Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 FH OG VALUR í SAMA RIÐLI í UTANHÚSSMÚTINU TÍU LIÐ munu keppa í Islands- meistaramótinu í handknattleik utanhúss sem hefst nú um helgina. Verður liðunum skipt í tvo riðla og leika síðan sigurveg- arar i riðlunum til úrslita um Islandsmeistaratitilinn. Verða VlKURBÆJARKEPPNIN í golfi fer fram á golfvelli Golfklúbbs Suðurnesja nú um helgina og er búizt við gífurlega mikilli þátt- töku í keppninni, enda gefur hún stig til landsliðsins. Keppt verður í meistaraflokki karla, og í 1., 2. og 3. flokki karla, auk eins Þróttur, HK, Fram, KR og Víking- ur í A-riðli, en í B-riðlinum verða lið Ármanns, Hauka, IR, Vals og FH. Núverandi Islandsmeistarar i handknattleik utanhúss eru Vals- menn, en það lið sem langoftast hefur sigrað i keppninni er FH, kvennaflokks. Hefst keppnin kl. 9 á laugardagsmorgun, en verður síðan fram haldið á sunnudaginn. Væntanlegir þátttakendur í keppninni eru beðnir að láta skrá sig í síma 2908 i Keflavík hið fyrsta. en FH-ingar hafa alls orðið Islandsmeistarar 17 sinnum á undanförnum 30 árum. Má ætla að Valur og FH hafi nú á að skipa beztu liðunum, ásamt Vikingum og verður örugglega hörð keppni milli þessara þriggja liða um titil- inn. Nú um helgina fer einnig fram Islandsmótið í 2. flokki kvenna, og er það í 18. skiptið sem það fer fram. Að þessu sinni keppa níu lið um meistaratitilinn og eru meistararnir frá i fyrra, Völsung- ur frá Húsavik, i þeim hópi, svo og það lið sem oftast hefur hlotið meistaratitilinn, þ.e. Valur. Leikirnir sem verða í meistara- flokki karla nú um helgina verða Framhald á bls 18. Víkurbæjarkeppnin í golfi ÍÞRÓTTAHREYFINGIN AFLVANA ÁN SJÁLFBOÐALIÐSSTARFSINS FLEST SKRIF um fþróttir snú- ast um afreksfólk, met og meistaratitia af öilu tagi. Slfkt er ekki óeólilegt, þvf að fólk er þannig gert, aó þaó vill heyra frá og lesa um þá beztu á öllum sviðum mannlffsins. En áður en fþróttafólk verður frægt fyr- ír afrek sfn er það ungt og óreynt og oft tekur það mörg ár að byggja upp eða að skapa afreksmann eða konu, ef svo má segja. En hvernig skyldi nú vera staðið að þessum málum hér hjá okkur? Er unglingastarfið á réttri leið? Er æskufólki beint inn á heilbrigðar og holl- ar brautir? Ilvernig er sam- starfið og tengslfn milli skól- anna og fþrótta- og ungmenna- félaganna? Sá sem þessar Ifnur ritar hef- ur sinnt félagsmálum íþrótt- anna f rúma þrjá áratugi og þvf er ekki að neita, að margt hefur breyzt á þessum tfma. Aður fyrr var þetta allt svo miklu minna að vöxtum og mót og leikir færri en nú er. Þá reynd- ist auðveldara að fá fólk til sjálfboðastarfa. ! dag er iþróttastarfið að verða atvinnu- vegur, þó að það sé nær ein- göngu unnið f sjálfboðavinnu hjá okkur, enda er nú svo kom- ið hér á landi að erfitt er að fá fólk til starfa. Þessi þróun bitnar sfðan á unglingastarfinu, fyrst og fremst. Enginn neitar þvf samt, að það er og hlýtur að vera þýðingarmest. Ef við Iftum á frjálsar iþróttir, t.d. hér í Reykjavfk, hvflir allt unglinga- starf á herðum tveggja eða þriggja manna, sem hafa