Morgunblaðið - 18.09.1977, Síða 1
Sunnudagur
18. september
Bls. 33-64
Vidtal við bandaríska myndlistarmanninn Alcopley, þar sem hann segir m.a. frá þvi hvernig
sé að standa einn góðan veðurdag andspænis yfirlitssýningu á verkum sinum — hvernig
hann fór að mála fyrir hreina slysni, fullorðinn maður —þegar hann stofnaði Klúbbinn í
New York ásamt ýmsum jöfrum bandariskrar nútimamyndlistar — og þegar hann hitti konu
sina Ífyrsta sinn, Ninu heitina Tryggvadóttur.
Alcopley kemur manni eiginlega ekki þannig fyrir sjónir að hann sé lislmálari.
Hann minnir miklu fremur á prófessor. Einasía ytri víshenáingin um að þarna fari
hóhem er skœrgræna hindið hans, sem stingur töluvert i stúf við annan klœðaburð og
fas mannsins, en það ér reyndar ekki einhlýtur vitnisburður, þviað vel má imynda sér
dálitið viðutan prófessor með bindi af þessu tagi.
Alcopley er heldur ekki alveg laus við að vera viðutan. Við vorum búnir að mœla
okkur mót kl. 3 stundvislega á Kjarvalsstöðum, þar sem nú stendur yfir yfirlitssýning
á verkum hans, en blaðamaður var búinn að biða þar drykklanga stund þegar i Ijós
kom, að Alcopley beið alltar heima i ibúð sinni og konu hans heitinnar, Ninu
Tryggvadóttur, á Fálkagötunni. Reyndar þurfti listfræðing með háskólapróf úr
tveimur heimsálfum til að greiða úr þessum misskilningi.
„Blessaður góði, ég er búinn að hafa svo mikið að gera, og búinn að hitta svo
margt fólk, að ég er orðinn ringlaður á öllu saman,“ sagði Alcopley þegar hann
heilsaði mér litlu siðar íibúðinni á Fálkagötu. Við komum okkurfyrir ístofunni, sem
snýr til suðurs og þaðan er fallegt útsýni yfir Skerjafjörðinn og til Suðurnesja.
Allsstaðar á hvitmáluðum veggjunum voru myndir eftir Ninu, —engin eftir Alcopley
sjálfan og hið eina sem gaf til kynna,
að hann væri þarna húsráðandi
var læknisfræði/egt visindarit
á stofuborðinu ásamt
vélritaðri ritgerð eftir
Alcopley sjálfan um .vvo
fræðileg efni, að ég treysli
mér ekki til að hafa það
eftir, nema hvað
eitthvað snerist það
um blóðið.
Septembersólin glampaði inn um stofu-
gluggann — eins áleitin og hún getur orðið
á þessum árstima, og pilsnerinn minn á
stofuborðinu hitnaði iskyggilega eftir þvi
sem á leið samtalið. Alcopley var nú loks
nóg boðið og spurði hvort ég vildi ekki is
út i glasaði. Ég afþakkaði, minnugur sög-
unnar um landann sem á bar í New York
fyrir fáeinum árum setti barþjóhinn út af
laginu með þvi að biðja um bjórglas með is
og röri. Og Alcopley kemur frá New York
— háborg myndlistarinnar um þessar
mundir, og sjálfur átti hann sinn þátt i að
skipa þeirri borg i þann sess.
oooooo
takmörk
I Hvernig tilfinning er það fyrir listamann
að koma inn i sýningarsal og sjá verk
sin frá ýmsum timabilum komin saman
á einum stað?
„Ég get auðvitað ekki svarað fyrir alla
listamenn heldur aðeins sjálfan mig, og
fyrir mig er þetta merkileg lifsreynsla. Það
hafa áður verið haldnar stærri sýningar en
þessi á myndum minum en aldrei áður
sýning sem spannar svo stóran hluta lista-
mannsævi minnar eða 43 ár. Þama sér
maður fjölda mynda sem maður hefur
aldrei séð áður saman — hlið við hlið. Já,
þetta er óneitanlega athyglisvert — standa
allt i einu andspænis þróun manns sjálfs i
iistinni og sjá hvernig maður hefur breytzt i
áranna rás. Maður er yfirleitt alltaf upp-
teknastur af þvi sem maður er að vinna við
þá stundina og þeim verkum sem eru næst
manni i tiðinni, og þarna held ég að ég geti
talað fyrir alla listamenn. Þess vegna er
það töluverð opinberun fyrir sérhvem
listamann að sjá feril sinn og reynsluþróun
á einum stað. Til dæmis sé ég núna vernig
viss lifssýn (viðsjón), sem ég hef haft af
heiminum og gengur meira og minna
gegnum öll mín verk, tekur breytingum
með timanum og mótast.“
Þú ert að miklu leyti sjálfmenntaður i
myndlistinni?
„Já, eins og þú sennilega veizt hef ég
raunverulega tvenns konar starfsvettvang
— læknavisindin og myndlistina. f tengsl-
um við hið fyrrnefnda kynntist ég auðvitað
náið þvi sem ég vil kalla stofnanamenntun
og vann við ýmsar stofnanir, svo að ég
kærði mig ekkert um að hljóta þess háttar
menntun i myndlistinni. Hins vegar lærði
ég siðar meir að búa til þrykk hjá frægum
manni i Paris, sem flestir meiriháttar mál-
arar i þá daga lærðu einnig hjá, og það er
eiginlega eina raunverulega námið sem ég
hef fengið i myndlist. Þó var þetta enginn
skóli i venjulegum skilningi heldur fremur
vinnustofa. Engu að siður tel ég mig vel
skólaðan myndlistamann en minir skólar
hafa verið söfnin bæði í Evrópu og Ame-
riku og einnig hef ég sótt þekkta myndlist-
armenn heim í vinnustofur þeirra og num-
ið af þeim. Og ef ég á að nefna einhverja
kennara mina sérstaklega, þá væru það
Mondrian og Matisse og þeim kynntist ég
fyrst og fremst á söfnunum.
Annars fann ég snemma til löngunar til
að leggja myndlist fyrir mig. Sem bam og
unglingur var ég ailtaf að teikna, og fékk
einatt verðlaun fyrir myndir minar á yngri
árum. Kennarar minir i skólanum voru
flestir listamenn, og þeir kenndu mér auð-
vitað undirstöðuatriðin, eins og hlutföll og
sjónarhorn, og hvöttu mig óspart til að
halda áfram. Einhvem veginn taldi ég mér
þó trú um, að ég byggi ekki yfir nægilegum
hæfileikum til þess að verða góður málari.
og ég hef alltaf verið þannig innstilltur að
vilja ekki takast á við neitt nema vera viss
um að geta leyst það vel af hendi; „að
þekkja takmörk sín“ hafa eiginlega verið
einkunnarorð min i iifinu. Ég fór þvi ekki
að fást við málaralistina fyrr en tiltölulega
seint eða i kringum 1939 og þá mest fyrir
hreina slysni. En upp úr þvi fór ég lika að
taka listina alvarlega og tók upp nafnið
Alcopley — aðallega vegna þess að ég vildi
ekki láta rugla mér saman við nafna minn,
John Singlepton Copley, sem uppi var um
það leyti sem Bandarikin lýstu yfir sjálf-
stæði sinu og kunnur er fyrir málverk sin
enn þann dag i dag.“
Sjá næstu siOu