Morgunblaðið - 08.10.1977, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.10.1977, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 1977 —ÁXXÍAMÍA „Leikstjórinn Hovhannes I. Pilikian stjórnaði ekki einungis harmleik á fjclum Þjóðleikhússins í vor, heldur einnig gamanleik á síðum Þjóðviljans í sumar." eftir HANNES GISSURARSON Skopleg ritdeila Síðastliðið sumar var háð svo skopleg ritdeila í Þjóðviljanum um söguskoðun sósíalista, sögulega efnishyggju og hina nýju ..kynferðislegu söguskoðun', að hinir fjöl- mörgu íslendingar, sem lesa ekki þetta skrýtilega blað, mega alls ekki missa af henni Hún hófst, er maður að nafni ..Hovhannes I Pilikian'' var fenginn til lands- ms sem leikstjóri. en hann varð fljótlega hugmyndafræðingur Alþýðubandalagsins. og átti Þjóðviljinn viðtal við þennan speking 1 9 febrúar Blaðamaðurinn greindi uppveðr- aður frá því, að Pilikian hefði ekki fengið ..að klára leikstjóraskólann í Bretlandi. því leik- stjórinn sagði að það væri ekki hægt að kenna sköpunargáfu, og af henni hafði hann nóg En hvaða skoðun hafði Pilikian skapað? ..Mín söguskoðun er einföld en tekur öðrum fram vegna þess að hún skýrir allt Það er hin kynferðislega söguskoðun Allt er kynferðislegt,” sagði hann í viðtalinu Lausnin var fundin á vanda sögunnar Og Pilikian er andstæðingur ..kapítalismans'' eins og góðum sameignarsinna sæmir. því að „hæsta stig kynvillunnar er kapítalisminn í því kerfi ríkja lögmál frumskógarins Jafn- vel versta kapítalistasvín getur ekki neitað því." Viðtalið við Pilikian varð til þess, að ís- lenzkir sameignarsinnar lifnuðu við í hug- myndafræðilegum efnum eftir raunir undan- farinna ára Fundin var ný söguskoðun, hin kynferðislega (sem Pilikian sækir reyndar til sálfræðingsins Wilhelms Reichs eins og get- ið var af einhverjum deilumanna) Og hún er miklu tilkomumeiri en söguleg efnishyggja Marxs og Engels, sem sameignarsinnar hafa notazt við til þessa Steinunn Jóhannesdóttir reit þess vegna grein í Þjóðviljann 1 5 marz „Eru kynin tvö? — Já, það er vist — Hún með móðurlíf og píku, hann með pung og tippikvað hún innfjálg að orði En Gunnar Karlsson, sagnfræðilektor og stuðnings- maður Alþýðubandalagsins, svaraði henni 1 9 marz og var gráti nær „Eigum við að þá að horfa upp á það þegjandi að málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrels- is leggi fyrir róða allar kenningar um fram- leiðsluafstæður og stéttaandstæður og fari að masa um píkur og typpi í staðinn?" Nei, Gunnar gat ekki sætt sig við það, og hann tíndi til rökin gegn söguskoðun Pilikians — grafalvarlegur. „Ef við byrjum á að skýr- greina alla valdabaráttu sem kynvillu þá felum við þá mikilvægu staðreynd að völd eru sama og eignir; valdabarátta er barátta um eignir " Sverrir Hólmarsson kennari sagði sama daginn í sama blaðinu. að margt væri „harla gott" í fræðum Pilikians, og Þorleifur Hauksson. sem hefur kennt við Gunnarssonar 6 ágúst. en báðir reyndu þeir að lesa torlæsilega (sumir segja ólæsilega) þrætubók marxsinna. díalektíkina, í tilefni ritdeilunnar____________________________ Fræði og hjáfræði Þessi ritdeila alþýðubandalagsmanna er spár, kenningar um ..baksvið" íslendinga- sagna og geimfaraguði — og sögulega efmshyggju marxsinna Gardner seglr frá kenningum Reichs um kynorku og lífsorku, kommúnistans, Lýsenkós, vildarvinar Stalins, um erfðir (en þær voru stjórnskip- aðar í Ráðstjórnarrikjunum, þótt ekki