unnið að þessum málum f áraraðir, jafnvei f áratugi. Eg hefi stund- um velt þvf fyrir mér, hvað Örn Eiðsson Sjdnar- horn gerist, þegar þessir ágætu menn hætta, en að þvf htýtur að koma fyrr eða sfðar. Einhver segir sjálfsagt, að maður komi f manns stað og það er rétt útaf fyrir sig. En hver vill eyða 12 til 15 klukkustundum á dag í sjálfboðavinnu við að leiðbeina ungu fólki við fþróttir? Ég býst við að fáir gæfu sig fram f þessu önnum kafna velferðar- þjóðfélagi. Reynt hefur verið að fá foreldra barnanna til að starfa í félögunum, en því mið- ur ber slfkt mjög takmarkaðan árangur. Hverskonar barlómur er þetta f manninum, hugsar e.t.v. einhver sem les þessar Ifnur. Það tel ég ekki vera, en við verðum að horfast f augu við staðreyndir f þessum mál- um, Fólk er ekki eins vfljugt til sjálfboðastarfa og áður var, og þessvegna verður annaðhvort að breyta um vinnuaðferðir f samræmi við tfðarandann eða horfa upp á það, að fþrótta- hreyfingin verði máttlaus og allsendis ófær um að sinna þýðingarmiklum þætti í þjóð- félaginu. Þjáifun og leiðbeinendastörf eru mjög kostnaðarsöm og um- ræður við erlenda ieiðtoga leiða f Ijós, að opínberir aðilar hjá þeim greiða að miklu eða öllu leyti fyrir störf þeirra á vegum fþróttahreyfingarinnar. Slfkt þekkist ekki hér hjá okk- ur, en myndi létta mjög starfið f félögunum og sérsamböndun- um. Þjálfun er styrkt Iftillega, en svo Iftið, að varla er hægt að tala um það. Eins og ég hefi áður tekið fram f „Sjónarhorni“ virðist vera vaxandi skilningur hjá ýmsum framámönnum þjóð- félagsins á gildi og þýðingi fþróttanna, en þvf miður finnst forystumönnum fþróttahreyf- ingarinnar fullmikill hæga- gangur á athöfnum og útbótum en þær skipta f þessu tilfclli, eins og öllum öðrum, höfuð- máli. örn E iðsson.,l Ari Paunonen sigrar f 800 metra hlaupinu eftir harða keppni við Jorma Ilárkönen og Antti Loikkanen. Paunonen er talinn eitt mesta hlauparaefni sem fram hefur komið sfðan stjarna Jim Ryun var að byrja að skfna á sfnum tfma. Viren gefur sig ekki FRABÆR árangur náðist f öilum keppnisgreinum f finnska meistara- mótinu f frjálsum fþróttum sem fram fór f Tammerfors um sfðustu helgi. Og eins og venja er á frjálsfþróttamótum f Finnlandi voru áhorfendapallarnir fullskipaðir allan tfmann sem mótið stóð yfir. Það afrek sem hæst bar á mótinu var árangur hins 19 ára Ari Paunonens í 800 metra hlaupi og i 1500 metra hlaupi, en í siðarnefndu greininni setti hann nýtt Evrópumet unglinga, hljóp á 3:38,07 mín. Mikla athygli vakti einnig að meðal keppenda á mótinu var hinn gamalkunni hlaupakóngur Lasse Viren. Viren slasaðist mjög illa í fyrrahaust og fyrirskipuðu læknar þá honum að hætta íþróttaþátttöku. En Viren var ekki alveg á þvi, og með þrotlausum æfingum leið ekki á löngu unz hann gat kastað frá sér hækjunum og farið að hlaupa að nýju. Sjálfur dregur hann ekki dul á það að maraþonhlaupið á Olympíuleikunum i Moskvu 1980 er hans aðaltakmark. Viren var ekki framarlega í keppnisgreinum sínum í finnska meistaramótinu, frekar en vænta mátti. I 10.000 metra hlaupinu varð hann niundi á 28:59,2 mín. og í 5000 metra hlaupinu varð hann 18. á 14:27,9 mín. Þótt afrek sigurvegaranna í meistaramótinu væru mjög góð vekur ekki síður athygli sú mikla breidd sem er i finnskum frjálsiþróttum. Þannig má t.d. nefna að 16. maður i stangarstökki stökk 4,60 metra, 16. maður f spjótkasti kastaði 70,20 metra, og alls stukku 17 hástökkvarar yfir 2 metra. Finnskir meistarar i einstökum greinum urðu eftirtalin. 