Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.08.1977, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. ÁGUST 1977 „Menningareinkenni allra þjóða skulu vernduð...” t tilcfni hcimsóknar aðalframkvæmdastjóra UNESCO, Mcnningar- málastofnunar Samein- uðu þjóóanna, cn hann dvelst hcr í boði íslenzku ríkisst jórnarinnar, var boðað til blaðamanna- fundar að Itótel Sögu ný- lega. Dr. Amadou-Mathar M’Bwo er frá Senegal i Vestur-Afriku og fyrrum menntamálaráð- herra lands síns. Hann var ein- róma kjörinn aðalfram- kvæmdastjóri UNESCO til sex ára á 18. aðairáðstefnu stofnun- arínnar í nóvember, 1974 og er sjötti maðurinn, sem gegnir því starfi. Hann hafði lengi áður verið aðstoðarmaður fyrrver- andi aðalframkvæmdastjóra, René Mahen. Dr. M’Bwo er múhameðstrúar. Hann nam sögu og landafræði við Sor- bonne. Hann er fyrsti aðalfram- kvæmdastjóri UNESCO sem heimsækir ísland og sagði á blaðamannafundinum í gær að það skyldi ekki verða i síðasta sinn, meðan hann gegndi þessu embætti. UNESCO var stofnað árið 1946 og voru þá innan stofnanarinnar 30 aðildarríki, en í dag eru þau 142. Fyrsti aðalframkvæmdastjóri UNESCO var Julian Huxiey, 1946—48. ísiand gerðist aðili að UNESCO árið 1964, eftir að Al- þingi hafði samþykkt tillögu þar að lútandi og var Island með siðustu ríkjunum í Evr- ópu, sem gerðist aðili. Að sögn Birgis Thorlacíus, ráðuneytisstjóra í menntamála- ráðuneytinu, á fundinum í gær, hefur ísland átt ánægjuleg samskipti við UNESCO og tekið þátt i ýmsum störfum stofnun- arinnar. Árnastofnun hlaut styrk frá UNESCO til að skrá- setja íslenzk handrit á erlend- um söfnum og var sú skráning unnin af Jónasi Kristjánssyni, forstöðúmanni Árnastofnunar, í samvinnu við erlenda sérfræð- inga. — segir aðal- framkvæmda- stjóri UNESCO Þá hefur UNESCO veitt styrki til að gefa út ísl. forn- handrit og stuðlað að útgáfu og þýðingum íslenzkra bóka yfir á ensku og frönsku. Nú stendur t.d. til að gefa íslandsklukku Laxness út á frönsku. Daginn eftir Vestmannaeyja- eldgosið í janúar 1973 komu boð frá UNESCO um að stofn- unin væri reiðubúin að veita alia þá sérfræðilegu aðstoð, sem hún gæti látið í té. Dr. M’Bwo sagði m.a. á fund- inum í gær að UNESCO bæri abyrgð á samvinnu allra aðild- arríkja sinna um menntamál, menningarmál og upplýsingar- mál. í gærmorgun heimsótti hann forseta íslands, dr. Kristján Eldjárn, og forsætisráðherra, Geir Hallgrímsson, þá ræddi hann við ráðuneytisstjóra Utan- rikisráðuneytisins í fjarveru Einars Ágústssonar, og einnig ræddi Dr. M’Bwo við mennta- málaráðherra og fulltrúa og forráðamenn ýmissa stofnana, sem eiga i samvinnu við UNESCO. Sagði Dr. M’Bwo að sérstakiega hefði verið rædd samvinna íslands og UNESCO og þá helzt samvinna á sviði raunvísinda og menntamála. I gær heimsótti aðalfram- kvæmdastjórinn einnig Árna- stofnun, vegna hinnar nánu samvinnu hennar við UNESCO um all langt skeið. í dag heimsækir M’Bwo Há- Ljósm. Mbl OI.K.M. skóla íslands og fer siðan i stutt ferðalag um Suðurlandsundir- lendið til að sjá sig um. A morg- un mun aðalframkvæmdastjór- inrt siðan ávarpa 62. alþjóða- þing esperantista. Hann fer frá Islandi 4. ágúst og sagðist von- ast til að geta séð sig sem mest um, ef tími