-
son — Minning
F. 27. september 1954
D. 28. júlí 1977
Sólspor í svelli og allt svo blik-
andi og bjart yfir jöklinum, unz á
einu andartaki að óhappið dynur
yfir, óhapp sem enginn ræður við
en öllu breytir hjá þeim sem sam-
fylgd áttu, frændum og vinum.
Félagi okkar, Kjartan Eggertsson
bjargmaður úr Vestmannaeyjum
og félagi i Hjálparsveit skáta þar,
verður jarðsettur á Heimaey í
dag. Kjartan komst aldrei til með-
vitundar eftir slys í Gígjökli við
Þórsmörk 6. nóv. s.l. og andaðist í
Borgarspftalanum í Reykjavik 28.
júlí s.l. 22 ára gamall.
Jökulferð með Hjálparsveitar-
skátum varð hans síðasta för á
brattann, en hvert þaó-fjall seni
gaf sig ekki auðveldlega, heillaði
hann og seiddi.
Það syrti yfir þegar þau tíðindi
bárust að Kjartan Eggertsson
hefði slasazt lífshættulega er
hann hrapaði ásamt þremur öðr-
um félögum sinum í Gígjökli. Hið
óvænta hafði skeð, slysið slóst í
för og sorg féll á. Það voru margir
sem hugsuðu og báðu fyrir Kjart-
ani þar sem hann lá í sjúkrahúsi
og menn héldu í þá von að bjarg-
maðurinn ungi næði aftur þeirri
fótfestu sem ávallt hafði skilað
honum yfir erfiðustu farartálma
þar sem hann þreytti kapp við
bergið.
En sólsporið i svellinu átti ekki
afturkvæmt til þessa lifs, skuggi
dauðans varð yfirsterkari og epg-
in-n ræður för,- Dauðastrfð- Kjart-
ans er sárt öllum vinum og vanda-
mönnum og það er undarlegt að
þurfa að spyrja aimættið hvi svo
sterk jurt og fjölskrúðug var rifin
upp i dögun þessa lífs.
Kjartan varð félagi I Skátafé-
laginu Faxa í Vestmannaeyjum
1969 og ári seinna tók hann til
starfa í Hjálparsveitinni. Upp frá
þvi var hann hluti af kjarna sveit-
arinnar, áhugasamur og áræðinn.
Kjartan var feikilega duglegur og
fylgdist þar að gott líkamsgjörvi
og rótfastur hugur til áhlaupa.
Engir aukvisar fóru i spor hans og
slíkt var kappið að tafir, hangs og
annað sem upp vill koma í mann-
lífinu, þoldi hann aldeilis ekki.
Hugsun Kjartans var ævintýri
þar sem hugmyndirnar þutu um,
því framtakssemin kallaði á að
margt væri i takinu í einu. I vina-
hópi voru þessi ævintýri til þess
að auka á lífsbragðið og það setti
svip á þennan hugljúfa félaga
okkar hve snöjigur hann var upp
á lagið bæði i blíðu og stríðu. Að
eðlisfari var Kjartan hins végar
‘hlédrægur og í ökunnúgra slóð
sagði hann ekki margt. Þá liðu
ævintýrin hljóðlát í heimi hans og
hann gat velt fyrir sér ótrúleg-
ustu atriðum, sem skutust siðan
allt í einu fram á vafir hans fyrr
en varði, stutt og laggóð.
Eins og sikvik aldan Við Eyjar
var Kjartan, svo venjulegur sem
hluti af okkar lífi og leik. En
stundum reis aldan hjá ofurhug-
anum eins og brekinn úr djúpinu
og þá var spennandi að vera með i
leiknum. Allt í einu skilur móðan
mikla á milli, vegir Guðs. Minn-
ingin um góðan dregn, vin og fé-
laga, lifir enn i samfélagi okkar
til huggunar og halds á ókominni
slóð. Við minnumst margra góðra
stunda með Kjartani, stór og smá
atvik, sem mynduðu eina heild
þess lífsstíls sem okkur var eigin-
legur. Spjall Kjartans um bíla,
sem hann hafði mikinn áhuga á
og gjörþekkti eins og margar tor-
farnar leiðir i björgum Eyjanna,
bjargferðir á Matterhorn, Mont
Blanc og Þumal í Vantajökli, en
ásamt tveimur öðrum Hjálpar-
sveitarskátum kleif hann Þumal
fyrstur manna. Ef við litum okkur
nær kemur til dæmis i hugann
fjallganga upp vesturhlið Molda í
Herjólfsdal. Það var klifið upp i
tveimur böndum þar sem menn
voru bundnir saman. Kjartan var
Framhald á bts 18.