Morgunblaðið - 04.08.1977, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.08.1977, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 17 skugga um aó á ferðinni sé hinn rétti Lugmeier og koma honum á ný til Þýzkalands. Lugmeier og Linden voru leidd- ir fyrir rétt i Frankfurt snemma árs 1976. Lugmeier komst nú í þriðja sinn rækilega á forsíður blaðanna, en hann komst á brott úr réttarsal, í viðurvist fjölda blaðamanna, dómara og áhorf- enda. Fangavörður aðstoðaði hann við flóttann, opnaði skyndi- lega handjárnin og Lugmeier og hann stökk í skyndingu út um glugga á dómshúsinu og niður til jarðar. Hvarf hann lögreglunni sjónum, enda þótt geysilega öfl- ugt lið færi nær samstundis á hæla honum. Lugmeier var dæmdur til fangelsisvistar að sér fjarverandL I október sl. og hljóðaði dómsorðitf upp á 1—12 ára fangelsi. Gerhard Linden afplánar nú 13 ára dóm, sem kveðinn var upp yfir honum. Alþjóðleg leit að Lugmeier bar um hríð engan ágangur, en vestur þýzka lögreglan fékk þó af því fregnir að hann hefði tyllt niður tá á Kanaríeyjum og í Suður- Ameriku áður en leiðir hans lágu til tslands. Stjórnvöld í Munchen hafa ekki höfðað mál á hendur þeim Lug- meier og Linden fyrir fyrra ránið, þ.e. frá árinu 1972, en búizt er við að það verði gert. Auk þess sem Lugmeier hefur þegar fengið dóm fyrir seinna ránið. Lugmeier er 28 ára gamall og er ættaður frá bænum Kochel am See í Bæheimi. ; Lugmeier leiddur f fylgd lögreglumanna úr þeirri er flutti hann og Linden frá Mexfkö. i er tekin 15. maf 1974. Nokkurra mánaða myndir af þeim Ludwig Lugmeier og Gerhard Linden, sem nú afplánar 13 ára fangelsisdðm. Myndirnar eru úr safni lögreglunnar f Frankfurt. 'lunnar við Hverfisgötu. Lugmeier andtekinn á föstudaginn. (Ljðsm. orgaði í hönd" verjans, Bandaríkjamannsins, haft samband við sig og spurt hvaða verð hún vildi fá fyrir bíl- inn. — Ég sagði henni hvað ég gerði mig ánægða með fyrir hann og eitthvað hringdi hún í mig aftur. Frá kaupunum var hins vegar gengið á skrifstofu bílasöl- unnar og þar komu útlendingur- inn sem keypti bílinn en hann sagðist vera írskur og með honum var bandarískur vinur hans. Hann borgaði bílinn út í hönd og með íslenzkum peningum, en kaupverðið var 280 þúsund. * Það urðu engin orðaskipti milli mín og kaupandans, þvi sölu- maðurinn á bilasölunni annaðist allt það sem á milli okkar fór um kaupin. Ég sá þennan mann að- eins í þetta eina skipti og efast hreinlega um að ég mundi þekkja hann aftur. Þetta var eftir þvi sem ég fékk bezt séð allra geð- felldasti maður, sagói stúlkan sem seldi Þjóðverjanum bílinn en hún vildi ekki láta nafns sins getið. i Sennilega vísað i úr landi en I í ekki framseldur | — SENNILEGAST er að Þjðð- . verjinn Ludwig Lugmeier verði I sendur utan f fylgd íslenzkra lög- | gæslumanna með flugvél öðru hvoru megin við næstu helgi, sagði Baldur Möller, ráðuneytis- | stjðri f dómsmálaráðuneytinu í samtali við Morgunblaðið f gær. ' Baldur sagði að Þjððverjinn yrði | að öllum Ifkindum ekki fram- | seldur, þrátt fyrir óskir þýzkra j yfirvalda þar um, þar sem ekki I væru f gildi neinir samningar um | framsal á afbrotamönnum milli lslands og Vestur-Þýzkalands. I Yrði þess f stað notuð heimild í lögum um eftirlit með útlending- . um hér á landi, þar sem segði að I heimilt væri að vfsa úr landi | ðæskilegum útlendingum. J — Það hefur þegar komið fram við rannsóknina að Þjóðverjinn I hefur brotið islenzk lög þó ekki sé nema með því að koma inn i land- ið á fölsuðu vegabréfi, sagði | Baldur. Fram kom hjá Baldri að ekkert lögbundið eða formað skipulag er fyrir hendi um hvern- j ig staðið skuli að framsali á af- ■ brotamönnum, þegar ekki eru fyrir hendi samningar um slíkt | milli landa eða sérstök lög eins og • í gildi eru milli Norðurlandaanna. Taldi Baldur því líklegt að fyrr- nefndri heimild i lögum um eftir- lit með útlendingum hér á landi yrði beitt og Þjóðverjinn sendur | utan í fylgd islenzkra löggæslu- | manna og þá lyki lögsögu Islend- inganna er komið væri inn í loft- helgi annars lands eða lent á flug- | velli í öðru landi. Bjóst Baldur við að Þjóðverjinn yrði fluttur með vél sem færi beint til Frankfurt og þar tækju þýzk lögregluyfir- völd við honum. Baldur sagði að tekin yrði ákvörðun um það, hvort þjóð- verjanum yrði vísað úr landi, þegar