gæfist. Dr. M’Bwo sagði m.a. á fund- inum: „Vandamálin, sem sér- staklega hafa verið tekin til umf jöllunar i viðræðum minum hér við fyrrgreinda menn, eru í sambandi við jarðvísindi og jarðvarma, en UNESCO hefur margháttaða samvinnu við hinv ýmsu ríki um þau mál, svo og orkumálefni og jarðfræðileg málefni. UNESCO vill auka samvinnu sina við ísland í sambandi við jarðvarmann, því raynsla is- lendinga gæti orðið öðrum þjóð- um til mikils gagns og er ég sannfærður um að island hefur mesta reynslu á sviði jarð- varma. Þá hefur verið ræddur sá möguleiki að koma á fót fræðslustarfsemi um orkuupp- sprettur og hagnýtingu þeirra og þær rannsóknir og vísinda- störf, sem að baki slíkrar hag- nýtingar liggjá. i því sambandi hefur verið lagt til að hér yrði sett á laggirnar starfsemi á sviði jarðvarma og yrði hún í tengslum við háskóla Samein- uðu þjóðanna og skilst mér að Háskóli Íslands hafi mikinn áhuga á því. Þá hafa hér verið rædd eld- fjallamálefni og jarðskjálfta- fræði, en UNESCO hefur í gangi alþjóðlega samvinnu, I.G.C.P., sem fjallar um jarð- fræðimálefni, jarðskjálfta og eldfjallamálefni og þess vegna höfum við mikið gagn af sem nánastri samvinnu við Ís- lendinga, sem öðrum þjóðum fremur hafa reynslu á þessum sviðum. Island hefur tekið þátt í al- mennum umræðum á fundum UNESCO um þessi mál og hér er ekki síður um að ræða vernd- un fólks og mannvirkja gegn eldgosum og náttúruhamför- um. Því eru allar rannsóknir á jarðhræringum nauðsynlegar þessari starfsemi. Þá hafa hér verið rædd haf- fræðimálefni, en þar hefur UNESCO í gangi alþjóðlega samvinnu, sem nefnist I.O.C., hvernig nýta megi betur þekk- ingu Íslendinga á því sviði öðr- um þjóðum til gagns, en hafvís- indastarfsemi UNESCO fer t.d. fram í Afríku, Asiu og Austur- löndum nær og mér er kunnugt um fslenzkan hafvísindamann í Mexikó. Menningarmál eru að sjálf- sögðu alltaf i brennideplinum hjá UNESCO og leggur stofn- unin sérstaka áherzlu á að hvert ríki eða samfélag haldi sínum séreinkennum og að sér- einkenni allra menningar- heilda skuli vernduð. Með þvi að vernda menning- areinkenni hvers samfélags vill UNESCO stuðla að auknu menningarsambandi allra rikja heims og slík samvinna myndi að sjálfsögðu auka gagnkvæm- an skilning þjóða á milli, menn- ingu þeirra og þekkingu. 1 samvinnu UNESCO og Ís- lands er útgáfa og þúðing ísl. fornbókmennta mikilvæg og frekari samvinna við Árna- stofnun æskileg. Sömuleiðis hefur sú hugmynd verið íhuguð að UNESCO styddi skráningu munnlegra heimilda, íslenzkra, sem varveitzt hafa kynslóða á milli. Island gæti einnig tekið þátt í starfsemi aðildarríkja UNESCO um barnaskóla. Umhverfisfræðsla UNESCO hefur verið mikið á dagskrá og nefnist starfsemi sú „Maðurinn og lifhvolfið" og þátttaka ís- iands í þeirri starfsemi er kær- komin. Reynsla islendinga I málfars- efnum er stórmerkileg en þeim hefur öðrum þjóðum fremur tekizt að þýða tæknileg og vis- indaleg orð yfir á eigin tungu, eins og t.d. orðið kjarnorka. Þessi nýyrðasmiði þjóðarinnar gæti orðið öðrum til fróðleiks og gagns." Aðspurður um helztu vanda- mál UNESCO nú, svaraði dr. M’Bwo: „Gnótt er af vandamál- unum og mörg þeirra mjög flókin. Svo tekin séu raunhæf dæmi, þá var á