Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 25.10.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. OKTÖBER 1977 5 Stefán Jónsson á Lýsuhóli: Hafði ekki aflað mér leyfa, en vatnið er með öllu skaðlaust ÉG ER að vissu leyti ánægður með þessa stöðvun á framleiðslu og sölu á ölkelduvatninu, þótt fram- kvæmdin hafi verið að minu mati heldur harkaleg og komi illa niður á mér fjárhagslega Þetta er þó skiljanlegt, þvi að þarna er ekkert venjulegt vatn á ferðinni. Heitt ölkelduvatn úr bor- holu með þeim efnum, sem þetta vatn inniheldur, er mjög óvenju- legt og nánast stórmerkilegt. Þessi tilraun min hefur orðið til þess að vekja athygli manna á ölkelduvatni og vonandi verður það einnig til þess að vatnið verði rannsakað með tilliti til notkunar til heilsubótar. Min hugmydn er að gera tilraun til framleiðslu bæði til þess að fleiri gætu notið þessa ágæta og heilsusamlega ölkelduvatns og til þess að vekja athygli visinda manna á þessu merkilega vatni. Nú er Heilbrigðiseftirlit rikisins ásamt fleiri nefndum og vísinda mönnum að fjalla um málið. Vona ég að þeir leggi blessun sina yfir vatnið og þess verði ekki langt að biða að banninu verði aflétt og sala hef jist á nýjan leik. Stöðvunin kom til vegna þess að ég hafði ekki aflað mér þeirra leyfa, sem tilskilin eru til fram- leiðslu og sölu á þessu vatni með þeirri efnasamsetningu, sem það hefur. Mér var þetta Ijóst, en hafði dregið það vegna þess að ég taldi mig aðeins vera að gera tilraun til framleiðslu og sölu. Önnur ástæð- an var talin vera flúorinnihald vatnsins, en það er um 4 milli- grömm i litra. Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin telur æskilegt að i neyzluvatni sé 1,0 milligramm i litra, sem vörn gegn tannskemmd- um, en staðall Evrópurikja er 0,9—1,7 milligrömm i litra miðað við land með 10—12 gráða loft- hita á celsius. Ég vil geta þess til samanburðar við þessar tölur, að ein flaska ölkelduvatns inniheldur 940 grömm. Ég hef sagt fólki að ég og aðrir drekki um hálfa flösku á dag, það er 470 grömm. Hún inniheld- ur þvi 1.88 milligrömm i litra af flúor. Það er sama flúormagn og staðall Evrópurikja telur hæfilegt mönnum daglega i neyzluvatni. Það hefur engum dottið i hug að nota þetta ölkelduvatn i stað venjulegs drykkjarvatns. Neyzlu- vatn er notað bæði i mat, kaffi og aðra drykki eins og allir vita og er álitið að menn drekki um 1Vz litra á dag, bæði i mat og drykk. Hafa skal það lika i huga að flúor fer ekki úr vatni við suðu, nema þá i mjög litlum mæli og þá við suðu i vissum málmilátum. Miðað við þennan IV2 litra sem menn neyta á dag af neyzluvatni, er talið æski- legt samkvæmt reglugerð Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar að menn fái 1.5 milligrömm flúors daglega, sem vörn gegn tann- skemmdum og þá samkvæmt sama staðli 1.35 milligrömm i litra minnst og 2,55 mest. Þessi staðall Evrópurikja er miðaður við lönd með 10—12 gráða lofthita. Þegar þessi samanburður er at- hugaður kemur i Ijós, að sem bet- ur fer, er engin hætta af völdum flúorinnihalds ölkelduvatnsins, ef menn drekka ekki meira en hálfa flösku á dag. Þær tölur, sem hér eru gefnar. eru miðaðar við full- orðið fólk Lýsuhóli, 13. október 1977 Stefán Jónsson. LEIKRITASAMKEPPNI Listahátíð 1978 Athygli höfunda er vakin á, að skilafrestur leikritasamkeppni Listahátiðar er 1. desember 1 977. Ljósmyndin sem er yrkisefni keppninnar, hefur birzt í fjölmiðlum. Samkeppnin er leynileg og skal senda leikritin í pósthólf 88. Skulu þau merkt dulnefni, en nafn höfundar fylgja í lokuSu umslagi. Umslögin merkt dulnefnun- um verSa ekki opnuð fyrr en dómnefnd hefur kveðiS upp úrskurð sinn og nöfn höfunda verðlaunaverkanna verða svo birt á Listahátíð 1978. Skilafrestur er 1. desember 1977 Dómnefnd leikritasamkeppni Listahátiðar í Reykjavik. Davíð Oddsson, Briet Héðinsdóttir, Erik Sönderholm, Hjörtur Pálsson, Sigríður Hagalin. VANTAR ÞIG VINNU VANTAR ÞIG FÓLK ÞÚ Al'GLÝSIR l'M ALLT LAN'D ÞEGAR ÞÚ AIG- LYSIR I MORGl'NBLAÐIM ★★ M. 26 okt. Félagsheimilið - Þórshöfn - Langanesi - kl. 21.00 ★★ F. 27 - Hótel Reykjahlíð - - 21.00 ★★★ F. 28 - Hótel Húsavik - - 19.30 ★★★ L. 29 - Valaskjálf - Egilsstöóum - - 19.30 ★★ S. 30 - Egilsbúó - Neskaupsstaó - - 21.00 ★★ M. 31 - Skrúður - Fáskrúósfirði - - 21.00 1. 2. 3. Feröakynning: Sagt verður frá hinum fjölbreyttu ferðamöguleikum feröaskrifstofunnar. Litkvikmyndasýning.- Sýnd verdur mynd frá Canaryeyjum og helstu gististööum SUNNU i sólarlöndum. Klúbbur 32-. Magnús Kjartansson kynnir starfsemi Klúbbs 32 - ferða- og skemmtiklúbbs unga fólksins. ★★ DAGSKÁRATRIOI 1 ★★★ ------------- 1 ■2-3-4-5-6 ■2-3-4-5-6-7 Tískusýning: Karon • samtök sýningafólks- sýna þaó nýjasta i kvennfatatiskunni. Skemmtikraftar: Hinir heimsfrœgu skemmtikraftar L0S PARAQVIOS TR0PICALES syngja vinsæla suður-ameriska og spánska songva og koma fram i þjóöbúningum. 6. 7. RISA-bingó: Spilað verður um þrjár glæsilegar sólarlandaferðir, se.i, nota má eflir frjálsu vali og ennfremur verður spilað um réttinn til þess að vera með. þegar aukavinningurinn, sem er ALFA R0ME0, verður dreginn út i vor. Grísaveisla og dans: Grisaveisla • hinn vinsæli spánski veislumatur verðurá borðum- og endahnúturinn verður sleginn með dunandi dansi. GLÆSILEGUR AUKAVINNINGUR £Z$Ct> ^CTTtC&' ALFASUD ti - BIFREIO í SÉRFLOKKI ALLIR í SÓLSKINSSKAPI MEÐ SUNNU - ..........................................................................................................................................- ÍMMI .II. I SUNHA LÆKJAGÖTU 2 - SÍMAR 25060 - 26555 - 12070

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.