væru misnota visindin, þeir reyna að hnupla þeim Ijóma sem um vísindin leikur Og það reyna umfram allt sameignarsinnar, sem kalla sósialisma sinn „visindalegan", trúa því, að virðingarverðar tilraunir Karls Marxs á nítjándu öldinni til þess að skilja hinar miklu breytingar, sem urðu í Vesturálfu, þegar lénsríkið varð að iðnriki, séu enn góðar og gildar sem vísindalegar En heimurinn var ekki fullskapaður á nitjándu öldinni og er það ekki enn, og engin stjórnmálakenning felur í sér allan sannleikann En hvað er að segja um kenningu Marxs? Það er mikil ósanngirni að segja, að þessi dæmalausa ritdeilda alþýðubandalagsmanna hafi einungis verið um stafsetningu orðsins „typpi" og um hlut kynfæranna í hinni sögulegu þróun (sem er óumdeilanlegur að mínu mati) Hún var þrátt fyrir allt einnig um eitt ágreiníngsefni marx- sinna Marx og menn hans gera greinarmun á undirstöðu (Grund) og uppistöðu (Aufbau) sögunnar undirstaðan er hagkerfið, fram- leiðsluöflin og framleiðslutengslin, uppistað- an hugmyndakerfið. og söguleg efnishyggja er í sem fæstum orðum sú. að undirstaðan ákvarði uppistöðuna En marxsinna greinir á um það. í hvaða skilningi undirstaðan ákvarði uppistöðuna, hvort hún orsaki hana, sé ástæðan til hennar eða ráði henni Og fullnægjandi grein hefur ekki verið gerð fyrir þessum skilningi Ég held reyndar, að efna- hagsleg greining sé nytsamleg í sagnfræði, en hafna hinu, að hún sé eina skýringin á sögunni Engin ein skýring á mannlegu at- ferði er rétt, sagnfræði er sífelld glíma, sem aldrei verður unnin, við söguna En litið sem ekkert vit er i þeirri múgvæðingu („vúlgariseringu") kenningar Marxs, sem get- ur að líta með íslenzkum og útlendum fylgis- mönnum hans, enda ber að gera strangan greinarmun á fræðilegri. en úreltri kenningu Marxs og hjáfræðilegri kenningu fylgis- manna hans. Og það er satt, að margt er likt með sögulegri efnishyggju fylgismannanna og söguskoðun kynferðissinna (eins og lágkúruliðsmaður Marxs, Vésteinn Óla- son, benti á i sinni grein) Báðar eru „af- hjúpanir" manns og sögu, gert er ráð fyr- ir því, að á mannlegu atferði séu faldar eða duldar skýringar, sem verði að finna Mannlegt atferði sé á dulmáli, sem þurfi að ráða, og þessar kenningar séu dul- málslyklarnir, önnur eigi við einstaklinginn, hin við söguna Þær eru sömu gerðar, ef svo má taka til orða, enda báðar hjá- fræðilegar En Marx hefði sjálfur án efa hafnað þessari múgvæðingu kenningar sinnar með fyrirlitningu, hann taldi lífið ákvarða vitundina, en ekki vitundina (hvort sem hún er yfirvitund eða undirvitund) lífið Hann hafnaði því með öðrum orðum að skýra atferði manna með hvötum þeirra (en hvatir eru einungis hugtök heimspekinga um hinn varasama sálarheim mannsins), hvort sem þær væru kynhvatir eða eignahvatir, HJÁFRÆÐINGAR HAFA ORÐIÐ Háskólann, tók til máls 22 apríl Steinunn svaraði Gunnari 1 júní og var einkum sár vegna annarrar stafsetningar hans en henn- ar: Hann reit „typpi", en hún „tippi" En Gunnar reit óbugaður aðra grein 10 júní, taldi enn að „framleiðsluöfl og stéttaand- stæður væru vænlegri undirstöður sögu- skoðunar í blaði sem kenndi sig við sósía- lisma en æxlun og kynlíf" Mönnum þessa flokkadráttar fjölgaði. þeg- ar Vésteinn Ólason, bókmenntalektor og stuðningsmaður Alþýðubandalagsins, lagði orð í belg 25 júní og reyndi að sætta fylgismenn sögulegrar efnishyggju og kyn- ferðislegrar söguskoðunar (eins og Reich hafði