Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.10.1977, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. OKT0BER 1977 37 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 FRA MÁNUDEGI <1nut/jAiT7e\-axa'Uii Guðlaug Narfa- dóttir — Áttræð fréttum að mikill áhugi sé um stofnun þessa nýju samtaka og ef fleiri vilja ræða þessi mál hér er það að sjálfsögðu velkomið. • Skipulag næturrallsins Einn, sem vill láta nefna sig óánægðan áhorfanda skrifar bréf um framkvæmd næturrallsins, er haldið var á dögunum og langar að fá svar við fyrirspurn um fram- kvæmdaratriði, er hann segir að reglum hafi verið breytt meðan á keppninni stóð og það hafi komið eitthvað misjafnt niður á kepp- endum. „Ég hef heyrt það að forráða- menn Bifreiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur sem stóðu að þessari keppni, hafi leyft sér að breyta Fjallabaksleið úr svonefndri „sér- leið“ í „ferjuleið" þegar nokkrir klukkutimar voru eftir af keppni hjá keppendum og allir voru bún- ir að fara fyrrgreinda leið, þannig að margir þeir er festu sig á þess- ari léið og hefðu þar með átt að hellast úr lestinni voru með fremstu ökumönnum að keppni lokinni.“ Bréf óánægðs áhorfanda er örlítið lengra, en hér verður látið staðar numið og að sjálf- sögðu verður svar birt ef forráða- menn BifreiðaiþróttaklúbbsinS telja ástæðu til svara. Velvakanda finnst nú ótrúlegt að það þurfi að koma misjafnlega niður á kepp- endum þótt reglum sé eitthvað breytt, a.m.k. hlýtur það að teljast undarleg ráðstöfun ef rétt er og ef það hefur breytt einhverju um röð keppenda. En ekki er alveg skiiið við rall-keppnir því hér er pistill frá einum ánægðum: % Endilega meira Segir sá sem er ánægður er og á þar við rallið: „Þetta rall sem er nýafstað- ið er mikið og gott framtak og á klúbburinn sem að því stóð heið- ur og þökk skilið fyrir það. Mér skiist að framkvæmdin hafi vel tekizt, a.m.k. að því leyti er að okkur áhorfendum snýr og það var gaman að fylgjast með frétta- flutningi af þessu, það er eins og slik keppni sé að öðlast sifellt meiri athygli fjölmiðia. Enda er þetta ekki ómerkara en ýmsar aðrar iþróttir sem hérlendis eru stundaðar. Það eina sem má harma er að ' ekki skyidi hafa verið hægt að halda hina stærri og lengri keppni, sem ráðgerð var fyrst i september eða um miðjan mánuð- inn, hún hefði án efa vakið enn meiri athygli. En ekki þýðir að tala um það, þetta verður ailt sam- an að koma eftir röð. Vonandi verður þvi framhald á þessari starfsemi og á næsta sumri hægt að standa að enn stærri keppni, þar sem nú virðist harðsnúið lið rall-manna vera tilbúið i enn frek- ari raunir. Ahugamaður." Þessir hringdu . . . • Fermingarbörnin og prestarnir. Arnór Ragnarsson skrifar: „Mig langar að bera fram fyrirspurn til presta, þ.e. þeirra sem skipta fermingarbörnum i tvo hópa. Enn sem komið er eru flestir prestar með kyngreiningu í þeim listum sem þeir senda dag- blöðum til birtingar. Fyrst eru taldar stúlkur sem ferma á og siðan drengir. Hver er ástæðan? Væri ekki rétt i framhaldi af allri þeirri umræðu sem fram hefir komið um jafnrétti kynjanna að birta nöfn barnanna i stafrófs- röð? Ég er nú svo ungur að árum að mig langar í framhaldi af þessum spurningum mínum að spyrja: Var ekki kyrtillinn einmitt tekinn SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson I viðureign Sovétrikjanna og Ástralíu i 2. umferð Ólympíu- keppninnar i Telex-skák, kom þessi staða upp á unglingaborðinu i skák þeirra Kasparovs (Sovétr), sem hafðí hvítt og átti leik, og West, Ástralíu. Dh5+ — g6, 13. Bxg6+) 12. Re7 + ! Svartur gafst upp. Ekki gengur 12.. .Dxe7, 13. exd6+ og eftir 12.. .Kd8, 13. Rd5 og siðan 14. Bg5+ er hvíta staðan auðunnin. Sovétmenn sigruðu með 514 v. gegn 2'A. Sveit þeirra skipuðu þau Tal, Guljko, Vasjukov, Zeitlin, Zagorovski, Cehov, Akhsjarumova og Kasparov. upp til að likt væri