síðustu ráð- stefnu stofnunarinnar, sem haldin var í Nairobi, rætt um nýtt alheims efnahagskerfi og um það er fjallað í sex ára áætl- un UNESCO. Í því sambandi þarf að stuðla að umhugsun um eðli slíks efnahagskerfis með aukinni upplýsingu og koma á fót sem víðtækustum umræðum um málið. UNESCO vill aðstoða öll aðildarríki sín í því að mennta þegna þjóðfélaga sinna og gera þá virka i uppbyggingu ríkjanna og um leið að hver einstaklingur geti nýtt sína hæfileika sér og þjóðfélagi sínu til gagns. Þá vill UNESCO stuðla að aukinni vísinda- og tækniuppbyggingu aðildarríkj- anna, og hefur i því sambandi fólk verið sérmenntað, t.d. til að nýta náttúruauðlindir landa sinna. Stór hluti starfsemi UNESCO er fólginn i því að vernda forn mannvirki í þágu allrar heims- byggðarinnar. Til eflingar tækni og vísinda vill UNESCOaenota eitt við- kvæmasta en mikilvægasta afl nútímaupplýsingar, fjölmiðl- ana og að upplýsing sú, sem fer í gegnum þá verði frjáls og nái út um allan heim.“ Fjárhagsáætlun UNESCO til næstu tveggja ára sagði aðal- framkvæmdastjórinn, að væri upp á 224 milljónir bandaríkja- dala, sem væri mikil aukning, en aukin peningaþröng alls staðar samfara gífurlegri og sí- aukinni verðbólgu hefði mikil áhrif á starfsemi UNESCO. Að lokum sagði dr. M’Bwo: Mér hefur verið mjög vel tekið á islandi, af þeim sem ég hef rætt við og eftir aðeins sólar- hringsviðdvöl er mér strax far- ið að þykja vænt um þetta land. Ég var dálftið kunnugur sögu þess áður en ég kom hingað en nú veit ég að hér býr þjóð með langa og merka sögu að baki, mótaða af harðindum oft á tíð- um en þetta fólk vill leggja allt í sölurnar til að vera sjálfstæð þjóð með sjálfstæða menn- ingu.“ IIÞ Kennslutæki í átthaga- frædi í ný jum búningi t haust koma út í nýjum bún- ingi kennslugögn, sem gerð voru og tekin í notkun fyrir nær tveim- ur áratugum og reyndust vel, en eru nú að mestu upp urin, enda upplag lítið. Kennslugögn þessi vann Þorsteinn Sigurðsson sér- kennslufulltrúi, og samanstóðu þau af skólakubbum, og tilheyr- andi æfingahefti, en auk þess voru fyrir átthagafræðikennsluna 20 veggmyndir, hver með sér- stöku verkefni. Teiknaði Ilalldór Pétursson myndirnar. Þegar svo Þorsteinn nýlega fann frum- myndirnar, sem geymdar höfðu verið i prentsmiðjunni, ákvað hann að koma þessum verkefnum í aðgengilegra form fyrir kennara og meira í takt við nútimatækni setja verkefnin á glærur, sem varpa má upp á vegg um leið og lesinn er textinn, sem fylgir 1 handhægum möppum. I framhaldi af notkun þessara mynda og texta eru skólakubbar, sem eru 20 kubbar í pappakassa, ásamt talnaspjaldi, litaspjöldum og götuðum l^iðréttingaspjöldum og geta börnin með þeim æft sig í að leysa verkefni sjálf og sann- prófa með því að snúa kubbunum við á ef.tir og séð hvort. og hvar þau hafa gert vitleysu. Kennar- inn, sem á meðan hefur getað sinnt einstökum börnum, sem hjálpar þurfa við, getur þá líka með því að lita á myndina séð hvar barnið hefur ruglast. Þessi svokölluðu mynstruðu kennslu- tæki má nota við kennslu í lestri, stafsetningu, málfræði, reikningi, átthagafræði og lesgreinum. Kennslugögnum þessum fylgja æfingabækur, en kennarinn get- ur líka búið til æfingabækur sjálf- ur og