100 metra hlaup: Antti Rajamaki, 10,52 sek. 200 metra hlaup: Ossi Karttunen, 20,95 sek. 400 metra hlaup: Hannu Mákelá 46,84 sek. 800 metra hlaup: Ari Paunoenen 1:47,24 mín. 1500 metra hlaup: Ari Paunoenen 3:38,07 mfn. 5000 metra hlaup: Pekka Páivárinta 13:40,3 min. 10.000 metra hlaup: Martti Vainio 28:20,7 mín. 3000 metra hindrunarhlaup: Tapio Kantanen 8:30,8 mín. 110 metra grindahlaup: Arto Byggare 13,72 sek. 400 metra grindahlaup: Raimo Alanen 51,29 sek. Hástökk: Asko Pesonen 2,11 metrar Langstökk: Erkki Pávárinta 7,53 metrar Stangarstökk Antti Kalliomáki 5,45 metrar Þristökk: Pentti Kuukasjárvi 16,09 metrar Kúluvarp: Reijo Staahlberg 20,77 metrar Spjótkast: Seppo Hovinen 86,88 metrar Sleggjukast: Juha Tiainen 72,20 metrar KONUR: 100 metra halup: Mona-Lisa Pursiainen 11,70 sek. 200 metra hlaup: Pirjo Hággman 23,70 sek. 400 metra halup: Barbaro Lindström 53,94 sek. 800 metra hlaup: Sinikka Tyynelá 2:04,59 mín. 1500 metra hlaup: Sinikka Tyynelá 4:24,15 mfn. 100 metra grindahlaup: Ulla Lempiáinen 13,93 sek. 400 metra grindahlaup: Tuja Helander 60,43 sek. 400 metra grindahlaup: Tuja Helander 60,43 sek. 3000 metra hlaup: Sinikka Tyynelá 9:22,1 mín. Kringlukast: Sinikka Salminen 52,56 metrar Langstökk: Pirkko Helenius 6,02 metrar Kúluvarp: Ritva Metso 15,75 metrar Spjótkast: Ritva Mesto 51,68 metrar „SUPER MAC" OG HUDSON SPARKAÐ FRA ARSENAL „Super Mac“ — rekinn frá Arsenal KNATTSPYRNUSTJÖRNURNAR Malcolm MacDonald og Alan Hudson hafa fengið að kynnast þvf að í ensku knatt- spyrnunni er ekkert til sem heitið „elsku manna“. Fyrir helgina setti iið þeirra, Arsenal, þá báða á sölulista, og ástæðan er sú að þeir félagar lentu á fyllirfi er Arsenalliðið var á keppnisferðalagi f Astralfu. Arsenal keypti báða þessa leikmenn í fyrra, MacDonald frá Newcastle og Hudson frá Stoke, og greiddi fyrir þá svimandi háa upphæð. — Ég hafði ekki um neitt aö velja, sagði framkvæmdastjóri Arsenals, Terry Neill, við fréttamenn, þegar ákvörðun um sölu þessara leikmanna var birt. — Drykkjuskapur þeirra Iludsons og MacDonalds voru brot á reglum sem eru f gildi hjá Arsenal og við urðum að bregðast hart við. Það þarf enginn að halda að ferð liðsins tii Astralfu hafi verið skemmtiferð. Búist er við að margir muni bjóða f þá „Super Mac“ og Hudson, en Ifklegt er þó talið að Arsenal fái mun iægri upphæð fyrir þá en þeir voru keyptir fyrir f fyrra. Fyrir heigina var svo þriðji frægi kappinn settur á sölu- lista. Sá er Derby-Ieikmaðurinn Charlie George, en hann hafði ient f útistöðum við stjórnendur félagsins. Alan Hudson — rekinn frá Arsenal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.