rannsókn í máli hans væri lokið af hálfu Rannsóknarlög- reglu ríkisins og rikissaksóknari teldi þá rannsókn nægjanlega. Það gæti þó tafið fyrir því að honum yrði vísað úr landi, ef ríkissaksónari teldi ástæðu til að höfða mál á hendur manninum fyrir brot á isd .nzkum lögum og teldi rétt að maðurinn yrði hér á landi vegna þeirra málaferla. í samtalinu við Baldur kom fram að á árinu 1961 var handtek- inn hér á landi Þjóðverji, sem framið hafði bankarán í Vestur- Þýzkalandi. Hafði maðurinn dval- ið hér á landi um nokkurt skeið en upplýsingar, sem leiddu til handtöku hans komu i hendur islenzku lögreglunnar, þegar hún kannaði feril mannsins erlendis af öðru tilefni. Þýzk yfirvöld óskuðu eftir þvi að þessi maður yrði framseldur og var fallizt á þá ósk að sögn Baldurs með ákveðn- um skilyrðum, s.s. um meðferð hans og að honum yrði ekki refs- að fyrir aðra glæpi er hann hafði drýgt fyrir framsalið en þá er hann var framseldur fyrir. Bald- ur sagði að þessi maður hefði ekki gerzt brotlegur við íslenzk lög en þaó væri hins vegar í máli Þjóð- verjans Lugmeier. Varðandi mál bandarikja- mannsins, sem handtekinn var með Þjóðvejanum, sagði Baldur að með það yrði farið eftir is- lenzkum lögum reyndist hann hafa brotið þau. ■ II Vopnasafn það, sem lögreglan f Múnchen fann f aprfl 1974, f fbúð Brigitte Linden, systur Gerhards Linden, samverkamanns Lugmeiers. * ogreglubílar fyrir utan Dresdenbanka f Frankfurt 29. oktðber 1973, skömmu eftir að Lugmeier og Linden komust á brott með 2 milljðnir marka. (AP-mynd). Sigurður Þormar ökukennari undirbjð Lugmeier undir bflpröf hér á landi f marzmánuði sfðast- liðnum. — Hins vegar benti simsvari hon- um á að hafa samband við mig og þar sem lítið var að gera hjá mér i ökukennslunni um þetta leyti tók ég Þjóðverjann í tima. — Hann sagði mér að hann væri írskur, en hann talaði mjög sterka ensku með þýzkum hreim, svo ég gat ekki annað en spurt hann hvort hann væri af þýzku bergi brotinn. Sagðist hann þá vera að hálfu leyti írskur og að hálfu leyti þýzkur. Annars vildi hann mjög lftið ræða um sin einkamál. Maðurinn var mjög rólegur, nema reyndar i fyrsta timanum, en þá var éitthvert pat á honum. Hann sagði mér að hann hefði keypt sér ökuskírteini fyrir 25 dollara i Mexikó, en ekki notað það eftir að bifreið hans lenti í árekstri. — Hann bjó í Breiðholtinu, mig minnir i Dúfna- eða Blikahólum og þangað sótti ég hann í siðasta tímann. En annars sótti ég hann á heimili Bandarikjamannsins að Hringbraut eða á Hótel Esju, en Sagðist vera barna- bókahöfundur og unn- ustan kæmi um páskana — IIANN var greinilega mjög vel að sér I bðkmenntum og man ég t.d. að er ég minntist á Thomas Mann, sagði hann mér heldur að lesa eitthvað annað og nefndi ýmsa aðra góða v-þýzka rithöf- unda. Sjálfur sagðist hann vara barnabökahöfundur og hafa stundað háskðlanám, en ekki lok- ið prðfi. Atti hann von á unnustu sinni um páskana, en ekki veit ég hvort hún kom. Það er Sigurður Þormar, sem þannig segir frá, en hjá Sigurði var v-þýzki glæpamaðurinn Ludwig Lugmeier í ökunámi og tók að því loknu bilpróf i Hafnar- firði. Sagðist Lugmeier heita John Michael Waller er hann mætti í ökutímana. Vitnaði hann þar til hins falsaða vegabréfs, sem hann hafði undir höndum, en það var gefið út i Dublin. — Hann reyndi að komast í samband við föður minn, Geir Þormar, ökukennara, sem þá var erlendis, segir Sigurður Þormar. þar bjó hann, að mér skilst, fyrst eftir komuna hingað. Bandarikja- maðurinn, sem var tekinn með honum kom einnig með honum i tvo tima og sagði hann mér að þeir hefðu kynnzt i New York. — Að þvi kom að „Irinn“ með þennan þýzka hreim var tilbúinn i ökuprófið og þurfti ekki annað en að hafa ljósmyndir af sér, læknisvottorð og íslenzkt saka- vottorð. Sjálfur náði ég í sakavott- orðið fyrir hann og var það alveg hreint, sem þýðir að hann hafi ekki gerzt brotlegur við íslenzk lög. Hann gæti hins vegar hafa verið margfaldur morðingi úti i heimi án þess að það væri nokk- urs staðar á pappirum hér. — Prófið tók hann síðan 18. marz og hafði þá tekið 13 tima hjá mér. Hann tók oft tvo tíma i röð og gerði ég það til að nýta timann sem bezt, en hann vildi gjarnan flýta prófinu eins og hann fram- ast gæti. Ég ráðlagði honum að Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.