á komið með ríkum og fátækum við fermingar- athöfnina?" M Sífelldar kröfur Gamall maður: — Þegar þetta er talað er sýnt að komi til verkfalls opin- berra starfsmanna og reyndar eru að ég held fáir hissa á þvi. Það sem ég vil fá að leggja til málanna nú eru engin ný sannindi, heldur að margra áliti gömul tugga, enda er ég orðinn gamall, en það er í stuttu máli þetta: Hefur fólk al- mennt hugsað það til enda hvert öll þessi kröfupólitík leiðir okk- ur? Þá á ég ekki eingöngu við ríkisstarfsmenn, heldur alla sem nýlega og um þessar mundir eiga I kjaradeilu. Eru kröfurnar ekki alltof miklar núna? Er fólk al- mennt einhverju bættara með nokkur þúsunda króna kaup- hækkun? Kemur ekki ný skriða verðhækkana? Af hverju getum viðJöara ekki fallizt á að draga svo úr kröfum okkar að hægt sé að ráðast á raunhæfan hátt gegn verðbólgu, en kröfurnar allar eru án efa mikill verðbólguhvati, nái þær fram að ganga. HOGNI HREKKVÍSI Ég stend klár að þér kunningi — og öllum brögðum þínum! Á áttræðisafmæli frú Guðlaug- ar Narfadóttur er mér ljúf skylda að færa henni kveðjur og þakkir áfengisvarnaráðs. Alþingi kjöri frú Guðlaugu Narfadóttur í Áfengisvarnaráð árið 1954 og þar átti hún sæti þar til í desember 1971 er hún baðst undan endurkjöri fyrir aldurs sakir. Meðan frú Guðlaug sat í Áfeng- isvarnaráði, og nokkru lengur þó, vann hún öðru hverju að erind- rekstri, einkum innan Kvehfé- lagasambands Islands. Var víða á orði haft að til þeirra starfa væri hún prýðilega hæf. Frú Guðlaug var enginn nýgræðingur í félags- málastörfum þegar hún var fyrst kosin i Afengisvarnaráð enda urðu störf hennar þar til fyrir- myndar. Hún hafði unnið meira og minna að félagsmálum i ára- tugi og oft verið trúað fyrir miklu. Til að mynda hafði hún verið í stjórn Afengisvarnanefnd- ar kvenna í Reykjavik og Hafnar- firði frá 1948. Frú Guðlaugu Narfadóttur skorti ekki einurð til að beita sér af hörku gegn þeim vargi í véum manna sem áfengið er. Hún gerði sér ljóst að allt dekur við sjálfan vímugjafann og þau öfl, sem hagnað hafa af að dreifa honum sem víðast, var af hinu illa. Þvi blessuðust henni störfin vel að heilindi hennar urðu aldrei i efa dregin. Afengisvarnaráð biður frú Guð- laugu Narfadóttur allrar blessun- ar og hugsjónum hennar um fag- urt mannlif brautargengis. Olafur Haukur Árnason. — Frímerki Framhald af bls. 18 uð bæjar- og borgarumferð Eru merkin samhangandi í hefti og verð- gildi hvers þeirra 1.10 kr. Svo sem sjá má eru myndir mismunandi og sýna þróun þessara mála i Svíþjóð Efst er sporvagn, sem hestur dregur (í Málmey), þá nýtizkusporvagn (i Gautaborg), svo Dýragarðsferja (i Stokkhólmi), þá strætisvagn (i Gautaborg) og lokst neðanjarðarlest (i Stokkhólmi) Sænska póststjórnin hefur um allmörg ár gefið út fri- merkjahefti með margvislegum myndum úr sænsku atvinnu- og þjóðlifi og haft frimerkin af sömu stærð Öll eru þau grafin i stál- stungu, enda lætur póststjórnin sænska sér vart annað til hugar koma við sin frimerki Mætti ís- lenzka póststjórnin að ósekju læra hér mikið af, svo sem áður hefur verið vikið að í þáttum þessum Á undanförnum árum hef ég oft verið spurður um það, hvort sÖfnun svonefndra fyrstadagsumslaga borgi sig Hef ég hugsað mér að hugleiða það mál nokkuð i næsta þætti eftir hálfan mánuð, enda varðar sú söfn- un miklu fleiri en þá, sem kallazt geta frímerkjasafnarar. FRAMHALDS STOFNFUNDUR ************************************** * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * * verður í Súlnasal Hótel Sögu sunnudaginn 9. októbcr n.k. kl. 14. DAGSKRÁ: 1. Lög félagsins 2. Kjör stjómar 3. önnur mál. Stofnfélagar eru hvattir til að fjölmcnna. ^ Undirbúningsnefnd. * 4» 4»4«4»4»4«4«4»,t. fr~ tttttttttttt Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Vesturbær: GRANASKJÓL Upplýsingar í síma 35408

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.