Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. AGUST 1977 11 0 Karl Sæmundsson umsjónarmaður Ölfusborga og með honum á myndinni eru þeir Sigurjón og Helgi Stefán sem rétta Karli hjálpar- hönd svona við og við (ljósm. Mbl. RAX) • „Þaö litur kannski út fyrir að hér sé ekki mikið líf. Astæðan er þetta leiðindaveður því þegar vel viðrar þá iðar staðurinn allur af lífi og mikið er þá um að vera. Annars hefur ekki viðrað vel i þrjú ár hérna, þótt komið hafi örfáir ágætis dagar inn á milli“, sagði Karl Sæmundar- son, eftirlitsmaður orlofshúsanna í Ölfusborg- um, þegar við litum við hjá honum sl. föstudag. Karl sagði að gestir væri í öllum hinna 36 húsa sem á svæðinu væru. Hefði svo verið næstu tvo mánuði á undan. Sagði hann húsin alltaf vera fullbókuð yfir hásumarið og væru komnar pant- anir í flest fram í september. „Veðrið þyrfti bara að vera betra svo fólk gæti notið verunnar hér betur“, sagði K:rl. Karl tjáði okkur að að jafnaði væru um 200 manns í ölfusborgum yfir sumartimann. Það eru ýmis verkalýðsfélög, flest á suðvesturlandinu, sem eiga bústaðina í Ölfus- borgum, og sagði Karl okkur að einnariku dvöl í þeim kostaði 9 þúsund krónur. I þeirri tölu sagði hann vera ýmis konar þjónustu, næstum allt nauðsynlegt nema mat. A veturna eru bústað- irnir notaðir undir ráðstefnur og fundahöld, en þá koma menn einnig til dvalar i þeim, mest þó aðeins yfir helgar. 1 bústað númer 35 hittum við Jónu Gunnars- dóttur úr Hafnarfirði en hún hafði dvalið i tæpa viku i ölfusborgum með þremur sonum sinum og tengdamóður. Lét Jóna vel af dvölinni og kvað veður hafa verið gott fyrri partinn. „Hér er gott að vera fyrir börn og fullorðna þegar vel viðrar. Þetta er rólegt og þægilegt", sagði hún. Aður hafði Jóna verið í Ölfusborgum á sl. ári ög einnig helgi fyrir síðustu páska. Sagði hún fólk helzt fara í gönguferðir þegar vel viðraði og börnin léku sér helzt i fótbolta. Ekki hafði dvölin byrjað alltof vel hjá Jónu því á fyrsta degi brá hún sér i fótbolta með drengjunum og endaði það með þvi að liðband eitt slitnaði. Jóna tjáði okkur að hún hefði fengið sinn bústað sem meðlimur i Verkakvennafélaginu Framtíðinni í Hafnarfirði. I bústað nr. 30 hittum við að máli Huldu Jóhannsdóttur þar sem hún dvaldi með dóttur- dóttur sinni. Hulda, sem er úr höfuðborginni, sagði okkur að hún hefði dvalizt oft áður í ölfusborgum og alltaf kunnað jafn vel við sig. „Þetta eru svo ágætir bústaðir og hér er svo rólegt og þægilegt að vera“, sagði hún. „Maður veit varla af þeim sem í kring um mann eru þótt hér sé að jafnaði fjöldi rnanns," bætti hún við.. .Hulda sagðist helzt fara í gönguferðir þeg- ar vel viðraði, en I vætunni sagðist hún helzt dunda sér við að sauma út. „Maður skreppur einnig niður i Hveragerði. Það er alltaf eitthvað um að vera t.d. i Eden“, sagði hún. Hulda sagði bústaðina i ölfusborgum mjög vel útbúna. Það væri nóg af heitu og köldu vatni og bústaðina sagði hún upphitaða með hitaveitu. „Þetta eru indælis hús i alla staði. Það eina sem ég get fundið að er að mér finnst isskáparnir aðeins of litlir" sagði hún að lokum. % Jóna Gunnarsdóttir úr Hafnarfirði ásamt sonum sínum Sigurjóni, og Guðjóni. Tengda- mamma vildi ekki láta mynda sig. Liti^\orum 0 Hulda Jóhannsdóttir ásamt dótturdóttur sinni Margréti Ingibergsdótt- ur. Daníelsson úr Svarfaðardal og Valgerður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Sigurðssonar og Guðrún- ar Jóhannesdóttur, sem bjuggu þá á Þórustöðum. Gunnar ólst upp á Þórustöðum hjá afa sínum og ömmu, Sigurði og Guðrúnu, þar til Guðrún dó árið 1906. Hann var þá áfram hjá afa sinum enn i tvö ár þangað til móðir hans, Valgerður, giftist Guðmundi Bilddal. Þá fluttist hann með þeim til Akureyrar þar sem þau bjuggu í eitt ár. Síðan fluttust þau til Siglufjarðar haustið 1909. Þar bjó Gunnar svo til ársins 1947. Arið 1926 giftist Gunnar Eugeniu Guðmundsdóttur frá Laugalandi í Fljótum. Þau hjónin eignuðust sex börn, einn dreng Gunnar Bílddal kaupmaður 75 ára Á sumrum fyrir siðustu heims- styrjöld var ég á síld eins og al- gengt