reynt á sínum tíma) Vésteinn deildi á Gunnar fyrir of þröngan skilning sögulegrar efnishyggju. en sagði lesendum það til hug- hreystingar, að hann skyldi „forðast að þvæla málið með vangaveltum um hvort það sé að öllu leyti rétt að líta á kynhegðun sem yfirbyggingarfyrirbæri" Lesendur drógu andann léttara, og Vésteinn lauk grein sinni á tilraun til gamansemi í anda Pilikians um söguspekinginn Karl Marx og sálgreinand- ann Sigmund Freud „Hitt er svo annað mál hvort það flokkast ekki undir kynvillu að láta Karl og Sigmund sameinast og geta af sér afkvæmi " En fyndnasta grein þessarar rit- deilu, þótt óviljandi væri, var eftir Egil Egils- son og Guðfinnu Eydal 1 9 júlí Þau deildu á þjóðviljamenn fyrir að segja frá því, „að fallegar stúlkur yllu hryggsköðum á karl- mönnum af því að þeir tækju á sig snögga rykki við að horfa á eftir þeim", enda væru slíkar frásagnir fallnar til þess „að halda við kúgun karlmanns-auðvaldsskipulagsins á konum" En um deiluefnið sjálft sögðu þau eftir nokkrar málalengingar — grafalvarleg eins og aðrir deilumenn „Umræður um „typpi" og „píkur" eru því ekki mas Það á að taka slika hluti glvarlega og reyna að skilja þýðingu þeirra hluta fyrir framgang sósía- lismans " Og ritdeilunm lauk með ritsmíðum tveggja annarra málgefinna sameignarsinna, Ásgeirs Daníelssonar 4 ágúst og Gísla dæmalaus Er unnt að taka mark á þeim mönnum, sem taka Hovhannes Pilikian alvar- lega sem kenningasmið? Ég ráðlegg mönn- um að lesa heilaspuna hans í Þjóðviljanum, kenning hans verður ekki hrakin með rökum. einungis er hægt að hrista höfuðið vegna hennar Og hver var Wilhelm Reich, sem reyndi að sameina sögulega efnishyggju Marxs og sálgreiningu kynferðissinna eins og Freuds? Reich var alkunnur hjáfræðingur, en svo má nefna þá menn, sem veiða grillur í nafni visindanna Sagt er rækilega frá honum í bókinni Blekkingum og bábiljum I nafni vísindanna (Fads and Fallacies in the Name of Science) eftir Martin Gardner og bókinni Reich eftir Charles Rycroft (auk bóka Reichs sjálfs) Reich var sálfræðinpur og sameignar- sinni, sem báðir sóru af ser, sálfræðingar og sameignarsinnar Hann var rekinn úr þýzka kommúnistaflokknum árið 1933 og úr Al þjóðasambandi sálgreinenda árið 1934 Fimm árum seinna flutti hann til Bandaríkj- anna. kom upp rannsóknarstofnun í kyn- ferðisfræðum og seldi Bandaríkjamönnum vélar, sem geymdu „lífsorkuna" (sem hann taldi sig hafa fundið) og áttu að lækna menn af flestum meinum Lífsorkan eða kynorkan er blá á litinn, kvað Reich En árið 1954 var sala þessara véla stöðvuð af bandariska heil brigðiseftirlitinu, og Reich lézt í fangelsi árið 1957 Þess má geta, til þess að íslenzkir sameignarsinnar geti ekki komið við venju- legum stjórnmálaofsóknarskýringum sinum, að í Bandaríkjunum var Reich orðinn mikill aðdáandi Eisenhowers þáverandi bandaríkja- forseta Ritdeila alþýðubandalagsmannanna, sem var ekki fræðileg, heldur hjáfræðileg, gefur tilefni til þess að fara um hjáfræðina. þessa ruglandi visindaaldar, fáeinum orðum Mikil- vægt er að kunna að gera greinarmun fræða og hjáfræða, vísinda og gervivísinda Hjá- fræðin hefur öll færzt i aukana vegna hinnar miklu virðingar, sem vísindin njóta nú á dögum, og margir íslendingar fylgja henni, leggja trúnað á draumakenningar. stjörnu- studdar neinum vísindalegum rökum), nazist- ans Rosenbergs um kynþætti og meinlausari kenningum um holan heim, flata jörð, faldan