Morgunblaðið - 08.10.1977, Side 5

Morgunblaðið - 08.10.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÖBER 1977 5 Birgir ísleifur Gunnarsson: „Borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins nota kjaradeilu á við- kvæmu stigi í pólitískum tilgangi” Launadeila opinberra starfs- manna varð umræðuefni á fundi borgarstjðrnar 6. október. Upp- hafið var, að Sigurjón Péturssón (Abl) kvaddi ser hljóðs utan dag- skrár og flutti tillögu frá borgar- fulltrúum Alþýðubandalagsins FRA BORGAR- STJÓRN um eftirfarandi þrjú atriði varð- andi kjarasamninga opinberra 'starfsmanna. 1. Hækka laun i lægstu launaflokkum. 2. Leiðrétta laun um miðbik launastigans. 3. Tryggja rétt starfsmannafélags- ins til uppsagnar með verkfalls- heimild, ef forsendur samnings breytast. Borgarstjóri Birgir Is- leifur Gunnarsson (S) tók næst til máls á eftir Sigurjóni og sagði það öllum ljóst að nú þessa stund- ina væri kjaradeilan á afar viðkvæmu stigi. Þessi deila sner- ist um mjög mörg atriði og málið væri því víðfeðmt. Þessi mörgu atriði vægju ef til vill mismikið en ljóst mætti vera að rangt væri að taka út einhver sér-atriði það Næsta lóðaúthlutun væntanlega í janúar A fundi borgarstjórnar 6. október spurði Alfreð Þorsteins- son (F) hvenær og hvar mætti vænta næstu lóðaúthlutunar fyrir íbúðarhúsnæði og atvinnu- húsnæði. Borgarstjóri Birgir ís- leifur Gunnarsson svaraði og sagði að samvæmt venju væri stefnt að úthlutun íbúðar- húsnæðis í janúarmánuði næst- komandi. Það væri þó komið und- ir fjárhagsgetu samkvæmt fjár- hagsáætlun borgarinnar fyrir næsta ár. Ef sá möguleiki sem nú væri reiknað með yrði fullnýttur yrði úthlutað lóðum undir 580 íbúðir (í blandaðri byggð) i Selja- hverfi, á Eiðsgrandayrði úthlutað lóðum undir 110 íbúðir í fjölbýli, í Breiðholti III, austurdeild, lóðum undir 13 einbýlishús. Borgarstjóri sagði, að stefnt væri að úthlutun iðnaðarlóða við Krummahóla nú á næstunni og væru það 12.600 fm. A vori komanda verður væntanlega út- hlutað lóðum undir atvinnuhús- næði í miðhverfi Seljahverfis um 12.000 fm. Þá er unnið að athugun nú þessa dagana á úthlutun og mögu- leikum á Artúnshöfða og í nýja miðbænum. Auk fyrrgreindra íbúðalóðaúthlutana væri áætlað að úthluta lóðum undir 280 ibúðir í Selási og því væru mögulegar úthlutanir undir íbúðir alls 983. Þá kom fram hjá borgarstjóra að siðan 1972 hefur verið úthlutað lóðum undir iðnaðarhúsnæði að flatarmáli 830.400 fm og þar mætti byggja á 353.300 fm. Borgarstjóri bætti því við að sífellt bættist við hlutfallslega aukið magn ófullgerðra húsa og væri það miður. Iðunn: ATÓMSTÖÐIN í SKÓLAÚTGÁFU IÐUNN hefur sent á markað ATOMSTÖÐINA eftir Halldór Laxness í bókaflokknum ISLENZK URVALSRIT í skólaút- gáfum, en ritin í þeim flokki eru nú orðin ellefu talsins og haldast þar í hendur bæði fornar og nýjar bókmenntir Islendinga. Njörður P. Njarðvik lektor annaðist þessa skólaútgáfu Atóm- stöðvarinnar. Ritar hann formála fyrir sögunni sem skiptist í eftir- talda kafla: 1. Sögulegt baksvið, 2. Frásagnaraðferð, stíll, bygging. 3. Persónur, 4. Tilraun til túlkunar. Einnig hefur hann tekið saman athugunarefni fyrir nemendur og kennara og samið orðaskýringar. Nú eru liðin þrjátíu ár síðan Atómstöðin kom fyrst á prent. Hún vakti þá ærinn úlfaþyt, enda fjallað um samtímaviðburði sem miklar deilur stóðu um og höfundinum var heitt í hamsi. Þessi nýja útgáfa Atómstöðvar- innar er 220 bls. að stærð, prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. A kápu eru myndir úr leikritsgerð sögunnar. Sextugsafmæli SEXTUGSAFMÆLI á í dag, 8. okt., frú María Magnúsdóttir, Aðalstræti 13, Akureyri. Afmælisbarnið er í dag statt á heimili dóttur sinnar að Háaleit- isbraut 54, Rvík. kynni að leiða til erfiðleika á lausn annars staðar i málinu. Borgarstjóri sagði að deila þessi væri svo flókin og vandmeðfarin sér i lagi á þvi