var með unglinga á þeim timum. Var þá oftast leitað til Siglufjarðar til löndunar. Frítím- ar í landi voru þá notaðir til að sækja dansleiki eða fara í verzlan- ir. Ég minnist þess að i einni þessara sumarglöðu verzlana á Siglufirði festi ég kaup á nokkr- um grammafónsplötum sem ég átti sízt von á að hægt yrði að kaupa þar á stað. Þetta voru fyrstu kynni min af Gunnari Bild- dal kaupmanni, eiganda verzl- unarinnar Valur á Siglufirði, kom þar snemma fram að Gunnar — sem árum síðar varð tengdafaðir minn — var maður framsýnn og oftast á undan samtíðinni. Gunnar Bílddal er fæddur á Þórustöðum, Öngulbæjahreppi, Eyjafirði, þann 4. ágúst 1902. For- eldrar hans voru Gunnlaugur sem dó fjögurra mánaða gamall og fimm dætur sem allar eru á lifi, Jóna Ríkey búsett í Reykja- vik, Valgerður gift Hallgrimi Jónssyni i Kópavogi, Katrin gift Jósef Sigurðssyni i Kópavogi, Lovísa gift Robert K. Ruesch í St. Charles i Illinois í Bandaríkjun- um og Sigríður gift Braga Frey- móðssyni í Fort Wayne i Indiana i Bandaríkjunum. Eugenía andað- ist árið 1967. Gunnar hóf starfsferil sinn sem verzlunarmaður árið 1917 hjá Jens Eyjólfssyni kaupmanni á Siglufirði. Hann var þá aðeins 14 ára að aldri og munu ekki aðrir hafa byrjað yngri. Gunnar vann hjá Jens í rúmt ár. Árið 1919 réðist hann til Hinna sameinuðu islenzku verzlana á Siglufirði og vann hjá þeim til ársins 1927 er fyrirtækið lagði niður starfsemi Framhald á bls. 25 Afmæliskveðja: Theódór Gíslason hafnsögumaður GÖÐI vinur, Theódór, — Þú orð- inn sjötugur? Mér hefur þó alla tíð fundizt sem við værum jafn- aldrar. Ég held þvi sé einnig svo farið með okkur fleiri, sem til þín þurfum eitthvað að sækja. Þú ert held ég ætíð jafnaldri þess sem þú talar við. Þegar ég byrjaði i hafnsögunni, um tvítugt, hefur þú bersýnilega verið maður um fertugt. Einnig þá fannst mér við okkar fyrstu kynni, ekkert kynslóðabil væri milli okkar. A þessum liðnu áratugum höf- um við Theódór oft staðið í ströngu saman. I samstarfi og per- sónulegum kynnum af Theódór Gíslasyni hefur ætið farið mjög vel á með okkur. Er eðlilega margs að minnast frá þessum ár- um i starfi og á gleðistundum. Minnistæður er mér sá dagur er Theódór og kona hans Sigríður buðu mér og konu minni til sín á heimili sitt sem þá var í Miðtúni 15. Þá ríkti gleðin í hjörtum okk- ar allra er við stóðum i hinum fallega garði Theódórs og Sigrið- ar konu hans. Blómskrúðið var þá í algleymingi. Svona getur einn dagur eins og þessi skagað upp úr öllum hinum í löngum ánægjulegum kynnum og samskiptum. Já, Theódór, þú hefur átt lifs- láni að fagna. Við vinir þínir viss- um allir hvilíkt áfall það var fyrir þig er þú horfðir á bak þinum frábæra lífsförunaut, hér á árun- um, yfir landamærin miklu. En þú stóðst ekki einn og yfirgefinn. Eitt af lífsláni þinu er barnalán ykkar hjóna. Sumir segjá að þeg- ar allt komi til alls, sé stóralánið nefnilega barnalánið. Þrjú börn ykkar eru þessu vissulega til stað- festingar. A þessum merku tímamótum i lifi þinu, gamli vinur, á ég þá ósk þér til handa, að þú megir eiga langa samleið með þínu fólki og mörgum vinum, — við góða heilsu. Að visu finnst mér sjötiu ár ekki neitt tiltakanlega hár aldur. Það er einstaklinsbundið á hvern hátt aldurinn nálgast okkur. Við vinir þínir höfum glaðst yfir þvi hve örugg undirtök þú hefur i þeirri óhjákvæmilegu glimu sem fólk á þinum aldri þarf að glíma við Elli kerlingu. Slepptu ekki undirtökunum! Ég þakka þér fyrir áratuga kynni, velvild þina og vináttu, sem ég vona að enginn skuggi falli á um ókomin ár, frekar en hin sem að baki eru. Ég færi þér innilegar hamingju- óskir með afmælið og minni þig á þessar linur úr hinum gamla sálmi, sem ég veit að þú hefur oft haft stuðning af og sótt lífsþrótt i: Trúðu á tvennt í heimi, tign sem æðsta ber: Guð í alheims geimi, Guð i sjálfum þér. Valtýr Guðmundsson. Afmælisbarnið er nú f Brctlandi hjá syni sfnum, en utanáskriftin til Theódórs er Th. Gfslason, 7 Luppitt Close, Ilutton. Mount, Brentwood, Éssex, England.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.