fróðleik i pýramídum Fornegypta, dómsdag og dulræn fræði Stjörnuspekingar, sálspek- ingar og söguspekingar hafa gert „fræðileg" kerfi úr firrum sínum, lesið af misskilnings- trénu, þeir hafa ekki haft gagnrýnisgáfu visindamanna Flestir eða allir hjáfræðingar hafa sömu einkennin Þeir skýra efa venju- legra visindamanna um „kenningar" þeirra sem samsæri, þeir gera véfréttarspeki úr sjálfsögðum sannindum eins og þeim, að menn verða að eta og drekka til þess að halda lífi („söguleg efnishyggja") og geta börn til þess að halda lífinu við („kynferðisleg söguskoðun") Hjáfræðingarnir líta margir á verk annarra manna, hvort sem þau eru atvik sögunnar, leikrit Shakespeares, pýramídar Fornegypta eða vegsummerki á Bergþórs- hvoli, sem gestaþrautir, sem þeir eigi að reyna hugvitssemi sina á Þeir leggja dul- rænan skilning í þessi verk, telja það hlutverk sitt að „afhjúpa" verkin En aðferð visindanna er önnur Hún er umfram allt gagnrýni á fyrri kenningar, ekki vörn fyrir kreddum Hugur vísindamannsins er opinn, en ekki lokaður fyrir nýjum rökum og nýjum staðreyndum Hann reynir ekki að skýra allt, heldur það, sem skýringa þarf við, enda eru kenningar, sem nota má til þess að skýra allt, svo almennar, að þær eru gagnslausar Fræði- maðurinn hleður ekki tilkomumikil orð utan um tómið eins og hjáfræðingarnir, heldur fæst við forvitnilegar staðreyndir þessa heims Er kenning Marxs hjáfræðileg? Engin ástæða er til þess að amast við ýmsum firrum hjáfræðinga. þær auka á fjöl- breytni lifsins, eru skemmtilegar og hjákát- legar En verra er það, að hjáfræðingarnir reyndi heldur að finna skýringarnar í aðstæð- um einstaklinganna. staðreyndum lífs þeirra Marx var vísindamaður. fylgismenn hans ekki Sölumenn notaðra kenninga Þessi ritdeila var hjákátleg Pilikian stjórn- aði ekki einungis harmleik á fjölum Þjóðleik- hússins, heldur einnig gamanleik á síðum Þjóðviljans En öllu gamni fylgir nokkur al- vara. Sannleikurinn er sá, að íslenzkir sam- eignarsinnar hafa komið upp um sig Þeir taka mark á skemmtilegum uppskafningi, Hovhannesi Pilikian, og gera heimskunnan grillufangara, Wilhelm Reich, að hugmynda- fræðing sínum Þjóðviljalektorarnir og liðsmenn þeirra kalla sig „mennta- menn", en leyfa sér augljósan þvætting Og tímarit þeirra, sem kennt er við mál- ið og menninguna, birti á árinu grein eftir hjáfræðinginn Pilikian, enda hafði það árið 1950 birt grein til varnar hjá- fræðingunum Lýsenkó Full ástæða er til þess að efast um það, að slíkir „mennta- menn'' geti verið góðir fræðimenn, en þeim eru flestum greidd laun úr sjóðum almennings fyrir fræðistörf Sagt er, að flestir menntamenn séu sölumenn notaðra kenn- inga, þeir lifa á kenningum annarra frumlegri manna, hafa atvinnu af að selja þær En selja þessir deilumenn Alþýðubandalagsins svikna vöru? Kenning Marxs hefur verið notuð í sælulöndum sameignarinnar í austri og reynzt gagnlaus til umbóta Vinstrisinnuðu menntamennirnir á Vesturlöndum vita það, og þess vegna reyna þeir að selja hana með því að breyta umbúðunum. „efnahagslega" söguskoðunin vérður einnig „kynferðisleg" En í lýðræðisríkjum er til sú neytendavernd kenninga, sem er frelsi til gagnrýni. og hún kemur upp um þá, sem ætla að selja vöruna sviknu — notaða kenningu sósíalismans Sameignarsinnar halda, að þeir hafi afhjúpað söguna En þeir hafa einungis afhjúpað sjálfa sig

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.