viðkvæma stigi sem hún væri nú á, að þessi fyrrgreind þrjú atriði segðu ef til vill ekki mikið ef litið væri á heildina. Hins vegar væri það augljóst mál, að við lausn deilunnar yrði að hafa hliðsjón af hinum almenna launamarkaði og reyndar gilti það ekki bara um þessa deilu nú held- ur einnig aðrar deilur. Því yrði líka að hafa í huga vinnubrögð og afskipti hins opinbera þar sem hér. Borgarstjóri sagði að borgar- fulltrúi Sígurjón Pétursson ætti sæti í launamálanefnd borgarinn- ar og hann hefði sér vitanlega ekki beitt sér þar sérstaklega fyr- ir lausn fyrrgreindra þriggja at- riða sem þó borgarfulltrúinn hefði getað gert, en hins vegar væru viðbrögð borgarfulltrúa Al- þýðubandalagsins hin undarleg- ustu. Nú snerust þeir upp til handa og fóta og ætluðu að slá sig til riddara i pólitiskum tilgangi. Það sem hér er einfaldlega að gerast sagði borgarstjóri, er að borgarfulltrúar Alþýðubanda- lagsins ætla sér og eru að nota kjaradeilu sem er á mjög við- kvæmu stigi i pólitískum tilgangi, en slíkt athæfi fordæmi ég og harma sagði borgarstjóri að lok- um. Kristján Benediktsson (F) sagðist harma að tillaga þessi hefði komið hér á þessu stigi málsins. Málið væri mjög flókið. Hér væri ekki um tugi heldur hundruði vandmeðfarinna atriða að ræða. Hann sagðist þess full- viss, að þeir Sigurjón gætu verið sammála um að deilu þessa þyrfti að leysa fljótt og vel. Hins vegar væri þessi tillöguflutningur fjarri því að vera rétta leiðin, enda bæri að harma hann. Að lokum sagði Kristján: „Allir skynsamir menn munu sjá að þetta er ekki leiðin til lausnar deilu sem þessari." Björgvin Guðmundsson (A) sagð- ist vilja lýsa stuðningi sínum við tillöguna enda væri hún til að jafna misréttið og því siður en svo ólík því sem Alþýðuflokkurinn vildi. Björgvin sagðist allsendis ósammála því að ekki mætti ræða þessi mál í borgarstjórn nú. Ekk- ert væri sjálfsagðara. Sigurjón Pétursson sagði að ekki hefði ver- ið haldinn fundur í launamála- nefnd eftir að atkvæðagreiðslu BSRB lauk og þvi hefði hann ekki getað komið þessari tillögu þar fram. Alfreð Þorsteinsson (F) lýsti sig fylgjandi efnisþáttum til- lögunnar en hins vegar teldi hann mjög óæskilegt, að borgarstjórn Birgir tsl. Gunnarsson. ræddi málin á því viðkvæma stigi sem nú væri. Einnig tók Adda Bára Sigfúsdóttir til máls og vitn- aði m.a. í leiðara Morgunblaðsins frá þessum fimmtudegi. Borgarstjóri Birgir Isleifur Gunnarsson flutti tillögu um, að þessu máli yrði visað til borgar- ráðs og launamálanefndar og var það samþykkt með tíu atkvæðum; já sögðu: Birgir Isleifur Gunnars- son, Davið Oddsson, Elín Pálma- dóttir, Kristján Benediktsson, Magnús L. Sveinsson, Páll Gísla- son, Ragnar Júlíusson, Valgarð Briem, Ólafur B. Thors og Alfreð Þorsteinsson. Nei sögðu, Björgvin Guðmundsson, Sigurjón Péturs- son, Þorbjörn Broddason og Adda Bára Sigfúsdóttir. Haustiauka- KYNNING íBlómaval Túiípanar 50 tegundir Afmælisfagn- adur Hvatar Sjálfstæðiskvennafélagið Hvöt er 40 ára á þessu ári. Föstudaginn 14. október verður af þvi tilefni efnt til afmælisfagnaðar á Hótel Sögu, sem hefst með borðhaldi. Flutt verða ávörp, skemmti- atriði fara fram og dans. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir fimmtudagskvöld í Sjálfstæðis- húsið Valhöll við Háaleitisbraut. Verði aðgöngumiða er still mjög í hóf. Nú er rétti tíminn tH að planta haustlaukunum ot í tilefm af þvi höfum við kynnmgu á meðferð haust lauka ÞEIR SEM KYNNA ....... _ ERU Bjarni Finnsson og Sævar Jóhannsson og munu . þeir vera á staðnum laugardag og sunnudag. | Auk hinna vinsælu lauka Túlipana, páskalilka, Hýasintna og Corcus þá kynnum við einnig Iris, I Schiondoxa, Fritillaria, Perluhyacinta, Vetrar- I gosa, Siberiulilja, Vorboða. Nú fjölmennum vid í Blómaval þar sem úrvalid og þjónustan er best og mest

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.