er endalaust hægt að búa til verkefni, sem kubbatölunum er beitt á. Sem fyrr er sagt fékk Þorsteinn Sigurðsson á sínum tíma Halldór Pétursson til að teikna myndir 1 20 verkefni í átthagafræði, eins og það hét þá, og veggmyndunum fylgdi spjaldgrind með orðum og stöfum og er hvert 30 orð, til þess ætluð að kenna börnunum orða- forða og heiti, vinnubrögð og hluti. En nú er búið að setja þetta á glærur, sem kennarinn getur skrifað á skýringar um leið og þau eru notuð. Verkefnin eru þessi: Um mann- inn, þ.e. höfuðið, höndin og hand- leggurinn, bolur og fætur. Um húsdýrin, þ.e. kindin, hesturinn, kýrln. Um dýr og jurtir, þæ. spen- dýrið, fiskurinn, fuglinn, jurtin. Um samgöngur, þ.e. vagninn, skipió, flugvélin og báturinn. Um húsakost, fornöldin, torfbærinn og nútiminn. Um atvinnuhætti, heyskapur, fiskveiðar, form og lit. ir. Allt er þetta miðað við íslenzka staðhætti og vinnubrögðin voru sérstæð og mjög vönduð. Eftir að hafa gert verkefnið og skýring- arnar leitaði hann til sérfræðinga bæði um viðfangsefnið og málið, m.a. til ráðunauta búnaðarfélags- ins náttúrufræðinganna Ingimars Óskarssonar og Finns Guðmunds- sonar og til þáverandi þjóðminja- varðar dr. Kristjáns Eldjárns, og starfsmenn Orðabókar Háskólans fóru að lokum yfir orðaforðann. Myndirnar voru eins og þá var títt, á þykkum spjöldum, sem þurfti að færa með sé milli kennslustofa, og upplagið aðeins 40—50 spjöld, og var því úr sér gengið og lítið eftir af því. En eru enn í dag notuð, þar sem eitthvað er eftir af þeim. Því réðst Þor- steinn í að gefa þessi kennslugögn út aftur og nú á glærum og glær- unum komið fýrir í plastmöppum ásamt leiðbeiningum um hvert verkefni. Og jafnframt kemur út Verkefnabók með sömu mýndum til að nota með slýólakubbum. 1. Sporöur 11. Síldarverksmlöja C. 21. Kútmagl 2. Bakuggl 12. Hraöfrystlhús 22. Kvamlr 3. Tálkn B. 13. Ootrauf 23. Oella 4. Hrogn 14. Ootraufaruggi 24. Slor 5. Selöl 15. Eyruggl 25. Ata 6. Roö 16. Kvlöuggl 26. Flskltorfa 7. Hreistur 17. Þunnlldi 27. Flskltrönur 8. StLrtla 18. Rák 28. Stakkstwöl 9. Skreiö 19. Tálknalok 29. Flskstakkur 10. Saltflskur 20. Sundmagl 30. Spyröuband Fyrst má rekja samkvaantdaamlgeröu myndunum heltl á llffwrum flskslns meo samanburöi vlft spendýriö (og fugllnn) og benda á, hvernig þau hafa þróast í samraml vlö mismunandi aöstœöur. Síöan má segja frá lifnaöarháttum nytJafiskanna og rekja flskvlnnsluna. Skrelöarverkunln er elzt: Plskurlnn er hausaöur, slaagöur, spyrt- ur og hertur á trönum. Saltfiskverkun: Piskurlnn er hausaöur, kútt- aöur, flattur og saltaöur í stafla. Selnna er hann .þurrkaöur á 3takkst®öum eöa 1 þurrkhÚ3um. Hraöfrystlng: Flskurlnn fer á f»rl- bandi í þvottavél, kemur þveglnn á annaö band tll flakaranna og frá þelm á færibemdl aö roöflettlngarvél, og slöan á enn elnu færlbandl tll pökkunarstúlknanna. Þar eru flökln fyrst skyggnd (þaö er ljós undlr glerplötunnl á boröinu), siöan vlgtuö og pökkuö. Þá fara pakk- arnlr 1 frystit«kin (eru hraöfrystlr í stundarfJóröung), síöan ef þeim komið fyrlr í frystl^eymslunnl. Síldin er ýmlst söltuö í tunn- ur eöa brædd og f®st þá lýsi og mjöl. Þannig lítur verkefnið um fiskinn út.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.